Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022
✝
Magnús
Ágústsson
fæddist í Ólafsfirði
1. sept. 1928. Hann
lést á hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Hlíð 13. apríl 2022.
Foreldrar hans
voru Ágúst Jóns-
son bygging-
armeistari, f. 22.12.
1902, d. 22.2. 2001
og Margrét Magn-
úsdóttir húsmóðir, f. 10.10.
1904, d. 23.5. 2003. Systkini
Magnúsar eru: María Sigríður,
f. 20.10. 1929, d. 8.3. 2020, Jón
Geir, f. 7.8. 1935 og Halldóra, f.
22.5. 1940.
Magnús giftist 16.6. 1961
Pernille Allette Hoddevik, ung-
barnafóstru og sjúkraliða frá
Hoddevik í Noregi, f. 21.5. 1927,
d. 23.9. 2013. Foreldrar hennar
voru Gustav Peder Daniel
Hoddevik, bóndi og sjómaður, f.
3.4. 1902, d. 30.4. 1991 og Astrid
Jörgine Hoddevik húsmóðir, f.
11.2. 1905, d. 5.5. 1994.
Börn Magnúsar og Pernille
eru: 1) Ágúst Jóel, f. 7.5. 1962,
kvæntur Ásdísi Arnardóttur, f.
29.10. 1963. Börn þeirra eru: a)
Magnús, f. 30.9. 1987, í sambúð
með Ingu Lind Valsdóttur. Þau
eiga Val Jóel og Ágúst Örn. b)
ús starfaði sem verkfræðingur
á Verkfræðistofu Bárðar Daní-
elssonar 1958-1962, Strengja-
steypunni hf. Akureyri 1962-
1968 og hjá Akureyrarbæ frá
1968 og til starfsloka. Fyrsta
hjúskaparár sitt bjuggu Magnús
og Pernille á Ægisíðu 46 í
Reykjavík, fluttust til Akureyr-
ar 1962, bjuggu á Reynivöllum
6 uns þau fluttust í Suðurbyggð
7 sem þau byggðu og áttu þar
sitt heimili upp frá því.
Magnús lærði smíðar hjá föð-
ur sínum og tók sveinspróf í
iðninni. Hann var einstaklega
handlaginn og vandvirkur í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
Magnús var afburðaskíðamaður
og stundaði bæði svigskíði,
skíðastökk og gönguskíði. Hann
hafði unun af því að hreyfa sig,
hugsaði vel um heilsuna og naut
útiveru allt sitt líf. Hann hjólaði
mikið alla sína tíð og sem ungur
maður hjólaði hann frá Reykja-
vík til Akureyrar með vini sín-
um Hauki Árnasyni frá Ólafs-
firði. Magnús var mjög
listhneigður, mikill tónlistar-
unnandi, góður ljósmyndari og
teiknari. Magnús átti einlæga
og sterka trú og var virkur fé-
lagi í starfi Gídeonfélags Ís-
lands og úthlutaði Nýja testa-
mentinu til skólabarna á
Norðurlandi til fjölda ára.
Útför Magnúsar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 28. apríl
2022, klukkan 13.
Arney, f. 5.6. 1990,
í sambúð með
Bjarka Sigurðs-
syni. Þau eiga Ró-
bert Mána og Fann-
ar Atla. 2) Gylfi
Ívar, f. 19.7. 1963,
kvæntur Helga
Jónu Óðinsdóttur,
f. 23.7. 1963. Börn
hans úr fyrra
hjónabandi eru: a)
Sólveig, f. 3.11.
1990, í sambúð með Jóni Hauki
Ólafssyni. Þau eiga Jóhann
Rúnar, Glódísi Lilju og Magnús
Gabríel. b) Ásgeir Ívar, f. 30.4.
1997. Sonur Helgu Jónu er Þor-
valdur Davíð Kristjánsson, f.
