Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Side 24

Skessuhorn - 29.06.2022, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 202224 Miðvikudaginn 22. júní renndi Borgnesingurinn Þorsteinn Eyþórsson á hjólinu sínu inn í Borg- arnes og lauk þar með því afreki að hjóla Vestfjarðahringinn á tíu dög- um. Þorsteinn lagði af stað 12. júní síðastliðinn en í fylgd með honum var Anna Þórðardóttir eiginkona hans á húsbíl sem þau notuðu sem áningarstað. Þegar Þorsteinn, eða Steini eins og hann er gjarnan kall- aður, kom inn í bæinn fékk hann heiðursfylgd lögreglu og Slökkvi- liðs Borgarbyggðar. Hjólreiðagarp- ar úr Hjólreiðafélagi Vesturlands fylgdu honum einnig í gegnum bæinn auk þess að Jóhann Harðar- son frá Hraunsnefi fylgdi honum á hjóli frá Svignaskarði. Steina biðu mikil fagnaðarlæti við Skallagríms- garð þar sem fjöldi fólks hafði safn- ast saman til að taka á móti honum. Slökkviliðið var mætt á svæðið með þrjá bíla sem biðu með blikkandi ljós Steina til heiðurs en hann hef- ur verið félagi í Slökkviliði Borgar- byggðar í áratugi. Slökkviliðið gaf Steina brunastút frá Coventry sem minjagrip í tilefni afreksins. ,,Þetta er breskur stútur frá Coventry og er þetta einn af stútunum sem not- aður var til að slökkva í borginni þegar Þjóðverjar gerðu ofsafengna loftárás á Coventry í september 1942. Steini fær að hafa þetta sem stofudjásn frá okkur félögunum en hann er vel að þessu kominn,“ sagði Bjarni Kr Þorsteinsson sem afhenti Steina stútinn fyrir hönd Slökkvi- liðs Borgarbyggðar. Steini segir í samtali við Skessu- horn að vel hafi gengið að hjóla Vestfirðina en leiðin er 785 km í heildina. Hann segist hafa hjólað svolítið eftir veðri en hann tók einn hvíldardag í þjóðhátíðardags rign- ingunni á Ísafirði 17. júní. Lengsta vegalengdin sem hann hjólaði á einum degi voru 107 kílómetr- ar laugardaginn 18. júní: Hjólaði hann þá frá Ísafirði til Kjálkafjarð- ar, yfir bæði Gemlufallsheiði og Dynjandisheiði. Þess má geta að Steini er 68 ára og byrjaði að hjóla fyrir átta árum, sér til heilsubótar en einnig vegna ríkrar umhverfis- vitundar. Steini hefur áður hjólað hringinn í kringum Ísland og Snæ- fellsnesið en hringinn hjólaði hann árið 2016 til styrktar ADHD sam- tökunum. Núna hjólaði hann til styrktar Píeta samtökunum í minn- ingu tengdasonar síns sem féll fyrir eigin hendi í vetur. Steini býr ásamt Önnu eiginkonu sinni í Borgarnesi og eiga þau þrjár uppkomnar dætur og tíu barna- börn. Yngsta dóttirin, Ingibjörg, var aðal klappstýran í ferðinni og sá um skipulagningu verkefnisins ásamt Sigríði Evu Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi. Blaðamaður Skessuhorns fékk að kíkja til þeirra daginn eftir heimkomuna og heyra ferðasöguna. Heilsuátak dótturinnar kom honum af stað Steini byrjaði að hjóla í vinnunni en jók hjólreiðakraftinn þegar dótt- ir hans byrjaði í átaki. ,,Þetta byrj- aði með því að ég fór að hjóla milli staða í vinnunni. Svo fór ég að þjálfa dóttur mína, hún var í einhverju átaki og ég fór að þjálfa hana. Í ein- um Hvanneyrarhringnum okkar segi ég að við ættum kannski bara að taka landið næst. Það var eigin- lega upphafið að þessu. Ég sagð- ist helst þurfa að gera