Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
✝
Guðrún Helga
Agnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. ágúst 1948. Hún
lést 10. apríl 2022 á
Landspítalanum.
Foreldrar Guð-
rúnar Helgu voru
Anna Kristjana
Kristinsdóttir, f.
1927, d. 1984, og
Agnar Tryggvason,
f. 1919, d. 2012.
Systkini Guðrúnar Helgu sam-
mæðra eru: Unnur, f. 1963,
Kristinn, f. 1964, og Jóhann, f.
1965.
Systkini Guðrúnar Helgu sam-
feðra eru: Anna, f. 1949, Björn, f.
1951, Sigríður, f. 1952, og
Baldur Héðinsson stærðfræð-
ingur. Börn þeirra eru Jón
Styrmir, f. 2018, og Hildur
Salka, f. 2021.
Guðrún Helga ólst upp á
Vesturgötu 46a í Reykjavík. Hún
gekk í Melaskóla, Hagaskóla,
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1969 og
BA-prófi í félagsvísindum frá
Háskóla Íslands 1993. Hún starf-
aði sem flugfreyja hjá Flugfélagi
Íslands og kenndi við Kvenna-
skólann í Reykjavík. 1994 réðst
hún til starfa á skrifstofu verk-
fræði- og raunvísindadeildar.
Síðustu árin var Guðrún Helga
kennslustjóri Verkfræði- og
náttúruvísindasviðs Háskóla Ís-
lands og í því starfi sinnti hún
bæði nemendum og kennurum á
sviðinu. Hún lét af störfum fyrir
aldurs sakir 2018.
Guðrún Helga verður jarð-
sungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag, 28. apríl 2022,
klukkan 13.
Tryggvi, f. 1954.
Guðrún Helga
giftist Jóni Krist-
jánssyni, f. 1944,
hinn 21. desember
1974. Foreldrar
Jóns voru Ingunn
Jónsdóttir Gíslason,
f. 1917, d. 2005 ,og
Kristján G. Gísla-
son, f. 1909, d. 1993.
Dætur Guðrúnar
Helgu og Jóns eru:
1) Ingunn, f. 1976, tónlistarkenn-
ari. Eiginmaður hennar er Árni
Stefán Leifsson læknir. Dætur
þeirra eru Guðrún Helga, f.
2007, og Ingibjörg, f. 2009. 2)
Anna Helga, f. 1979, tölfræð-
ingur. Eiginmaður hennar er
Ég kveð nú tengdamóður mína
og vin, Guðrúnu Helgu Agnars-
dóttur, sem lést 10. apríl, pálma-
sunnudag. Mér er minnisstætt
þegar við hittumst fyrst fyrir um
17 árum. Ég var þá nýi kærasti
Ingunnar, eldri dótturinnar, og
hafði verið boðið í mat í fyrsta
skipti á Sóleyjargötuna. Eftir að
hafa knúið dyra tók á móti mér
glæsileg og glaðbeitt kona og bauð
mig velkominn. Fyrst var farin
skoðunarferð um heimilið og síðan
tók við stutt (en hnitmiðuð) yfir-
heyrsla sem lauk með þeirri nið-
urstöðu að við værum skyld í 5. og
6. ættlið. Væri ættfaðirinn sameig-
inlegi enginn annar en Kristján
Magnússon í Skógarkoti, Þing-
vallasveit – hún sjálf afkomandi
eiginkonunnar en ég hjákonunnar!
Tókst þarna með okkur vinskapur
sem ekki bar skugga á síðan og
samverustundirnar urðu margar.
Oftast hittist fjölskyldan á
heimili tengdaforeldra minna og á
sumrin áttum við saman dýrmæt-
ar stundir í sumarbústað fjölskyld-
unnar, Brekkubæ við Þingvalla-
vatn. Þar tíðkaðist að fá sér
ríkulegan morgunverð og svign-
uðu borðin undan krásunum. Var
setið lengi við borðhaldið og mikið
skrafað. Vænst þykir mér þó um
heimsóknirnar til Svíþjóðar við
ýmis tilefni þegar við hjónin
bjuggum þar ásamt dætrum okk-
ar.