27.9. 1983, kvæntur Hrafntinnu
Viktoríu Karlsdóttur. Þau eiga
Helgu Viktoríu, Emilíu Sól og
Kristján Karl. 3) Astrid Mar-
grét, f. 24.8. 1964, maður henn-
ar er Heimir Arnar Svein-
björnsson, f. 1.7. 1961. 4)
Oddrún Halldóra, f. 4.10. 1965.
5) Bryndís Pernille, f. 4.7. 1971,
gift Marco Markúsi Pettinelli, f.
22.2. 1965.
Magnús varð stúdent frá MA
1950 og lauk prófi í verkfræði
frá HÍ 1954. Hann fór til fram-
haldsnáms í Noregi og lauk
prófi í byggingarverkfræði frá
NTH í Þrándheimi 1958. Magn-
Góðar minningar eru það dýr-
mætasta sem maður getur eign-
ast á lífsleiðinni. Æska mín og
uppeldi er minn mesti fjársjóður,
að fæðast inn í hóp fjögurra eldri
ástríkra systkina og elskandi for-
eldra er eitthvað sem ég snemma
á ævinni var meðvituð um að væri
mín stærsta gæfa.
Lítil stúlka er vakin eld-
snemma morguns af pabba sín-
um og fer með stírur í augunum í
fuglaskoðun í fjörunni. Pabbinn
tekur myndavél og kíki en hún
flettir fuglabókinni og lifir í von-
inni um að sjá æðarkóng. Upp frá
þessum skoðunarferðum hef ég
alltaf elskað fugla.
Í seinni tíð var það svo ég sem
tók pabba með í bíltúr á vorin í
leit að fyrsta tjaldaparinu og vor-
boðunum og oftar en ekki með
kaffi á brúsa.
Pabbi kenndi mér að elska
náttúruna, fara vel með alla hluti
og hafa ekki óþarfa áhyggjur.
Treysta Guði og nota skynsem-
ina. Í samvistum við pabba minn
fann ég öryggi, visku, gæsku, ró
og frið.
Aldrei var langt í húmorinn og
mikið var hlegið og skrafað við
eldhúsborðið í Suðurbyggðinni,
sérstaklega eru mér minnisstæð-
ar samverustundirnar með
mömmu og pabba eftir að við
fluttum heim frá Ítalíu 1997 og
fengum að búa í kjallaranum. Þá
voru eldaðar ljúffengar máltíðir
og skipst á sögum í lok vinnu-
dags.
Við barnahópurinn, eins og
hann kallaði okkur, vorum svo
lánsöm að vera hjá honum síð-
ustu dagana, rifja upp minningar
og gráta og hlæja saman. Þetta
er okkur óendanlega dýrmætt.
Við erum full þakklætis fyrir það
að hafa getað kvatt pabba okkar
á þennan hátt. Hans síðasta heil-
ræði til okkar var: „Hugsið vel
um ykkur.“
Ég átti föður sem var alltaf til
staðar frá fyrstu stundu, ekkert
var of lítið eða of stórt til að bera
undir hann. Viska hans og gæska,
traust og trúnaður var alltaf til
staðar.
Örlátur á ráð eða bara hönd að
halda í. Umhyggjan sem hann
bar til náungans var engu lík,
engum hallmælt nema þegar kom
að hroka ráðamanna þessa lands í
garð eldri borgara og þeirra sem
minna mega sín, þá féllu nokkur
vel valin orð.
Árið 2014 fékk ég tækifæri til
að fylgja pabba til Noregs til að
hitta hóp útskriftarfélaga hans
frá NTH (Norges tekniske høg-
skole) í Þrándheimi, sem héldu
sambandi alla tíð. Þessi ferð er
mér ógleymanleg eins og margt
annað sem við gerðum saman.
Mikið á ég eftir að sakna
gönguferðanna okkar. Oft fylgdu
með barnabörn og fjölskyldu-
hundar og síðast en ekki síst
Bangsi kisinn hans og besti vin-
ur.
