Skessuhorn


Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 09.03.2022, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 2022 29 Borgarbyggð – miðvikudagur 9. mars Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum heldur síðbúna en ekki síðri sviða- veislu í Brún kl. 14:00. Fögnum kom- andi vori með sviðaveislu og samveru. Allt landið – föstudagur 11. mars Mottudagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Krabbameinsfélagið hvet- ur alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn með því að leyfa karlmennskunni að skína sem aldrei fyrr! Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skört- um öllu mögulegu tengdu karlmann- inum, Mottumars sokkunum auðvitað, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi osfrv. og hvetjum alla landsmenn til að gera slíkt hið sama. Við hvetjum vini, vanda- menn og samstarfsfélaga að taka þátt í átakinu og ekki væri verra ef starfs- menn vinnustaða tækju sig saman og efndu til skemmtilegra leikja í tengsl- um við daginn! Endilega sendið okk- ur myndir á mottumars@krabb.is eða setja á Facebooksíðu átaksins Borgarnes – föstudagur 11. mars Skallagrímur fær Hrunamenn í heim- sókn í 1. deild karla í körfuknattleik og hefst leikurinn kl. 19:15. Akranes – föstudagur 11. mars Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm verður með sýninguna Loks eftirhermur í Bíóhöllinni kl. 20:30. Miðasala á tix.is. Stykkishólmur – laugardagur 12. mars Snæfell og Hamar-Þór mætast í 1. deild kvenna í körfuknattleik kl. 16:00. Stykkishólmur – sunnudagur 13. mars Snæfell tekur á móti ÍR b í 2. deild karla í körfuknattleik og hefst leikurinn kl. 14:00. Akranes – þriðjudagur 15. mars Vesturlandsslagur í 1. deild karla í körfuknattleik þegar ÍA tekur á móti Skallagrími í Íþróttahúsinu við Vestur- götu kl. 19:15. Borgarbyggð – miðvikudagur 16. mars Vegna óviðráðanlegra atvika varð að færa aðalfund Félag aldraðra í Borgar- fjarðardölum til 16. mars í Brún kl. 14:00. Venjuleg aðalfundarstörf, kosn- ing til stjórnar og í nefndir. Kaffi- veitingar. Óska eftir húsnæði Óska eftir húsi í langtímaleigu á svæði 301,311 eða 320. Upplýsingar í tölvu- pósti á netfangið tungl@mail.com. Týndur hestur Flottur frá Felli er týndur. Hann var á Hlíðarási í Kjós. Flottur er rauð- ur með rautt fax og tagl, tvístjörn- óttur. Upplýs- ingar í síma: 846- 8336. Á döfinni Nýfæddir Vestlendingar Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s . barnið! WWW.SKESSUHORN.IS Markaðstorg Vesturlands Smáauglýsingar 3. mars. Drengur. Þyngd: 3.620 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Una Guðjónsdóttir og Ragnar Þór Gunnarsson, Kópavogi. Ljósmóðir: Fanný Berit Sveinbjörnsdóttir. LEIGUMARKAÐUR Gamla myndin Í tilefni þess að á næsta ári fagnar Skessuhorn 25 ára starfsafmæli sínu hefur ritstjórn blaðsins aðeins verið að grúska ofan í gömlum myndakössum sem geyma myndir fyrir og í kringum síðustu aldamót. Fyrsta myndin sem við birtum er frá 17. júní hátíð í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og ljóst að sá sem var að selja blöðrur þennan dag er vafalaust ennþá að telja peningana. vaks Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 16. mars 2022, kl. 10:15 á Hótel Hamri í Borgarnesi. Dagskrá: Ársskýrsla – farið yfir starfsemi síðasta árs Endurskoðaður ársreikningur 2021 lagður fram Tillögur um breytingar á skipulagsskrá kynntar Kosning stjórnarmanna Önnur mál Allir velkomnir Aðalfundarboð SK ES SU H O R N 2 02 2 6. mars. Stúlka. Þyngd: 3.928 gr. Lengd: 51 cm. Foreldrar: Aldís Bergsveinsdóttir og Haukur Hall Eyþórsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Elísabet Harles. TAPAÐ/FUNDIÐ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.