Morgunblaðið - 05.05.2022, Síða 62
62 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson – 6.
Áhorfendur: Um 100.
STJARNAN – KR 5:1
1:0 Katrín Ásbjörnsdóttir 5.
2:0 Gyða Kristín Gunnarsdóttir 10.
3:0 Alma Mathiesen 39.
3:1 Ísabella Sara Tryggvadóttir 45.
4:1 Arna Dís Arnþórsdóttir 49.
5:1 Jasmín Erla Ingadóttir 53.
MM
Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni)
KEFLAVÍK – BREIÐABLIK 1:0
1:0 Amelía Rún Fjeldsted 34.
MMM
Samantha Leshnak (Keflavík)
M
Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Aníta Lind Daníelsdóttir (Keflavík)
Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík)
Ásta Eir Árnadóttir (Breiðablik)
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Anna Petryk (Breiðablik)
M
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjörn.)
Alma Mathiesen (Stjörnunni)
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni)
Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 8.
Áhorfendur: Um 80.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
Yfirburðir Stjörnukvenna
KR á greinilega afar erfitt tímabil
fyrir höndum og fékk sinn annan
skell í tveimur fyrstu umferðunum,
nú 5:1 gegn Stjörnunni í Garðabæ.
Liðin tvö sem komu upp, KR og
Afturelding, hafa fengið á sig
sautján mörk í fjórum tapleikjum.
Stjörnukonur voru komnar í 5:1
þegar nokkrar mínútur voru liðnar
af síðari hálfleik og skiptu mörk-
unum systurlega á milli sín. Bak-
vörðurinn Arna Dís Arnþórsdóttir
skoraði fallegasta markið með óverj-
andi skoti utan vítateigs.
_ Ísabella Sara Tryggvadóttir
skoraði fyrsta mark KR á tímabilinu
þegar hún minnkaði muninn í 3:1.
Hún er aðeins 15 ára gömul og hefur
skorað tvö mörk fyrir U17 ára lands-
liðið á þessu ári.
Varði víti í lok
uppbótartíma
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Fimm Stjörnukonur fagna einu af fimm mörkum sínum í gærkvöld.
- Keflvíkingar lögðu Blika að velli
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Samantha Leshnak, markvörður
Keflvíkinga, tryggði þeim æv-
intýralegan sigur á Breiðabliki, 1:0,
í Bestu deild kvenna í Keflavík í
gærkvöld. Suðurnesjaliðið er þar
með komið með sex stig eftir tvo
fyrstu leiki sína og trónir óvænt á
toppi deildarinnar eftir tvær um-
ferðir.
Samantha varði vítaspyrnu frá
Natöshu Anasi, fyrrverandi leik-
manni Keflavíkur, í uppbótartíma
leiksins og kórónaði með því frá-
bæra frammistöðu sína í leiknum.
Amelía Rún Fjeldsted skoraði
með skalla eftir hornspyrnu í fyrri
hálfleik. Eftir það varðist Keflavík-
urliðið með kjafti og klóm og Sam-
antha varði nokkrum sinnum mjög
vel áður en kom að vítaspyrnunni.
Keflavíkurkonur virðast hafa náð
ótrúlegu taki á Breiðabliki en þær
fóru langt með að halda sér í deild-
inni í fyrra með því að ná í fjögur
óvænt stig í leikjunum tveimur gegn
Kópavogsliðinu.
Eins ótrúlegt og það hefði talist
fyrirfram töpuðu bæði Valur og
Breiðablik óvænt í annarri umferð
deildarinnar. Fyrir vikið eru það
Keflavík, Selfoss og Stjarnan sem
eru einu ósigruðu liðin og eru í
þremur efstu sætunum.
