Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 0 8 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 HANNAÐ AF KONUM FYRIR KONUR! Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Tónlistin hefur verið athvarf Unu Torfadóttur tónlistarkonu frá því hún var barn en hún semur tónlist sína og texta út frá hjartanu, segir það bestu leiðina til að vinna úr tilfinningum en sjálfri líður henni alltaf best þegar hún er að syngja. Tónlistin hélt áfram að vera haldreipi Unu þegar hún greindist með krabbamein í heila, á 20. ári sínu, árið 2020. Rúmt ár er síðan Una sigraðist á krabba- meininu og í dag er hún heilbrigð og hamingjusöm en segir að veikindin hafi kennt sér ótrúlega margt og gef- ið sér nýja sýn á lífið. Hún gaf á dög- unum út nýtt lag af væntanlegri EP- plötu sinni Flækt, týnd og einmana, sem er væntanleg í lok maí/byrjun júní, þar sem hún syngur um ástina en lagið ber nafnið „En“. „Þetta er lag sem lýsir þessum til- finningalega rússíbana sem felst í því að vera skotin í vini sínum og vona að það verði eitthvað meira en það er og verða svo alltaf fyrir vonbrigðum aft- ur og aftur en halda samt í vonina,“ segir Una um lagið í samtali við blaðamann en hún segir að textar hennar séu oftast mjög persónulegir. Beint úr dagbókinni „Mjög mikið af textunum mínum er tekið beint upp úr dagbókinni minni og stundum eru þeir næstum því orðrétt eitthvað sem einhver hef- ur sagt við mig eða ég hef sagt. Mér hefur alltaf fundist þetta svo góð leið til að vinna úr tilfinningum og gefa hverri tilfinningu sitt rými. Í þessu lagi er ég svolítið að fást við þessa höfnun með húmor. Að reyna að sjá fegurðina og kómedíuna í því að mað- ur sé alltaf að gera sjálfum sér þetta aftur og aftur,“ segir Una sem vill þó að hlustendur túlki það eftir sínu höfði hvort ástin sigrar að lokum eða ekki í laginu. Aðspurð hvar hún sjái sig í fram- tíðinni segir Una að hún þrái ham- ingjuna heitast af öllu. „Ég þrái það bara heitast að vera hamingjusöm og geta lifað friðsælu og skemmtilegu lífi þar sem ég get verið skapandi og á góð tengsl við fólkið í kringum mig. Ef það inniheld- ur það að fá að vera tónlistarkona þá væri það stórkostlegt. En aðalatriðið er hamingja og sátt,“ segir Una, sem segir að krabbameinið hafi „á ein- hvern furðulegan hátt“ frelsað hana undan alls konar óþarfa áhyggjum um litlu hlutina. „Það að vera 20 ára og verða skyndilega mjög meðvituð um eigin dauðleika breytir manni mjög mikið. Það hafði áhrif á alla mína tilveru og sýn mína á lífið,“ segir Una. „Maður veit aldrei“ „Allt í einu var svolítið stórt verk- efni sem ég fékk í hendurnar. Þá þarf maður bara að einbeita sér að því og temja sér æðruleysi gagnvart því sem maður getur ekki stjórnað. Þetta var ákveðin eldskírn en mjög þrosk- andi upplifun og fékk mig til að sjá lífið í nýju ljósi – algjörlega! Að vera duglegri að segja bara „fokk it“. Gera bara það sem mig langar að gera. Vera bara hamingjusöm af því að maður veit aldrei,“ segir tónlistar- konan einlæg. Una segir það hafa komið sér mest á óvart í veikindunum að sjá hversu sterkt fólkið í kringum hana var og jafnframt hversu sterk hún gat verið sjálf. „Það kom mér líka á óvart að það er ekki stanslaust drama að vera með krabbamein. Það er stundum mjög sorglegt. Stundum mjög hræðilegt. Stundum er maður mjög hræddur og leiður og reiður. Svo suma daga gleymir maður bara að maður sé veikur. Aðra daga er maður bara full- ur af þakklæti yfir því hvað lífið er stórkostlegt,“ segir Una. Platan Flækt, týnd og einmana, sem er væntanleg í vor, er fimm laga EP-plata sem Una hefur unnið að síðan haustið 2020 en hún er samsett af bæði nýjum og gömlum lögum úr smiðju Unu. Plötuna vann hún ásamt pródúsernum Hildi Kristínu Stefáns- dóttur. „Upphaflega planið var að gera bara eitt lag saman en um leið og við hittumst og ég var búin að spila svo- lítið fyrir hana komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri