Skessuhorn


Skessuhorn - 29.06.2022, Side 25

Skessuhorn - 29.06.2022, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2022 25 Aukaaðalfundar Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi og Heilbrigð- isnefndar Vesturlands var haldinn á Hótel Hamri í Borgarnesi í síð- ustu viku. Þar var kosið í stjórn SSV, en slíkt er nauðsynlegt nú í ljósi þess að sveitarstjórnarkosn- ingar eru afstaðnar og nýir fulltrú- ar hafa tekið sæti í sveitarstjórnum. Þá fór einnig fram kynning á starf- semi SSV. Formaður stjórnar SSV var kosin Guðveig Lind Eyglóardóttir odd- viti Framsóknarflokks í Borgar- byggð. Tekur hún við formennsku af Lilju Björg Ágústsdóttir, einnig í Borgarbyggð. Átta nýir fulltrúar komu inn í stjórnina sem telur ell- efu fulltrúa. Nýir fulltrúar eru Líf Lárusdóttir og Ragnar Sæmunds- son fyrir Akraneskaupstað, Guðveig Lind Eyglóardóttir og Sigurður Guðmundsson fyrir Borgarbyggð, Guðný Elíasdóttir fyrir Skorradals- hrepp, Elín Ósk Gunnarsdóttir fyrir Hvalfjarðarsveit, Sigurbjörg Ottesen fyrir Eyja- og Miklaholts- hrepp og Júníana Björg Óttarsdótt- ir fyrir Snæfellsbæ. Þeir Eyjólfur Ingvi Bjarnason Dalabyggð, Jakob Björgvin Jakobsson Stykkishólmi og Jósef Kjartansson Grundarfirði sitja áfram í stjórn. mm Ný stjórn SSV kjörin á aukaaðalfundi Svipmynd af fundi SSV á Hótel Hamri. Ljósm. ssv. Guðveig Lind Eyglóar- dóttir er nýr formaður stjórnar SSV. aði.“ Verslunin Fok í Borgarnesi gaf Steina einnig búnað að gjöf. ,,Fok gaf mér bæði sokka, hanska og þessi gleraugu. Hjólreiðafélag- ið gaf mér svo tvö dekk. Ég fékk líka velvild á leiðinni. Við kom- um t.d. við í Litlabæ í Ísafjarðar- djúpi og fengum okkur eftirrétt eft- ir morgunmatinn. Þegar Staðar- haldarinn frétti hver ég var máttum við ekki borga. Svo lagði hún auka- lega inn á söfnunarreikninginn. Við leggjum svo sjálf inn á reikninginn upphæðina sem okkur er gefið í öðruvísi formi á ferðinni eins og andvirði morgunmatarins.“ Styrkir mikilvægt málefni Þegar blaðamaður kíkti í kaffi daginn eftir að Steini og Anna komu heim úr reisunni taldi upphæðin á söfnunarreikningum 1.650.000 krónur. Upphæðin mun koma til með að renna óskipt til Píeta sam- takanna. Píeta samtökin sinna mik- ilvægu forvarnarstarfi gegn sjálfs- vígum og sjálfsskaða auk þess að styðja við aðstandendur. Steini og Anna misstu tengdason síðastliðinn vetur sem féll fyrir eigin hendi og segja þau ekki annað hafa komið til greina en að styrkja þessi sam- tök með ferðinni. ,,Við höfum ekki notfært okkur þjónustu Píeta sjálf en við höfum hvatt dóttur okkar til að hafa samband við þá. En þessi stofnun sinnir mikilvægu starfi sem stendur okkur nærri svo við þurft- um ekki að hugsa okkur tvisvar um hvert ágóðinn myndi renna.“ Söfn- unin mun standa opin fram yfir mánaðarmót. Fékk félagsskap á köflum Nokkrir kunningjar Steina hjóluðu með honum stutta speli víðsvegar á hringnum. ,,Ragnar Hjörleifs- son hjólaði með mér stóran hluta af fyrsta degi. Einar Jón Geirsson, íþróttakennari í Búðardal, hjólaði svo með mér nokkurn spöl þannig ég fékk góða fylgd þar. Ragnar Kristinsson vinur minn úr ruslinu var nýkomin með rafmagnshjól og hjólaði með mér síðasta spölinn inná Ísafjörð eða um 40 km. Þegar ég var á leiðinni upp Stikuhálsinn fer þessi Ragnar fram úr mér keyr- andi með eldriborgara sem höfðu verið í Reykholti. Það barst í tal hvað ég væri að gera og þá fór söfn- unarbaukur um rútuna. Þegar ég kom svo til Ísafjarðar þurfti ég að byrja á að fara til félags eldriborgara og taka þar við 50.000 krónum. Svo var að tínast svona inn, ein stopp- aði t.d. á Bröttubrekku og rétti mér 5000 kall.