Tengdamóðir mín var fagurkeri
og kunn að smekkvísi. Heimilið
var fallegt og hlýlegt og sjálf kunni
hún vel að meta snotur föt og naut
þess að versla. Er óvíst að nokkurn
tíma takist með vissu að staðfesta
allan þann fjölda silkislæða eða
handveskja sem henni áskotnuð-
ust á lífsleiðinni. Á merkari hátíð-
isdögum, svo sem við skírn eða
brúðkaup, klæddist hún gjarnan
upphlut. Hún hafði yndi af tónleik-
um, leiksýningum og öðrum list-
viðburðum en þótti líka notalegt að
kveikja á gömlu gufunni niðri í
þvottahúsi og munda straujárnið.
Best undi hún sér þó sennilega í
garðinum. Þegar vora tók hvarf
hún iðulega á milli flauelsmjúkra
beða og foldgnárra rósarunna og
sagði mér oft hvað það væri „gott
fyrir sálartetrið“ að gleyma sér
innan um jurtirnar. Þegar sumri
tók að halla sýndi hún okkur svo
afraksturinn stolt í bragði.
Guðrún Helga var afburða-
greind og stálminnug og hafði
næma tilfinningu fyrir ættum
fólks. Virtist henni jafnvel nægja
svipmót eða raddblær til að geta
staðsett viðkomandi með nákvæm-
um hætti í ættartrénu og naut sín
best þegar flókin tengsl voru kruf-
in til mergjar. Skal það þó fúslega
viðurkennt hér og nú að ekki tókst
mér alltaf að fylgja þræðinum til
enda þegar leikar fóru að æsast.
Í veikindum sínum sýndi Guð-
rún Helga styrk og æðruleysi og
var staðráðin í að njóta lífsins.
Heilsunni hrakaði þó og róðurinn
þyngdist. Gantaðist hún stundum
með það sjálf að varla væru eftir
margar deildirnar á Landspítalan-
um þar sem hún hefði ekki haft
viðkomu sem sjúklingur. Síðustu
mánuðina voru kraftarnir á þrot-
um og mótstaða líkamans dugði
ekki til að takast á við það högg
sem síðast dundi yfir. Þegar leiðir
nú skilur blandast í huganum til-
finning saknaðar og tómleika en
einnig þakklætis. Samverustund-
irnar verða ekki fleiri en minning-
in um góðan vin lifir áfram.
Árni Stefán Leifsson.
Guðrún Helga, elskulega systir
mín, hefur nú kvatt eftir áralanga
baráttu við illvíga sjúkdóma. Allt
gerðist þetta hratt á lokametrun-
um, en það var gott að vita, að Jón,
maður hennar, og dæturnar Ing-
unn og Anna Helga náðu að vera
hjá henni á kveðjustundinni.
Mér finnst Guðrún Helga hafa
verið algjör hetja, sem háði sitt
erfiða veikindastríð af æðruleysi
og hetjuskap. Hún var sjálfri sér
lík í því sem öðru. En slagurinn
tók sinn toll. Nú, undir lokin, var
eiginlega bara baráttukrafturinn
eftir, sem ekki dugði til.
Ég var farinn að stálpast þegar
mér var sagt, að ég ætti þriðju
systurina. Þær voru að verða
skólasystur, Anna systir mín og
Guðrún Helga, og nú var ekki
hægt að laumast með hana lengur.
Okkur er nú óskiljanlegt, hvernig
góðu og gegnu fólki gat dottið í
hug að láta eins og barn væri ekki
til. Tíðarandinn strangi? Það var
nú ekki eins og þar færi ljóti and-
arunginn. Unga, glæsilega konan,
systir okkar Guðrún Helga, sem
nú kom í líf okkar, var sem snýtt
úr nösum föður míns. Nauðalík
honum og ekki síður ættmóður-
inni, ömmu Önnu í Laufási. Og
síður en svo bara hvað útlitið varð-
aði … Ég fékk að vera litli bróðir
Guðrúnar Helgu í rétt um 55 ár.