alltof lítið, af því að okkur fannst svo gaman að vinna saman. Úr varð þessi fimm laga plata,“ segir Una. Subbulegt en fallegt líf „Þetta eru allt lög sem hverfast um það þema að vera ungur og í leit að ástinni. Ég hugsa það sem ákveðið kaþarsis eða hreinsun að semja þessi lög og raða þeim upp á plötu. Platan er svolítið svona ferðalag í gegnum þessa höfnunartilfinningu – og að lokum að sætta sig við það að lífið er svolítið subbulegt en ótrúlega fallegt á sama tíma,“ lýsir söngkonan ein- læg. Una lýsir tónlist sinni sem „indí-, folk- popptónlist sem kemur beint frá hjartanu og reynir að fanga einhver svona hversdagsleg augnablik sem mynda fallega heild“. Innblásturinn fær söngkonan helst frá fólki. „Það sem veitir mér helst inn- blástur er fólk og hvernig fólk hagar sér og hvernig það talar og hvað við erum öll lík í rauninni. Ég hef svo gaman af því að skrifa um mjög ná- kvæmar minningar með mörgum smáatriðum. Ég veit að fólk getur tengt og þótt það hafi ekki upplifað nákvæmlega atburðarásina sem ég er að lýsa er það atburðarásin sem fangar þessa tilfinningu sem við tengjum öll svo við. Mér finnst það svo magnað í skáldskap,“ lýsir Una sem er listræn að eðlisfari og líður best þegar hún getur verið skapandi. „Mér finnst mjög gaman að skrifa ljóð og skrifa texta og lesa,“ segir hún en Una stundar nú nám í fata- tækni við Tækniskólann þar sem hún lærir að sauma föt. Auk þess starfar hún í Þjóðleikhúsinu sem dresser. „Það er stundum smá vesen að vera með svona mörg áhugamál en það er líka smá best,“ segir hún hlæj- andi. Áhugamál sem aldrei hefur svikið „Ég byrjaði að læra á klarínett þegar ég var sjö ára en ég hef verið að syngja síðan ég man eftir mér. Það hefur alltaf verið mitt stærsta áhuga- mál. Áhugamál sem hefur aldrei svik- ið mig. Svo lærði ég að spila á píanó og gítar heima, fyrst og fremst til að geta sungið meira,“ segir Una, sem segist hafa samið mikið af ástarsorg- artextum á ensku sem barn. Það var þó þegar hún var um 15 ára sem hún byrjaði fyrir alvöru að semja söng- texta á íslensku. Líður best þegar hún er að syngja Draumurinn um að geta iðkað tón- list hefur því lengi blundað í Unu. „Ég hef alltaf fengið svo mikið út úr því að deila tónlist með fólki. Mér líður best þegar ég er að syngja. Þá finnst mér ég hvíla best í mér. Draumurinn snýst kannski bara um það að fá að syngja sem oftast,“ segir hún. Una hikar ekki þegar hún er spurð um ráð fyrir annað upprennandi tón- listarfólk. „Það er mikilvægt að gefa þessu tíma. Bæði í þeim skilningi að stund- um þarf maður að ákveða að setjast niður og vinna vinnuna, en stundum þarf að leyfa einhverju að liggja þangað til það er tilbúið. Ekki vera að stressa sig á því hvað annað fólk vill að maður sé að gera. Leyfa hlutunum að taka sinn tíma og líka reyna að njóta þess að eiga tónlist og eiga þetta athvarf, því það er alveg best í heiminum að geta leitað í þetta þegar á móti blæs. Ekki missa sjónar á því í eltingaleik við að meika það, það er bara bónus,“ segir Una að lokum. Hægt er að hlusta á tónlist Unu undir nafninu Una Torfa á Spotify. Krabbameinið gaf nýja sýn á lífið „En“ Nýja lagið „En“ er singúll af væntanlegri plötu Unu Torfa. Ljósmynd/Svava Lovísa Aðalsteinsdóttir Una Torfadóttir, ung söngkona á 22. aldursári, hefur alltaf notið sín best syngjandi. Tónlistin var athvarf hennar á erfiðum tímum þegar hún greindist með krabbamein tæplega tvítug en hún segir veikindin hafa hjálpað sér að sjá lífið í nýju ljósi. Una vinnur nú að nýrri EP-plötu, Flækt, týnd og einmana, en hún gaf út lagið „En“ af plötunni á dögunum. Eldskírn „Þetta var ákveðin eldskírn en mjög þroskandi upplifun og fékk mig til að sjá lífið í nýju ljósi – algjörlega! Að vera dug- legri að segja bara „fokk it“,“ segir söng- konan Una Torfa um upplifun sína af því að greinast með krabbamein á 20. aldursári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.