Þegar pabbi kom út í ferska
loftið jafnt sumar sem vetur dró
hann djúpt andann og sagði:
„Þetta er alveg dásamlegt.“
Þegar ég bauð honum góða
nótt rétt fyrir andlát hans sagði
hann: „Góða nótt, elsku Bryndís
mín.“
Geymi þig góður Guð,
gleymi ég aldrei
gönguferðum okkar
jafnt í regni sem sólskini.
Sátum við oft á bekk
skiptumst á sögum.
Hvað geri ég nú án þín
á fallegum dögum.
Sofðu rótt, elsku hjartans
pabbi minn.
Þín
Bryndís.
Í dag fylgjum við síðasta spöl-
inn einstökum manni sem var
margt til lista lagt. Magnús
tengdafaðir minn bjó yfir þolin-
mæði og biðlund sem ekki öllum
er gefin. Hógvær var hann líka þó
hann hefði haft næg tilefni til að
státa af verkum sínum. Það var
óendanlega gaman að spjalla við
Magnús um aðskiljanlegustu
málefni. Þá skipti ekki máli hvort
það var myndlist, ræktun, útivist,
vísindi eða ferðalög. Hann sýndi
fólkinu sínu lifandi áhuga og
skilning og fylgdist vel með. Um-
gengni hans um alla hluti var ein-
sök og hann kenndi börnum og
barnabörnum að fara vel með og
gera við það sem aflaga fór.
Magnús kunni að meta góðan
mat og gaf sér tíma til að njóta
hans. Við fjölskyldan eigum góð-
ar minningar um berjaferðir sem
gjarnan bar upp á afmælisdaginn
hans, 1. september, og þá var
kaffi á brúsa og jólakaka í tilefni
dagsins. Magnús hafði alla tíð
yndi af útiveru og það eru til
myndir sem minna á að á sínum
yngri árum stundaði hann skíða-
stökk og brunaði niður brekkurn-
ar af stakri snilld.
Hann hjólaði leiðina milli
Reykjavíkur og Akureyrar þegar
malbikið náði ekki út fyrir borg-
armörkin. Börnin hans skildu svo
vel þessa þrá og hvert tækifæri
var nýtt til að komast út undir
bert loft, allt fram á síðustu daga.
Um þessar mundir er Ágúst Jóel
sonur hans að ganga með fé-
lögum sínum á skíðum þvert yfir
Grænlandsjökul. Það gerir hann í
minningu föður síns og tileinkar
fjölskyldunni allri.
Blíðan í veðrinu undanfarna
daga er kannski best fallin til að
lýsa Magnúsi. Hann var ljúf-
menni hvort sem það sneri að
mönnum eða málleysingjum,
hann mátti ekkert aumt sjá. Það
eru kaflaskipti að sjá á eftir ætt-
arhöfðingja sem hefur fylgt okk-
ur svo lengi en við gleðjumst yfir
þeim fjársjóði að hafa átt samleið
með honum og minningin um
góðan mann lifir.
Ásdís.
Magnús var heimamaður hjá
okkur þegar ég var krakki og var
uppáhaldsfrændinn. Hann og
mamma voru á svipuðum aldri
svo sambandið milli þeirra var
mjög sterkt. Þess vegna var hann
í fæði hjá okkur á meðan hann
var í námi í Reykjavík og þá vor-
um við Ágúst einu systkinabörn-
in og fengum óskerta athygli.
Magnús kenndi mér svo
margt, eins og að skrifa, fara á
skíði, að spila „kinasjakk“ og ég
fór stundum með honum á
Bræðraborgarstíg þar sem hann
sá um sunnudagaskóla fyrir
börn, svo eitthvað sé nefnt. Og
hann gaf mér fyrstu grammó-
fónsplöturnar mínar. Þá voru
plöturnar 33 snúninga og síðar
fékk ég eina 45 snúninga. Þegar
hann passaði okkur systkinin og
þá bauð hann alltaf upp á góðgæti
í skál.
Það var blanda af rúsínum,
hnetum, möndlum og súkkulaði
og var mjög vinsælt. Minningarn-
ar eru margar og mjög hlýjar.