Besta deild kvenna
Keflavík – Breiðablik ............................... 1:0
Stjarnan – KR........................................... 5:1
Staðan:
Keflavík 2 2 0 0 5:0 6
Selfoss 2 2 0 0 5:1 6
Stjarnan 2 1 1 0 6:2 4
Breiðablik 2 1 0 1 4:2 3
Valur 2 1 0 1 3:2 3
Þróttur R. 2 1 0 1 4:4 3
Þór/KA 2 1 0 1 3:5 3
ÍBV 2 0 1 1 1:2 1
Afturelding 2 0 0 2 3:8 0
KR 2 0 0 2 1:9 0
Meistaradeild karla
Undanúrslit, seinni leikur:
Real Madríd – Manch. City ..................... 3:1
_ Real Madrid áfram, 6:5 samanlagt, og
mætir Liverpool í úrslitaleiknum á Stade
de France 28. maí.
Þýskaland
Essen – Wolfsburg................................... 1:5
- Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á hjá
Wolfsburg á 67. mínútu.
Staða efstu liða:
Wolfsburg 20 17 2 1 65:14 53
Bayern München 20 16 1 3 70:18 49
Potsdam 20 13 4 3 52:22 43
Eintracht Fr. 20 13 1 6 43:26 40
Hoffenheim 20 11 4 5 52:29 37
Freiburg 20 8 4 8 37:31 28
Grikkland
PAOK – Olympiacos................................ 1:2
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
fyrir PAOK.
- Ögmundur Kristinsson var varamark-
vörður Olympiacos.
_ Olympiacos tryggði sér gríska meistara-
titilinn með sigrinum.
Danmörk
Undanúrslit, seinni leikur:
Midtjylland – Vejle .................................. 3:1
- Elías Rafn Ólafsson hjá Midtjylland er
frá keppni vegna meiðsla.
_ Midtjylland í úrslit, 4:1 samanlagt, og
mætir OB eða SönderjyskE.
Noregur
Rosenborg – Stabæk ............................... 1:0
- Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn
fyrir Rosenborg.
Bikarkeppnin, 2. umferð:
Eidsvold – Lilleström.............................. 0:7
- Hólmbert Aron Friðjónsson lék allan
leikinn og skoraði þrennu fyrir Lilleström.
Katar
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Shamal – Al-Arabi......................... 3:5 (vsp.)
- Aron Einar Gunnarsson var ekki í leik-
mannahópi Al-Arabi.
4.$--3795.$
Evrópubikarinn
Undanúrslit:
Valencia – Virtus Bologna ................. 73:83
- Martin Hermannsson skoraði fimm stig,
tók eitt frákast og gaf sjö stoðsendingar á
22 og hálfri mínútu fyrir Valencia.
_ Virtus Bologna mætir Bursaspor í úr-
slitaleiknum 11. maí.
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, undanúrslit:
Boston – Milwaukee ........................... 109:86
_ Staðan er 1:1.
Vesturdeild, undanúrslit:
Memphis – Golden State.................. 106:101
_ Staðan er 1:1.
4"5'*2)0-#
Roy Hodgson,
knattspyrnu-
stjóri Watford,
kveðst ætla að
hætta störfum
alfarið eftir
þetta keppnis-
tímabil en hann
er 74 ára gam-
all. Hodgson var
kominn í frí síð-
asta vor eftir að
hafa stýrt liði Crystal Palace en
tók við liði Watford á miðju tíma-
bili í vetur.
Hodgson á 46 ára þjálfaraferil
að baki og hóf hann hjá Halmstad
í Svíþjóð árið 1976. Hann hefur
síðan víða komið við, m.a. hjá Liv-
erpool, WBA, Fulham, Inter Míl-
anó, Udinese, Blackburn, Malmö,
Köbenhavn, Grasshoppers og var
landsliðsþjálfari Englands frá 2012
til 2016. Hann stýrði áður lands-
liðum Sviss, Finnlands og Samein-
uðu arabaísku furstadæmanna.
Hættir 74 ára
gamall í vor
Roy
Hodgson
HANDBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
ÍBV stendur afar vel að vígi í undan-
úrslitaviðureign liðsins við Hauka í
Íslandsmóti karla í handknattleik
eftir að hafa unnið annan leikinn í
röð. Eftir fimm marka sigur á Ás-
völlum í fyrsta leik höfðu Eyjamenn
einnig betur í öðrum leiknum í Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi, 27:23, og
leiða nú 2:0 í einvíginu.
