Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 21
að líta til þess að það er svakaleg
skuldbinding að takast á við verkefni,
þetta getur kostað nokkur ár af lífi
þínu, jafnvel bara fyrir stuttmynd.
Þetta snýst um að taka hlutina föst-
um tökum, byrja að fjármagna, gera
allar áætlanir um tímalínu, íhuga
hvernig við getum gert sem mest úr
efniviðnum, engin bíómynd er betri
en handritið að henni þótt auðvitað
megi ræða það á marga vegu,“ segir
Hlín.
Handritið sé það sem öllu máli
skipti í hennar heimi og þar ríði á að
gera því sem best skil. „Svo þarf að
fara í fjármögnun, styrki og annað,
og þegar það er komið er fyrst hægt
að hugsa um að fara að framleiða fyr-
ir alvöru. Svo þarf að koma öllu dæm-
inu í gang þar til myndin lítur dags-
ins ljós, þar á milli er til dæmis allt
tökutímabilið,“ segir Hlín með slík-
um áherslum að blaðamaður kóf-
svitnar yfir bolla af kólnandi Nes-
kaffi.
Stemmning á setti lykilatriði
Eru framleiðendur þá alltaf hang-
andi á staðnum, sitjandi inni í ein-
hverri rútu með kaffi og kex og bíð-
andi eftir tökum, forvitnast
blaðamaður um, minnugur þess er
hann lék smáhlutverk í hinum og
þessum kvikmyndum íslenskum sem
mest snerust um bið og meiri bið,
misheppnaðar tökur, blæbrigði í
orðavali og stirðlynda leikstjóra.
„Já, það þarf alltaf einhver að vera
á staðnum fyrir hönd framleiðanda
en kannski ekki alltaf sjálfur fram-
leiðandinn. Það fer aðeins eftir því
hve stórt „budget“ maður er með hve
mikil nærveran er en framleiðslu-
stjóri ber í raun ábyrgð á því að allt
gangi smurt kringum alla framvindu
og grundvallaratriði að gæta þess að
ekki sé farið fram úr kostnaðar-
áætlun. Þetta er mikið ábyrgðarstarf
en fyrir þá sem finna sig í þessu er
þetta líka svakalega ávanabindandi,
það er svo margt sem er svo stór-
kostlegt í þessum pakka sem ég og
kollegar mínir sinnum við það að
framleiða, þetta er rosalega skapandi
vinna, framleiðandinn er svo stórt
skapandi „element“ í hverju verki,
við vinnum náið með leikstjóranum
við það að lenda því hvernig útkoman
verður og að stóru leyti á okkar
ábyrgð að tengja saman listræna
teymið, fagfólkið, sem kemur að
kvikmyndaverkinu,“ segir Hlín
„En vissulega er mikið kaffi, kex
og langar setur falið í þessu, þannig
er nú það,“ bætir hún við. „Þá er
lykilmál að stemmning sé góð á setti
og að allir finni að störf þeirra séu
virt. Biðin snýst um að bregðast við á
réttum tíma, þú mátt aldrei missa
einbeitingu – sama hver þú ert í
teyminu.“
Hlín kveður kvikmyndagerð enda
vera teymisvinnu frá a til ö og spurð
um allt fagfólkið sem skuli tengja
saman ásamt leikstjóra nefnir hún
meðal annars kvikmyndatökuna,
leikmynd, búningahönnuði, ljós og
„grip“, förðun, hljóð, klippara, tón-
skáld og alla tæknilega eftirvinnslu.
„Keðjan er aldrei sterkari en veikasti
hlekkurinn, við treystum á alla í
þessu ferli og framleiðandinn á að
leiða allt þetta fólk áfram. Maður les
handrit og maður hugsar með sér
„vá, hvað þetta á erindi til einhverra
áhorfenda eða er líklegt til að vekja
einhver hughrif, snerta við fólki eða
breyta lífi þess“, það er þetta sem
maður er að gera, þetta er mark-
miðið,“ segir Hlín.
