Morgunblaðið - 05.05.2022, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Fyrir dyrum stendur niðurrif fjöl-
margra bygginga á Ártúnshöfða í
Reykjavík. Þessar byggingar, að-
allega iðnaðar- og verslunarhús,
eiga að víkja fyrir fjölmennri
íbúðabyggð á næstu árum.
Í framhaldi af umfjöllun Morg-
unblaðsins á dögunum um Rauða
braggann við Elliðaárvog og nið-
urrif hans vakti glöggur lesandi,
Baldur J. Baldursson innanhúss-
arkitekt, athygli blaðsins á því að
nú stefndi í að annar og merkilegur
braggi verði látinn víkja fyrir nýju
íbúðahverfi á Ártúnshöfða. Þetta
er Hálogalandsbragginn, íþrótta-
braggi, sem upphaflega nefndist
Andrews Memorial Field House,
og var reistur af bandaríska hern-
um og vígður í nóvember 1943, í
seinni heimsstyrjöld.
Húsið var vagga handboltans
Í þessu húsi stóð vagga hand-
boltans um áratuga skeið og í hús-
inu voru Íslandsmót í handbolta og
körfubolta haldin. Margir eldri Ís-
lendingar muna eftir Hálogalandi
og minnast hússins með hlýju.
Hálogalandsbragginn stóð við
Suðurlandsbraut, u.þ.b. þar sem
gatnamót Gnoðavogs og Skeiða-
vogs eru í dag. Á hernámsárunum
var þarna stórt herskálahverfi,
Camp Hálogaland. Bragginn var
tekinn niður árið 1970 og miðhluti
hans endurreistur við Eirhöfða 11
árið 1972 af Vatnsveitu Reykjavík-
ur en lægri hliðarbyggingum, með-
fram báðum langhliðum Háloga-
landsbraggans, var fargað. Hin
nýja bygging var bæði lægri og
mjórri en gamla íþróttahúsið. Und-
irstöður voru steyptar, grindin var
úr stáli og klæðningin var báru-
járn.
Tveimur árum áður hafði Vatns-
veita Reykjavíkur reist annan
bragga með sams konar formi og
stendur hann austan við hinn. Þar
er um að ræða annað sögufrægt
stálgrindarhús, en það var eitt sinn
gamla Hafnarsmiðjan, sem stóð í
Múlakampi.
Bil var á milli bragganna og
nokkrum árum síðar (1987) reisti
Vatnsveitan skemmu á milli
húsanna og var hún með öðru lagi.
Arkitekt bygginganna var Magnús
Skúlason.
Eftir að Vatnsveita Reykjavíkur
(sem nú heitir Orkuveita Reykja-
víkur) hætti að nota braggana hafa
þeir þjónað annarri starfsemi til
þessa dags. Nú síðast voru bílasöl-
ur með starfsemi í húsunum en
þær eru nú fluttar á Klettsháls.
Byggingarnar standa nú ónotaðar
á lóðinni og bíða niðurrifs.
Í skýrslu Borgarsögusafns frá
árinu 2021 segir svo um Háloga-
landsbraggann:
„Fyrsta húsið sem hét Háloga-
land var íbúðarhús byggt 1930 þar
sem nú er bílastæði á milli blokk-
anna Sólheima 25 og 27. Á þeim
tíma, fyrir seinni heimsstyrjöldina,
var þetta svæði austan þéttbýlis
Reykjavíkur og sóttust ein-
staklingar sem vildu stunda rækt-
un og búrekstur eftir að búa þar.
Húsið brann árið 1972.
Árið 1940 var hluti Laugardals
og nærliggjandi svæða leigður her-
námsliði Breta og síðar Banda-
ríkjamanna. Þar risu heilu bragga-
hverfin og einnig stór skáli sem
setuliðið notaði sem íþróttahús, bíó
og samkomusal. Skálinn var nefnd-
ur Andrews Memorial Field House
í minningu Frank M. Andrews
hershöfðingja, sem fórst í flugslysi
við Fagradalsfjall á Reykjanesi
1943. Í daglegu tali var skálinn
kallaður Hálogaland. Skálinn var
vígður í nóvember 1943.
