Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 28
Árborg Árborg í Flóanum er fjölmennasta sveitarfélag Suðurlands, sem hefur verið í örri upp- byggingu. En því fylgja líka vaxtarverkir og kosningarnar í vor snúast talsvert um þá. Morgunblaðið/Árni Sæberg 28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Við erum stolt fyrirtæki í RÆKTUNARSAMBAND FLÓA OG SKEIÐA DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán E. Stefánsson Sveitarfélagið Árborg hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum en vaxt- arverkir hafa gert vart við sig. Tals- verður hallarekstur hefur verið á rekstrinum og nam um tveimur milljörðum á liðnu ári. Skuldir hafa auk þess aukist og eru taldar munu nema auk lífeyrisskuldbindinga um 30 milljörðum að tveimur árum liðn- um.Þrátt fyrir stórar áskoranir er sóknarhug að heyra meðal íbúanna. Blaðamenn Morgunblaðsins komu sér fyrir á annarri hæð gamla Lands- bankahússins á Selfossi en þar er nú starfrækt á tveimur hæðum fyrir- tækið Bankinn Vinnustofa þar sem fyrirtæki og einyrkjar geta leigt að- gang að frábærlega heppnuðu vinnu- rými sem nýtur sífell meiri vinsælda. Gjörbreytt ásýnd Helsta driffjöðurin að baki þessari uppbyggingu í bankabyggingunni er Leó Árnason, sem ásamt samstarfs- mönnum hefur haft veg og vanda að uppbyggingu nýja miðbæjarins á Selfossi, uppbyggingarverkefni sem hefur gjörbreytt ásýnd bæjarins og vakið athygli langt út fyrir landstein- ana. Auk hans stefndu blaðamenn Bárði Guðmundarsyni á svæðið. Hann er fæddur á Selfossi 1952, rak lengi vinsæla byggingavöruverslun í bænum og hefur síðustu áratugi séð til þess að íbúar Árborgar væru vel tryggðir. Hann þekkir vel til þeirrar miklu uppbyggingar sem sveitarfé- lagið hefur gengið í gegnum á síð- ustu árum. Viðtalið við Leó og Bárð má nálg- ast á hlaðvarpssíðu mbl.is og einnig á helstu hlaðvarpsveitum á borð við Spotify. Bárður segir ótrúlegt að fylgjast með því hvernig vöxturinn hefur verið. Fyrsta skotið hafi komið 1973 þegar gaus í Eyjum og fólk flykktist upp á fastalandið. Þá hafi hann í fyrsta skipti upplifað að hann þekkti bókstaflega ekki alla íbúa bæjarins. Síðan hafi uppbyggingin verið mishröð en á síðustu áurm sé hending ef hann þekki fólk sem hann mætir á gangi um bæinn. Bárður segir mikil lífsgæði felast í því að búa á Selfossi, stutt sé í allar áttir, takt- urinn sé rólegri en á höfuðborg- arsvæðinu og að fólk hafi meiri tíma fyrir sig og sína. Leó Árnason er með mörg járn í eldinum í bænum og stefnir á enn frekari uppbyggingu í nýja mið- bænum, þar sem fornfrægar en horfnar byggingar á Íslandi rísa að nýju og standa nú ljóslifandi frammi fyrir íbúum bæjarins og gestum hans. Fólk hefur fleiri tækifæri Hann segir í samtali við Dagmál að mikil tækifæri felist í uppbygging- unni á Selfossi. Sífellt fleiri geti unn- ið 1-2 daga í Reykjavík en búið í þægilegu umhverfi utan skarkala stórborgarinnar. 1.400 til 1.800 manns fari yfir heiðina á degi hverj- um og sæki þannig vinnu út fyrir Ár- borgarsvæðið. Það sé möguleiki fyrir sífellt fleiri og að þróunin verði enn frekar í þessa átt á komandi árum. Hann telur alveg óhætt að veðja á framtíð Árborgar og vinnur nú m.a. að undirbúningi stórrar íbúabyggðar sem verður enn ein viðbótin við bæj- armyndina við Ölfusá. Frekari uppbygging í farvatninu - Árborg í miklum uppbyggingarfasa - Breyttir atvinnuhættir auka styrk svæðisins - Selfoss hef- ur í raun breyst úr bæ í borg á síðustu árum - Fjölskyldur sækja aukin lífsgæði austur fyrir fjall Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Atvinnulíf Bárður Guðmundarson rak um langt skeið verslunin á GÁB og síðar fyrir TM. Leó Árnason hefur leitt uppbyggingu í nýjum miðbæ á Sel- fossi. Verkefnið hefur vakið mikla athygli víða og hlotið lof á erlendis. 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.