Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 VIKUR Á LISTA 7 1 3 1 4 2 2 4 2 1 HUNDRAÐÓHÖPPHEMINGWAYS Höf. Lilja Sigurðardóttir Les. Lilja Sigurðardóttir, Örn Árnason ásamt öðrum leikröddum BRÉFIÐ Höf. Kathryn Hughes Les. Sara Dögg Ásgeirsdóttir ÆVINTÝRI FREYJU OG FRIKKA - DROTTNINGINAFGALAPAGOS Höf. Felix Bergsson Les. Felix Bergsson, Þuríður BlærJóhannsd. MILLI STEINS OG SLEGGJU Höf. Maria Adolfsson Les. Birgitta Birgisdóttir NÁTTBÁL Höf. Johan Theorin Les. Jóhann Sigurðarson LÍKÞVOTTAKONAN Höf. Sara Omar Les. Sólveig Guðmundsdóttir AÐ LÁTA LÍFIÐ RÆTAST Höf. Hlín Agnarsdóttir Les. Þórunn Lárusdóttir HVARFIÐ Höf. Johan Theorin Les. Jóhann Sigurðarson DAGBÓKKIDDAKLAUFA - SVAKALEGUR SUMARHITI Höf. Jeff Kinney Les. Oddur Júlíusson HELKULDI Höf. Viveca Stein Les. Hanna María Karlsdóttir 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. - - - › › › › TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 16 Í Reykjavík hafa bið- listar af öllu tagi ekki gert annað en að lengj- ast í tíð núverandi meirihluta. Einu gildir hvert litið er. Nú bíða um 1.900 börn eftir þjónustu m.a. sálfræð- inga og talmeinafræð- inga hjá Skólaþjón- ustu. Það kallast ófremdarástand. Biðlistar eftir þjónustu verða til vegna skorts á skipulagi og for- gangsröðun, sem hefur verið eitt helsta einkenni meirihlutans í borg- arstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólks- ins hefur mótmælt þessum biðlistum harðlega, ekki síst þar sem þeir bitna hart á börnum, enda getur bið eftir nauðsynlegri þjónustu haft alvar- legar afleiðingar og jafnvel kostað líf. Sem dæmi um skilningsleysi borgaryfirvalda hafa aðeins 140 milljónir króna verið settar í að fjölga fagfólki hjá Skólaþjónustu á meðan milljörðum af skattfé borg- arbúa er mokað í verkefni sem fá falleinkunn og skila borgarbúum engum ávinningi. Fyrir þremur árum var tekin sú ákvörðun að ráðast í stafræna um- breytingu hjá Reykjavíkurborg. Ekki veitti af þar sem upplýsinga- og þjónustukerfi borgarinnar voru sum hver í lamasessi. Stafrænar lausnir eru framtíðin, um það er ekki deilt. Ákveðið var í þessu skyni að veita þjónustu- og nýsköpunarsviði borg- arinnar 10 milljarða króna fjárheim- ild til þriggja ára. Milljarðarnir eru nú reyndar orðnir 13 og enn sér ekki fyrir endann á mörgu því sem lofað hefur verið í kynningum sviðsins undanfarin ár. Flokkur fólksins hef- ur í rúmt ár mótmælt harðlega hvernig sviðið hefur farið af lausung með það fjármagn sem því hefur ver- ið úthlutað. Vinnubrögðin eru alger- lega óásættanleg miðað við nútíma- kröfur um skilvirkni og árangursstjórnun. Það nær engri átt að bruðlað sé með stóran hluta af þessu fjármagni í alls kyns leikaraskap. Í stað þess að setja þær stafrænu lausnir sem liðka fyrir t.d. umsóknarferlum strax í for- gang og hefja samvinnu við Stafrænt Ísland frá upphafi, hefur stór hluti þessa fjármagns farið í að belgja út sviðið sjálft, borgarbúum að engu gagni. Á þjónustu- og nýsköpunarsviði hefur hver skrifstofan á fætur ann- arri verið sett á laggirnar og fjöldi fólks úr einkageiranum verið ráðinn þar til starfa, m.a. millistjórnendur. Búið er að eyða