“ Fékk hjólið á ruslahaugunum Steini hefur í mörg ár unnið við urðunastöðina í Fíflholtum á Mýr- um. Hjólið fékk hann í gegn- um starf sitt þar. ,,Hrefna Bryndís Jónsdóttir hjá Sorpurðun Vestur- lands keypti í rauninni þetta hjól fyrir mig til að nota í vinnunni. Ég nota hjólin þar til að fara á milli með tæki, hjóla svo til baka og sæki næsta tæki og þess háttar. Hrefna keypti hjól handa mér en ég tímdi ekki að nota það því ég var að henda þessu í skóflur og drösl- ast með það eitthvað. En ég þurfti að kaupa mér hjól svo við skipt- um, hún fékk gamla hjólið mitt og ég fékk nýja. En þetta var upphaf- ið af því þegar ég fór að hjóla. Ég fékk mér svo góðan hnakk á hjól- ið. Það er mikilvægt, ég fékk mér strax breiðari hnakk með geli í og svo fékk ég mér púða ofaná. Margir eru að drepast í rófubeininu ef þeir eru ekki með góðan hnakk. Svo hef ég verið spurður af hverju ég fæ mér ekki rafmagnshjól en mér finnst það vera svolítið svindl, ég vildi bara gera þetta sjálfur,“ segir Steini nægjusamur með hjólið sem hann fékk á urðunarstöðinni. Hjólið með heimþrá síðasta daginn Steini segist hafa verið á góðum tíma síðasta daginn en hjólið var viljugt á leiðinni heim. ,,Ég byrjaði síðasta daginn á Erpsstöðum í Mið- dölum. Ég fór alltaf svolítið eftir veðrinu. Ég ætlaði upp á Bröttu- brekku deginum áður svo það væri styttra heim síðasta daginn en veðrið var bara orðið svo vont að ég stoppaði í staðinn á Erpsstöðum og fékk mér ís. Það var ekki stætt þar. Ég átta mig svo ekki á því enn í dag. Það var varla að ég þyrfti að stíga á hjólið síðasta daginn. Það var ekki mikið rok þó vindáttin hafi gefið mér meðbyr. Ætli það hafi ekki verið komin heimþrá í hjól- ið. Ég fékk síðan góða fylgd síð- asta daginn. Jói á Hraunsnefi ætl- aði að hjóla með mér frá Hreða- vatni en ég var bara einum of fljót- ur, hann var að koma frá Reykjavík og ég mætti honum við Bauluna. Hann skaust heim, sótti hjólið og náði með mér frá Daníelslundi,“ segir Steini en meðlimir úr Hjól- reiðafélagi Vesturlands hjóluðu með Steina og Jóa í gegnum Borg- arnes og að Skallagrímsgarði þar sem veglegar móttökur biðu. Dásamlegar móttökur Eins og fyrr segir fékk Steini hlýj- ar móttökur og að auki brunastút að gjöf frá Slökkviliðinu. ,,Mót- tökurnar voru svo alveg dásam- legar, að sjá hvað margir eru að fylgjast með manni. Ég hef ekki hugmynd um hvað voru margir þarna en það var töluverður fjöldi sem beið eftir mér,“ segir Steini en hann segist ekki ennþá vera búin að finna stað fyrir brunastút- inn sem honum var gefinn. Anna bætir þá við: ,,Bjarni slökkviliðs- stjóri sagði mér að setja þetta fyrir ofan hjónarúmið en mér líst ekk- ert á það að fá þetta í hausinn í næsta jarðskjálfta svo ætli við þurf- um ekki finna hentugri stað,“ seg- ir Anna hlæjandi. Auk þess að gefa Steina brunastútinn lagði Neisti félag slökkviliðsmanna 118.000 krónur inn á safnaðarreikninginn en 118 er samanlagður líf- og starfsaldur Steina í Slökkviliðinu. ,,Ég er búin að vera í slökkviliðinu í 50 ár og Bjarni bannar mér að hætta fyrr en slökkviliðið verður 100 ára á næsta ára,“ segir Steini. Sérstaklega gaman eftirá Steini er nú búinn að klára að hjóla hringinn í kringum allt Ísland en ekki stefnir hann á frekari reisur á hjólinu í bráð. Hann segist þó hafa lært ýmislegt varðandi hugarfar- ið við þessa reynslu. ,,Það var síðan algjör tilviljun en ég fékk minningu á Facebook og sá að ég var að koma heim sömu dagsetningu úr hringn- um og núna frá Vestfjörðunum. Ég var 15 daga að fara hringinn en ég ætlaði þá á 16 dögum. Svo núna kom ég heim tveimur dögum á und- an áætlun,“ segir Steini sem telur Önnu vera búna að fá næga athygli fyrir næsta ár en sjálfum þykir hon- um athyglin í lagi þar sem mál- efnið er gott. ,,Nú er hann búinn með alla hringvegi á landinu svo ég hlýt að vera sloppin,“ segir Anna og hlær. Steini bætir svo við að lokum: „Þetta var bara gaman, sérstaklega eftirá. Að láta sér detta í hug þessa vitleysu, það er svo annað mál. En ég hugsa alltaf; ég hef allan daginn fyrir mér og í rauninn allan tímann fyrir mér þannig lagað. Þegar ég fór hringinn var ég við það að gef- ast upp á tímabili í slæmu veðri og átti erfitt með áframhaldið, en Anna hvatti mig áfram. En ég fann aldrei fyrir svoleiðis tilfinningu núna. Ég hef kannski verið búinn að læra að þetta er fyrst og fremst hugurinn sem kemur manni áfram. Best að hugsa ekki of langt áfram, bara taka einn dag í einu.“ sþ Í upphafi ferðar við Bauluna. Með honum þann daginn hjólaði Ragnar Hjörleifs- son frá Heggsstöðum. Steini með brunastútinn frá Coventry sem Slökkviliðið færði honum að gjöf til minningar um afrek sitt.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.