Ég er þakklátur fyrir það.
Guðrún Helga spilaði vel úr
sínu. Hún raðaði máttarstólpum
sínum í kringum sig, Jóni eigin-
manni sínum og dætrunum og
stöðugt bættust fleiri við, tengda-
synir og barnabörn. Það hefur
verið yndislegt að sjá, hversu
samheldin fjölskylda hennar hef-
ur verið í blíðu og í stríðu.
Eftirminnilegar eru gleði-
stundir hjá fjölskyldunni á heimili
Guðrúnar Helgu og Jóns. Upp í
hugann kemur sérstaklega glæsi-
legt boð þeirra á 100 ára ártíð
Agnars föður okkar á fallegu
heimili þeirra á Sólvallagötu.
Systir mín í essinu sínu, glöð og
reif, að bjóða okkur öll velkomin.
Guðrún Helga og Jón voru rétt
búin að koma sér fyrir á nýjum
hentugum stað og koma ættar-
óðalinu í hendur Önnu Helgu og
fjölskyldu hennar þegar þegar
Guðrún Helga féll frá. Mér er ekki
örgrannt um, að hún hafi verið bú-
in að ákveða að koma þessu frá áð-
ur en hún færi.
Guðrún Helga var ekki bara
lánsöm í einkalífi sínu á fullorðins-
árunum, heldur varð ævistarf
hennar í Háskóla Íslands hennar
líf og yndi. En hún var lengst af
verkefnastjóri á skrifstofu Verk-
fræði- og náttúruvísindasviðs
skólans. Hún var þar m.a. haukur
í horni nemenda, sem þurftu á
leiðsögn og aðstoð að halda. Það
kom ekki á óvart þegar Guðrún
Helga hlaut viðurkenningu skól-
ans fyrir lofsvert framlag til góðra
starfshátta og stuðnings við nem-
endur 2006.
Góður Guð blessi minningu
Guðrúnar Helgu, sanns ættar-
lauks okkar Laufásinga, og styðji
hennar nánustu.
Tryggvi Agnarsson.
Ég minnist þessa bjarta dags,
gott ef það var ekki á þjóðhátíð-
ardaginn, þegar Jón mágur minn
barði dyra hjá okkur Þóru í Tjarn-
argötunni. Það gerði hann reynd-
ar oft, en í þetta sinn var með í
fylgd fjallmyndarleg stúlka á ís-
lenskum búningi. Hún var hávax-
in og spengileg, rauðhærð, fríð og
með heiðan svip. Hann sagði ekki
margt en einhvern veginn fengum
við á tilfinninguna að þarna væri
hann kominn að kynna fyrir okkur
framtíðarlífsförunaut sinn. Sem
vel var gekk það eftir, því brátt
komumst við að því að þarna var á
ferð harla vel gefin ung stúlka,
vönduð með afbrigðum, skörp en
hispurslaus.
Þegar hér var komið sögu var
hún háskólanemi í félagsfræði og
flugfreyja.
„Segðu mér hverjir eru vinir
þínir og ég skal segja þér hvernig
þú ert“. Svo hljómar gamalt mál-
tæki. Guðrún Helga kunni vel að
velja sér vini og samheldni skóla-
systranna úr menntaskólanum
var aðdáanleg. Þeim var fátt óvið-
komandi, mannréttindi, kvenrétt-
indi, skólamál, garðrækt (sérgrein
Guðrúnar Helgu), öll menning –
ekki síst tónlist – og matur, því að
gestrisni var viðhöfð og Guðrún
Helga í forystusveit þar. Og þetta
með garðræktina var sérstakt.
Guðrún Helga hafði græna fingur
eins og það er kallað og garðurinn
þeirra var einstakur unaðsreitur.