miklum fjármunum í að halda úti tilraunateymum og rannsóknum sem miða að því að upp- götva stafrænar lausnir sem lang- flestar eru þegar til og komnar í notkun annars staðar. Með öðrum orðum er verið að hamast við að finna upp hjólið. Dæmi um þetta eru rafrænar undirskriftir sem nú þegar hafa verið innleiddar í smáum sem stórum fyrirtækjum og stofnunum. Það hefur tekið þrjú ár að innleiða nýtt skjalastjórnunarkerfi Reykja- víkurborgar sem enn er ekki komið í fulla notkun. Sama má segja um ýmsa rafræna þjónustu eins og að einfalda umsóknarferli um leik- skólapláss. Enn beðið eftir nauðsynlegum rafrænum lausnum Enn hefur ekki tekist að uppfæra vef Reykjavíkurborgar þannig að hann virki sem skyldi. Nýr vefur hef- ur takmarkaða virkni og fólki er vís- að ítrekað á þann gamla þegar á reynir að finna gagnlegar upplýs- ingar. Dæmi um kolranga forgangs- röðun er að ómældum tíma og fjár- munum hefur verið eytt í uppgötvun, þróun og uppfærslur á lausnum eins og sorphirðu- og viðburðadagatölum sem hvort tveggja var áður fyrir hendi í einfaldari mynd. Bruðlað með fjármagnið á meðan börnin bíða Það er sárt að horfa upp á vinnu- brögð af þessu tagi fyrir flokk eins og Flokk fólksins sem hefur barist fyrir því að börn fái þá þjónustu sem þau þarfnast, að fátækt og efnalítið fólk fái þak yfir höfuðið og mat á diskinn sinn. Flokkur fólksins er ekki einn um þá gagnrýni á hvernig farið hefur verið með þessa 13 milljarða króna sem eiga eftir að verða mun fleiri þegar fram líða stundir. Samtök iðn- aðarins hafa einnig gagnrýnt þetta opinberlega ásamt fleirum sem þekkingu hafa á þessum málum. Stafræn þróun hjá Reykjavíkurborg snerist nefnilega upp í stafræna só- un. Nálgun Stafræna Íslands er ein- mitt dæmi um viðurkennd vinnu- brögð og hefur Stafrænt Ísland verið í fararbroddi varðandi innleiðingu stafrænna þjónustulausna fyrir al- menning í landinu í samstarfi með reyndum hugbúnaðarfyrirtækjum á markaði. Mun hagkvæmara og vit- urlegra hefði verið að fara að dæmi annarra sveitarfélaga og ganga strax til liðs við Stafræna Ísland í stað þess að eyða ómældu fjármagni í að finna upp hjólið. Ábyrgðin er að öllu leyti borg- arstjóra sem er framkvæmdastjór- inn en einnig samstarfsflokka hans í meirihlutanum. Flokkur fólksins hefur vakið athygli Innri endurskoð- unar Reykjavíkurborgar á þessu al- varlega máli og hefur hún í fram- haldi ákveðið að gera úttekt á starfsemi þjónustu- og nýsköp- unarsviðs á næsta ári. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Eftir Einar Sveinbjörn Guðmundsson og Kolbrúnu Baldursdóttur » Búið er að eyða háum fjármunum í að halda úti tilrauna- teymum sem miða að því að uppgötva staf- rænar lausnir sem lang- flestar eru í notkun annars staðar. Einar Sveinbjörn Guðmundsson Einar Sveinbjörn er kerfisfræðingur og skipar 3. sæti á framboðslista Flokks fólksins í komandi borg- arstjórnarkosningum. Kolbrún er oddviti Flokks fólksins og skipar 1. sæti í sama flokki. Kolbrún Baldursdóttir Stafrænt bruðl í borg biðlistanna endurmetið og hækk- un á andvirði þess skráð sem hagnaður í bækur borgarinnar. Þetta er reiknaður hagnaður en ekki