Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Page 8

Skessuhorn - 29.06.2022, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 20228 Hilmar Örn organisti AKRANES: Á dögunum var auglýst eftir organista og kórstjóra við Akranes- kirkju. Fjórar umsóknir bár- ust og hefur sóknarnefndin boðið Hilmari Erni Agn- arssyni starfið. Hilmar Örn hefur starfað í afleysingum við Akraneskirkju undanfar- ið ár. Hann er menntaður í Þýskalandi og hefur langa reynslu sem organisti; hefur starfið við Grafarvogskirkju, Kristskirkju í Reykjavík, en lengst var hann organisti við Skálholtsdómkirkju og hefur stjórnað fjölmörgum kórum með góðum árangri. Sveinn Arnar Sæmundsson, sem hafði starfað sem organisti og kórstjóri síðastliðin 19 ár í Akraneskirkju, var í ársleyfi og tekur Hilmar Örn því við starfinu af honum. Sveinn Arnar tók við sem organisti í Víðistaðakirkju í september á síðasta ári. -vaks Hvalveiðar hafnar HVALFJ: Hvalur 9 kom á föstudagsmorgun með fyrsta hvalinn á þessar ver- tíð að landi og var búið að flensa hann í Hvalstöð- inni um hádegisbil. Sama dag var Hvalur 8 búinn að ná annarri langreyði og þar með má segja að hvalveiðar séu komnar á fullt. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á þessari vertíð en veður mun eiga stærstan þátt í hvort næst að veiða upp í kvótann. Líkt og áður verða um 150 manns starfandi við hvalver- tíðina og afurðirnar flestar seldar til Japan. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 18. – 24. júní Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Akranes: 13 bátar. Heildarlöndun: 8.138 kg. Mestur afli: Svalur AK: 1.404 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi: 24 bátar. Heildarlöndun: 30.169 kg. Mestur afli: Grímur AK: 3.518 kg í fjórum róðrum. Grundarfjörður: 20 bátar. Heildarlöndun: 302.726 kg. Mestur afli: Björgvin EA: 93.467 kg í einum róðri. Ólafsvík: 33 bátar. Heildarlöndun: 90.347 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son SH: 34.909 kg í þremur löndunum. Rif: 28 bátar. Heildarlöndun: 142.208 kg. Mestur afli: Rifsnes SH: 61.771 kg í einum róðri. Stykkishólmur: 25 bátar. Heildarlöndun: 60.232 kg. Mestur afli: Bára SH: 12.808 kg í fimm löndunum. 1. Björgvin EA – GRU: 93.467 kg. 22. júní. 2. Steinunn SF – GRU: 73.374 kg. 19. júní. 3. Rifsnes SH – RIF: 61.771 kg. 20. júní. 4 Hringur SH – GRU: 60.046 kg. 22. júní. Runólfur SH – GRU: 59.659 kg. 20. júní. -sþ Undanfarin misseri hefur Borg- arverk unnið að endurbyggingu, breikkun, styrkingu og lögn bund- ins slitlags á um fimm kílómetra kafla af Melasveitarvegi, frá Bakka að svínabúinu á Melum. Við Mela tekur svo gamli vegurinn við, óneit- anlega barn síns tíma, og er þannig í gegnum land bæjanna Melaleitis og Belgsholts og alla leið að gatna- mótunum við Hringveginn í landi Fiskilækjar. Nú eru framkvæmd- ir vel á veg komnar við nýja veg- inn, en upphafleg verklok áttu einmitt að vera 30. júní. Búið er að leggja bundið slitlag og er yfir- borðið þessa dagana nokkuð laust í sér og því ástæða til að aka með gát. Á meðfylgjandi mynd er horft vest- ur eftir nýja veginum og í áttina að Eystra Súlunesi. Á myndinni sést vel hvernig nýir vegir, gerðir eftir stöðlum samtímans, eru breiðir og í raun glæsileg mannvirki. Borgarverk er einnig vel á veg komið með aðra stórframkvæmt í héraðinu; endurbætur á 8,5 km. veghluta Þverárhlíðarvegar frá Borgarfjarðarbraut ofan við Kljá- foss; um Hvítársíðu, Stafholtstung- ur og endað á móts við Högnastaði í Þverárhlíð. Þar voru verklok, samkvæmt útboði Vegagerðarinn- ar, 15. júlí nk. mm Seðlabankinn tilkynnti síðastliðinn miðvikudag um enn eina hækkun stýrivaxta. Vextir verða nú hækk- aðir um eitt prósentustig sem jafngildir 26,67% hækkun. Verða meginvextir stofnunarinnar nú, vextir á sjö daga bundnum innlán- um, 4,75%. Í yfirlýsingu peninga- stefnunefndar stofnunarinnar seg- ir að samkvæmt bráðabirgðatöl- um þjóðhagsreikninga hafi ver- ið nokkru meiri hagvöxtur á fyrsta fjórðungi ársins en gert var ráð fyr- ir í maíspá hennar. „Vísbendingar eru jafnframt um að þróttur inn- lendra umsvifa verði áfram kröft- ugur og hlutfall fyrirtækja sem segjast skorta starfsfólk hefur ekki mælst hærra frá árinu 2007. Á móti vegur að væntingar bæði heimila og fyrirtækja um efnahagsfram- vinduna hafa heldur dalað og tölu- verð óvissa er um alþjóðlegar efna- hagshorfur.“ Verðbólga jókst í maí og mældist þá 7,6%. Enn vegur hækkun hús- næðisverðs og annarra innlendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað mikið. Verðhækkan- ir eru á breiðum grunni og undir- liggjandi verðbólga hefur aukist. Þá hafa verðbólguvæntingar hækk- að á flesta mælikvarða og eru yfir verðbólgumarkmiði stofnunarinn- ar. „Peningastefnunefnd telur lík- legt að herða þurfi taumhald pen- ingastefnunnar enn frekar til að tryggja að verðbólga hjaðni í mark- mið innan ásættanlegs tíma. Pen- ingastefnan mun á næstunni ráð- ast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnu- markaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um hversu hátt vext- ir þurfa að fara,“ segir í yfirlýsingu Seðlabankans. mm Umsóknarfrestur um starf sveitar- stjóra Dalabyggðar rann út mánu- daginn 20. júní síðastliðinn. Stærstu mál framundan í sveitarfélaginu eru bygging íþróttamannvirkja og lík- lega einnig sameining sveitarfélaga. Um starfið sóttu 13 einstaklingar, en Hagvangur annast ráðningarferl- ið. Ekki liggja fyrir að svo stöddu nöfn umsækjenda, en Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti Dalabyggðar er bjartsýnn á að það verði hægt að ganga frá ráðningu nýs sveitarstjóra fyrir miðjan júlí. Kristján Sturluson fráfarandi sveitar stjóri gaf ekki kost á sér áfram, en sinnir starfinu þar til ráðning eftirmanns hans liggur fyr- ir. bj Þrettán vilja verða sveitarstjóri Dalabyggðar Stýrivextir hækkaðir um heilt prósentustig Beinn og breiður vegur um hluta Melasveitar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.