það áður en ég yrði 65 ára. Svo bara fórum við árið 2015 og tókum prufu þar sem við hjóluðum Snæfellsnesið til að gá hvort við hefðum það af. Hún ætlaði sem sagt með mér hringinn en það klikkaði nú aðeins. En hún hjólaði með mér nokkra spotta á leiðinni. Svo þegar við komum heim eftir hringinn benti vinur minn frá Ísafirði mér á það að Vest- firðirnir væru hluti af landinu. Svo þetta er búið að blunda í mér síð- an,“ segir Steini um tildrög þessa verkefnis. Veiktist af Covid f yrir stuttu Steini er nýrisinn upp úr Covid veikindum en hann segist þess vegna hafa þjálfað sig minna en hann hafi ætlað að gera. ,,Covi- dið eyðilagði svolítið fyrir mér. Ég þurfti endilega að veikjast núna rétt undir lokin, bara núna í maí. Það var eftir kosningar, ég man það því sumir segja að ég hafi smitast af Framsókn,“ segir Steini kíminn. ,,Ég þjálfaði mig minna en ég ætl- aði en það virðist ekkert hafa kom- ið að sök, engin langtímaáhrif en ég varð hundslappur. Ég varð í staðinn bara að þjálfa mig í ferðinni.“ Keyptu húsbíl fyrir ferðina Anna, eiginkona Steina, fylgdi hon- um eftir á húsbíl en nýtti tímann m.a. til að prjóna. ,,Ég fór stundum seinna af stað eða var komin fyrr á endastöð dagsins. Ég var stundum að stoppa til að prjóna og svona. Mér gekk samt ekki alveg nógu vel að prjóna, það var alltaf eitt- hvað vesen á honum,“ segir Anna glettin en bætir við að hún hafi náð að klára eina peysu. Steini og Anna fóru saman hringinn í kring- um landið en þá með camper. Til að hafa betri aðstöðu keyptu þau húsbíl áður en þau lögðu af stað á Vestfirðina. ,,Ég var til í að fara með, með því skilyrði að við værum komin með húsbíl svo það má segja að við höfum keypt húsbíl sérstak- lega fyrir þetta en síðast vorum við í camper og þá var lítið pláss á okkur. Húsbíllinn gefur meira frelsi,“ seg- ir Anna. Steini segir mikil þægindi í húsbílnum og gott að geta stopp- að, sest inn í húsbíl og fengið sér bita. ,,Þetta var rosalega þægilegt. Þegar við hittumst settist ég alltaf inn, fékk mér smá bita og slappaði bara af.“ Fall er fararheill Fyrsta dag Vestfjarða-reisunnar þurfi Steini að fara styttra en áætlað var vegna þoku á Holtavörðuheiði. Það kom þó ekki að sök þar sem hann kom heim tveimur dögum á undan áætlun. ,,Ætlunin var að fara í Staðarskála fyrsta daginn en svo hætti ég bara við á heiðinni því umferðin var svo svakaleg og það var komin kolniðaþoka. Hún bara datt á um leið og maður kom upp á heiði og það er náttúrulega bara hættulegt að hjóla í þeim aðstæðum svo ég stoppaði þar þennan daginn. Það kom einmitt einhver náungi og varaði mig við, hann beið eftir mér við pípuhliðið en þá var ég ekki far- in að sjá þokuna einu sinni. Í stað- inn fór ég 105 km daginn eftir en ég fór þá lengra en ég ætlaði mér. Þá stoppaði ég innst í Kollafirði og við keyrðum til Hólmavíkur en það var nú aðallega vegna þess að okkur hafði verið boðið í mat. Við vorum með barnabarnið okkar með okkur og afi hennar og amma buðu okk- ur í mat en þau búa á Hólmavík. En svo varð ég líka að komast á Kaffi Riis í bestu pítsur á landinu. Þess vegna varð ég að vera tvær nætur þar,“ segir Steini sem varð ekki fyr- ir vonbrigðum með pítsurnar. Lengsti