raunverulegur. Án tuttugu milljarða króna froðuhagnaðar væri tap á samstæðu borgarinnar. Stanslaus skulda- söfnun Sam- fylkingarinnar Mörg íslensk sveitarfélög notuðu hina miklu tekjuaukningu í góð- ærinu 2014-2020 til að greiða niður skuldir og styrkja rekstur sinn. Þau vissu að ekkert góðæri varir að eilífu. Undir forystu Samfylk- ingarinnar voru skuldir Reykjavík- urborgar stórauknar í þessu góð- Nýbirtur ársreikn- ingur Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir stórauknar tekjur og hámarks- skattheimtu halda skuldir borgarinnar áfram að hækka. Þær jukust um 24 þúsund milljónir króna á síðasta ári og nema nú um 407 þúsund milljónum. Til að fegra ársreikninginn kýs Dagur B. Eggertsson borgarstjóri að grípa til örvæntingarfullra bók- haldsbragða. Félagslegt húsnæði er æri og enn frekar þegar gaf á bátinn vegna efnahagssamdráttar af völdum Covid. Þrátt fyrir örvæntingarfullar bókhaldsbrellur verður sú stað- reynd ekki falin að rekstur Reykjavíkurborgar er ekki sjálf- bær og að hún stendur frammi fyr- ir miklum fjárhagsvanda. Viðbrögð borgarfulltrúa meirihlutans við hin- um mikla fjárhagsvanda eru hins vegar sjálfstætt áhyggjuefni því þeir vilja alls ekki horfast í augu við vandann, hvað þá taka á hon- um. Þannig gefur borgarstjórinn út hverja yfirlýsinguna á fætur ann- arri um að allt sé í himnalagi og boðar ný útgjöld upp á tugmillj- arða króna. Borgarstjóri virðist hafa þá sýn á fjármálin að aukin skuldsetning sé af hinu góða og ekki þurfi að hafa áhyggjur af þeirri þróun sem sést á meðfylgj- andi línuriti. Enginn skuldsetur sig út úr fjár- hagsvanda og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða heimili, fyrir- tæki eða sveitarfélag. Stóraukin skuldsetning er þó engu að síður fjármálastefna vinstri meirihlutans í Reykjavík í hnotskurn. Ef haldið verður áfram á þeirri óheillabraut að hækka skuldir Reykjavík- urborgar um tugi milljarða á ári mun borgin stefna í greiðsluþrot innan nokkurra ára. Borgarstjórnarkosningarnar 14. maí munu ekki síst snúast um fjár- málastefnu borgarinnar til næstu fjögurra ára. Ljóst er að núverandi borgarstjóri mun láta einskis ófreistað til að halda áfram vinstra meirihlutasamstarfi í borgarstjórn. Takist það er ljóst að haldið verður áfram á þeirri óheillabraut að hækka skuldir Reykjavíkurborgar um tugi milljarða króna á ári. Til að stöðva slíkt feigðarflan er mikilvægt að Reykvíkingar styðji Sjálfstæðisflokkinn í komandi borg- arstjórnarkosningum og merki X við D. Frambjóðendur flokksins gera sér glögga grein fyrir þeirri fjármálaóstjórn sem nú viðgengst í Ráðhúsi Reykjavíkur og hafa skýr- ar hugmyndir um hvernig eigi að stöðva skuldasöfnun borgarinnar og gera rekstur hennar sjálfbæran á ný. Eftir Kjartan Magnússon » Ósjálfbær rekstur og stóraukin skuldsetn- ing er fjármálastefna vinstri meirihlutans í Reykjavík í hnotskurn. XD vill snúa af þeirri óheillabraut. Kjartan Magnússon Höfundur er í framboði til borgar- stjórnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Feigðarflan í fjármálum Reykjavíkurborgar Þarftu að láta gera við? FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.