Á stríðsárunum stunduðu amer-
ískir hermenn körfubolta og aðrar
íþróttir í Hálogalandi og lánuðu
húsið einnig íslenskum íþrótta-
félögum. Jafnframt voru haldnar í
húsinu ýmsar samkomur. Í sept-
ember 1944 hélt söng- og leikkonan
Marlene Dietrich til að mynda tón-
leika fyrir bandaríska hermenn og
gesti þeirra í húsinu og einnig mun
gamanleikarinn Bob Hope hafa
komið þar fram á skemmtun um
svipað leyti.
Í styrjaldarlok keypti Íþrótta-
bandalag Reykjavíkur skálann af
setuliðinu og var hann eftir það
kallaður Hálogaland. Húsið varð
nú miðstöð handknattleiks í land-
inu og vettvangur allra helstu
kappleikja innanhúss fram til 1965,
þegar Laugardalshöll tók við því
hlutverki. Á tímabili var Háloga-
land einnig íþróttahús Vogaskóla
og notað undir guðsþjónustur fyrir
Langholtssöfnuð.“
Það er mat Borgarsögusafns í
húsakönnun að byggingin Eirhöfði
11 (áður Breiðhöfði 13) hafi miðl-
ungs varðveislugildi. Hún sé hluti
af heild iðnaðarhúsa sem eru
óvenjuleg, bæði vegna sögulegs
gidis og sérstakrar samsetningar í
byggingastíl.
Í sögu handknattleiksins á Ís-
landi, sem Steinar J. Lúðvíksson
rithöfundur og blaðamaður skráði,
kemur fram að Íþróttabandalag
Reykjavíkur hafi keypt Hálogaland
af Sölunefnd varnarliðseigna í
febrúar 1945 og fengið það til af-
nota 1946, að stríðinu loknu. „Sá
galli var á gjöf Njarðar við kaupin
á Hálogalandi að ÍBR átti ekki
peninga til þeirra,“ skrifar Steinar.
„Kaupið bara kofann strákar“
Gísli Halldórsson, síðar forseti
ÍSÍ, var þá orðinn einn af íþrótta-
leiðtogum í borginni. Hann segir
svo frá í bókinni Íþróttir í Reykja-
vík að áður en gengið var frá kaup-
unum hafi hann og Gunnar Þor-
steinsson, formaður ÍBR, farið á
fund Ólafs Thors, forsætisráðherra
og yfirmanns Sölunefndar varn-
arliðseigna. Þeir hafi greint Ólafi
frá því að líklegt mætti telja að
ÍBR myndi lenda í erfiðleikum með
að standa skil á kaupverðinu svo
fremi sem ekki fengjust tilslakanir.
Segir Gísli að Ólafur hafi þá sagt
við þá: „Kaupið bara kofann strák-
ar, hann verður aldrei tekinn af
ykkur.“ Tókust menn síðan í hend-
ur og með þessi orð Ólafs Thors í
huga hafi síðan verið skrifað undir
kaupsamninginn.
Hálogaland Braggi sem ameríski herinn reisti á stríðsárunum.
Hann var um áratuga skeið miðstöð inniíþrótta í Reykjavík.
Inn í teiginn Það var ætíð fjör á fjölum Hálogalands á hand-
boltaleikjum. Takið eftir því hve áhorfendur stóðu nálægt.
Fullt út úr dyrum Hin heimsfræga söng- og leikkona Marlene
Dietrich hélt tónleika fyrir hermennina í september 1944.
„Hálogaland“ rifið í annað sinn
- Hinn sögufrægi íþróttabraggi við Suðurlandsbraut var rifinn 1970 - Efni úr honum var notað þeg-
ar Vatnsveitan reisti vöruskemmu á Ártúnshöfða - Nú þarf sú bygging að víkja fyrir íbúðarhúsum
Morgunblaðið/sisi
Bíður niðurrifs Húsið Eirhöfði 11 eins og það lítur út í dag. Nær á myndinni er bragginn sem reistur var úr efni frá Hálogalandi. Á seinni árum var byggt
fyrir framan við húsið og þarna var bílasala síðast með starfsemi. Fjær má sjá braggann sem eitt sinn var gamla Hafnarsmiðjan, sem stóð í Múlakampi.
Hálfleikur Fólk stóð gjarnan fyrir
utan Hálogaland og fékk sér smók.
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022
KRINGLAN - SKÓR.IS
20
KRINGLUKAST
AFSLÁTTUR AF
%
ÖLLUM SKÓM