Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Síða 6

Skessuhorn - 29.06.2022, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 20226 Stafræn umsókn um ökunám LANDIÐ: Sífellt eykst þjónusta hins opinbera í staf- rænum heimi. Nú er hægt að finna stafræna umsókn um bráðabirgðaskírteini til ökunáms á Ísland.is en slík umsókn er fyrsta skref- ið að því að hefja ökunám. Einstaklingar geta sótt um frá 16 ára aldri en þá geta til- vonandi ökumenn fyrst haf- ið ökunám til almennra öku- réttinda. Ferlið er stafrænt þar sem ökunemi skráir öku- kennara og greiðir fyrir skír- teinið. Allar upplýsingar úr umsókn eru skráðar beint í ökuskírteinaskrá. Ökunemi skilar inn mynd til sýslu- manns í kjölfar umsókn- ar og læknisvottorði ef við á. Námsheimild er þá veitt í kjölfarið og ökunemi getur hafið nám með sínum öku- kennara. Árið 2021 sóttu 6.056 einstaklingar um að hefja ökunám. -mm/Ljósm. fíb. Þórunn yfir menningar- málin BORGARB: Þórunn Kjart- ansdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns menn- ingarmála í Borgarbyggð en alls bárust 16 umsókn- ir um starfið. Þórunn hef- ur góða þekkingu og reynslu í málaflokknum en hún er með meistarapróf í hagnýtri þjóðfræði og BA- gráðu í þjóðfræði og einnig er hún með kennsluréttindi. Fram kemur á heimasíðu Borg- arbyggðar að Þórunn hef- ur undanfarið starfað sem kennari í Grunnskólan- um í Borgarnesi. Hún hefur einnig verið stundakennari og leiðbeinandi í þjóðfræði- deild Háskóla Íslands og starfað við Þjóðminjasafn Íslands, Byggðasafn Snæfell- inga og Stofnun Árna Magn- ússonar. Hún er virk í félags- störfum en hún hefur gegnt stöðu formanns í Félagi þjóðfræðinga á Íslandi, sat í ritstjórn Kreddu – vefrits þjóðfræðinema, hefur verið trúnaðarmaður kennara við Grunnskólann í Borgarnesi og setið í skólaráði. -vaks Útgáfan í sumar SKESSUHORN: Nokkur er spurt um útgáfudaga Skessu- horns í sumar. Það skal upplýst að blaðið kemur út alla mið- vikudaga í sumar, utan eins. Það kemur ekki út blað vikuna eft- ir verslunarmannahelgi, mið- vikudaginn 3. ágúst. Starfsfólk á ritstjórn verður í sumarleyfi frá 27. júlí til og með 2. ágúst. -mm Hátíðir um helgina VESTURLAND: Framund- an er líf og fjör víða um Vest- urland. Tvær bæjarhátíðir verða um helgina; Írskir dagar á Akra- nesi, sem lesa má nánar um í auglýsingu, og bæjarhátíð- in Heim í Búðardal. Loks má nefna Landsmót Félag harm- onikuunnenda sem haldir verð- ur í Stykkishólmi sem og Skott- húfan, árleg þjóðbúningahátíð. -mm Jörð skalf undir Langjökli BORGARFJ: Klukkan 22:12 að kvöldi síðasta fimmtudags varð jarðskjálfti að stærðinni 4,6 í Langjökli vestanverðum. Skjálftinn fannst vel um allt Vesturland, norður í Húna- vatnssýslur og austur í Rangár- vallasýslu. Fjöldi smærri skjálfta, sá stærsti 2,9 stig, mældust und- ir jöklinum í kjölfarið. Síð- ast varð skjálfti yfir 4 að stærð í vestanverðum Langjökli 10. desember 2015. –mm Nýverið útskrifuðust 134 nem- endur frá Háskólanum á Bifröst en það var stærsta útskrift í sögu skólans. Háskólinn stendur fram- arlega á sviði fjarnáms og mikil áhersla lögð á það við skólann. Nýverið lauk umsóknarferli þar sem fjöldi umsókna barst fyrir næsta skólaár. Vinsælasta grunn- nám fyrir næsta haust reyndist vera BA gráða í skapandi grein- um en vinsælasta meistaranám- ið er forysta og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun. Skessuhorn hafði samband við skólann og fékk að forvitnast um aðsóknartölur fyrir næsta haust. James Einar Becker, markaðs- stjóri Háskólans á Bifröst segir að fjöldi umsókna fyrir haustið sé ánægjulegt. „Við áttum von á því að umsóknum myndi fækka þar sem lítið atvinnuleysi er og helst það oft í hendur við aðsókn í háskólanám. En þess í stað fjölgaði umsóknum lítillega milli ára. Aðsókn í framhalds- nám hélst í hendur við síðasta ár en fjölgun var í grunnnámi og Háskólagátt á milli ára,“ seg- ir James. Viðskiptafræðin ennþá vinsæl Bifröst er viðskiptaskóli en James segir almenna viðskiptafræði ennþá gríðarlega vinsæla. ,,Svo er reyndar alltaf mest í BS í viðskiptafræði en það deilist svo niður á sjö mismun- andi áherslur. Þannig að erfiðara er að meta það eitt og sér. Einnig sjáum við góðan stöðugleika í BS í viðskiptalögfræði milli ára. Sú braut átti met ár síðasta vetur og náðum við að halda í við þær tölur milli ára. Háskólagáttin er einnig vinsæl en það er mikill vöxtur þar milli ára. Nú er aukningin þar frá fyrra ári sirka þrjátíu prósent.“ Aukin kraftur í endurmenntun Háskólinn á Bifröst býður upp á endurmenntunarnámskeið yfir sumartímann fyrir öll námsstig en James segir aukinn kraft vera í endurmenntun og mikið framboð á námskeiðum. Hægt er að læra íslensku, markaðsfræði, stjórnun, upplýsingatækni, skapandi skrif og fleira á endurmenntunarnám- skeiðunum. ,,Umsóknarfrestur í endurmenntunarnámskeið hjá okk- ur verður 5. ágúst. Þar er fullt af spennandi fimm vikna eininga- bærum námskeiðum í boði. Auk- inn kraftur og mikið framboð er í endurmenntun hjá okkur fyrir framhaldsskólastig, grunnnámsstig og framhaldsstig. Svo það er líka mjög spennandi,“ segir James. Borgarbyggð nýtir hús- næði undir flóttafólk Skólinn hefur staðið framarlega í fjarnámi og leggur í dag alla sína áherslu á fjarnám. Íbúðir sem skólinn átti á nemendagörðun- um voru þess vegna settar á sölu. ,,Við erum búin að selja tæplega 30 eignir og einungis eru 14 eft- ir til sölu. Við munum ekki leggja aukna áherslu á staðnám í framtíð- inni en skólinn leggur nú áherslu á 100% fjarnám og það húsnæði sem stendur laust er til boða fyrir nem- endur á vinnuhelgum. Einnig hefur Borgarbyggð verið að nýta húsnæði á Bifröst fyrir flóttafólk frá Úkra- ínu,“ segir James um stöðu hús- næðismála. sþ Góð aðsókn að Háskólanum á Bifröst næsta haust

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.