Blessuð sé minning Magnúsar
frænda og kærar og innilegar
samúðarkveðjur til fjölskyldunn-
ar frá mér og öllu mínu fólki í Sví-
þjóð.
Margrét Haraldsdóttir
(Magga).
Magnús Ágústsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og
langafi,
ÁRNI JÓN ÁRNASON
húsgagnasmíðameistari,
Sléttuvegi 31,
lést miðvikudaginn 13. apríl á
hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 29. apríl
klukkan 14.
Edda Þorsteinsdóttir
Árni Jón Árnason Ingibjörg Guðmundsdóttir
Þorsteinn Árnason
Erna S. Árnadóttir Guðni Gunnarsson
barnabörn og langafabörn
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
EGGERT THORBERG KJARTANSSON
múrari frá Fremri-Langey,
lést á taugalækningadeild Landspítalans í
Fossvogi sunnudaginn 17. apríl.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
29. apríl klukkan 11.
Hólmfríður Gísladóttir
Kjartan Eggertsson Svanhvít Sigurðardóttir
Eggert Eggertsson Þyrí Valdimarsdóttir
Gísli Karel Eggertsson Anna Sigríður Þráinsdóttir
Snorri Pétur Eggertsson Svava María Þórðardóttir
Lilja Eggertsdóttir Guðlaugur Ingi Harðarson
barnabörn og langafabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN INGI EGGERTSSON,
lést á Hrafnistu Laugarási 22. apríl.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju
2. maí klukkan 13.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin.
Bára Snæfeld og fjölskylda
Theódóra Björk Guðjónsdóttir, Þórarinn B. Þórarinsson
Guðjón Þórarinsson
Okkar elskaði
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON,
rithöfundur og ritstjóri,
er látinn.
Hann verður kvaddur frá Kópavogskirkju
föstudaginn 29. apríl klukkan 10.
Aðeins nánustu ættingjar og vinir verða viðstaddir kveðjuna en
henni verður streymt á streyma.is.
Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat.
Anna Kristín Brynjúlfsdóttir
Jón Hersir Elíasson Sigrún Arndís Hafsteinsdóttir
Kristín Erla Jónsdóttir
Hafdís Rún Jónsdóttir
Úlfar Harri Elíasson Suzette Cuizon
Yzabelle Kristín Úlfarsdóttir
Gabríel Elías Snæland Úlfarsson
Arnoddur Hrafn Elíasson
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og
langamma okkar,
ÁSDÍS GUÐBJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR,
Linnetsstíg 2, Hafnarfirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
sunnudaginn 24. apríl.
Útför Ásdísar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
25. maí klukkan 13.
Sólveig Kristjánsdóttir Finnur Óskarsson
Sigríður Kristjánsdóttir Björn Kristján Svavarsson
Kristján Rúnar Kristjánsson Katrín Sveinsdóttir
Stella Ásdísar Kristjánsd.
Ragnar Frank Kristjánsson Ulla Rolfsigne Pedersen
Svavar Svavarsson
barnabörn og makar og langömmubörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HANNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Varmadal,
Kjalarnesi,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
í Varmadal mánudaginn 25. apríl.
Útför fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 3. maí
klukkan 15.
Jón Sverrir Jónsson
Jón Jónsson Hafdís Kristjánsdóttir
Elísabet Jónsdóttir Egill Sveinbjörn Egilsson
Björgvin Jónsson Magnea Rós Axelsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÍÐUR E. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Lóa,
lést laugardaginn 16. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir til starfsfólks Landspítalans,
deildar 13 EG, fyrir hlýja og góða umönnun.
Þeim sem vilja minnast Lóu er bent á Barnaspítalasjóð
Hringsins.
Sigþór Júlíus Sigþórsson
Sigþór R. Sigþórsson Kristín Ingunnar-Eiríksdóttir
Sjöfn Sigþórsdóttir
Jóna Sigþórsdóttir Eiríkur Mörk Valsson
Guðmundur Sigþórsson Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir
Hrafnhildur Sigþórsdóttir Helgi G. Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn