Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 62
62 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Hildur Antonsdóttir (Breiðablik) Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 6. Áhorfendur: Um 100. STJARNAN – KR 5:1 1:0 Katrín Ásbjörnsdóttir 5. 2:0 Gyða Kristín Gunnarsdóttir 10. 3:0 Alma Mathiesen 39. 3:1 Ísabella Sara Tryggvadóttir 45. 4:1 Arna Dís Arnþórsdóttir 49. 5:1 Jasmín Erla Ingadóttir 53. MM Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni) KEFLAVÍK – BREIÐABLIK 1:0 1:0 Amelía Rún Fjeldsted 34. MMM Samantha Leshnak (Keflavík) M Caroline Van Slambrouck (Keflavík) Kristrún Ýr Holm (Keflavík) Aníta Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik) Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Anna Petryk (Breiðablik) M Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjörn.) Alma Mathiesen (Stjörnunni) Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni) Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni) Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR) Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 8. Áhorfendur: Um 80. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. Yfirburðir Stjörnukvenna KR á greinilega afar erfitt tímabil fyrir höndum og fékk sinn annan skell í tveimur fyrstu umferðunum, nú 5:1 gegn Stjörnunni í Garðabæ. Liðin tvö sem komu upp, KR og Afturelding, hafa fengið á sig sautján mörk í fjórum tapleikjum. Stjörnukonur voru komnar í 5:1 þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og skiptu mörk- unum systurlega á milli sín. Bak- vörðurinn Arna Dís Arnþórsdóttir skoraði fallegasta markið með óverj- andi skoti utan vítateigs. _ Ísabella Sara Tryggvadóttir skoraði fyrsta mark KR á tímabilinu þegar hún minnkaði muninn í 3:1. Hún er aðeins 15 ára gömul og hefur skorað tvö mörk fyrir U17 ára lands- liðið á þessu ári. Varði víti í lok uppbótartíma Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Fimm Stjörnukonur fagna einu af fimm mörkum sínum í gærkvöld. - Keflvíkingar lögðu Blika að velli BESTA DEILDIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Samantha Leshnak, markvörður Keflvíkinga, tryggði þeim æv- intýralegan sigur á Breiðabliki, 1:0, í Bestu deild kvenna í Keflavík í gærkvöld. Suðurnesjaliðið er þar með komið með sex stig eftir tvo fyrstu leiki sína og trónir óvænt á toppi deildarinnar eftir tvær um- ferðir. Samantha varði vítaspyrnu frá Natöshu Anasi, fyrrverandi leik- manni Keflavíkur, í uppbótartíma leiksins og kórónaði með því frá- bæra frammistöðu sína í leiknum. Amelía Rún Fjeldsted skoraði með skalla eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik. Eftir það varðist Keflavík- urliðið með kjafti og klóm og Sam- antha varði nokkrum sinnum mjög vel áður en kom að vítaspyrnunni. Keflavíkurkonur virðast hafa náð ótrúlegu taki á Breiðabliki en þær fóru langt með að halda sér í deild- inni í fyrra með því að ná í fjögur óvænt stig í leikjunum tveimur gegn Kópavogsliðinu. Eins ótrúlegt og það hefði talist fyrirfram töpuðu bæði Valur og Breiðablik óvænt í annarri umferð deildarinnar. Fyrir vikið eru það Keflavík, Selfoss og Stjarnan sem eru einu ósigruðu liðin og eru í þremur efstu sætunum. Besta deild kvenna Keflavík – Breiðablik ............................... 