Morgunblaðið - 07.06.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
72,3 prósent einstaklinga bera mikið
traust til heilsugæslunnar á höfuð-
borgarsvæðinu, samkvæmt niður-
stöðum könnunar Sjúkratrygginga
Íslands. Þá eru 76,5 prósent notenda
heilsugæslustöðva á höfuðborgar-
svæðinu ánægðir með þjónustuna og
87,2 prósent töldu viðmót og fram-
komu starfsfólks almennt góða. Eru
niðurstöðurnar svipaðar og komu
fram í sambærilegri könnun árið
2019.
Einkareknar heilsugæslu-
stöðvar koma best út
Heilsugæslustöðvarnar Lágmúla,
nú Kirkjusandur, Salahverfi, Höfða,
Árbæ, Urðarhvarfi, Seltjarnarnesi
og Mjódd raða sér í efstu sætin í
flestum spurningum. Niðurstöður
könnunarinnar benda til þess að
einkareknar heilsugæslustöðvar
njóti mesta traustsins hjá notendum
heilsugæslustöðva á höfuðborgar-
svæðinu. Aftur á móti getur ýmis-
legt haft áhrif á þjónustu einstakra
stöðva á því tímabili sem könnunin
var gerð, eins og mannekla og veik-
indi hjá starfsfólki.
Brýnast að stytta
bið eftir þjónustu
Það sem er almennt talið brýnast
að bæta í þjónustu heilsugæslu-
stöðva, er að bið eftir þjónustu verði
styttri. 75,1 prósent þátttakenda
kalla eftir því. Tæplega helmingur
sagðist hafa fengið þjónustu innan
hæfilegs tíma. Þá telur rúmlega
helmingur svarenda mikilvægt að
auðvelda aðgengi að læknum í síma
og 35,9 prósent vilja auka rafræna
þjónustu. Sýna niðurstöður þó að al-
mennt hefur heilsugæslan staðið sig
mjög vel, þrátt fyrir gríðarlegt álag
á tímum kórónuveirufaraldurs.
Könnunina gerði Maskína fyrir
Sjúkratryggingar Íslands á tíma-
bilinu 2. mars til 26. apríl á þessu ári.
Slembiúrtak var gert meðal þeirra
sem sótt höfðu heilsugæslustöðvar á
höfuðborgarsvæðinu árið 2021 en
alls tóku 6.929 manns þátt í könnun-
inni, um 300 frá hverri heilsugæslu-
stöð. Verða niðurstöðurnar nýttar til
þess að þróa og efla þjónustuna enn
frekar.
Einkareknar stöðvar efst
- 72,3 prósent bera mikið traust til heilsugæslustöðva á
höfuðborgarsvæðinu - Ánægja með þjónustu og viðmót
Á Laugardalsvelli var í fyrsta
skipti seldur bjór í gærkvöldi er
karlalandslið Íslands í knatt-
spyrnu mætti Albaníu í Þjóða-
deildinni. „Við erum að koma til
móts við hóp stuðningsmanna
sem hafa verið að kalla eftir
þessu reglulega í mörg ár. Við
tókum síðan ákvörðunina að
sækja um viðeigandi leyfi á við-
eigandi stöðum og það fékkst,“
segir Ómar Smárason, upplýs-
ingafulltrúi KSÍ, um bjórsöluna.
Hann segir að miðasala á leikinn
hafi tekið kipp er fréttir bárust
af sölunni en nefnir þó að blíð-
viðrið hafi einnig getað haft já-
kvæð áhrif.
Ómar nefnir að Íslendingar
séu tíðir gestir á knattspyrnu-
leiki erlendis, jafnvel leiki Ís-
lands erlendis, og geti keypt sér
áfengi þar. „Af hverju ekki hér
líka?“
Hann segist ekki eiga von á
öðru en að bjórsalan sé komin til
að vera á Laugardalsvelli miðað
við viðbrögðin við framtakinu.
urdur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bjórsala
hafin á
landsleikjum
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Dagur B. Eggertsson, oddviti Sam-
fylkingarinnar, heldur áfram sem
borgarstjóri næstu átján mánuði, en
að þeim tíma liðnum munu hann og
Einar Þorsteinsson skiptast á emb-
ættum og þá verður Dagur formaður
borgarráðs. Einar verður þar með
fyrsti framsóknarmaðurinn til þess
að gegna embætti borgarstjóra.
