Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 28

Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 28
Árborg Árborg í Flóanum er fjölmennasta sveitarfélag Suðurlands, sem hefur verið í örri upp- byggingu. En því fylgja líka vaxtarverkir og kosningarnar í vor snúast talsvert um þá. Morgunblaðið/Árni Sæberg 28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Við erum stolt fyrirtæki í RÆKTUNARSAMBAND FLÓA OG SKEIÐA DAGMÁL Andrés Magnússon Stefán E. Stefánsson Sveitarfélagið Árborg hefur verið í mikilli sókn á síðustu árum en vaxt- arverkir hafa gert vart við sig. Tals- verður hallarekstur hefur verið á rekstrinum og nam um tveimur milljörðum á liðnu ári. Skuldir hafa auk þess aukist og eru taldar munu nema auk lífeyrisskuldbindinga um 30 milljörðum að tveimur árum liðn- um.Þrátt fyrir stórar áskoranir er sóknarhug að heyra meðal íbúanna. Blaðamenn Morgunblaðsins komu sér fyrir á annarri hæð gamla Lands- bankahússins á Selfossi en þar er nú starfrækt á tveimur hæðum fyrir- tækið Bankinn Vinnustofa þar sem fyrirtæki og einyrkjar geta leigt að- gang að frábærlega heppnuðu vinnu- rými sem nýtur sífell meiri vinsælda. Gjörbreytt ásýnd Helsta driffjöðurin að baki þessari uppbyggingu í bankabyggingunni er Leó Árnason, sem ásamt samstarfs- mönnum hefur haft veg og vanda að uppbyggingu nýja miðbæjarins á Selfossi, uppbyggingarverkefni sem hefur gjörbreytt ásýnd bæjarins og vakið athygli langt út fyrir landstein- ana. Auk hans stefndu blaðamenn Bárði Guðmundarsyni á svæðið. Hann er fæddur á Selfossi 1952, rak lengi vinsæla byggingavöruverslun í bænum og hefur síðustu áratugi séð til þess að íbúar Árborgar væru vel tryggðir. Hann þekkir vel til þeirrar miklu uppbyggingar sem sveitarfé- lagið hefur gengið í gegnum á síð- ustu árum. Viðtalið við Leó og Bárð má nálg- ast á hlaðvarpssíðu mbl.is og einnig á helstu hlaðvarpsveitum á borð við Spotify. Bárður segir ótrúlegt að fylgjast með því hvernig vöxturinn hefur verið. Fyrsta skotið hafi komið 1973 þegar gaus í Eyjum og fólk flykktist upp á fastalandið. Þá hafi hann í fyrsta skipti upplifað að hann þekkti bókstaflega ekki alla íbúa bæjarins. Síðan hafi uppbyggingin verið mishröð en á síðustu áurm sé hending ef hann þekki fólk sem hann mætir á gangi um bæinn. Bárður segir mikil lífsgæði felast í því að búa á Selfossi, stutt sé í allar áttir, takt- urinn sé rólegri en á höfuðborg- arsvæðinu og að fólk hafi meiri tíma fyrir sig og sína. Leó Árnason er með mörg járn í eldinum í bænum og stefnir á enn frekari uppbyggingu í nýja mið- bænum, þar sem fornfrægar en horfnar byggingar á Íslandi rísa að nýju og standa nú ljóslifandi frammi fyrir íbúum bæjarins og gestum hans. Fólk hefur fleiri tækifæri Hann segir í samtali við Dagmál að mikil tækifæri felist í uppbygging- unni á Selfossi. Sífellt fleiri geti unn- ið 1-2 daga í Reykjavík en búið í þægilegu umhverfi utan skarkala stórborgarinnar. 1.400 til 1.800 manns fari yfir heiðina á degi hverj- um og sæki þannig vinnu út fyrir Ár- borgarsvæðið. Það sé möguleiki fyrir sífellt fleiri og að þróunin verði enn frekar í þessa átt á komandi árum. Hann telur alveg óhætt að veðja á framtíð Árborgar og vinnur nú m.a. að undirbúningi stórrar íbúabyggðar sem verður enn ein viðbótin við bæj- armyndina við Ölfusá. Frekari uppbygging í farvatninu - Árborg í miklum uppbyggingarfasa - Breyttir atvinnuhættir auka styrk svæðisins - Selfoss hef- ur í raun breyst úr bæ í borg á síðustu árum - Fjölskyldur sækja aukin lífsgæði austur fyrir fjall Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Atvinnulíf Bárður Guðmundarson rak um langt skeið verslunin á GÁB og síðar fyrir TM. Leó Árnason hefur leitt uppbyggingu í nýjum miðbæ á Sel- fossi. Verkefnið hefur vakið mikla athygli víða og hlotið lof á erlendis. 2022 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.