Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Við skoðum glæsilegustu miðalda borgir Evrópu frá11. og 12. öld Tallinn og Riga, kynnumst mið- aldastemningu sem er engri lík. Borgir sem eru á minjaskrá Unesco, miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið. Á vegi okkar verða m.a. dóm- kirkjur, þröngar steinilagðar götur, hallir, kastalar, fallegar sveitir og sveitaþorp með bros- andi heimamönnum. Síðumúli 29, 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Eistland og Lettland Innifalið í verði er: • Flug ásamt sköttum og gjöldum • Allur akstur skv. dagskrá • Gisting með morgunmat • 6 X hádegisverður • Aðgangur að söfnum þar sem við á; Rundale höll, Bauska kastalinn, Palmse hefðarsetur, Þjóðmin- jasafnið, Cesis kastali, Sovéska neðanjarðarbyrgið • Vínsmökkun í Lahema þjóðgarði- num • Sigling um síki Riga og á ánni Daugava • Íslenskur fararstjóri auk enskumælandi fararstjóra Stígðu aftur í miðaldir 299.700 á mann í 2ja manna herbergi 6.-13. júlí 2022 Dekkjaverkstæðin hafa enn í nægu að snúast við að koma bílunum á sumardekk. Hér gerir Þórður Þrast- arson á dekkjaverkstæði Kletts í Hátúni eitt sumar- dekkið klárt. Frá 15. apríl hefur verið óheimilt að aka á nagladekkjum en lögreglan er þó ekki farin að sekta ökumenn. Guðbrandur Sigurðsson, umferðardeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vel fylgst með stöðunni. Ekki verði sektað í þessari viku en staðan metin í þeirri næstu. Hvetur Guðbrandur ökumenn til að skipta nagladekkjunum út en lögreglan geri sér vel grein fyrir að erfitt geti reynst að fá tíma í dekkjaskipti á háannatíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Enn að skipta en stutt í sektir Ragnhildur Þrastardóttir Jóhann Ólafsson Freyr Bjarnason Seðlabankinn kynnti mestu stýri- vaxtahækkun frá hruni í gær. Nemur hún einni prósentu og eru meginvext- ir bankans nú 3,75%. Síðast var sam- bærileg hækkun kynnt árið 2008. Vaxtahækkunin er viðbragð við mikilli hækkun fasteignaverðs og þeirri 7,2% verðbólgu sem mældist í síðasta mánuði. Er það mesta verð- bólga sem mælst hefur síðan í maí- mánuði árið 2010. Verðbólguvæntingar hafa hækkað á alla mælikvarða og spáir Seðlabank- inn 8% verðbólgu á þriðja ársfjórð- ungi. Er það 2,8% meiri verðbólga en bankinn spáði í febrúar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji ekki að einstaklingar muni missa húsnæði sitt vegna hækkunar- innar þó svo að hún muni leiða til hærri afborgana af húsnæðislánum með breytilegum vöxtum. Hann bendir á að heimilin í landinu hafi aldrei staðið jafn vel ef litið er til kaupmáttar og eignastöðu. Þannig hafi það ekki verið í kjölfar hrunsins þegar atvinnuleysi var mikið og margir voru með verðtryggð lán. „Ég hef fremur áhyggjur af þeim sem komast ekki inn á markaðinn,“ segir Ásgeir. „Staða á fasteignamarkaði er farin að verða mjög ráðandi þáttur varð- andi lífskjör í landinu. Þar er fólk í mjög misjafnri stöðu og það er áhyggjuefni.“ Spjótin beinast að stjórnvöldum Drífa Snædal, forseti Alþýðusam- bands Íslands, segir hækkunina koma beint við pyngjur landsmanna, sérstaklega í formi hækkunar á hús- næðislánum. Að sögn Drífu munu þessar hækk- anir hafa áhrif á kjarasamninga, sem eru lausir í haust. „Öll spjót standa á stjórnvöldum að bregðast við þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir bankann ein- faldlega vera að sinna skyldu sinni. „Í fyrsta lagi þarf vinnumarkaður- inn að líta til þessa veruleika ásamt stjórnendum fyrirtækja og ganga fram með góðu fordæmi. Í öðru lagi þurfa opinber fjármál að vera að- haldssöm a.m.k næstu 18 mánuði. Í þriðja lagi þarf að fylgjast náið með þróun verðlags, þ.e. að fyrirtæki og þjónustuaðilar hækki ekki verð um- fram það sem eðlilegt getur talist. Samkeppniseftirlitið hefur þegar haf- ið þá vinnu og fagna ég henni mjög. Að lokum þá verður að byggja meira. Stór þáttur í hækkun vísitölu neyslu- verðs er framboðsskortur á hús- næði,“ sagði Lilja. Sterk skilaboð Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Seðlabankinn sendi mjög sterk skilaboð til aðila vinnumarkað- arins með sinni ákvörðun. „Og ekki síður að senda sterk skilaboð til hins opinbera um að auka aðhaldið enn frekar, að öðrum kosti muni Seðla- bankinn verða nauðbeygður til að bregðast við,“ sagði Halldór. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bankafundur Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, í forgrunni, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans kynntu hækkun vaxta í gær. Stýrivextir hækkaðir um 1% - Mesta stýrivaxtahækkun frá hruni - Snertir pyngjur landans - Hið opinbera þarf að auka aðhald Í dag eru níu dagar til sveitar- stjórnarkosninga, en Morgunblaðið flytur fréttir af kosningabarátt- unni hringinn um landið, þar á meðal með sérstöku kosn- ingahlaðvarpi, þar sem rætt hefur verið við frambjóðendur og kjós- endur í helstu sveitarfélögum. Á lokasprettinum er enn bætt í, en fram að kosningum verða daglega birtar oddvitakappræður Dagmála úr stærstu sveitarfélögum. Í dag birtast þær fyrstu, frá Akureyri. Hér til hliðar sjást þau Brynjólfur Ingvarsson (F), Jana Salóme Ingi- bjargar Jósepsdóttir (V) og Hlynur Jóhannesson (M) sitja fyrir svörum hjá blaðamönnunum Andrési Magnússyni og Stefáni Einari Stef- ánssyni. Morgunblaðið/Ágúst Óliver Oddvita- kappræður í Dagmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.