Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 42

Morgunblaðið - 28.04.2022, Síða 42
Danskir dagar hefjast í Hagkaup í dag og að sögn Sigurðar Reynaldssonar, fram- kvæmdastjóra Hagkaups, verður ekkert til sparað frekar en áður. „Það verða margar spennandi vörur í boði eins og venjulega. Í kjötdeildinni verðum við með innflutta síld en Danir elska síld og eru meistarar í að útbúa hana. Að auki verðum við með frikadellur, hakkabuff, Tulip-álegg, reykta rúllupylsu, grísaskanka og grísarif svona til að nefna nokkur dæmi. Þá verða pylsurnar á sínum stað ásamt sinnepi og ómissandi dressingum. „Einnig verðum við með dýrindis steikur frá Danmörku frá Danish Crown en í aðal- hlutverki þar eru tveggja kílóa nautalundir sem hafa aldrei verið frystar. Þá létum við sér- framleiða ekta danska kæfu sem er hægt að borða kalda eða hita aðeins í ofni. Í mjólk- urdeildinni verðum með danska osta, súkku- laðimjólk og Koldskål sem vinsæll eftirréttur frá Danmörku,“ segir Sigurður en undirbún- ingur fyrir Dönsku dagana hefur staðið yfir lengi. „Að endingu verðum við með danskt bakk- elsi, flödeboller, beikonpurusnakk, smákökur og sælgæti svo fátt eitt sé nefnt. Það verða sem sagt stútfullar búðir af spennandi dönsk- um vörum næstu 10 dagana, danskir dagar hefjast í dag, fimmtudag, í öllum verslunum Hagkaups,“ segir Sigurður að lokum og ljóst er að aðdáendur danskra vara eiga spennandi daga í vændum. Eitt af því eftirtektarverðasta sem í boði er eru lúxussteikur frá Danish Crown en í aðal- hlutverki þar eru hátt í tveggja kílóa nautalundir sem hafa aldrei verið frystar. Steik- urnar eru með eindæmum meyrar og mjúkar en jafnframt umtalsvert stærri en við eig- um að venjast. Alla jafna er nautalund um 1,2 kíló en þessar vega, eins og áður segir, um tvö kíló en það helgast af því að lundin kemur úr fullvaxta nautum. Að sögn þeirra sem til þekkja er um einstaka gæðavöru að ræða sem kjötunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara en Danskir dagar hefjast á morgun og standa fram yfir helgi. Dýrindis steikur á Dönskum dögum Alvöruveisla Um tveggja kílóa lúxus- steikur verða í boði á Dönskum dögum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 6.995.- / St. 35-40 Vnr.: TOM32272 11.995.- / St. 31-40 3 litir / Vnr.: TOM32207 TOMMY HILFIGER SUMARSKÓR 11.995.- / St. 31-40 Vnr.: TOM32206 12.995.- / St. 27-33 2 litir / Vnr.: TOM32234 KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS STEINAR WAAGE Sous vide ribeye-steikur með heimalagaðri béarnaise-sósu 2 ribeye-steikur, 250-300 g 3 stilkar ferskt rósmarín 4-5 stilkar ferskt timían 3 hvítlauksrif 250 g ósaltað smjör 4 eggjarauður 2-3 tsk. Oscar-nautakraftur 1 msk. saxað ferskt eða 2 tsk. þurrkað estragon/ tarragon ferskt salat og bakaðar kartöflur sem meðlæti Aðferð: Stillið sous vide-tækið á 55°C fyrir medium rare-eldun. Kryddið steikurnar rausnarlega með salti. Setjið kjötið í poka sem hægt er að lofttæma ásamt rósmaríni, timjan og hvítlauk. Lofttæmið pokann vel og setjið í vatnsbað í 3 klst. Bræðið smjör við vægan hita. Hitið smjörið þar til rétt naumlega er hægt að setja fing- urinn ofan í smjörið vegna hita. Passið að smjörið sjóði ekki. Takið smjörið af hitanum og geymið á meðan eggjarauður eru hrærðar. Hrærið eggjarauður og béarnaise essence í hrærivél í nokkrar mín. þar til blandan er orð- in ljós og létt. Bætið þá 2 tsk. af nautakrafti út í og hrærið áfram. Aukið hraðann á vélinni og hellið smjörinu í mjög rólegri bunu saman við eggjarauðurnar þar til allt hefur samlagast. Varist að hella of hratt eða of miklu í einu því þá getur sósan skilið sig og eggjarauðurnar hlaupið við of mikinn og skyndilegan hita. Bætið estragoni og steinselju út í og látið vélina ganga í um 30 sek. Smakkið til með salti og meiri krafti ef þarf. Færið sósuna í lítinn pott eða skál og hyljið með loki þar til maturinn er borinn fram, en sósuna má ekki hita aftur upp. Takið pokann með kjötinu úr vatnsbaðinu, fjarlægið kjötið úr pokanum og þerrið það vel á öllum hliðum. Hitið pönnu við mjög háan hita og kveikið á viftunni við eldavélina. Þegar pannan er orðin sjóðheit, bætið þá 1 msk. af olíu og smjörklípu út á pönnuna. Setjið kjötið á pönnuna og brún- ið í um 30 sek. á öllum hliðum eða þar til kjötið er fallega brúnað. Leyfið kjötinu að hvíla í 5 mínútur áður en það er skorið og borið fram. Berið fram með bökuðum kartöflum og fersku salati. Sous vide ribeye-steikur með heimalagaðri béarnaise-sósu Það er Snorri Guðmunds á Mat & myndum sem á þessa uppskrift sem er ein af þessum klassísku sem við elskum öll (eða flest). Snorri segir að það sé fátt sem toppi góða steik og béarnaise og sósan sé alltaf best þegar maður gerir hana sjálfur. „Margir hand- þeyta béarnaise-sósuna sína en ég kýs að láta hrærivélina mína um erfiðið og hef aldrei séð eftir því,“ segir Snorri og við tökum undir það góða ráð og bendum jafnvel líka á blandarann sem virkar jafn vel. Ljósmynd/Snorri Guðmundsson Klikkar aldrei Það er fátt sem toppar góða steik og heimalagaða béarnaise!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.