Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúm- fatnaði og öðru líni fyrir hótel Við kynnumst stórkostlegri náttúru, fjölbreyttu dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíana. Skoðum m.a. hinn heimsþekkta piramida Tulum , gamlar menninga- borgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Síðustu 3 næturnar gistum við á lúxus hóteli við ströndina, þar sem allt er innifalið. Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Verð á mann í 2ja manna herbergi 489.500 kr. Innifalið • Flug með sköttum og tösku • Gisting 1 nótt í New York á útleið • Allur fararmáti milli staða skv. dagskrá • Hótel með morgunmat í Mexico, Guatemala og Belize • Síðustu 3 nætur í Mexico allt inni- falið á lúxus hóteli við ströndina • Aðgangur þar sem við á • Íslenskur og innlendur farastjóri Ævintýri á slóðir Maya indíánaMexico Guatemala Belize 2.-16. október Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líklegt er að um 70 íslenskir slökkvi- liðsmenn á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna verði staddir í Hannover í Þýskalandi á miðju sumri. Tilefni ferðar þeirra er ein stærsta björg- unartækjasýning í heimi, sem kallast Rauði haninn, og verður haldin 20.- 25. júní. Til viðbótar má reikna með nokkrum fjölda slökkviliðsmanna á eigin vegum, starfsmönnum opin- berra fyrirtækja og þeim sem tengj- ast framleiðendum. Alls gæti fjöldi Íslendinga orðið í kringum 100. Lárus Steindór Björnsson, Slökkviliði höfborgarsvæðisins, skipuleggur ferðina fyrir LSS og segir að sýningin sé fjölþætt og hald- in í nokkrum sýningarhöllum auk útisvæða. Þar sé meðal annars hægt að kynnast öllu því helsta sem við- komi brunavörnum, slökkvistörfum og sjúkraflutningum. Sýning sem þessi hefur verið haldin á fimm ára fresti og átti að halda hana 2020, en var þá frestað vegna heimsfaraldurs- ins. „Þarna er allur skalinn í tækjum og tólum. Allt frá reykskynjurum upp í bíla sem geta farið með körfu upp í 90 metra hæð,“ segir Lárus. Hann bætir því við að mikilvægt sé fyrir slökkviliðsmenn að geta fylgst með öllu því nýjasta og fengið tæki- færi til að spjalla við sérfræðinga og sölumenn. Ekki áhrif á útköll Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins fara um 15 manns og einnig fer stór hópur frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Suður- nesjum, en mörg önnur slökkvilið eiga fulltrúa í hópnum. Spurður hvort nægur mannskapur verði eftir til að sinna útköllum segir Lárus að það eigi ekki að verða vandamál. Nægur mannskapur verði til að sinna verkefnum. Slökkviliðsmenn á Rauða hanann - Sýning á björgunarbúnaði í Þýska- landi - Allur skalinn í tækjum og tólum Ljósmynd/INTERSCHUTZ Hannover Slökkvibílar af ýmsum og stærðum og gerðum og margvíslegur annar búnaður er meðal þess sem sýnt verður á björgunartækjasýningunni. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Tillaga frá Arkþingi hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag á Torfunefi í miðbæ Ak- ureyrar. Í öðru sæti var tillaga frá sænskri arkitektastofu, Manda- works, og tillaga frá Arkidea Arki- tektum varð í þriðja sæti. Alls bárust sjö tillögur sem uppfylltu skilyrði samkeppnislýsingar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og formaður dómnefndar, tilkynnti um úrslit í samkeppninni við athöfn hjá Hafnasamlagi Norður- lands í gær. Ásthildur segir skipulagsyfirvöld bæja og borga um allan heim sífellt gera sér betur grein fyrir því gríð- arlega aðdráttarafli sem vel skipu- lögð hafnarsvæði með blandaðri starfsemi hafi fyrir íbúa og ferðafólk. Því hafi mikil áhersla verið lögð á faglega uppbyggingu á þessum verð- mætu svæðum sem liggja að hafi, sjó eða stærri fljótum. Svæðið í kringum hina gömlu Torfunefsbryggju á Ak- ureyri hafi alla burði til að verða blómleg miðstöð mannlífs með beina tengingu við miðbæinn og Menning- arhúsið Hof. Meginatriði vinningstillögu Ark- þings felst í fjölbreyttum útirýmum sem mótuð eru með sjö byggingum, ólíkum að stærð og formi. Þær mynda húsaröð og aðdraganda að Hofi, en gönguleiðin þangað er end- urbætt á áhugaverðan hátt. Þessi nýja byggð myndar fjölbreytta bæj- armynd séð frá Pollinum auk þess sem götumynd Glerárgötu er mótuð m.a. með útrýmum mót vestri. Þjón- ustuhúsi hafnarinnar er komið fyrir undir settröppum sem snúa að vel mótuðu viðburðatorgi og er gert ráð fyrir tengingu við innirými syðstu húsanna. Í tillögunni er sérstaklega unnið með tengsl við miðbæinn, annars vegar með porti við gatnamót Kaup- vangsstrætis sem leggur áherslu á leiðina niður að bryggju og hins veg- ar með ákveðinni rýmismyndun og áfangastað við nyrði tenginguna í framhaldi af nýju göturými vestan Glerárgötu. Sigríður María Róbertsdóttir, markaðsstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands, segir að stefnt sé að því að fara yfir tillöguna með Arkþingi á næstu vikum og setja upp skýrari lín- ur sem síðan verður unnið út frá. Akureyri Svona gæti svæðið við Torfunesbryggju litið út þegar búið verður að reisa byggingar á landfyllingunni. Arkþing með fyrstu verð- laun um Torfunefssvæðið - Hugmyndasamkeppni um skipulag við Torfunefsbryggju Morgunblaðið/Margrét Þóra Höfundar Helgi Mar Hallgrímsson, Hjalti Brynjarsson, Barbara Soplinska og Kristín Guðmundsdóttir, arkitektar hjá Arkþingi, báru sigur úr býtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.