Morgunblaðið - 05.05.2022, Side 25
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
Slysavarnaskóli sjómanna í Sæ-
björg var fyrir skömmu fluttur frá
Austurhöfn að Bótarbryggju í
Gömlu höfninni í Reykjavík. Bót-
arbryggja liggur út af Granda-
garði, milli Slysavarnahússins og
Bakkaskemmu, húss Sjávarklasans.
Sæbjörgin sigldi fyrir eigin vél-
arafli á nýja framtíðarstaðinn.
Ferðin tók skamman tíma, enda
stutt að fara.
Sæbjörgin hefur legið í Austur-
höfninni síðustu 15 árin. Miklar
breytingar hafa orðið á þessu svæði
undanfarin ár. Fyrst reis tónlistar-
húsið Harpa, því næst stór fjölbýlis-
hús og loks var opnað nýtt lúxus-
hótel, Reykjavík Edition-hótelið.
Áður en af flutningi Sæbjargar
gat orðið þurfti að tryggja aðgang
að rafmagni, vatni, frárennsli og
ljósleiðara. Skólinn er í eigu Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar en
hann var stofnaður árið 1985 til að
sinna öryggisfræðslu fyrir sjó-
menn. Árið 1998 gaf ríkisstjórn Ís-
lands félaginu ferjuna Akraborg til
afnota fyrir skólann. sisi@mbl.is
Sæbjörg er komin
á framtíðarstaðinn
Morgunblaðið/sisi
Grandinn Sæbjörg er komin á framtíðarstaðinn við Bótarbryggju. Áður lá skipið hinum megin í höfninni, við Hörpu.
Hraðamælingar
sem gerðar voru
á Hverfisgötu í
Reykjavík leiddu
í ljós að 53% öku-
tækja mældust
yfir leyfilegum
hraða sem er 30
km/klst. Mældur
meðalhraði var
34 km/klst.
Mælingarnar voru gerðar frá 30.
mars til 5. apríl sl. til móts við hús
númer 72. Mælt var í báðar áttir en
óverulegur munur var á hraða öku-
tækja eftir akstursstefnu.
Niðurstöður mælinganna voru
kynntar á síðasta fundi íbúaráðs
Miðborgar og Hlíða. Ráðið lagði
fram svohljóðandi bókun: „Íbúaráð
Miðborgar og Hlíða ítrekar mikil-
vægi þess að farið verði í aðgerðir
til að sporna við hraðakstri við
Hverfisgötu og komið verði á örugg-
um gönguleiðum yfir götuna. Þessar
mælingar sýna að það er mikil þörf
á hvoru tveggja til þess að tryggja
öryggi vegfarenda.“ sisi@mbl.is
Margir óku of greitt
á Hverfisgötunni
Skemmtiferðaskip af stærri gerð-
inni er væntanlegt til Reykjavíkur í
dag. Skip í þessum stærðarflokki
hefur ekki komið hingað síðan árið
2019 en vegna heimsfaraldurs kór-
ónuveirunnar komu engin slík skip
árin 2020 og 2021.
Skipið sem væntanlegt er í dag
heitir Norwegian Dawn. Það er
92.259 brúttótonn að stærð og 294
metra langt. Það tekur 2.340 far-
þega og í áhöfn eru 1.032. Það kem-
ur frá New York og er á leið til Evr-
ópu. Skipið er væntanlegt að
Skarfabakka í Sundahöfn klukkan
14 í dag.
Allt útlit er fyrir að sumarvertíð
farþegaskipa verði lífleg í ár. Nú
eru skráðar hjá Faxaflóahöfnum
189 skipakomur og farþegar verði
yfir 200 þúsund talsins.
sisi@mbl.is
Fyrsta „stóra“ far-
þegaskipið kemur
Farþegaskipið Norwegian Dawn.
2022 ÁRGERÐIR
KOMNAR ÍVERSLUN
EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM
FLEIRI LITIR Í BOÐI
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
Frábært fjölnota hjól
Álstell, 16 gírar
Vökvabremsur
Lithium Grey Chrome
104.990 kr.
MARLIN5
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Læsanlegur dempari
Gunmetal
TREK Black
124.990 kr.
DS2
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Matte Dnister Black
109.990 kr.
FX2Disc
Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is
Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890
Erla Sigríður Ragnarsdóttir hefur
verið skipuð skólameistari Flens-
borgarskólans í Hafnarfirði til
fimm ára.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá menntamálaráðuneyti en fimm
sóttu um stöðuna. Erla Sigríður
hefur starfað við Flensborgarskól-
ann í Hafnarfirði frá árinu 2002.
Fyrstu ár sín í skólanum starfaði
hún sem sögukennari en frá 2011
hefur hún gegnt ýmsum stjórn-
unarstöðum innan skólans, þ.e.
stöðu sviðsstjóra félagsgreina,
mannauðsstjóra, aðstoðarskóla-
meistara og setts skólameistara.
Skipuð skólameist-
ari Flensborgarskóla