Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 30 ÁRA Tinna fæddist í Reykjavík en ólst upp til tíu ára aldurs á Englandi í bænum Swanland sem er rétt hjá Hull. Hún átti síðan heima í Árbænum en býr nú í Norðlingaholti. Tinna er með B.Sc.-gráðu í ferðamálafræði frá HÍ en er í fæðingarorlofi. Áhugamál Tinnu eru hestar, prjónaskapur og almenn útivist. „Ég hef verið í hestunum frá því að ég var barn, fór á reiðnámskeið á Íslandi á sumrin og fékk mér svo hest þegar við fluttum heim.“ FJÖLSKYLDA Tinna er í sambúð með Ragnari Tómassyni, f. 1992, píp- ara hjá Lagnaafli. Börn þeirra eru Sölvi, f. 2019, og Kolbrún, f. 2022. For- eldrar Tinnu eru Níels Rafn Guðmundsson, f. 1962, matvælafræðingur og MBA og rekur covidtest.is, og Sigrún Arnardóttir, f. 1963, kvensjúkdóma- læknir. Þau eru búsett í Árbænum. Tinna Níelsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Notaðu daginn í að tryggja framtíð þína á hagnýtan og fjárhagslegan máta. Reyndu að setja þér raunsæ markmið. 20. apríl - 20. maí + Naut Láttu það eftir þér að staldra við og njóta ávaxta erfiðis þíns. Tækifærin bíða þín en hið sama gildir um möguleika til þess að eyða háum fjárhæðum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Hristu af þér alla hræðslu og helltu þér í það sem þig langar mest að gera. Stefndu ótrauður á markmið þín og láttu engan draga úr þér kjarkinn. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Nú getur þú hrint í framkvæmd draumaverkefni þínu. Gerðu hreint fyrir þínum dyrum og þá mun allt leysast af sjálfu sér. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Viðleitni þín til hagsýni og skipulagn- ingar skilar árangri. Góður vinur þarfnast aðstoðar þinnar og þú skalt hjálpa honum án þess að gera hans vandamál að þínum. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Öllum breytingum fylgir nokkurt rót. Ef eitthvað rennur þér úr greipum máttu vera viss um að annað og nýtt kemur í stað- inn. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þér sækist einkar létt að klára eitt verkefni og hefjast handa við annað. Spurðu þig hvað þú hefur lært og hvernig þú getur nýtt þér það. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þetta getur orðið mjög skemmtilegur dagur. Einhver mun treysta þér fyrir leyndarmáli og leita ráða hjá þér svo þú mátt vita að orð þín hafa mikið vægi. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Stundum hindrar það þig að einbeita þér um of að smáatriðunum. Reyndu að koma til móts við aðra þessa dagana. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú hefur vanrækt sjálfan þig bæði til líkama og sálar og þarft nú að taka þér tak og færa til betri vegar. Gerðu allt sem þú getur til að láta þér líða sem best. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Vandaðu mál þitt svo sem flestir megi skilja hvað fyrir þér vakir í umdeildum málum. Til að endurheimta kraftana skaltu njóta einveru og rólegheita í dag. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Láttu aðra ekki draga úr þér kjark- inn; athugasemdir þeirra eru mest öfund. Hikaðu ekki við að segja meiningu þína. vægar framfarir í læknavísindum þá er ég ennþá þeirrar skoðunar að samband og samskipti ljósmóður og tilvonandi móður sé það mikilvæg- asta sem geti stuðlað að áfallalausri fæðingu og mér þykir ótrúlega vænt um þessar dýrmætu stundir sem ég átti með svo mörgum konum og börnum þeirra.