Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 HÁREYÐING Sársaukalausmeðferð með nýjustu tækni Fjarlægir óæskilegan hárvöxt Háreyðing er varanleg lasermeðferð byggð á nýjustu tækni frá einum fremsta framleiðanda heims á sviði laser háreyðingar. Ve 13 Við to réttu Pe 21 re Við ta 13 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Þetta er dásamlegt tónlistarhús,“ segir bandaríska tónskáldið John Adams þegar hádegishlé er gert á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands og einleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni í Hörpu. Og hann vill vita hvort það sé satt sem hann hafði heyrt, að einherjir hafi viljað hætta við að reisa það eftir banka- hrunið. Jafnvel rífa niður. „Þegar ráðist var í byggingu Disney-tónleikahallarinnar í Los Angeles spáði ég því að hún myndi verða eins og Eiffel-turninn í París og draga að gesti, sem varð raunin. Fyrir utan Hollywood-skiltið er hún fjölsóttasti strúktúr Los Angeles,“ segir hann. John Adams (f. 1947) er eitt þekktasta og virtasta tónskáld Bandaríkjanna. Hann hefur samið umtöluð og rómuð hljómsveitarverk og óperur, hefur hlotið fimm Grammy-verðlaun, Pulitzer- verðlaun og heiðursdoktorsnafnbót við nokkra háskóla. Adams nam tón- smíðar við Harvard-háskóla og var þegar á námsárunum farinn að stjórna hljómsveitum. Tónmál hans er með rætur í mínimalisma en hann hefur jafnframt sótt í hljómræna hefð síðrómantíkur. Á tónleikunum Sinfóníu- hljómsveitarinnar í kvöld stjórnar Adams flutningi á þremur eigin verkum. Fyrst hljómar eitt hans kunnasta, Short Ride in a Fast Machine (1986), og í lokin hið mikil- fenglega Harmonielehre (1985). Á milli er það svo konsertinn sem Vík- ingur leikur, Must the Devil Have All the Good Tunes? (2018). Vík- ingur hefur á síðustu misserum flutt verkið víða og þrisvar með Adams. Þegar við sitjum þrír saman að há- degisverði spyr ég Víking hvernig sé að leika þetta glæsilega verk með tónskáldið að stjórna. „Þótt ég kunni að hafa sterkar skoðanir á einhverju í verkinu þá get ég nú varla deilt mikið um það við hann, eða hvað?“ svarar Víkingur glottandi og lítur til Adams við hlið sér. „Hann hefur oftast rétt fyrir sér …“ Adams hlær að þessu. Víkingur heldur áfram: „Það er ekki nein ein leið til að takast á við þennan mikilfenglega konsert, sem býður upp á mjög fjölbreytilegar túlkunarleiðir. Við breytum til dæm- is hraða og það má ræða um allt mögulegt í túlkun. Það er ákveðið frelsi í því að vinna svona náið með tónskáldi eins og John, þótt það geti líka virst ógnvekjandi því hann er ekki hvaða tónskáld sem er!“ segir Víkingur glettnislega og vísar til frægðar og áhrifa Adams í samtíma- tónlistinni. Konsertinn er vægast sagt kraft- mikill og áhrifaríkur. „Og hljóm- sveitarlega er þetta einn mest krefj- andi konsert sem ég hef nokkru sinni leikið,“ segir Víkingur. Vefn- aður píanós og hljómsveitar sé svo þéttur og hynjandin svo þétt, fjöl- breytileg og spennandi, að það sé með hreinum ólíkindum. „Við að flytja hann finnst mér stundum eins og ég sé að leika Stravinskíj á ster- um! En í konsertinum eru líka ein- staklega fallegir og blíðir kaflar. Mér hættir líklega til að fara enn hægar í hæga kaflanum en John kann að meta …“ Og Víkingur Heið- ar segist vonast til að leika verkið sí- fellt betur við hvern flutning. Þetta er í fjórða skipti á stuttum tíma sem Adams stjórnar flutningi Víkings Heiðars á píanókosertinum. Þeir hafa flutt hann í Amsterdam, París og Zürich. „Hann er mjög kraftmikill en alls ekki á áleitinn hátt. Hann getur heldur betur feng- ið píanóið til að óma, og það er sann- kölluð gjöf,“ segir Adams um leik Víkings. „Hann samsamar sig við hvern einasta þátt verksins og sveifluna í því, og hver sem vísunin er, í gospel eða rokk, þá nær hann taki á þeim stíl. Ég veit ekki hvort hann hlustar mikið á slíka tónlist en líklega er erfitt að vera ungur tón- listarmaður í dag án þess að hafa al- ist upp við slíkt. Það kemst enginn hjá því, hún er í lyftum og á veitinga- stöðum.“ Adams þagnar og lítur á Víking, segir svo: „Ég ætti ekki að segja þetta svo hann heyri, en hann hefur einstaklega skapandi huga, eins og allir heyra sem hlusta á plöt- urnar hans. Það er engin sjálfstýr- ing þar, og ekkert gefið, en það er svo gríðarlega margt á sjálfstýringu í hinum klassíska tónlistarheimi. Sem getur verið mjög þreytandi.“ Fór aldrei í píanótíma Þjónn kemur að taka pöntunina hjá okkur og það stöðvar umræðuna um tónlistina stutta stund. Adams kemur síðan með játningu: „Það kann að hljóma undarlega en ég fór alderi í píanótíma. Og get ekki spílað á píanó. Þegar dóttir mín var níu ára rak hún mig sem meðleikara sinn. Samt hef ég samið þó nokkuð af píanótónlist. Ég samdi til dæmis konsert fyrir Emanual Ax fyrir svona tuttugu árum og hef samið nokkur verk fyrir tvö píanó. En ég er alltaf jafn hissa á því að þau séu flutt!