Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Slysavarnaskóli sjómanna í Sæ- björg var fyrir skömmu fluttur frá Austurhöfn að Bótarbryggju í Gömlu höfninni í Reykjavík. Bót- arbryggja liggur út af Granda- garði, milli Slysavarnahússins og Bakkaskemmu, húss Sjávarklasans. Sæbjörgin sigldi fyrir eigin vél- arafli á nýja framtíðarstaðinn. Ferðin tók skamman tíma, enda stutt að fara. Sæbjörgin hefur legið í Austur- höfninni síðustu 15 árin. Miklar breytingar hafa orðið á þessu svæði undanfarin ár. Fyrst reis tónlistar- húsið Harpa, því næst stór fjölbýlis- hús og loks var opnað nýtt lúxus- hótel, Reykjavík Edition-hótelið. Áður en af flutningi Sæbjargar gat orðið þurfti að tryggja aðgang að rafmagni, vatni, frárennsli og ljósleiðara. Skólinn er í eigu Slysa- varnafélagsins Landsbjargar en hann var stofnaður árið 1985 til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjó- menn. Árið 1998 gaf ríkisstjórn Ís- lands félaginu ferjuna Akraborg til afnota fyrir skólann. sisi@mbl.is Sæbjörg er komin á framtíðarstaðinn Morgunblaðið/sisi Grandinn Sæbjörg er komin á framtíðarstaðinn við Bótarbryggju. Áður lá skipið hinum megin í höfninni, við Hörpu. Hraðamælingar sem gerðar voru á Hverfisgötu í Reykjavík leiddu í ljós að 53% öku- tækja mældust yfir leyfilegum hraða sem er 30 km/klst. Mældur meðalhraði var 34 km/klst. Mælingarnar voru gerðar frá 30. mars til 5. apríl sl. til móts við hús númer 72. Mælt var í báðar áttir en óverulegur munur var á hraða öku- tækja eftir akstursstefnu. Niðurstöður mælinganna voru kynntar á síðasta fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Ráðið lagði fram svohljóðandi bókun: „Íbúaráð Miðborgar og Hlíða ítrekar mikil- vægi þess að farið verði í aðgerðir til að sporna við hraðakstri við Hverfisgötu og komið verði á örugg- um gönguleiðum yfir götuna. Þessar mælingar sýna að það er mikil þörf á hvoru tveggja til þess að tryggja öryggi vegfarenda.“ sisi@mbl.is Margir óku of greitt á Hverfisgötunni Skemmtiferðaskip af stærri gerð- inni er væntanlegt til Reykjavíkur í dag. Skip í þessum stærðarflokki hefur ekki komið hingað síðan árið 2019 en vegna heimsfaraldurs kór- ónuveirunnar komu engin slík skip árin 2020 og 2021. Skipið sem væntanlegt er í dag heitir Norwegian Dawn. Það er 92.259 brúttótonn að stærð og 294 metra langt. Það tekur 2.340 far- þega og í áhöfn eru 1.032. Það kem- ur frá New York og er á leið til Evr- ópu. Skipið er væntanlegt að Skarfabakka í Sundahöfn klukkan 14 í dag. Allt útlit er fyrir að sumarvertíð farþegaskipa verði lífleg í ár. Nú eru skráðar hjá Faxaflóahöfnum 189 skipakomur og farþegar verði yfir 200 þúsund talsins. sisi@mbl.is Fyrsta „stóra“ far- þegaskipið kemur Farþegaskipið Norwegian Dawn. 2022 ÁRGERÐIR KOMNAR ÍVERSLUN EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM FLEIRI LITIR Í BOÐI ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Lithium Grey Chrome 104.990 kr. MARLIN5 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal TREK Black 124.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 109.990 kr. FX2Disc Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890 Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Flens- borgarskólans í Hafnarfirði til fimm ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneyti en fimm sóttu um stöðuna. Erla Sigríður hefur starfað við Flensborgarskól- ann í Hafnarfirði frá árinu 2002. Fyrstu ár sín í skólanum starfaði hún sem sögukennari en frá 2011 hefur hún gegnt ýmsum stjórn- unarstöðum innan skólans, þ.e. stöðu sviðsstjóra félagsgreina, mannauðsstjóra, aðstoðarskóla- meistara og setts skólameistara. Skipuð skólameist- ari Flensborgarskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.