Einar segir að sér þyki ekki verra
að fá þessa fyrstu mánuði til þess að
setja sig vel inn í stjórnkerfið, kynn-
ast ferlinu við ákvarðanatökur, eiga
samskipti við starfsfólk og kynnast
starfinu betur. „Við töldum þetta
skynsamlegustu skiptingu á verk-
efninu, hann byrjar fyrstu átján
mánuðina og svo tek ég við og verð
meirihluta kjörtímabilsins.“
Dagur tekur í sama streng en bæt-
ir við að með þessu sé verið að nýta
reynslu ásamt því að gefa Fram-
sóknarflokknum tækifæri. „Við er-
um þannig bæði að endurspegla það
sem við sáum í könnunum fyrir kosn-
ingar, að stærsti hluti kjósenda vildi
mig áfram sem borgarstjóra, en það
var líka krafa um breytingar og við
teljum þetta góða blöndu.“
Hefði verið til í stólinn
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti
og borgarfulltrúi Pírata, verður for-
maður sameinaðs umhverfis- og
skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í
nýrri borgarstjórn. Píratar voru eini
flokkurinn úr meirihlutasamstarfi
síðustu borgarstjórnar, sem bætti
við sig manni. Því komu fram vanga-
veltur um það hvort Píratar hygðust
gera tilkall til embættis borgar-
stjóra. „Ég hefði alveg tekið það á
mig, ef sú sviðsmynd hefði verið eitt-
hvað sem við hefðum endað með í
fanginu,“ segir Dóra Björt, aðspurð
hvort hún hefði viljað gegna embætti
borgarstjóra. Hún telur málefnum
Pírata vel fyrir komið með þeirri
verkaskiptingu sem flokkarnir hafa
komið sér saman um. „Við förum fyr-
ir þessum málaflokkum sem skipta
okkur máli. Þar erum við á gólfinu og
getum því haft áhrif. Við höldum
þannig trúnaði við okkar kjósendur.“
Vinna að sama markmiði
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir verður
formaður atvinnu-, nýsköpunar- og
ferðaþjónusturáðs, auk þess sem
hún mun sinna hlutverki forseta
borgarstjórnar. Viðreisn fékk aðeins
inn einn borgarfulltrúa, Þórdísi Lóu,
en Pawel Bartoszek er varafulltrúi.
Þrátt fyrir það gekk vel að koma
sjónarmiðum Viðreisnar að borðinu,
að sögn Þórdísar. „Við vissum frá
byrjun að við komum inn til að
styrkja fjölbreytileikann og breidd-
ina í hópnum. Mér líður ekki eins og
ég sé ein, þegar ég er að vinna með
þessu frábæra fólki. Þetta er mikill
mannauður og við erum öll að vinna
að sama markmiði.“
Átján fyrstu breytingar
Framsóknarflokkurinn boðaði
breytingar í kosningabaráttu sinni.
Nú hefur verið myndaður nýr meiri-
hluti þar sem Framsóknarflokkur-
inn bætist í hóp þeirra þriggja flokka
sem skipuðu meirihluta á síðasta
kjörtímabili.
Í upphafi málefnasamningsins má
sjá átján breytingar sem nýr meiri-
hluti boðar. Þar er lögð áhersla á
húsnæðisátak, næturstrætó, hækk-
un frístundastyrks og bættan starfs-
anda.
Fyrsti borgarstjóri Framsóknar
- Dagur heldur áfram sem borgarstjóri næstu átján mánuði - Einar tekur við af Degi í janúar 2024
- Píratar fara fyrir umhverfis- og skipulagsmálum - Þórdís Lóa verður forseti borgarstjórnar
Morgunblaðið/ Óttar
Borgarstjórn Nýr meirihluti í Reykjavík samanstendur af borgarfulltrúum
Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar.
Karlmaður á þrítugsaldri var hand-
tekinn á laugardagskvöld, grunaður
um að hafa orðið nágranna sínum,
karlmanni á fimmtugsaldri, að bana
með barsmíðum í austurborginni.
Ekki er talið að mennirnir tengist að
öðru leyti.
Lögreglu barst tilkynning um mál-
ið rétt fyrir klukkan 19:30 í Barðavogi
í Reykjavík.
Er viðbragðsaðilar komu á vett-
vang, var maðurinn meðvitundarlaus
og andaði ekki.
Strax voru hafnar endurlífgunartil-
raunir á manninum en þær báru ekki
árangur.
Sakborningurinn var á staðnum og
var hann þegar handtekinn og fluttur
á lögreglustöð.
Lögðu ekki fram kæru
Fyrr um kvöldið hafði lögregla ver-
ið kölluð tvisvar á staðinn vegna lík-
amsárása. „Það er ekkert sem hægt
er að sjá að lögreglan hefði átt að gera
eitthvað öðruvísi,“ segir Margeir
Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn
hjá rannsóknardeild lögreglu, en
hvorugur maðurinn lagði fram kæru
og lögregla því lítið getað aðhafst.
Margeir vildi ekki tjá sig um hvers
konar barefli hefði verið notað í árás-
inni. Hann segir að rannsókn málsins
gangi vel. Sakborningurinn var leidd-
ur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á
sunnudag og úrskurðaður í þriggja og
hálfrar viku gæsluvarðhald, til 1. júlí.
urdur@mbl.is
Varð nágranna að
bana í austurborginni
- Áður verið óskað eftir aðstoð lögreglu