Svo áttum við Þóra til að slæðast
síðdegis inn okkur til hressingar
og skemmtunar hjá tengdafor-
eldrum mínum – og hélst sá siður
eftir að þau Guðrún og Jonni
fluttu í Sóleyjargötuna. Nú stóðu
yfir flutningar og þau voru að
koma sér fyrir á nýjum stað. En
örlögin vildu hafa það öðruvísi.
Guðrún Helga Agnarsdóttir
vann allan sinn starfsferil í Há-
skóla Íslands og var kennslustjóri
í því sem nú nefnist verkfræði- og
náttúruvísindasvið skólans með
þeim ágætum að hún var verð-
launuð sérstaklega fyrir. Ekki
mun hún hafa gert það af rögg-
semi einni, sem hún þó átti til,
heldur og innsæi og glettinni út-
sjónarsemi, fágætum dugnaði og
hlýju og varð vinsæl af. Hún var
réttsýn og öfgalaus og lagði jafn-
an gott til mála, þó að sjálf reyndi
hún að forðast hrós í eigin garð.
Þann dugnað verður að skoða í
sérstöku ljósi. Í hátt á annan ára-
tug barðist hún við illvígan sjúk-
dóm. Margar urðu því ferðirnar á
spítalann, en aldrei lét hún deigan
síga, gekk þess á milli í vinnuna
móti veðri og vindum æðrulaus og
orðaði ekki veikindi sín við nokk-
urn mann að fyrra bragði. Það er
stórt orð hetja. En þarna átti það
við. En þá var betra að eiga hann
Jonna að með sína óþreytandi
ljúfmennsku og umhyggjusemi.
Og margt hjúkrunarfólkið á mikið
lof skilið.
Á kveðjustund hrannast upp
svipmyndir hálfrar aldar. Minn-
ingin verður þá dýrmæt. „Evigt
ejes kun det tabte,“ sagði Ibsen
reyndar. Það er gott til þess að
vita fyrir Jonna og dæturnar og
fjölskyldur þeirra að eiga allar
þessar minningar um mikla
mannkostamanneskju. En svo er
ekki víst að neitt sé tapað, hvað
sem Ibsen segir. Sitthvað lifir
áfram í okkur sjálfum og annað er
okkur fyrirmynd.
Við Þóra söknum vinar í stað og
þökkum þessa góðu samfylgd og
Ásta og fjölskylda senda hlýjar
samúðarkveðjur yfir haf og lönd.
Sveinn Einarsson.
Vinátta er svo einstakt sam-
skiptaform. Það, hvernig við yfir-
færum væntumþykju, virðingu og
traust til fólks sem er alls óskylt
okkur, er í raun stórmerkilegt.
Vinátta mömmu og Guðrúnar
Helgu var alla tíð svo falleg og ein-
læg. Vinátta sem byrjaði í
menntaskóla milli tveggja
stúlkna, önnur norðan frá Siglu-
firði, hin úr Vesturbænum, fylgdi
þeim alla tíð og setti mark sitt á líf
fjölskyldna þeirra. Ég var heima-
gangur hjá Guðrúnu Helgu og
Jóni frá því ég man eftir mér og
við Anna Helga, sem erum fæddar
á sama ári, vinkonur frá fæðingu.
Þegar ég lít aftur til barnæsku
minnar átta ég mig á því hversu
margar minninganna eru úr Tún-
götunni og hversu vel og eðlilega
mér leið alltaf þar. Ef einhver
kona kemst nálægt því að hafa
verið mér sem önnur móðir þá var
það Guðrún Helga. Og þó að sjálf-
hverf barnssálin sé ekki mikið að
spá í fullorðna fólkið í kringum sig
þá var svo margt sem mér fannst
gera Guðrúnu Helgu einstaka.
Dúkkusafnið að sjálfsögðu, allar
þessar ólíku og flottu dúkkur sem
þó mátti ekki leika með. Augn-
skuggasafnið, sem var fullt af
sterkum litum eins og gulum,
grænum og kóbaltbláum (við
máttum leika með gömlu litina).