“ Eftir að Bóthildur hætti störfum á Selfossi flutti hún á Seyðisfjörð ásamt Emil manni sínum þar sem þau áttu hús. „Ég hef haft ýmislegt fyrir stafni eftir að rýmkaðist um þúsund. Það má segja að ástríðan og áhugamálin hafi kristallast í starfinu mínu með konum fyrir fæðingu, í fæðingunni og svo eftir hana með þeim og nýfæddum börnum þeirra. Og þrátt fyrir allar góðar og mikil- B óthildur Steinþórsdóttir fæddist 5. maí 1947 í heimahúsi í Kópavogi. „Ég sleit barnsskónum á Miðsandi í Hvalfirði í samfélagi olíustöðvar ESSO og hval- stöðvar. Þar var mikið um að vera í kringum þessar stöðvar, sérstaklega á sumrin þegar hvalveiðar voru í há- marki. Að auki var hringvegurinn í túnfætinum og mikið um gestakom- ur. Foreldrar mínir skildu snemma eftir að ég kom í heiminn og móðir mín einstæð þegar hún fékk vinnu í Hvalfirði og flutti. Magnús uppeld- isfaðir minn var stöðvarstjóri olíu- stöðvarinnar og fékk strax augastað á þessari ungu móður en hún leit ekki við honum strax vegna aldurs- munarins. Að lokum tóku þau saman eftir að hann hafði spáð fyrir henni að hún myndi hitta mann og lýst sjálfum sér. Þarna á staðnum var líka kampur og töluverð samskipti við hermennina og við fengum stundum amerískt sælgæti og tæki- færi til að fara í bíó þar. Mamma og Magnús keyptu svo hús á Brekkubrautinni á Akranesi og ég kláraði grunnskóla þar þó að við værum alltaf með annan fótinn í Hvalfirði og Magnús mestmegnis þar. Eftir það fór ég út í ævintýrin og var eitt og hálft ár í London, fyrst í vist hjá fjölskyldu og svo að vinna á hóteli. Eftir það langaði mig í ljós- móðurnám en komst ekki inn og fór í millitíðinni í eitt ár í vist hjá fjöl- skyldu í Svíþjóð.“ Við heimkomuna tók við nám í Ljósmæðraskólanum og útskrifaðist Bóthildur sem ljós- móðir árið 1970 og sem hjúkrunar- fræðingur úr Nýja hjúkrunarskól- anum árið 1977. „Ég vann aðeins í Drammen í Noregi sem ljósmóðir og var svo í Kaupmannahöfn þar sem við Skúli giftumst og eignuðumst frumburðinn.“ Bóthildur vann sem ljósmóðir all- an starfsferilinn, lengi vel á Land- spítala, í nokkur ár á Norðfirði og á Selfossi síðustu 20 árin áður en hún fór á eftirlaun. Bóthildur leysti einn- ig af víða á landinu og í Danmörku. „Ég er ekki með nákvæma tölu á fjölda þeirra barna sem ég hef tekið á móti en það er eitthvað á fjórða tímann, ég hef verið að prófa mig áfram í myndlist, sinnt garðvinnu og tók upp á því að stunda sundleikfimi, fyrst á Selfossi og svo á Seyðisfirði eftir að við fluttum þangað. Ég fer líka töluvert í göngutúra með Guggu mágkonu minni og í uppáhaldi er að taka rólega göngu umhverfis Lónið á Seyðisfirði. Að sjálfsögðu þurfum við að taka kaffispjall fyrir og eftir göngu. Annars hlakka ég til þess að ferðast til ólíkra landa með honum Emil mínum og njóta þess að vera á Seyðisfirði og auðvitað vera sam- vistum við börn og barnabörn á komandi árum.“ Fjölskylda Eiginmaður Bóthildar er Emil Theódór Guðmundsson, f. 11.2. 1955, byggingaverkamaður. Þau giftust 5.5. 2007 og búa á Seyðisfirði. For- eldrar Emils voru hjónin Guðný Ás- mundsdóttir, f. 16.6. 1922, d. 28.7. 1993 húsmóðir, og Guðmundur Emilsson, f. 8.2. 1920, d. 23.10. 1993, Bóthildur Steinþórsdóttir ljósmóðir – 75 ára Á Spáni Bóthildur ásamt afkomendum sínum í Calpe í tilefni af 70 ára afmæli hennar. Dýrmætar stundir með mæðrunum Nýútskrifuð Bóthildur ásamt móður sinni og ömmu. Hjónin Emil og Bóthildur. Til hamingju með daginn Reykjavík Kolbrún Ragnarsdóttir fæddist 22. mars 2022 kl. 22.20 á Landspítalanum. Hún vó 2.970 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Tinna Níelsdóttir og Ragnar Tómasson. Nýr borgari Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 Vefverslun selena.is Sumarið er tíminn! Frábært úrval af sundfötum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.