Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 10

Morgunblaðið - 28.04.2022, Page 10
10 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2022 Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúm- fatnaði og öðru líni fyrir hótel Við kynnumst stórkostlegri náttúru, fjölbreyttu dýralífi og hinum forna menningarheimi Maya indíana. Skoðum m.a. hinn heimsþekkta piramida Tulum , gamlar menninga- borgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Síðustu 3 næturnar gistum við á lúxus hóteli við ströndina, þar sem allt er innifalið. Síðumúli 29 - 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Verð á mann í 2ja manna herbergi 489.500 kr. Innifalið • Flug með sköttum og tösku • Gisting 1 nótt í New York á útleið • Allur fararmáti milli staða skv. dagskrá • Hótel með morgunmat í Mexico, Guatemala og Belize • Síðustu 3 nætur í Mexico allt inni- falið á lúxus hóteli við ströndina • Aðgangur þar sem við á • Íslenskur og innlendur farastjóri Ævintýri á slóðir Maya indíánaMexico Guatemala Belize 2.-16. október Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líklegt er að um 70 íslenskir slökkvi- liðsmenn á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna verði staddir í Hannover í Þýskalandi á miðju sumri. Tilefni ferðar þeirra er ein stærsta björg- unartækjasýning í heimi, sem kallast Rauði haninn, og verður haldin 20.- 25. júní. Til viðbótar má reikna með nokkrum fjölda slökkviliðsmanna á eigin vegum, starfsmönnum opin- berra fyrirtækja og þeim sem tengj- ast framleiðendum. Alls gæti fjöldi Íslendinga orðið í kringum 100. Lárus Steindór Björnsson, Slökkviliði höfborgarsvæðisins, skipuleggur ferðina fyrir LSS og segir að sýningin sé fjölþætt og hald- in í nokkrum sýningarhöllum auk útisvæða. Þar sé meðal annars hægt að kynnast öllu því helsta sem við- komi brunavörnum, slökkvistörfum og sjúkraflutningum. Sýning sem þessi hefur verið haldin á fimm ára fresti og átti að halda hana 2020, en var þá frestað vegna heimsfaraldurs- ins. „Þarna er allur skalinn í tækjum og tólum. Allt frá reykskynjurum upp í bíla sem geta farið með körfu upp í 90 metra hæð,“ segir Lárus. Hann bætir því við að mikilvægt sé fyrir slökkviliðsmenn að geta fylgst með öllu því nýjasta og fengið tæki- færi til að spjalla við sérfræðinga og sölumenn. Ekki áhrif á útköll Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins fara um 15 manns og einnig fer stór hópur frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Suður- nesjum, en mörg önnur slökkvilið eiga fulltrúa í hópnum. Spurður hvort nægur mannskapur verði eftir til að sinna útköllum segir Lárus að það eigi ekki að verða vandamál. Nægur mannskapur verði til að sinna verkefnum. Slökkviliðsmenn á Rauða hanann - Sýning á björgunarbúnaði í Þýska- landi - Allur skalinn í tækjum og tólum Ljósmynd/INTERSCHUTZ Hannover Slökkvibílar af ýmsum og stærðum og gerðum og margvíslegur annar búnaður er meðal þess sem sýnt verður á björgunartækjasýningunni. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Tillaga frá Arkþingi hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um skipulag á Torfunefi í miðbæ Ak- ureyrar. Í öðru sæti var tillaga frá sænskri arkitektastofu, Manda- works, og tillaga frá Arkidea Arki- tektum varð í þriðja sæti. Alls bárust sjö tillögur sem uppfylltu skilyrði samkeppnislýsingar. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri og formaður dómnefndar, tilkynnti um úrslit í samkeppninni við athöfn hjá Hafnasamlagi Norður- lands í gær. Ásthildur segir skipulagsyfirvöld bæja og borga um allan heim sífellt gera sér betur grein fyrir því gríð- arlega aðdráttarafli sem vel skipu- lögð hafnarsvæði með blandaðri starfsemi hafi fyrir íbúa og ferðafólk. Því hafi mikil áhersla verið lögð á faglega uppbyggingu á þessum verð- mætu svæðum sem liggja að hafi, sjó eða stærri fljótum. Svæðið í kringum hina gömlu Torfunefsbryggju á Ak- ureyri hafi alla burði til að verða blómleg miðstöð mannlífs með beina tengingu við miðbæinn og Menning- arhúsið Hof. Meginatriði vinningstillögu Ark- þings felst í fjölbreyttum útirýmum sem mótuð eru með sjö byggingum, ólíkum að stærð og formi. Þær mynda húsaröð og aðdraganda að Hofi, en gönguleiðin þangað er end- urbætt á áhugaverðan hátt. Þessi nýja byggð myndar fjölbreytta bæj- armynd séð frá Pollinum auk þess sem götumynd Glerárgötu er mótuð m.a. með útrýmum mót vestri. Þjón- ustuhúsi hafnarinnar er komið fyrir undir settröppum sem snúa að vel mótuðu viðburðatorgi og er gert ráð fyrir tengingu við innirými syðstu húsanna. Í tillögunni er sérstaklega unnið með tengsl við miðbæinn, annars vegar með porti við gatnamót Kaup- vangsstrætis sem leggur áherslu á leiðina niður að bryggju og hins veg- ar með ákveðinni rýmismyndun og áfangastað við nyrði tenginguna í framhaldi af nýju göturými vestan Glerárgötu. Sigríður María Róbertsdóttir, markaðsstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands, segir að stefnt sé að því að fara yfir tillöguna með Arkþingi á næstu vikum og setja upp skýrari lín- ur sem síðan verður unnið út frá. Akureyri Svona gæti svæðið við Torfunesbryggju litið út þegar búið verður að reisa byggingar á landfyllingunni. Arkþing með fyrstu verð- laun um Torfunefssvæðið - Hugmyndasamkeppni um skipulag við Torfunefsbryggju Morgunblaðið/Margrét Þóra Höfundar Helgi Mar Hallgrímsson, Hjalti Brynjarsson, Barbara Soplinska og Kristín Guðmundsdóttir, arkitektar hjá Arkþingi, báru sigur úr býtum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.