1:0 Stjarnan – KR........................................... 5:1 Staðan: Keflavík 2 2 0 0 5:0 6 Selfoss 2 2 0 0 5:1 6 Stjarnan 2 1 1 0 6:2 4 Breiðablik 2 1 0 1 4:2 3 Valur 2 1 0 1 3:2 3 Þróttur R. 2 1 0 1 4:4 3 Þór/KA 2 1 0 1 3:5 3 ÍBV 2 0 1 1 1:2 1 Afturelding 2 0 0 2 3:8 0 KR 2 0 0 2 1:9 0 Meistaradeild karla Undanúrslit, seinni leikur: Real Madríd – Manch. City ..................... 3:1 _ Real Madrid áfram, 6:5 samanlagt, og mætir Liverpool í úrslitaleiknum á Stade de France 28. maí. Þýskaland Essen – Wolfsburg................................... 1:5 - Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á hjá Wolfsburg á 67. mínútu. Staða efstu liða: Wolfsburg 20 17 2 1 65:14 53 Bayern München 20 16 1 3 70:18 49 Potsdam 20 13 4 3 52:22 43 Eintracht Fr. 20 13 1 6 43:26 40 Hoffenheim 20 11 4 5 52:29 37 Freiburg 20 8 4 8 37:31 28 Grikkland PAOK – Olympiacos................................ 1:2 - Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyrir PAOK. - Ögmundur Kristinsson var varamark- vörður Olympiacos. _ Olympiacos tryggði sér gríska meistara- titilinn með sigrinum. Danmörk Undanúrslit, seinni leikur: Midtjylland – Vejle .................................. 3:1 - Elías Rafn Ólafsson hjá Midtjylland er frá keppni vegna meiðsla. _ Midtjylland í úrslit, 4:1 samanlagt, og mætir OB eða SönderjyskE. Noregur Rosenborg – Stabæk ............................... 1:0 - Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn fyrir Rosenborg. Bikarkeppnin, 2. umferð: Eidsvold – Lilleström.............................. 0:7 - Hólmbert Aron Friðjónsson lék allan leikinn og skoraði þrennu fyrir Lilleström. Katar Bikarkeppnin, undanúrslit: Shamal – Al-Arabi......................... 3:5 (vsp.) - Aron Einar Gunnarsson var ekki í leik- mannahópi Al-Arabi. 4.$--3795.$ Evrópubikarinn Undanúrslit: Valencia – Virtus Bologna ................. 73:83 - Martin Hermannsson skoraði fimm stig, tók eitt frákast og gaf sjö stoðsendingar á 22 og hálfri mínútu fyrir Valencia. _ Virtus Bologna mætir Bursaspor í úr- slitaleiknum 11. maí. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Boston – Milwaukee ........................... 109:86 _ Staðan er 1:1. Vesturdeild, undanúrslit: Memphis – Golden State.................. 106:101 _ Staðan er 1:1. 4"5'*2)0-# Roy Hodgson, knattspyrnu- stjóri Watford, kveðst ætla að hætta störfum alfarið eftir þetta keppnis- tímabil en hann er 74 ára gam- all. Hodgson var kominn í frí síð- asta vor eftir að hafa stýrt liði Crystal Palace en tók við liði Watford á miðju tíma- bili í vetur. Hodgson á 46 ára þjálfaraferil að baki og hóf hann hjá Halmstad í Svíþjóð árið 1976. Hann hefur síðan víða komið við, m.a. hjá Liv- erpool, WBA, Fulham, Inter Míl- anó, Udinese, Blackburn, Malmö, Köbenhavn, Grasshoppers og var landsliðsþjálfari Englands frá 2012 til 2016. Hann stýrði áður lands- liðum Sviss, Finnlands og Samein- uðu arabaísku furstadæmanna. Hættir 74 ára gamall í vor Roy Hodgson HANDBOLTINN Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is ÍBV stendur afar vel að vígi í undan- úrslitaviðureign liðsins við Hauka í Íslandsmóti karla í handknattleik eftir að hafa unnið annan