Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 202220 Í byrjun síðustu viku samþykkti fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag­ anna á Akranesi tillögu uppstill­ ingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosn­ ingarnar 14. maí í vor. Sjálfstæð­ isflokkurinn á nú fjóra bæjarfull­ trúa og situr í minnihluta. Einung­ is einn af sitjandi fulltrúum gef­ ur kost á sér í baráttusæti en nýtt fólk á vettvangi stjórnmálanna tek­ ur við keflinu. Oddviti listans er Líf Lárusdóttir, þrítug Skagakona, sem einnig á sínar rætur í Borgarnesi. Blaðamaður Skessuhorns fékk að kíkja í heimsókn til hennar und­ ir lok vikunnar á bjart og fallegt heimili hennar við Reynigrund. Líf er nú í fæðingarorlofi. Meðan rætt var við hana svaf úti í vagni Agla, sjö mánaða dóttir hennar og Ragnars Þórs Gunnarssonar. Eldri dóttir­ in Móey var á leikskólanum. Við ræðum upprunann, skólagönguna og starfsferilinn, en þó aðallega sýn hennar á bæjarmálin. Samfélagslega sinnuð Líf er fædd árið 1991 og ólst fyrstu ellefu árin upp í Borgarnesi, þar sem hún á stóran frændgarð í föður­ ætt. Foreldrar hennar skildu og fluttist hún á Akranes ásamt móð­ ur sinni og yngri bróður og byrjaði þar í sjöunda bekk Grundaskóla. Á Akranesi hefur Líf búið síðan, en þó með hléum vegna náms. Var til dæmis eitt ár í Bandaríkjunum og annað ár í Barcelona á Spáni með­ an hún var í mastersnámi. Náms­ ferillinn eftir grunnskóla var stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Vestur lands og viðskiptafræðing­ ur varð hún frá Háskóla Íslands árið 2014. Meistaranám í markaðs­ fræði og samskiptum tók hún svo í Barcelona. „Ég hef alla tíð verið með rosalega ríka samfélagsvitund og kannski má segja að fyrir mér hafi legið að stefna á virka þátttöku í pólitík,“ viðurkennir Líf. „Ég var til dæmis formaður nemendafélags­ ins strax í grunnskóla og fór á fullt í stúdentapólitíkina með Vöku þegar ég var við nám í HÍ. Svo hef ég ein­ hvern veginn komið mér í stjórn­ ir alls kyns félaga, eins og húsfélaga svo ég nefni dæmi.“ Líf segir að þrátt fyrir að hafa alist upp í Borgarnesi líti hún í dag á sig sem Skagamann; „en hjartað slær samt alltaf með Borgarnesi. Þar átti ég mín fyrstu ár og þykir vænt um bæinn og frændfólk mitt þar. Hér á Akranesi eignaðist ég strax stóran vinahóp og mamma er innfædd Skagakona og á því fjöl­ skyldu hér og sömuleiðis á mað­ urinn minn stóra fjölskyldu hér. Ef maður vill láta gott af sér leiða í samfélaginu þar sem maður býr er nauðsynlegt að þykja vænt um bæinn sinn og bera hag hans fyrir brjósti. Ég hef alltaf fylgst vel með pólitík og við hjónin ræðum oft stjórnmál,“ segir Líf. Markaðsdrifin hugsun ráði för En hvernig augum lítur nýr odd­ viti Sjálfstæðismanna bæjarmál­ in á Akranesi. Hvað vill hún setja á oddinn komist hún til valda og áhrifa? „Ég lít þannig á að Akra­ nes þurfi að leggja miklu meiri áherslu á markaðsmál en gert hefur verið. Skaginn er kominn í hörku samkeppni við önnur bæjarfélög sem búsetukostur, eins til dæm­ is við Hveragerði og Selfoss. Við þurfum því að fara í frekari sókn og kynna nýjum fyrirtækjum kosti þess að vera með rekstur á Akranesi ásamt því að eiga samtal við starf­ andi fyrirtæki á Akranesi um tæki­ færi til vaxtar, því til frambúðar er ekki hægt að búast við að allir vilji sækja vinnu í fjarlægu sveitarfélagi og verði að keyra í burtu að morgni og koma heim í myrkri. Íbúum hef­ ur vissulega fjölgað engu að síð­ ur og hér er blússandi uppgangur, en ég ætla að leggja mikla áherslu á að við bætum okkur í markaðs­ málunum. Sum sveitarfélög eru al­ veg að standa sig hvað þetta snert­ ir. Ég get nefnt Fjallabyggð sem dæmi. Þar er starfandi sérstakur flutningsfulltrúi. Starfsmaður sem sér um að krækja í íbúa, hafa milli­ göngu um útvegun starfa og hjálpar nýbúum að máta sig inn í samfélag­ ið. Hér á Akranesi sjáum við að það eru ákveðin göt í aldurstrénu og við eigum að leggja metnað okkar í að fylla í þau þannig að aldurssamsetn­ ing fólks hér endurspegli meðal­ talið í landinu. Við eigum að beita þekktum markaðstækjum til að ná til fólks, en ekki síður að hefja sam­ talið við núverandi íbúa um hvað þeir vilja sjá gerast, hvaða þjón­ ustu vantar, hvað megi bæta og svo framvegis. Þessu kynntist ég þegar ég bjó í Barcelona. Það er borg sem gefur sig út fyrir að vera „borgin fyrir fólkið.