Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 24

Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 24
24 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Nauthólsvík væri í lágmarki. Þess má geta að Skeljanes er í um eins kílómetra fjarlægð frá ylströndinni í Nauthólsvík. Þar er eini skilgreindi sjóbaðstaðurinn í Reykjavík. Hjá Veitum fengust þær upplýs- ingar að skólpið renni sjálfkrafa úr efri byggðum og niður að ströndinni. Þar taka dælustöðvarnar við og dæla skólpinu í tvær stórar hreinsi- stöðvar við Ánanaust og Kletta- garða. Skólpdælustöðvarnar í Reykjavík taka einnig við skólpi frá dælustöðvum í Kópavogi, Seltjarn- arnesi, Mosfellsbæ og hluta Garða- bæjar og dæla því í hreinsistöðv- arnar. Þar er skólpið ristarhreinsað áður en því er dælt út á Faxaflóa um fimm kílómetra frá landi. Minni hreinsistöð er einnig við Grund- arhverfi á Kjalarnesi. Æskilegt að miða við kílómetra Helgi Guðjónsson, verkefnastjóri í vöktun hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að meta þurfi í hverju tilviki hvort um er að ræða dælustöð eða skólphreinsistöð. „Við viljum ekki vera með sjó- sækna starfsemi við þessar stöðvar, sérstaklega ekki nálægt skólp- hreinsistöðvunum,“ segir Helgi. Ástæðan er sú að við stöðvarnar eru BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) leggst gegn því að sigl- ingaklúbbur fyrir börn verði stað- settur í nágrenni skólpdælustöðvar Veitna á Skeljanesi við Skerjafjörð. Þetta kemur fram í minnisblaði HER frá 27. janúar 2021. Með því var brugðist við fyrirspurn skrif- stofu skipulagsfulltrúa Reykjavík- urborgar varðandi það að koma sigl- ingaklúbbi barna og unglinga fyrir í víkinni vestan eða austan við dælu- stöðina. Einnig var óskað álits á því hvort fýsilegt væri að koma upp minni smábátahöfn fyrir fullorðna austar í víkinni. HER telur að hafnsækin starf- semi og sérstaklega starfsemi fyrir börn og unglinga eigi ekki að vera staðsett í nágrenni skólpdælustöðv- ar. „Ef neyðarlúga opnast verður gerlamengun í umhverfinu langt yfir leyfilegum mörkum. Erfitt er að meta hver lágmarksfjarlægð ætti að vera en benda má á að við núverandi staðsetningu eru örverufræðileg gæði strandsjávar góð. Ef álag verð- ur of mikið eða bilun verður getur neyðarlúga opnast án fyrirvara og gerlamengun borist á það svæði sem börn og ungmenni eru að stunda siglingar á. Í skólpi eru auk saurkoli- gerla og enterokokka fjöldi sjúk- dómsvaldandi örvera, m.a. ýmsar veirur ss. Covid 19,“ segir í minn- isblaðinu. Þess má geta að neyðar- lúgan við Skeljanes var síðast opin í sjö klukkustundir 3.-4. apríl, sam- kvæmt heimasíðu Veitna. Ekki smábátahöfn við dælustöð Hvað smábátahöfn varðar ítrekar HER að slík starfsemi ætti ekki að vera í nágrenni skólpdælustöðvar. „Umferð smábáta yrði um svæði sem hætta væri á gerlamengun ef neyðarlúga opnast. HER telur ekki æskilegt að beina útivist í formi sigl- ingar inná áhrifasvæði skólpdælu- stöðvarinnar og telur að slíkri að- stöðu ætti að finna stað í meiri fjarlægð.“ Þar kemur einnig fram að þegar ráðist var í hreinsun strandlengj- unnar í Reykjavík og ákveðið að koma upp baðstað í Nauthólsvík hafi dælustöð fyrir skólp verið fundinn staður við Skeljanes. Það var til að tryggja að hætta á skólpmengun á baðstaðnum og aðstöðu sigl- ingaklúbbs fyrir börn og unglinga í yfirföll og neyðarlúgur sem opnast þegar meira skólp berst að stöðv- unum en þær ráða við. Helgi telur óæskilegt að sjósækin starfsemi eins og siglingar barna og unglinga eða sjósund og sjóböð séu nær dælustöð en í 500 metra fjar- lægð. Æskilegra sé að miða við einn kílómetra. „Þessi fjarlægðarmörk eru þó ekki heilög. Þetta fer mikið eftir að- stæðum á hverjum stað. Haf- straumar hafa mikil áhrif og meng- unin