Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Byggingarheimildir eru alltaf verðmætar en í þessum tilvikum eru þær það ekki síst út frá stað- setningunni og út frá sögunni. Við verðum að leyfa okkur að tala um söguna sem verðmæti,“ segir Borghildur Sölvey Sturlu- dóttir, arkitekt og deildarstjóri deiliskipulags- áætlana hjá um- hverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Um þessar mundir er unnið að því að skrá sögu lóða sem nýttar hafa verið undir bensínstöðvar í Reykjavík um áratugaskeið. Sem kunnugt er hefur verið ákveðið að fækka bensínstöðvum í borginni og áformað er að brotthvarf þeirra muni styðja við áform borg- arstjórnar um að þétta byggð á næstu árum. Borghildur segir að umrædd skráning sé hluti af vinnu við deiliskipulag umræddra lóða og tekur hún bæði til lóðanna sjálfra og bensínstöðvabygging- anna. Þannig má búast við að sér- staklega verði horft til varðveislu- gildis bensínstöðvanna við Ægisíðu 102, við Skógarhlíð 16 og við Laugaveg 180. Fundahöld um verndun Samkvæmt upplýsingum frá Minjastofnun er varðveisla bens- ínstöðva til skoðunar þar á bæ og hafa farið fram fundahöld, meðal annars með starfsmönnum borg- arinnar og eigendum olíufélaga sem eiga umræddar lóðir. Ekki hefur þó verið sett af stað form- legt friðlýsingarferli. „Minja- stofnun Íslands er að móta stefnu, meðal annars um vernd ýmissa svokallaðra yngri minja, og í því samhengi hefur verið rætt um verndun bensínstöðva meðal ann- ars við eigendur olíufélaganna,“ segir Henny Hafsteinsdóttir, minjavörður Reykjavíkur og ná- grennis. „Bensínstöðvar eru flokk- ur bygginga sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja þegar kemur að verndun menningararfs. Í þeim flokki eru nokkrar listrænar perl- ur, hannaðar af virtum arkitekt- um, og það væri í raun synd fyrir samfélagið og menningu okkar ef sá hluti byggingararfsins hyrfi al- veg,“ segir Henny enn fremur. Borghildur Sölvey segir að byggt sé á skráningu sem gerð var árið 2012 en lóðir bensínstöðv- anna og byggingarnar séu eins ólíkar og þær eru margar. „Eitt er að skoða söguna og húsin sjálf og annað að skoða hvaða mögu- leikar eru í kringum þessar lóðir. Við undirbúning að gerð deili- skipulags ber okkur að vanda til verka enda er hann kjarninn að því sem verður við gerð þess. Í deiliskipulaginu eru vissulega skoðuð bílastæði, hæð húsa og slíkt en undanfari þess er oft greiningarvinna sem þessi. Við þurfum bæði að vita hvaðan við komum og hvert við erum að fara.“ Mikilvægir reitir í borginni Hún segir aðspurð að þessi vinna sé hluti af undirbúningi fyr- ir frekari uppbyggingu lóðanna en vinna sem þessi taki sinn tíma. Borghildur starfaði um þriggja ára skeið í stjórnsýslunni í Árós- um í Danmörku og segir reynslu sína þaðan styðja að uppbygging sem þessi sé flóknari en bara lóð í uppbyggingu. „Ég er vel meðvituð um að þetta eru lóðir sem aðrir eiga og vilja halda áfram með en þétting byggðar er ekki venjuleg úthlutun lóða. Þetta eru staðir sem hafa fjórar framhliðar. Við erum að halda áfram að byggja upp borg og þá eru reitir sem þessir mikilvægir. Við þurfum að gefa þeim þann tíma sem þarf og stíga örugg og góð skref.“ Bakarí og ísbúðir taka við Bensínstöðvarnar á höfuðborg- arsvæðinu eru gjarnan í miðjum hverfum og eftir því sem dregið hefur verið úr þjónustu síðustu ár og sjálfsafgreiðsla tekið við hafa ýmsir séð sér leik á borði og tekið þær undir annars konar starfsemi. Þannig er nú hægt að kaupa sér brauð og kökur í gegnum bílalúgu á einum stað, hjólabúð er rekin á öðrum stað, ísbúð á enn einum auk veitingastaða. Góð nýting þar til framtíðaráform verða að veru- leika ef ekki framtíðin sjálf. „Það er ákveðin fegurð í þessu, svona vill maður að svæði gangi í end- urnýjun lífdaga,“ segir Borghild- ur. „Það þarf ekki alltaf bara að vera niðurrif og byrja upp á nýtt. Ég fagna því frumkvæði að fólk fái tækifæri til að máta ýmislegt inn, í einhvern tíma að minnsta kosti, og vildi óska að við skoð- uðum hvernig best er að þróa þessi svæði áfram. Það eru alltaf svæði í bakgarðinum sem vert er að halda í.“ Morgunblaðið/Eggert Ægisíða Guðmundur Kr. Kristinsson og Ferdinand Alfreðsson teiknuðu bensínstöðina og bílaverkstæði árið 1977. Byggingin og skyggnið fallega er farið að láta á sjá enda hefur viðhaldi ekki verið sinnt. Morgunblaðið/Eggert Skógarhlíð Þór Sandholt hannaði stöðina við Skógarhlíð sem opnuð var á sjötta áratugn- um. Í dag eru þar dælur Orkunnar fyrir utan en í framhúsinu er afgreiðsla smurstöðvar. Bensínstöðvar í borginni í biðstöðu - Varðveisla fornfrægra bensínstöðva í borginni til skoðunar - Listrænar perlur hannaðar af virt- um arkitektum - Vanda til verka - Bensínstöðvar nú nýttar undir bakarí, veitingastaði og ísbúðir Morgunblaðið/Eggert Laugavegur Þór Sandholt hannaði þessa, rétt eins og stöðina í Skógarhlíð, en skyggninu hefur verið breytt. Borghildur Sölvey Sturludóttir www.gilbert.is KLASSÍSKT OG STÍLHREINT GILBERT LIBERATOR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.