Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Qupperneq 4

Skessuhorn - 29.06.2022, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Atvinnugreinar í atgangi Undanfarið hef ég verið dálítið hugsi yfir núningi fólks sem stendur á bak við ólíkar atvinnugreinar sem hér á landi eru stundaðar. Hagsmunagæsla er býsna hörð og menn fylgnir sér í málflutningi sínum. Síðastliðinn föstudagsmorgun var fyrsta langreyðurin á þessari hvalver- tíð dregin að landi í Hvalfirði. Þrjú ár eru síðan hvalur var veiddur síðast við landið og ljóst að að óbreyttu fengjum við ekkert súrt rengi á þorran- um, sem væri slæmt. Ýmsir fögnuðu því að Kristján Loftsson og hans fólk var enn einu sinni búið að dubba gömlu gufuknúnu hvalveiðibátana upp og halda á þeim til veiða. Persónulega finnst mér þessar veiðar vera órjúfan- legur hluti af menningu okkar og sögu og af þeim ættum við að vera stolt. Rétt eins og Hollendingar eru stoltir af túlipanarækt og Írar af Guinness brauðsúpubjórnum sínum. Áratuga hefð er fyrir hvalveiðum við Ísland, jafnvel þótt rof hafi komið í veiðar sum ár, af ýmsum ástæðum. Með hvalveiðum er í mínum huga leit- ast við að halda jafnvægi í lífríkinu í sjónum umhverfis landið, við færum björg í bú og aukum útflutningstekjur landsins, þótt ýmsir leyfi sér að halda öðru fram. Sýnt hefur verið fram á að leyfilegar veiðar eru í svo smáum stíl að í engu er ógnað stofni þessara stóru dýra sem áætlað er að séu um fjöru- tíu þúsund í norðurhöfum. Enn á ný hafa engu að síður rekið upp harma- kvein ýmsir þeir sem telja að hvalveiðar skaði ímynd landsins og annarra atvinnugreina. Einkum þeir sem hafa tekjur af því að fara með fólk í bátum út á rúmsjó til að horfa á hvali sem koma upp á yfirborðið. Þarna sjá menn ógn við þá starfsemi. Ég vil hvetja leiðsögufólk í hvalaskoðunarferðum og eigendur fyrirtækja til að taka annan pól í hæðina. Útskýra fyrir gestum sínum að jafnvel þótt hvalirnir séu fallegir á að líta sé örlítið hlutfall af stofninum nýtt hér við land, líkt og hefð er fyrir í áratugi og aldir. Af því séu Íslendingar stoltir, rétt eins og Hollendingar af túlipönunum sínum og Írarnir af brauðsúpunni. Í hvert sinn í júnímánuði sem Kristján Loftsson og menn hans halda til veiða bregst ótilgreindur hópur fólks við með látum. Íslenskir talsmenn verndunarsamtaka eru þeir sem einkum hafa blásið það upp að hvalveiðar séu að hefjast. Auglýsa það rækilega og kalla til liðs við sig erlenda fjölmiðla í þeim tilgangi að hafa hátt. Með hvatningu frá þessum samtökum koma fréttaritarar erlendra fjölmiðla til landsins. Nýverið fjallaði CNN þannig um málið, einhverjum dögum áður en fyrsti hvalurinn var skotinn. Álits- gjafarnir voru að sjálfsögðu talsmenn ferðaþjónustufyrirtækja sem sögðu það ergilegt að hefja ætti hvalveiðar. Vildu meina að þetta skaðaði orðspor landsins og myndi mögulega skaða útflutningstekjur ferðaþjónustunnar. Þannig er enn og aftur búið að egna saman þeim sem nýta vilja auðlindina og þeim sem nýta vilja sömu auðlind með öðrum hætti. Nú vill svo skemmtilega til að þessa dagana eru fluttar fréttir af ferða- þjónustufyrirtækjum sem eru búin að bóka upp hótelgistingar, bílaleigubíla og aðrar nauðsynjar sem þarf til að hingað geti ferðaþyrstir útlendingar komið og ferðast um. Upppantað er út sumarið og langt fram á haust. Þrátt fyrir barlóm úr greininni er þó ekkert sem segir mér að hingað muni flæða inn afbókanir vegna þess að Kristján