Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Verðbólga er komin á kreik hér á landi og er einnig farin að láta á sér kræla í löndunum í kringum okkur, sums staðar svo um munar. Á Spáni jaðrar verðbólgan við 10% og Pólverjar eru þar skammt frá. Verðbólga mældist í mars 8,5% í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu 7,4%. Ísland var þar rétt fyrir neðan með 6,7%, en ekki má miklu muna. Reyndar mældist verðbólga hér á landi 7,2% í apríl. Í Viðskiptamogganum í gær var sagt frá nýrri greiningu Jakobsson Capital, sem er í eigu Snorra Jakobssonar hag- fræðings, á horfum í efnahags- málum og kom fram að þær væru dökkar þegar kæmi að þróun verðbólgu næstu mánuði. „Verðbólgan hefur ekki verið hærri í 12 ár,“ segir þar. „Allar líkur eru á að verðbólgan muni hækka enn frekar á næstu mán- uðum.“ Í greiningunni er farið ofan í það hvaða áhrif innrás Rússa í Úkraínu hefur haft og gæti haft á næstunni. Hrávöruverð hafi hækkað. Það eigi ekki bara við um olíu- og kornverð, sem hækkað hafi mikið, heldur einn- ig verð á sólblómaolíu, en 60% af heimsframleiðslunni eru í Rússlandi og Úkraínu. Verð á henni hafi hækkað um 136% á undanförnum tveimur árum. Vegna birgða hjá bæði birgj- um og smásölum og annarra þátta hafa áhrifin ekki komið fram hér, en búast má við að þau skili sér. Verðhækkanir á matvöru koma sér ef til vill ekki sér- staklega illa fyrir Íslendinga, eins og bent er á í greiningunni, þar sem vægi matvöru er mjög lágt í neyslu heimilanna. En þær eru þegar farnar að hafa geigvænlegar afleiðingar þar sem fátækt er mikil og verður að leggja allt kapp á að koma í veg fyrir hungursneyð. Í grein- ingu Jakobson Capital er talað um hamfarahækkanir á land- búnaðarafurðum. Matur hafi hækkað um 5,2% undanfarið ár og gæti átt eftir að hækka um nokkra tugi prósenta. Þá hefur verð á olíu og gasi hækkað og sömuleiðis áburði. Rússar eru ekki síður stórtækir í áburðarframeiðslu en fram- leiðslu á olíu og gasi og hefur verð á áburði tvöfaldast síðan í haust. Áhrifin af stríðinu koma einnig fram með öðrum hætti og er í greiningunni nefnt að mikið af timbri komi hingað frá Rússlandi og frá Hvíta- Rússlandi nær allt steypu- styrktarjárn, sem hér er notað. Því ætti ekki að koma á óvart að byggingarvísitala hafi hækkað um 5,5% í liðnum mánuði. Undanfarin ár hefur kaup- máttur aukist mik- ið hér á landi. Í kjarasamningum undanfarinna ára hefur samist um talsverðar launa- hækkanir, sem að miklu leyti hafa skilað sér í auknum kaupmætti. Þetta hefur tekist með því að fyrirtæki hafa hagrætt í rekstri til þess að velta ekki launa- hækkunum út í verðlagið. Að auki hafa ytri aðstæður hjálpað til. En innri þrýstingur hefur einnig skapast vegna ófremdar- ástands á húsnæðismarkaði. Húsnæði hefur hækkað jafnt og þétt í verði með tilheyrandi þrýstingi á vísitölu. Ein megin- ástæðan fyrir þessu ástandi er hvernig húsnæðismál hafa ver- ið látin reka á reiðanum í höfuð- borginni. Þar annar framboðið engan veginn eftirspurninni og þetta dáðleysi er beinlínis farið að hafa áhrif á þjóðarhag. Tekist hefur að halda verð- bólgu í skefjum þrátt fyrir ástandið á húsnæðismarkaði, en nú þegar ytri aðstæður hafa snúist við gætu þær reynst æði dýrkeyptar. Hinar dökku verðbólguhorf- ur gefa einnig tilefni til þess að fara með gát þegar kemur að næstu kjarasamningum. Þótt í síðustu tveimur samningum hafi tekist að ná fram miklum kjarabótum og þær hafi haldið að mestu, er ekki þar með sagt að komið sé fram nýtt lögmál um að það sé ávallt hægt að hækka laun rækilega án þess að hækkunin hverfi í verðbólgu. Staðan nú er einmitt sér- staklega viðkvæm á öllum víg- stöðvum. Þetta kemur fram í Viðskiptamogganum í gær þar sem rætt er við Finn Oddsson, forstjóra Haga, og Gunnar Egil Sigurðsson, forstjóra Sam- kaupa. Báðir tala þeir um að samstillts átaks sé þörf og segir Gunnar Egill að birgjar og framleiðendur verði að leggja sig meira fram en þeir hafi gert