“ Þar eru íbúar spurð­ ir hvernig þeir vilji sjá borgina þró­ ast og dafna og borgaryfirvöld fara eftir því. Til að nálgast þetta við­ fangsefni þurfum að stilla upp mis­ munandi sviðsmyndum, setja okk­ ur í spor ólíkra hópa í samfélaginu. Ef vísitölufjölskyldan hér er til að mynda hjón með tvö börn og einn hund, þá þarf þjónustan að taka mið af því að fjölskyldan fái lang­ anir sínar og væntingar uppfylltar. Öllum á jú að líða vel og það á að vera markmið þeirra sem vinna fyr­ ir bæinn að stuðla að því með öllum mögulegum hætti.“ Ná virku samtali við alla Þá segir Líf að bæjaryfirvöld hverju sinni þurfi að eiga gott samtal við íbúa en sér virðist sem samskiptin mættu vera meiri og virkari. „Hér er til dæmis bæjarstjórnarfundum streymt á netinu og þannig séð gætu allir fylgst með því sem fram fer á þeim. Þrátt fyrir það hefur kom­ ið fram að frá tíu og upp í mesta lagi 45 manns eru að hlusta á þessa fundi, þó að íbúafjöldinn sé hátt í átta þúsund. Mér finnst það harla lítið og ber kannski vott um að það þurfi að örva íbúa til að taka virkari þátt í samfélaginu sem þeir búa í. Ungt fólk virðist misjafnlega mik­ ið fylgjast með því sem fram fer á vettvangi bæjarfélagsins. Samt sem áður er þetta aldurshópurinn sem á töluverðra hagsmuna að gæta; á litlu börnin í leik­ og grunnskólun­ um, börnin í íþróttastarfinu og svo framvegis. Við þurfum að breyta þessu og ég brenn fyrir því. Sjálf er ég á þessum aldri og kannski er það einmitt djarft, en skynsamlegt, hjá Sjálfstæðisflokknum að tefla fram ungri manneskju til að standa fyr­ ir breytingum sem gera þarf. Mér finnst mikilvægt að bæjarstjórnin endurspegli fólkið sem býr í bæn­ um.“ Þurfum að gefa í Líf segist óhrædd við að setja sér markmið því ef þau eru krefjandi en raunsæ, þá sé það besta leiðin til árangurs. „Mig langar að setja ögrandi markmið fyrir kosninga­ baráttuna og árangur míns flokks. Við viljum að sjálfsögðu komast til valda, skipa meirihluta í bæjar­ stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn tefl­ ir fram fjölbreyttum hópi fólks og það er ánægjulegt með okkar lista að þar er atvinnuþenkjandi hópur, fólk sem ætlar sér stóra hluti. Við erum til dæmis sammála um að við þurfum að auka verulega við lóða­ framboðið, ná hingað fleiri fyrir­ tækjum og til þess að það gerist þarf bæjarfélagið einfaldlega að gefa í.“ Fyrsta framboðið Spurð segir Líf að aðdragandinn að framboði hennar hafi ver­ ið skammur, eða nokkrar vikur. „Ég viðurkenni alveg að ég hafði áhuga á að láta til mín taka. Laum­ aði nafni mínu að á völdum stöð­ um og lét þau boð út ganga að ég væri tilbúin að axla ábyrgð og hefði áhuga á bæjarmálum. Uppstill­ ingarnefnd fór svo á stúfana og ég held að henni hafi tekist vel upp með að stilla fram sigurstrangleg­ um lista. Við nýliðarnir höfum svo Einar Brandsson í öðru sæti, þaul­ reyndan og traustan bæjarfulltrúa. En við höfum einnig ný andlit, fjöl­ breyttan hóp þar sem konur eru tíu og karlarnir átta. Ég lít einnig á að það sé styrkur fyrir okkur að vera fyrsti listinn sem býður fram, ekki bara hér á Akranesi, heldur á Vesturlandi öllu. Nú á næstu dög­ um munum við einhenda okkur í að semja stefnuskrá og koma boðskap okkar á framfæri.“ Gera góðan bæ betri Líf segir að hennar plön snúist um að hverfa aftur úr fæðingarorlofi til starfa í ágúst þegar yngri dóttir­ in verður árs gömul, en hún starfar sem markaðsstjóri Terra. Ragnar Þór Gunnarsson eiginmaður henn­ ar er framkvæmdastjóri Akraborgar, sem er öflugt niðursuðufyrir tæki með starfsstöðvar á Akranesi og í Snæfellsbæ. „Ég lýsi mig einfald­ lega reiðubúna í þetta verkefni sem hefst með undirbúningi fyrir bæj­ arstjórnarkosningar. Ég brenn fyr­ ir að gera góðan bæ betri. Mitt markmið er að spila sóknarleik, koma inn með ferska sýn þar sem áskoranir eru margar en tækifærin sömuleiðis á hverju strái,“ segir Líf Lárusdóttir að endingu. mm Sveitarstjórnarkosningar ₂₀₂₂ Líf færist í pólitíkina Þrítug að aldri mun Líf Lárusdóttir leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi til kosninga í vor Ragnar Þór og Líf með dæturnar Öglu og Móeyju. Ljósm. Gunnar Viðarsson. Líf Lárusdóttir. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.