Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.04.2022, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 N ánast allir þekkja ein- hvern sem hefur fyr- irfarið sér, vinnufélaga, bekkjarsystkini, vin eða ættingja, en talið er að í kringum hvern einstakling sé allt að 100 manns sem þarf að hlúa að. Það má því segja að við sem þjóð berum með okkur stórt sameigin- legt hjartasár. Allt að 50 manns svipta sig lífi á hverju ári hér á landi og talið er að um 500 til 600 sjálfsvígstilraunir séu gerðar ár- lega. Þetta eru sláandi tölur sem erfitt er að meðtaka. Af hverju er ekki meira rætt um sjálfsvíg? Markmið heimildarmyndarinnar Út úr myrkrinu, eftir Titti John- son og Helga Felixson, er að opna umræðu um hið átakanlega efni sjálfsvíg. Titti og Helgi eiga lang- an feril að baki í kvikmyndagerð og eru í ráðandi hlutverkum við gerð myndarinnar. Leikstjórn, handrit og klipping var í höndum þeirra beggja en þau eru jafn- framt framleiðendur fyrir hönd Iris Film. Út úr myrkrinu hefst með slá- andi skilaboðum: „Frá því að gerð þessarar myndar hófst árið 2016 hafa í það minnsta 211 einstak- lingar fallið fyrir eigin hendi á Ís- landi.“ Við taka fallegar myndir af náttúrunni og tónlist eftir óskars- verðlaunahafann Hildi Guðnadótt- ur en Jacob Felixson sá um hljóð- vinnsluna. Upphaflega var önnur tónlist í myndinni sem þau voru ekki nógu sátt við. Hildur kom því inn í verkefnið á lokametrunum og sem betur fer. Tónlistin er mjög í takt við það erfiða málefni sem verið er að takast á við; hún er áberandi en ekki þrúgandi og passar vel með náttúrulífsmynd- unum. Út úr myrkrinu gefur þeim sem eftir sitja rödd. Myndin er saman- safn viðtala við fimm viðmæl- endur, flestir þeirra eru ættingjar eða vinir sem sitja eftir. Áhorf- endur eru ekki mataðir með tölfræðilegum upplýsingum um sjálfsvíg heldur er um að ræða mjög persónulega heimildarmynd. Eflaust hefði verið áhugavert að sjá hvað samtök líkt og PIETA, Sorgarsamtökin, Rauði krossinn og fleiri hafa lagt á vogarskál- arnar eða heyra frá fagfólki af hverju fólk fremur sjálfsvíg og hvernig hugsanlega megi koma í veg fyrir það. Þetta er hins vegar ekki slík heimildarmynd og af ástæðu. Í gegnum viðtöl við ætt- ingja og vini, sem hafa misst ást- vin á þessa vegu, verður til mjög einlægt samtal. Mörg þeirra sem rætt er við miðla áfram einhverju sem þau hafa lært hjá sálfræð- ingum og fagaðilum og gera það á mjög mannlegan máta. Við finnum til með þeim sem eftir sitja og fögnum þeim sem lifðu af og virk- ar það þar af leiðandi sem ákveðin forvörn. Inn á milli þess sem áhorfendur fá að heyra sögur aðstandenda eru skot af náttúru Íslands, sem í fyrstu virðist ekki eiga að vera í neinu samhengi við efni mynd- arinnar. Þegar betur er að gáð felst hins vegar merking í þessum atriðum en túlka má þessa áherslu á íslensku náttúruna sem eins konar ábendingu um að sjálfsvíg sé samfélagslegt vanda- mál á Íslandi. Náttúrulífsmynd- irnar verða síðan nauðsynlegar þegar líður á myndina sem eins konar pása fyrir áhorfendur til þess að jafna sig áður en næsti tekur til máls enda mjög átak- anleg heimildarmynd sem erfitt er að tárast ekki yfir. Hún er hins vegar ekki einungis sorgleg held- ur einnig mjög falleg og hjálpa þar náttúrulífsmyndirnar og tón- listin til. Við verðum að tala um þetta Minningarathöfn Ættingjar minnast látinna ástvina í heimildarmyndinni Út úr myrkrinu sem er „ekki einungis sorgleg heldur einnig mjög falleg“. Bíó Paradís Út úr myrkrinu bbbbn Leikstjórn: Titti Johnson og Helgi Fel- ixson. Handrit: Titti Johnson og Helgi Felixson. Ísland, 2022. 70 mín. JÓNA GRÉTA HILMARSDÓTTIR KVIKMYNDIR „Landslags- ljósmyndir sem færa okkur feg- urð og þekk- ingu“ er yfir- skrift hádegis- erindis sem Gunnar Her- sveinn heimspek- ingur heldur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, á 6. hæð Grófarhúss, í hádeginu í dag, fimmtudag, kl. 12.10. Í tilkynningu segir að siðfræði náttúrunnar hafi verið eitt af meginþemum íslenskrar heimspeki síðustu áratuga, þar hefur sterk- lega komið fram að öðlast megi þekkingu sem ekki fæst með hefð- bundnum lærdómi. Ljósmynd geti opnað dyr huga og ímyndunarafls og veitt okkur innsýn í heim sem er víður og djúpur. Gunnar Hersveinn mun í erindi sínu varpa ljósi á hlut landslags- ljósmyndarinnar í því að kalla fram fegurðarreynslu með áhorfendum. Hann mun alfarið styðjast við landslagsljósmyndir sem eru á yfir- standandi sýningu safnsins Myndir ársins 2021 og leitast við að bæta við upplifun gesta á þeim. Þekkingin í lands- lagsljósmyndum Gunnar Hersveinn Þröstur Helga- son, höfundur bókarinnar Birg- ir Andrésson – í íslenskum litum, gengur í kvöld kl. 20 með gest- um um yfirlits- sýninguna á verkum Birgis, Eins langt og augað eygir, sem er á Kjarvals- stöðum. Þröstur segir frá tilurð bókarinnar og kynnum sínum af Birgi. Eins langt og augað eygir er fjöl- breytt og umfangsmikil yfirlitssýn- ing á verkum myndlistarmannsins Birgis Andréssonar (1955-2007) sem tekur yfir nær alla Kjarvals- staði. Aðgangur er ókeypis frá kl. 17 til 22 í dag. Þröstur segir frá bókinni um Birgi Þröstur Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.