Strax í upphafi leiksins í gær-
kvöldi varð ljóst í hvað stefndi. ÍBV
komst tveimur mörkum yfir, Haukar
jöfnuðu í 2:2 en auðnaðist síðan ekki
að jafna metin það sem eftir lifði
leiks. Eyjamenn voru kröftugir bæði
í vörn og sókn á meðan Haukar vissu
ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Í síðari
hluta fyrri hálfleiks náðu gestirnir
að vísu góðum kafla þar sem þeir
skoruðu þrjú mörk í röð og minnk-
uðu muninn þannig í 12:11. Eyja-
menn svöruðu hins vegar með fjór-
um mörkum í röð og leiddu þannig
með fimm mörkum í leikhléi, 16:11.
Heimamenn hófu síðari hálfleik-
inn á að skora tvö mörk í röð og kom-
ast þannig sjö mörkum yfir, 18:11.
Þetta mikill munur reyndist Hauk-
um um megn enda komust þeir ekki
nær Eyjamönnum en fjórum mörk-
um í síðari hálfleik og töpuðu að lok-
um með fjórum mörkum eftir að
hafa skorað tvö síðustu mörk leiks-
ins.
Rúnar Kárason átti stórleik í liði
ÍBV en hann skoraði átta mörk og
gaf fimm stoðsendingar að auki. Sig-
tryggur Daði Rúnarsson bætti við
fimm mörkum og Elmar Erlingsson
skoraði fjögur mörk, öll eftir hraða-
upphlaup. Markahæstir hjá Hauk-
um voru Brynjólfur Snær Brynjólfs-
son og Stefán Rafn Sigurmannsson,
báðir með fimm mörk. Adam Hauk-
ur Baumruk og Guðmundur Bragi
Ástþórsson bættu við fjórum mörk-
um hvor.
Þrjá sigra þarf til þess að tryggja
sér sæti í úrslitaviðureigninni og
þarf ÍBV því aðeins á einum sigri til
viðbótar að halda, en Haukar eru
komnir með bakið upp við vegg og
þurfa nauðsynlega á sigri að halda í
þriðja leiknum á Ásvöllum næstkom-
andi laugardag ætli þeir sér að forð-
ast að fara í snemmbúið sumarfrí.
Allur meðbyr er með ÍBV en Hauk-
ar hafa ekki beint verið þekktir fyrir
að gefast upp í gegnum tíðina og því
geta Eyjamenn ekki gengið að neinu
vísu.
ÍBV vann
Hauka aftur
- Eyjamenn 2:0 yfir í einvíginu
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Gleði Leikmenn ÍBV fagna innilega eftir sigurinn í gærkvöldi.
Real Madríd vann ótrúlegan 3:1-
endurkomusigur á Manchester City
í framlengdum síðari leik liðanna í
undanúrslitum Meistaradeildar
Evrópu í knattspyrnu karla á San-
tiago Bernabéu-vellinum í Madríd í
gærkvöldi.
Allt útlit var fyrir að Man. City
væri að sigla örugglega í úrslitaleik
keppninnar þegar Riyad Mahrez
kom liðinu í 0:1-forystu á 73. mín-
útu. Þá var staðan orðin 3:5 saman-
lagt og útlitið dökkt fyrir Real. Lið-
ið gefst þó aldrei upp og jafnaði
varamaðurinn Rodrygo metin á 90.
mínútu eftir undirbúning Karim
Benzema. Aðeins mínútu síðar
skoraði Rodrygo aftur, að þessu
sinni með skalla eftir fyrirgjöf Dani
Carvajal. Staðan því orðin 2:1 og
jafnt, 5:5, í einvíginu. Snemma í
framlengingunni fékk Benzema svo
vítaspyrnu og skoraði sjálfur af ör-
yggi úr henni og tryggði þannig
frækinn sigur sem fleytti Real í úr-
slitaleikinn gegn Liverpool.
Lygileg endurkoma Real
sem er komið í úrslit
AFP/Javier Soriano
Hetja Karim Benzema reyndist hetja Real Madríd í enn eitt skiptið í gær-
kvöldi. Lagði hann upp fyrsta mark Real og skoraði svo þriðja markið.