leikinn í röð. Eftir fimm marka sigur á Ás- völlum í fyrsta leik höfðu Eyjamenn einnig betur í öðrum leiknum í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi, 27:23, og leiða nú 2:0 í einvíginu. Strax í upphafi leiksins í gær- kvöldi varð ljóst í hvað stefndi. ÍBV komst tveimur mörkum yfir, Haukar jöfnuðu í 2:2 en auðnaðist síðan ekki að jafna metin það sem eftir lifði leiks. Eyjamenn voru kröftugir bæði í vörn og sókn á meðan Haukar vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Í síðari hluta fyrri hálfleiks náðu gestirnir að vísu góðum kafla þar sem þeir skoruðu þrjú mörk í röð og minnk- uðu muninn þannig í 12:11. Eyja- menn svöruðu hins vegar með fjór- um mörkum í röð og leiddu þannig með fimm mörkum í leikhléi, 16:11. Heimamenn hófu síðari hálfleik- inn á að skora tvö mörk í röð og kom- ast þannig sjö mörkum yfir, 18:11. Þetta mikill munur reyndist Hauk- um um megn enda komust þeir ekki nær Eyjamönnum en fjórum mörk- um í síðari hálfleik og töpuðu að lok- um með fjórum mörkum eftir að hafa skorað tvö síðustu mörk leiks- ins. Rúnar Kárason átti stórleik í liði ÍBV en hann skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar að auki. Sig- tryggur Daði Rúnarsson bætti við fimm mörkum og Elmar Erlingsson skoraði fjögur mörk, öll eftir hraða- upphlaup. Markahæstir hjá Hauk- um voru Brynjólfur Snær Brynjólfs- son og Stefán Rafn Sigurmannsson, báðir með fimm mörk. Adam Hauk- ur Baumruk og Guðmundur Bragi Ástþórsson bættu við fjórum mörk- um hvor. Þrjá sigra þarf til þess að tryggja sér sæti í úrslitaviðureigninni og þarf ÍBV því aðeins á einum sigri til viðbótar að halda, en Haukar eru komnir með bakið upp við vegg og þurfa nauðsynlega á sigri að halda í þriðja leiknum á Ásvöllum næstkom- andi laugardag ætli þeir sér að forð- ast að fara í snemmbúið sumarfrí. Allur meðbyr er með ÍBV en Hauk- ar hafa ekki beint verið þekktir fyrir að gefast upp í gegnum tíðina og því geta Eyjamenn ekki gengið að neinu vísu. ÍBV vann Hauka aftur - Eyjamenn 2:0 yfir í einvíginu Ljósmynd/Sigfús Gunnar Gleði Leikmenn ÍBV fagna innilega eftir sigurinn í gærkvöldi. Real Madríd vann ótrúlegan 3:1- endurkomusigur á Manchester City í framlengdum síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á San- tiago Bernabéu-vellinum í Madríd í gærkvöldi. Allt útlit var fyrir að Man. City væri að sigla örugglega í úrslitaleik keppninnar þegar Riyad Mahrez kom liðinu í 0:1-forystu á 73. mín- útu. Þá var staðan orðin 3:5 saman- lagt og útlitið dökkt fyrir Real. Lið- ið gefst þó aldrei upp og jafnaði varamaðurinn Rodrygo metin á 90. mínútu eftir undirbúning Karim Benzema. Aðeins mínútu síðar skoraði Rodrygo aftur, að þessu sinni með skalla eftir fyrirgjöf Dani Carvajal. Staðan því orðin 2:1 og jafnt, 5:5, í einvíginu. Snemma í framlengingunni fékk Benzema svo vítaspyrnu og skoraði sjálfur af ör- yggi úr henni og tryggði þannig frækinn sigur sem fleytti Real í úr- slitaleikinn gegn Liverpool. Lygileg endurkoma Real sem er komið í úrslit AFP/Javier Soriano Hetja Karim Benzema reyndist hetja Real Madríd í enn eitt skiptið í gær- kvöldi. Lagði hann upp fyrsta mark Real og skoraði svo þriðja markið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.