hingað til. Kastljósið megi ekki bara beinast að smásölunum, enda hafi álagning í smásölu ekki hækkað og jafnvel fremur lækkað. Þetta er ágæt ábending og má beina víðar. Það er góðs viti að verðbólga hér á landi sé enn undir meðaltali evrusvæðisins (og sýnir kannski enn akkinn af því að standa utan þess, þótt það sé önnur saga). Það er fyrir öllu að svo verði áfram og því þurfa allir að leggjast á árar til að freista þess að halda aftur af verðbólgunni eins og framast er unnt. Ógerningur er að hafa áhrif á þann þrýsting, sem kemur utan að, en það er mikið í húfi að sjá til þess að þrýsting- urinn inni í íslenska hagkerfinu verði ekki til þess að bæta gráu ofan á svart. Við höfum ekki áhrif á þrýsting utan að, en getum dregið úr innri þrýstingi} Verðbólga á uppleið BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is M argoft hefur verið rætt um sameiningu Land- græðslunnar og Skóg- ræktarinnar, að minnsta kosti í sjötíu ár. Flestir ráðherrar sem farið hafa með landbúnaðarmál á þessum tíma og síðan umhverfismál hafa fengið tillögur og skýrslur inn á sitt borð eða haft sjálfir frumkvæði að slíkri vinnu og skipað nefndir. En ekkert hefur orðið úr. Nú hefur Svan- dís Svavarsdóttir matvælaráðherra látið hefja forathugun á þessum tveimur stofnunum sem hún segir lykilstofnanir í loftslagsmálum. Stofnanirnar vinna báðar að vist- vernd og nýtingu lands og vinna að mörgu leyti hliðstæð verkefni sem snúa að losun og bindingu gróður- húsalofttegunda, segir í tilkynningu matvælaráðuneytisins. Ákvörðun matvælaráðherra er sögð tekin með tilliti til þessa og breytinga sem orðið hafi, augljósrar skörunar verkefna og mikillar samlegðar. Ein stofnun í upphafi Í upphafi lagasetningar um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands, árið 1907, var litið svo á að landgræðsla og skógrækt væri einn málaflokkur. Hálfum öðrum áratug síðar var skorið á þessi tengsl og síð- an hafa Skógræktin og Sandgræðsla ríkisins sem síðar fékk heitið Land- græðslan, verið sjálfstæðar stofnanir ríkisins. Fyrstu hugmyndir um samein- ingu þessara stofnana á ný munu hafa komið fram um 1950 að frumkvæði forstöðumanna þeirra. Síðan hefur málið komið reglulega upp. Nefna má að í skýrslu um stjórn- sýsluendurskoðun hjá Landgræðsl- unni á árinu 1992 er sameining orðuð. Bent á hversu starfsemin er lík. Nokkurt fé myndi sparast. Mikilvæg- ara væri þó að fjármunir myndu nýt- ast betur. Umræða um sameiningu var mikil á fyrstu tíu árum þessarar aldar og var talsvert unnið að málinu í land- búnaðarráðuneytinu á meðan það fór með málefni skógrækar og land- græðslu. Orsakaði það í upphafi kvíða og óróa meðal starfsmanna. Starfs- hópur ráðuneytisins skilaði áliti um fýsileika sameiningar á árinu 2006. Eftir að stofnanirnar voru komnar undir umhverfisráðuneytið voru gerð- ar úttektir og hugmyndir um samein- ingu komu fram. Sveinn Runólfsson, þáverandi landgræðslustjóri, lagði beinlínis til á árinu 2009 og aftur 2014 að gerðar yrðu breytingar á stofnanaumhverf- inu. Lík starfsemi væri skipt á milli margra stofnana og ráðuneyta. Lagði hann til að stofnuð yrði auðlinda- stofnun þar sem Skógræktin og Landgræðslan yrðu stofninn ásamt tengdum verkefnum en einnig nátt- úruvernd Umhverfisstofnunar, þar á meðal rekstur þjóðgarða, og málefni Veiðimálastofnunar. Fyrirmynd hans voru slíkar stofnanir í Bandaríkj- unum og Ástralíu. Mætti hugmyndin um að taka hluta af starfsemi Um- hverfisstofnunar andstöðu þar. Andstaða í pólitíkinni Sveinn Runólfsson fullyrðir að pólitísk andstaða þingmanna Austur- lands og síðar Norðausturkjördæmis hafi ráðið mestu um að Land- græðslan og Skógræktin hafi ekki verið sameinaðar fyrir löngu. Þeir haft lagst heiftarlega gegn því. Þing- menn hafi óttast, ekki að ástæðu- lausu, að góð aðstaða í Gunnarsholti myndi leiða til þess að starfsemi höf- uðstöðva myndi sogast þangað frá Egilsstöðum. Verið er að setja á fót starfshóp ráðuneytis og forstjóranna til for- athugunar. Undirbúningur samein- ingar, verði hún ákveðin, mun þó taka langan tíma. Margoft verið reynt að endursameina Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fífilbrekkur Enn er þörf á að verja landið skemmdum og græða sár. Hugsanlegt er að nú sé tæki- færi til sameiningar, sem ekki kemur í bráð, því það líður að starfslokum beggja forstjór- anna. