Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 6

Morgunblaðið - 05.05.2022, Page 6
6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2022 Við skoðum glæsilegustu miðalda borgir Evrópu frá11. og 12. öld Tallinn og Riga, kynnumst mið- aldastemningu sem er engri lík. Borgir sem eru á minjaskrá Unesco, miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið. Á vegi okkar verða m.a. dóm- kirkjur, þröngar steinilagðar götur, hallir, kastalar, fallegar sveitir og sveitaþorp með bros- andi heimamönnum. Síðumúli 29, 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Eistland og Lettland Innifalið í verði er: • Flug ásamt sköttum og gjöldum • Allur akstur skv. dagskrá • Gisting með morgunmat • 6 X hádegisverður • Aðgangur að söfnum þar sem við á; Rundale höll, Bauska kastalinn, Palmse hefðarsetur, Þjóðmin- jasafnið, Cesis kastali, Sovéska neðanjarðarbyrgið • Vínsmökkun í Lahema þjóðgarði- num • Sigling um síki Riga og á ánni Daugava • Íslenskur fararstjóri auk enskumælandi fararstjóra Stígðu aftur í miðaldir 299.700 á mann í 2ja manna herbergi 6.-13. júlí 2022 Dekkjaverkstæðin hafa enn í nægu að snúast við að koma bílunum á sumardekk. Hér gerir Þórður Þrast- arson á dekkjaverkstæði Kletts í Hátúni eitt sumar- dekkið klárt. Frá 15. apríl hefur verið óheimilt að aka á nagladekkjum en lögreglan er þó ekki farin að sekta ökumenn. Guðbrandur Sigurðsson, umferðardeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vel fylgst með stöðunni. Ekki verði sektað í þessari viku en staðan metin í þeirri næstu. Hvetur Guðbrandur ökumenn til að skipta nagladekkjunum út en lögreglan geri sér vel grein fyrir að erfitt geti reynst að fá tíma í dekkjaskipti á háannatíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Enn að skipta en stutt í sektir Ragnhildur Þrastardóttir Jóhann Ólafsson Freyr Bjarnason Seðlabankinn kynnti mestu stýri- vaxtahækkun frá hruni í gær. Nemur hún einni prósentu og eru meginvext- ir bankans nú 3,75%. Síðast var sam- bærileg hækkun kynnt árið 2008. Vaxtahækkunin er viðbragð við mikilli hækkun fasteignaverðs og þeirri 7,2% verðbólgu sem mældist í síðasta mánuði. Er það mesta verð- bólga sem mælst hefur síðan í maí- mánuði árið 2010. Verðbólguvæntingar hafa hækkað á alla mælikvarða og spáir Seðlabank- inn 8% verðbólgu á þriðja ársfjórð- ungi. Er það 2,8% meiri verðbólga en bankinn spáði í febrúar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í samtali við Morgunblaðið að hann telji ekki að einstaklingar muni missa húsnæði sitt vegna hækkunar- innar þó svo að hún muni leiða til hærri afborgana af húsnæðislánum með breytilegum vöxtum. Hann bendir á að heimilin í landinu hafi aldrei staðið jafn vel ef litið er til kaupmáttar og eignastöðu. Þannig hafi það ekki verið í kjölfar hrunsins þegar atvinnuleysi var mikið og margir voru með verðtryggð lán. „Ég hef fremur áhyggjur af þeim sem komast ekki inn á markaðinn,“ segir Ásgeir. „Staða á fasteignamarkaði er farin að verða mjög ráðandi þáttur varð- andi lífskjör í landinu. Þar er fólk í mjög misjafnri stöðu og það er áhyggjuefni.“ Spjótin beinast að stjórnvöldum Drífa Snædal, forseti Alþýðusam- bands Íslands, segir hækkunina koma beint við pyngjur landsmanna, sérstaklega í formi hækkunar á hús- næðislánum. Að sögn Drífu munu þessar hækk- anir hafa áhrif á kjarasamninga, sem eru lausir í haust. „Öll spjót standa á stjórnvöldum að bregðast við þessu.“ Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir bankann ein- faldlega vera að sinna skyldu sinni. „Í fyrsta lagi þarf vinnumarkaður- inn að líta til þessa veruleika ásamt stjórnendum fyrirtækja og ganga fram með góðu fordæmi. Í öðru lagi þurfa opinber fjármál að vera að- haldssöm a.m.k næstu 18 mánuði. Í þriðja lagi þarf að fylgjast náið með þróun verðlags, þ.e. að fyrirtæki og þjónustuaðilar hækki ekki verð um- fram það sem eðlilegt getur talist. Samkeppniseftirlitið hefur þegar haf- ið þá vinnu og fagna ég henni mjög. Að lokum þá verður að byggja meira. Stór þáttur í hækkun vísitölu neyslu- verðs er framboðsskortur á hús- næði,“ sagði Lilja. Sterk skilaboð Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, sagði í samtali við Morgun- blaðið að Seðlabankinn sendi mjög sterk skilaboð til aðila vinnumarkað- arins með sinni ákvörðun. „Og ekki síður að senda sterk skilaboð til hins opinbera um að auka aðhaldið enn frekar, að öðrum kosti muni Seðla- bankinn verða nauðbeygður til að bregðast við,“ sagði Halldór. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bankafundur Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, í forgrunni, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans kynntu hækkun vaxta í gær. Stýrivextir hækkaðir um 1% - Mesta stýrivaxtahækkun frá hruni - Snertir pyngjur landans - Hið opinbera þarf að auka aðhald Í dag eru níu dagar til sveitar- stjórnarkosninga, en Morgunblaðið flytur fréttir af kosningabarátt- unni hringinn um landið, þar á meðal með sérstöku kosn- ingahlaðvarpi, þar sem rætt hefur verið við frambjóðendur og kjós- endur í helstu sveitarfélögum. Á lokasprettinum er enn bætt í, en fram að kosningum verða daglega birtar oddvitakappræður Dagmála úr stærstu sveitarfélögum. Í dag birtast þær fyrstu, frá Akureyri. Hér til hliðar sjást þau Brynjólfur Ingvarsson (F), Jana Salóme Ingi- bjargar Jósepsdóttir (V) og Hlynur Jóhannesson (M) sitja fyrir svörum hjá blaðamönnunum Andrési Magnússyni og Stefáni Einari Stef- ánssyni. Morgunblaðið/Ágúst Óliver Oddvita- kappræður í Dagmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.