Það hvað Guðrún Helga var alltaf
brosandi og alltaf glæsileg; það
var ávallt svo mikil reisn yfir Guð-
rúnu Helgu og stutt í brosið sem
lýsti upp allt andlitið. Þá er það
mér jafnframt minnisstætt þegar
mamma sagði mér hversu flott
það væri hjá Guðrúnu Helgu að
klára háskólagráðuna eftir þetta
langa hlé; hversu stolt hún væri af
vinkonu sinni og brýndi fyrir mér
að við stelpurnar mættum ekki
vera að trufla hana á meðan hún
sat við skriftir á lokaritgerðinni.
Síðast en ekki síst var Guðrún
Helga með svo græna fingur. Það
voru ræktarleg blóm í öllum
gluggum og blómabeðin, fyrst á
Túngötunni og svo á Sóleyjargöt-
unni, ávallt svo litrík, falleg og vel
hirt – enda varði Guðrún Helga
ófáum stundum í garðinum sínum.
Fyrst og síðast var Guðrún Helga
þó vinkona mömmu í gegnum
þykkt og þunnt. Þær ræddust
mjög reglulega við í síma – og
ávallt hringdi Guðrún Helga á af-
mælisdögum okkar barnanna,
jafnvel langt inn í fullorðinsár
okkar – og ég vissi að mamma og
pabbi hlökkuðu alltaf til kvöldsins
ef því átti að verja með Jóni og
Guðrúnu Helgu. Vinátta mömmu
og Guðrúnar Helgu lifir áfram í
vinskap okkar Önnu Helgu og á
jafnvel möguleika á framhaldslífi í
þriðja lið, í vinskap litlu strákanna
okkar. Þannig vex hún og lifir
áfram, vináttan, eins og græðling-
ur í fimum fingrum Guðrúnar
Helgu, í glugga sem horfir mót
sólu.
Birna Þórarinsdóttir.
Guðrún Helga
Agnarsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Guðrúnu Helgu Agnars-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Ástkær eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
KRISTÍN JÓHANNA KJARTANSDÓTTIR,
Stína frá Bakka,
tækniteiknari,
Fiskakvísl 28,
lést sunnudaginn 17. apríl. Útförin fer fram
frá Digraneskirkju mánudaginn 2. maí kl 13.
Okkar bestu þakkir til starfsfólks 11EG fyrir kærleiksríka
umönnun og hlýtt viðmót. Guð blessi ykkur öll.
Þeim sem villja minnast hennar er bent á Minningarsjóð blóð-
og krabbameinslækningadeilda Landspítala.
Stefán Hans Stephensen
Kjartan Á. Guðbergsson Sara Pálsdóttir
Benedikt, Erla Kristín, Calum Bjarmi, Amelía Eir
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HÓLMFRÍÐAR ÁRNADÓTTUR,
prófessors emeritus
og myndlistarmanns,
Hvassaleiti 40, Reykjavík.
Brjánn Árni Bjarnason Steinunn Gunnlaugsdóttir
Bolli Bjarnason Ellen Flosadóttir
Gunnlaugur Bollason Unnur Þorgeirsdóttir
Unnur Hólmfríður Brjánsd. Gauti Þormóðsson
Elva Bergþóra Brjánsdóttir Dagur Hilmarsson
Fannar Bollason
Fjalar Bollason
og barnabarnabörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi,
HÁKON VALDIMARSSON
byggingafulltrúi,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 19. apríl.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 2. maí klukkan 11.
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Guðlaug Katrín Hákonardóttir, Daði Baldur Ottósson
Davíð Mikael Daðason
Hugi Fannar Daðason
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
UNNAR ÓLAFSDÓTTUR,
til heimilis á Hrafnistu Laugarási,
áður Efstasundi 58, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hrafnistu fyrir umhyggju
og hlýhug.
Jóhann Jakobsson
Þórlaug Ragnarsdóttir Þorvarður Gunnarsson
Kristín Ragnarsdóttir Lárus Kristinn Jónsson
Garðar Örn Gissur Páll
Gunnar Ragnar
Jóhann Sverrir
Unnur Karen
Andrea Kristín
og barnabarnabörn