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri verður 67 ára síðla sumars og hafði óskað eftir að láta af störfum þá. Hann hefur hins vegar frestað starfslokum til að geta tekið þátt í vinnu við skoðun á sam- einingu. Árni Bragason land- græðslustjóri verður sjötugur um mitt næsta ár. Landgræðsla og skógrækt eru ekki einn og sami hluturinn og áherslur mismunandi á milli stofnana. Stundum hafa gosið upp heiftarlegar og jafnvel per- sónulegar umræður á sam- félagsmiðlum á milli einstakra starfsmanna þar sem þetta kemur skýrt fram. Orsökin er faglegur ágreiningur, ekki síst um notkun lúpínu, stafafuru og grenitrjáa við skógrækt. Ljóst er að þennan ágreining verður að leysa í sameiningarferlinu. Faglegur ágreiningur FORSTJÓRAR HÆTTA Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ F ramkvæmdastjóri innanlands- flugvalla ISAVIA lýsti því þann- ig í fréttum Stöðvar 2 sl. þriðju- dag að sú aðferð sem Reykjavíkurborg væri að nota til að losna við Reykjavíkurflugvöll úr Vatns- mýrinni líktist því helst að „kremja lífið úr flugvellinum“. Þarna átti framkvæmdastjórinn við fyr- irhugaða byggð í Skerjafirði, sem í bókum borgarstjóra kallast „Nýi-Skerjafjörður“, en áður hafði uppbygging á svæði Vals við Hlíð- arenda haft neikvæð áhrif á flugskilyrði við völlinn. Þessi byggingaráform, sem borgarráð hefur þegar veitt heimild til að selja bygging- arréttinn að, kalla að mati Hollensku loft- og geimferðastofnunarinnar á „mildunar- aðgerðir“ vegna breyttra flugaðstæðna. Hvað þýða „mildunaraðgerðir“ í þessu samhengi? Jú, að flugvellinum verður lokað þegar veðurfarslegar að- stæður verða með tilteknum hætti, á dögum sem full þjón- usta er veitt við núverandi aðstæður. Þetta kom skýrt fram hjá framkvæmdastjóranum í viðtalinu á Stöð 2 og hefur ítrekað komið fram í athugasemdum flugörygg- isnefndar FÍA síðan skýrsla Hollendinganna kom út. Allt þetta þrátt fyrir skýr ákvæði í samkomulagi milli ríkis og borgar, þess efnis að rekstraröryggi Reykjavík- urflugvallar skyldi tryggt þar til nýr flugvöllur á nýjum stað yrði tilbúinn til notkunar. Þáttur borgarstjóra í mál- inu er með miklum ólíkindum. Vogabyggð=Nýi-Skerjafjörður? En þetta verklag borgarstjóra er þekkt. Fyr- ir nokkrum árum tók Reykjavíkurborg upp á því að selja byggingarrétt á landi sem áður hafði verið ætlað sem tenging Sundabrautar við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, landið þar sem í dag er hluti svokallaðrar Vogabyggðar. Sú aðgerð borgarstjóra gekk fullkomlega upp og þar með var hagkvæmasta lega Sundabraut- ar út af borðinu. Hvers vegna ætti borgarstjóri ekki að prófa aftur? Nú með því að skipuleggja byggð við flugvöllinn, sem er nógu há og umfangsmikil til að hafa áhrif á flugskilyrði og þar með rekstr- aröryggi vallarins. Þessi misnotkun meirihluta borgarstjórnar á skipulagsvaldinu vegur að þeirri sátt sem ríkt hefur um að það hvíli hjá sveitarfélögum. Það er bara einn flokkur sem vill tryggja veru Reykja- víkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Það er Miðflokkurinn. Til að tryggja kjör oddvita Miðflokksins í borgarstjórn þurfa þeir sem vilja verja völlinn að fylkja sér að baki honum, enda hafa kjörnir fulltrúar Miðflokksins sýnt á liðnum ár- um að það munar um Miðflokkinn. Miðflokkurinn mun standa með flugsamgöngum fyrir alla landsmenn og gera allt til að tryggja veru vallarins og flugöryggi í Vatnsmýrinni. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Að kremja lífið úr flugvelli Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.