Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Óðinn Viðskiptablaðsins sat ný- verið í strætó og sá mynd af Degi Eggertssyni á skjá strætó- skýlis: - - - Þar stóð Borgarlínan – klárum dæmið. Þetta er einhver allra besta hugmynd sem nokkur stjórn- málamaður á Íslandi hefur komið fram með lengi. - - - Dæmið um Borgarlínuna er ein- falt reikningsdæmi, ekki óút- reiknanlegt eins og lífið og nauðsyn- legt er, eins og Dagur segir, að klára það. Þá fyrst fæst rétt niður- staða. - - - Það gengur ekki að fara út í tuga milljarða framkvæmd, jafnvel hundraða milljarða framkvæmd án þess að reikna dæmið til enda. Í Stafangri í Noregi er þannig verið að leggja 50 kílómetra borgarlínu sem nefnist Bussveien. - - - Árið 2014 var áætlað að kostn- aðurinn myndi nema jafnvirði 58 milljarða íslenskra króna. - - - Í vor var endurskoðuð áætlun komin í 206 milljarða. - - - Það vekur raunar sérstakar áhyggjur að í hinum íslensku útreikningum um stofnkostnað við Borgarlínu er gert ráð fyrir að lagn- ing hvers kílómetra hennar nemi 1,2 milljörðum króna, en í samsvarandi verkefnum frænda okkar í Noregi er hann á milli 3-4 milljarðar króna. - - - Hafa þeir þó á töluverðri reynslu að byggja í þessum efnum.“ Alóklárað dæmi STAKSTEINAR Af 78 apótekum, sem eru í rekstri hér á landi eru 53, eða rúmlega 68%, á höfuðborgarsvæðinu. Næst kemur Norðurland með 8 apótek og 10 útibú. Austurland sker sig síðan úr með einungis tvö apótek, fimm útibú, og eina lyfsölu sem rekin er í tengslum við heilsugæslustöð. Þetta kemur fram á heimasíðu Lyfjastofnunar. Á Suðurlandi voru um áramótin fimm apótek, fimm útibú og tvær lyfsölur sem eru rekn- ar í tengslum við heilsugæslustöð. Á Vesturlandi og Vestfjörðum voru fimm apótek, fimm útibú og ein lyf- sala sem er rekin í tengslum við heilsugæslustöð. Á Suðurnesjum voru fimm apótek og þrjú útibú. Í lok síðasta árs voru Lyfja hf. og Lyf og heilsa hf. stærstu apóteks- keðjurnar, Lyfja með 22 apótek og Lyf og heilsa með 27 apótek í rekstri. Tvær aðrar keðjur sem hvor um sig hafa þrjú apótek í rekstri eru starf- andi í landinu, annars vegar Lyfjaval ehf., hins vegar Lyfsalinn ehf. Lyfja- val og Lyfsalinn eru í eigu sama að- ila. Fram kemur einnig á heimasíð- unni að heildarfjöldi lyfjaávísana hefur aukist stöðugt milli ára, þótt aukningin hafi verið að jafnast út síð- astliðin ár. Árið 2021 markaði mestu aukningu milli ára síðastliðin fimm ár og voru lyfjaávísanir þá rúmar 4,3 milljónir talsins. 68% apóteka á höfuðborgarsvæði - 4,3 milljónir lyfjaávísana gefnar út Lyf 78 apótek eru rekin á Íslandi. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Læknir hefur verið ákærður af lög- reglustjóranum á Vestfjörðum fyrir ofbeldi og hótanir yfir sjö ára tímabil í garð eiginkonu sinnar. Hann er m.a. sagður hafa hótað henni lífláti, en nokkur brotanna ná til tímabils þegar konan var ólétt. Þá er mað- urinn einnig ákærður fyrir líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn þremur dætrum þeirra yfir sama tímabil. Í umfjöllun RÚV um málið er greint frá því að maðurinn sé lækn- ismenntaður. Gylfi Ólafsson, for- stjóri Heilbrigðisstofnunar Vest- fjarða, staðfesti við mbl.is að læknirinn hefði unnið þar, en ekki síðan 2013 nema í undantekningar- tilvikum, síðast árið 2020. Í ákærunni kemur m.a. fram að læknirinn hafi hótað eiginkonunni lífláti með því að gefa henni of mikið insúlín með fjarstýringu sem stýrir inngjöf, en ljóst er af lestri ákær- unnar að konan hafi verið sykursjúk. Þá hafi hann einnig hótað henni að hann myndi lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá. Fram kemur í ákærunni að mað- urinn hafi beitt konuna ofbeldi þegar hún var ólétt með því að hrinda henni í gólfið, þrýsta hné í maga hennar og þrengja að hálsi hennar. Fékk hún af þessu maráverka, en maðurinn er sagður hafa hótað henni lífláti ef hún færi út af heimilinu án hans fylgdar í nokkra daga eftir at- vikið. Þá er hann sagður hafa þvingað hana í eitt skipti til heimilisverka og neitað henni um aðstoð þegar hún var fótbrotin og kvalin. Hann hafi hins vegar beitt hana í staðinn and- legu og líkamlegu ofbeldi og hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Í ann- að skipti hafi hann niðurlægt hana með því að hafa bannað henni að þrífa upp maís sem konan hafði misst á gólfið, en þvingað hana til að borða maísinn af gólfinu. Læknir beitti of- beldi og hótunum - Hótaði eiginkonu sinni lífláti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ísafjörður Læknirinn starfaði á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.