dagurinn 107 km Aðspurður hvort pitsa sé matur íþróttamannsins segist Steini ekki leggja mikla áherslu á íþróttamatar- æði. ,,Sigga Eva sá að mestu um fæðu hjá mér. Passaði upp á að ég væri með orkudrykki og orkustykki meðferðis svo ég væri að fá næga næringu. Ég fann aldrei fyrir þreytu eða að það væri erfitt að komast af stað á morgnana. Við fórum stund- um af stað klukkan 6 og stundum seinna. Fór svolítið bara eftir veðri. Fórum til dæmis af stað tveimur mínútum fyrir sex frá Ísafirði svo það væri ekki umferð í göngunum. Ég sá að ég gæti kannski hjólað á Flókalund en þegar við komum þangað sáum við að spáin þar var mjög slæm daginn eftir svo ég hélt áfram og fór í Kjálkafjörð. Þann dag hjólaði ég 107 kílómetra yfir bæði Gemlufallsheiði og Dynj- andaheiði. Það var lengsti dagurinn í ferðinni.“ Erfiðir vegir á Vestfjörðum Landslagið er á mörgum stöðum mikilfenglegt og bratt upp á heiðar Vestfjarða. ,,Heiðarnar voru aðal- lega erfiðar fyrst af stað og svo var það bara þolinmæði og reyna að hugsa ekki of mikið. Það er gam- an að renna sér svo niður þegar það er malbikað en t.d. ekki Dynj- andisheiðina en Anna fór á undan mér þar niður. Við hittumst efst á heiðinni og ákváðum að hún myndi fara á undan niður. Svo dólaði ég bara niður og stoppaði meiraðsegja smá á leiðinni. Svo áður en ég veit af var ég bara komin í rassgatið á henni. Anna er búin að skamm- ast í mér af hverju ég fór ekki hinn hringinn, þá hefði hún getað keyrt Dynjandisheiðina innar á veginum en ekki á brúninni. Svo þegar við vorum komin þarna niður var hún bara fegin því, hún hefði sennilega ekki farið þarna upp,“ segir Steini en Anna segist lítt hrifin af vegun- um á Vestfjörðum. ,,Þetta eru nú ljótu vegirnir, þeir eru margir bara beint niður þarna á einhverjum stöðum og ég á eiginlega erfitt með að skilja að menn keyri þetta t.d. á vörubílum,“ segir Anna. Fékk ýmsan búnað að gjöf Veðrið var Steina ekki alltaf í vil en hann segir ýmsan búnað fram- leiddan til að auðvelda hjólreiðar- fólki misjafnar aðstæður. ,,Þegar við fórum Klettshálsinn var rok- ið og rigningin svo mikil að ég sá ekki nokkurn skapaðan hlut. Mér voru gefin svona hlífðargleraugu en ég tók þau nú ekki með en mér finnst smá erfitt að nota þau utan yfir gleraugun mín. Það er allur búnaður til í dag svo maður get- ur verið fær í flestan sjó. Svo særð- ist ég aðeins einn daginn. Ég svitn- aði svo mikið svo ég fékk vond nuddsár svona á núningsstöðum. Ég hefði átt að stoppa og skipta um föt en það slapp til og þetta lagaðist fljótt.“ Anna bætir svo við; ,,það er svo mikið til af búnaði eins og þess- ar gelbuxur sem margir nota. Mað- ur sér það alveg í þessu að þetta er ekki bara snobb þessi fatnaður sem fólk notar, þetta virkar í alvöru og segir mikið að vera í réttum bún- ,,Hugurinn kemur manni áfram“ Steini er 68 ára en hjólaði Vestfjarðahringinn á tíu dögum Anna Þórðardóttir og Steini Eyþórs. Lokametrarnir í Vestfjarða-reisu Steina, hér rennir hann í Skallagrímsgarð með heiðursfylgd lögreglu, Slökkviliðs Borgarbyggðar og Hjólreiðafélags Vesturlands. Við Skallagrímsgarð biðu Steina hlýjar móttökur og fagnaðarlæti.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.