“ segir hann hlæjandi. Bætir svo við: „Kannski er það vegna þess að hugmyndir mínar eru ólíkar þeim sem þeir sem kunna að spila hafa, tónskáld eins og Prókoffjev, Bartók, Debussy … Ég vildi að ég gæti spil- að en get það ekki.“ Þess má geta að Adams lærði á klarínett. En getur verið að hann vefi tón- listina fyrir píanó með öðrum hætti inn í verkin fyrir vikið? „Já, ég held það,“ svarar hann. „Því í raun get ég bara spilað hljóma á hljóðfærið! Einu sinni talaði ég um það í viðtali að í sálfræði væri stund- um sagt um að einstaklingar bæru síðan í æsku eins konar sár á sálinni og það litaði allt líf þeirra, og mitt „sár“ væri að ég lærði aldrei að leika á píanó.“ Hann brosir. „Það var því gríðarlega erfitt fyrir mig að læra hljómræna uppbyggingu. Allir hinir nemendurnir voru vanir að setjast við píanó og leika verk eftir Bach fram og til baka og læra við það hljómagang, en mér reyndist það mjög erfitt. En stundum þegar maður hefur einhvern veikleika tekst að snúa honum í styrk.“ Barátta við að finna tónmálið Víkingur hefur hlýtt á þessi orð Adams og segist vera undrandi að heyra þetta. „Mér hefur nefnilega alltaf fundist hljómrænn styrkur þinn vera svo mikill og einkennandi fyrir verkin þín,“ segir hann. „Ég held að enginn geti orðið gott tónskáld án sterkrar hljómrænnar tilfinningar,“ segir Adams þá. „Sum- um finnst að núna sé tónlist svo fjöl- breytileg tilraun að ekki sé lengur nauðsynlegt að læra hljómagang – ef þú hefðir sagt það við John Col- traine þá hefði hann talið þig vitleys- ing. Besta djass- og rokktónlist er góð vegna harmóníunnar í henni.“ Þeir sem fjalla um tónlist Johns Adams nefna iðulega áhrif frá eða vísanir í aðrar tónlistarstefnur, eins og djass og rokk. Er það meðvitað? „Þegar ég var rúmlega tvítugur og að læra tónsmíðar þá heyrðum við í tímum bara tónlist eftir Stock- hausen, Boulez og Schönberg. Svo fór ég heim í herbergið mitt og þar hlustuðu herbergisfélagarnir á Jimi Hendrix. Það var svo sannarlega barátta fyrir mig að finna mitt tón- mál en ég hreifst líka mjög af rómantískri tónlist, eins og má heyra í Harmonielehre, og mínimal- isma, svo hlustaði ég mjög mikið á djass. Þetta er mjög algengt hjá ungum tónskáldum í Bandaríkjunum í dag. Þeir eru sífellt að tengja sig við popptónlist. Og ef þú getur það ekki þá þykirðu ekki svalur!“ Vann vel í faraldrinum Adams er hér til að stjórna flutn- ingi á þremur verkum eftir sjálfan sig en hann hefur allan sinn feril gert mikið af því að stjórna. Þegar spurt er hvort það trufli ekkert tón- smíðarnar, þá dæsir hann. „Stundum. Þetta hefur kosti og galla. Og ég held að ég gæti ekki verið það tónskáld sem ég er ef ég væri ekki líka flytjandi. Það er bara þegar ég er heima á kafi við að semja en þarf að fara að taka föggur mínar saman fyrir næstu ferð að stjórna að ég harma það. En ég var mjög ánægður með heimsfaraldurinn! Ég var þá heima í 18 mánuði og kunni því vel. Þegar ég sem þá vinn ég á reglu- legum vinnutíma, frá klukkan níu til átján. Ég vakna alltaf snemma, við hjónin búum við fallegt skógi vaxið svæði sem ég geng um alla morgna og svo sest ég við. Og vinn alltaf bara að einu verki í einu. En ég þarf samt að halda reglu- lega út í heiminn og flytja tónlist líka. Ég held ég geri það vel. En Vík- ingur fær að kynnast þessum kon- serti mínum með fleiri stjórn- endum.“ Víkingur játar því en á næstunni mun hann til dæmis flytja konsert- inn með öðrum stjórnendum með Fílharmóníuhljómsveitinni í Lond- on, Gautaborgarsinfóníunni og með Berlínarfílharmóníunni. „Svo flytj- um við konsertinn saman í Prag,“ segir Adams, „og Víkingur flytur hann líka í San Francisco með Esa- Pekka Salonen. Hann leikur þennan konsert alltof oft; ég verð að fara að semja annan fyrir hann svo honum fari ekki að leiðast!“ „En það er vegna þess að ég er svo hrifinn af konsertinum – ég bið um að fá að flytja hann,“ segir Vík- ingur og þar með er hádegishléi þeirra félaga að ljúka og æfing að hefjast að nýju. Morgunblaðið/Einar Falur Félagarnir Tónskáldið kunna John Adams stjórnar hér Sinfóníuhljómsveit Íslands og Víkingi Heiðari Ólafssyni á æfingu í Hörpu. Hljómsveitin flytur í kvöld þrjú verka Adams, þar á meðal rómaðan píanókonsertinn. Einn mest krefjandi konsertinn - Víkingur Heiðar leikur í kvöld píanókonsert eftir hið kunna tónskáld John Adams sem stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands - „Hann hefur einstaklega skapandi huga“ segir Adams um Víking
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.