berst ekki á móti straumi. Eins getur t.d. nes eða tangi skýlt ákveðnu svæði fyrir mengun upp að vissu marki,“ segir hann. „Þegar koma mengunarskot þá eru þau oft- ast fljót að hverfa, sérstaklega á sumrin. Bakteríurnar þola illa út- fjólubláa geisla sólarinnar. Mesta mengunarhættan af völdum skólps er á veturna þegar dagarnir eru stuttir. Leysingamánuðurnir eru verstir. Þá er líka mesta hættan á að þessar stöðvar fari á yfirfall. Þá er jörð frosin og enginn gróður til að taka við úrkomunni svo hún fer beint út í fráveitukerfið. Stöðvarnar geta ekki allar tekið við svo miklu vatns- magni og fara því á yfirfall. Þegar mengunarhættan er mest er notkun almennings á strandlengjunni í lág- marki, þótt sumir stundi sjósund all- an ársins hring. Sumrin eru mun betri. Þá taka bæði jarðvegurinn og gróðurinn við úrkomunni.“ Fari stöð á yfirfall fer umfram- skólpið út fyrir stórstraums- fjörumörk. Á hverri stöð er einnig neyðarlúga sem opnast hafi yfirfallið ekki undan. Opnist hún fer skólpið beint út í fjöruna og verður því oft einhver mengun næst stöðinni. Ef neyðarlúga opnast hafa Veitur haft það verklag að ganga fjörur í næsta nágrenni dagana á eftir til að hreinsa upp ýmiss konar drasl sem komið hefur með skólpinu. Vatnsgæðin vöktuð reglulega HER vaktar reglulega vatnsgæði meðfram strandlengju Reykjavíkur. Tekin eru sýni á tveimur stöðum allt árið um kring og að auki á tíu stöð- um frá apríl og fram í nóvember, eða tólf stöðum alls. Mælist há gildi í Nauthólsvík, þar sem er skil- greindur sjósundsstaður, er send viðvörun til Ylstrandarinnar. Fé- lagar í SJÓR, sjósunds- og sjóbaðs- félagi Reykjavíkur, fá þá póst um það. Helgi sagði að Veitur hafi einn- ig gert félaginu viðvart fari dælu- stöðin á Skeljanesi á yfirfall eða neyðarlúgan opnast. Sjósport og skólp er slæm blanda - Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leggst gegn því að siglingaklúbbur fyrir börn verði við skólpdælu- stöð á Skeljanesi - Mikil mengunarhætta opnist neyðarlúga - Vatnsgæði í sjó eru vöktuð reglulega Fráveita skólps í Reykjavík MÆLINGAR Á SAURKÓLÍ 2014-2021 Í APRÍL-NÓV, MÆLINGAR Á ENTEROCOCCUM 2014-2021 Í APRÍL-NÓV, Skerjafjörður Nauthólsvík Skerjafjörður Nauthólsvík 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Apríl 0 3 0 180 0 2 2 0 2 3 0 4 0 0 0 1 Apríl 1 2 0 36 0 1 0 0 4 1 0 1 0 1 0 0 Maí 0 88 4 8 1 0 3 0 0 2 4 1 22 0 4 0 Maí 0 0 0 0 2 0 1 0 0 0 4 0 3 0 0 1 Júní 52 80 30 1 5 210 2 2 18 0 1 1 20 20 0 5 Júní 8 15 0 20 1 6 1 0 11 1 3 16 25 12 3 0 Júlí 12 9 1 0 2 0 7 1 50 0 8 6 2 0 0 4 Júlí 6 4 0 2 0 0 0 1 28 0 0 370 1 0 0 0 Ágúst 660 1 21 0 0 2 0 34 71 1 8 1 2 1 1 240 Ágúst 210 0 0 1 2 0 0 1 8 0 0 1 2 2 0 31 September 6 0 2 0 1 2 11 99 5 2 13 0 23 14 0 41 September 6 0 0 0 9 0 1 7 7 0 1 0 59 1 3 6 Október 0 4 330 19 1 3 3 24 2 7 39 3 4 2 16 16 Október 0 1 33 0 0 9 0 1 1 1 24 1 1 3 0 0 Nóvember 470 16 8 410 220 20 8 51 Nóvember 65 5 8 110 1 3 1 11 Fyrirhuguð aðstaða fyrir siglingaklúbb barna og unglinga og smábátahöfn Fyrirhuguð aðstaða fyrir siglingaklúbb barna og unglinga Fyrirhuguð smábátahöfn Skeljanes Neyðarlúga var síðast opin í 7 klst 3.-4. apríl 2022 Stækkað svæði Faxaskjól Boðagrandi Ánanaust Ingólfsstræti Laugalækur Klettagarðar Fjarlægð frá dælustöð: 500m 1.000 m Dælustöð Dælu- og hreinsistöð Sýnatökustaður S K E R J A FJ Ö R Ð U R R E Y K J A V Í K Skerjafjörður Nauthólsvík Skerjafjörður Heimild: HER og Veitur 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 37-41 LITRÍKIR OG SUMARLEGIR 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 37-41 12.995 kr. / St. 40-47 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 39-49 2nd Cozmo 12.995 kr. / St. 37-41 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.