Loftsson ætlar að veiða á annað hund- rað hvali. Hvali sem í mínum huga er alveg fullkomlega jafn sjálfsagt að veiða, rétt eins og slátra þarf nautunum sem ferðamennirnir fá á diskana sína meðan þeir dvelja hér. Í mínum huga ætti að vera stolt hverrar þjóðar að útskýra fyrir gestum sínum hvað gerir þjóð að þjóð. Við erum af sjómönnum og bændum komin og eigum að hafa vit og rænu til að bera höfuðið hátt hvað uppruna okkar varðar. Við lifðum á því sem sjórinn og landið gaf, nýttum jarðhitann og beittum vissulega kænsku til að lifa af svo langt norður í höfum. Því langar mig að biðja ferðaheildsala og sölumenn í ferðaþjónustu að hætta þessu endemis væli. Magnús Magnússon Síðastliðinn mánudagsmorgun var Bláfáninn dreginn að húni við Langasand á Akranesi, tíunda árið í röð. Bláfáninn er alþjóð- legt umhverfismerki sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferða- mennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum. Tilgangur verk- efnisins er að stuðla að verndun á lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er þannig tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd þar sem hann blaktir við hún. Nemendur og starfsfólk leik- skólanna, sem og starfsfólk Vinnu- skólans á Akranesi voru viðstaddir athöfnina í blíðskaparveðri. Fyrst ávarpaði Jón Arnar Sverrisson garðyrkjustjóri gesti, en hann hef- ur umsjón með að þeim skilyrðum sé fylkt að bláfáninn fáist afhentur. Ragnar Þórðarson frá Vottunar- stöðinni Túni sagði frá hvað felst í bláfána viðurkenningunni. Lok ræddi Sævar Freyr Þráinsson bæj- arstjóri við hópinn og kallaði til liðs við sig nokkur leikskólabörn til að draga fánann að húni. Loks sungu leikskólabörn nokkur lög. mm Í gær var unnið af krafti við að steypa gólfplötu og þak bíla- kjallara í nýbyggingu við Aspar- skóga 18 á Akranesi. Hver steypu- bíllinn af öðrum ók í hlað og var um 130 rúmmetrum af steypu dælt í plötuna sem festir um leið saman forsteyptar einingar sem húsið er byggt úr. Risin er fyrsta hæðin í húsinu en það verður að stærstum hluta á þremur hæðum en að hluta til á fjórum og penthouse íbúð á fimmtu. Barium ehf. byggir húsið fyrir Ferrum fasteignir. Hönnuð- ur þess er Runólfur Þ Sigurðsson hjá Alhönnun ehf. Fullbúið verð- ur húsið með 40 íbúðum auk bíla- geymslu í kjallara. Húsið verður því stærsta fjölbýlishúsið á Akra- nesi, stærra en fjölbýlishúsin tvö við Stillholt. Að sögn Engilberts Run- ólfssonar verkefnisstjóra er stefnt að íbúðir í húsinu fari í sölu eftir um það bil mánuð. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um verkefnið á; asparskogar.is mm Bíllinn á þessari mynd var mann- laus í vegarskurði á Mýrunum seinni part dags á laugardaginn, þegar fréttaritari Skessuhorns átti leið um. Ekki er vitað með slys á fólki og líklegt að ökumaður og mögulega farþegar hafi komist af sjálfsdáðum úr bílnum og frá vett- vangi. Í það minnsta var ekki búið að merkja bílinn lögregluborða til merkis um að búið væri að færa óhappið til bókar. Þar af leiðandi voru margir hugulsamir vegfarend- ur sem stoppuðu og gáðu inn í bíl- inn hvort einhver væri þar í vanda. þa Bláfáninn blaktir á ný við Langasand Yfirgefinn bíll í vegarskurði Steypt af krafti í stærsta fjölbýlishúsinu á Vesturlandi Fyrsta hæðin er nú risin. Hér rennur steypan úr einum steypubílnum yfir í dælubíl- inn. Þannig á húsið fullbúið að líta út. Teikning: Alhönnun.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.