Frestun eða „íslenska leiðin“
Við færum okkur yfir í nýlegt
verkefni Hlínar, kvikmyndina
Skjálfta sem hún er beðin um að
segja örlítið frá. „Það var ofsalega
fallegt og gott ferðalag og ég vil
nefna sérstaklega Tinnu [Hrafns-
dóttur], handritshöfund og leikstjóra
myndarinnar. Einhvern veginn
gengu hlutirnir alltaf upp hjá okkur
og það var bara eitthvert ljós yfir
þessari mynd. Við tókum ákvörðun
um það í apríl 2018 að fara í þetta
verkefni og þá var endalaus vinna
fram undan, að klára að vinna í hand-
riti og svo margt fleira,“ segir Hlín.
Þær Tinna hafi fengið styrk frá
Kvikmyndamiðstöð Íslands og þá
hafi tekið við vinna við að fá erlenda
samframleiðendur að gerð mynd-
arinnar. „Við fengum að lokum enga
erlenda styrki og stóðum þá frammi
fyrir því að fresta gerð myndarinnar
eða fara það sem við köllum „íslensku
leiðina“, að tala við fyrirtæki og fjár-
festa hérna heima og leggja sjálfar
launin okkar inn í þetta og gera þetta
eins vel og við getum fyrir það fjár-
magn sem við getum græjað núna,“
segir Hlín frá.
Þær Tinna hafi þá svitnað blóði
sínu við að koma Skjálfta á koppinn
og naumlega náð að klára tökur við
upphaf kórónuveirufaraldursins.
„Við sluppum fyrir horn, myndin var
búin í tökum fyrir Covid,“ segir Hlín.
Hún kveður framleiðanda helst ekki
eiga að taka að sér verkefni nema
hann nái góðu sambandi við efnivið-
inn og skilji það sem þar er fjallað
um. „Ég á systur sem er flogaveik og
ég man alveg eftir því úr barnæsku
þegar hún var fjólublá í framan og
froðufellandi við hliðina á mér,“ segir
framleiðandinn um sitt nýjasta af-
kvæmi á breiðtjaldinu, kvikmyndina
Skjálfta.
Næsta kvikmynd er að hennar
sögn á lokametrunum, Á ferð með
mömmu, eftir handriti og í leikstjórn
Hilmars Oddssonar og fjallar um Jón
sem leggur upp í ferðalag með uppá-
klætt lík móður sinnar í aftursætinu.
„Það er búið að vera ævintýralegt
verkefni að framleiða og stefnir í
kvikmynd sem maður á eftir að verða
stoltur af,“ segir Hlín Jóhannesdóttir
kvikmyndaframleiðandi að skilnaði
og bætir við að líklega muni hún
starfa við framleiðslu kvikmynda það
sem hún á eftir af starfsævinni, enda,
eins og hún segir frá í viðtalinu, sé
þar á ferð svakalega ávanabindandi
starf. Og þá vitum við loksins hvað
þessir framleiðendur gera.
Ljósmynd/Liisabet Valdoja
Lík Kristbjörg Kjeld og Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverkum sínum.
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Viltu verða öruggur hlekkur
í alþjóðlegu aðfangakeðjunni?
AEO er alþjóðleg gæðavottun sem felur í sér að fyrirtæki er talið vera öruggur hlekkur
í aðfangakeðjunni, hefur tileinkað sér ábyrga tollmeðferð og uppfyllir kröfur um
alþjóðlega vöruflutninga.
Markmiðið er að tryggja samkeppnishæfni íslensks inn- og útflutnings, stuðla
að bættu markaðsaðgengi íslenskra útflutningsgreina og greiða fyrir lögmætum
viðskiptum.
Fyrirtæki semerumeð starfsemi hér á landi og eruhluti af alþjóðlegu aðfangakeðjunni
geta sótt um vottunina: Inn- og útflytjendur, framleiðendur, farmflytjendur, toll- og
skipamiðlarar.
Ávinningurinn felstmeðal annars í hraðari tollafgreiðslu,minni tilkostnaði, auknum
fyrirsjáanleika í vöruflutningum og viðurkenningu tollyfirvalda í öðrum ríkjum.
Nánari upplýsingar veitir Elvar Örn Arason, umsjónarmaður AEO,
í gegnum tölvupóst elvar.o.arason@skatturinn.is eða í síma 894 2409.
Tryggvagata 19, 101 Reykjavík, aeo@skatturinn.is
Fyrirtæki sem er þátttakandi í alþjóðlegu aðfangakeðjunni getur sótt um
að verða viðurkenndur rekstraraðili (AEO) hjá Skattinum.