Morgunblaðið - 07.06.2022, Page 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
vinnuföt fást einnig í
Mikið úrval af öryggisvörum
HAGI ehf • Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414 3700 • hagi@hagi.is • hagi.is • Hagi ehf HILTI
Opið: 8-18 virka daga – 10-12 laugardaga
Áhugamál Helga eru meðal ann-
ars brids. 7 ára gömlum var hon-
um kennt að spila brids og áhug-
inn hefur ekki dvínað síðan. Enn
þann dag í dag keppir hann á Ís-
landsmóti í brids. Í því hefur hann
unnuð marga titla og þykir brids-
sveitin hans hér fyrirnorðan afar
sterk. Frá unga aldri var hann
virkur í íþróttum og æfði fótbolta
með ungmennafélaginu í sveitinni.
Enn í dag spilar hann innan-
húsfótbolta, (bumbubolta) á Þela-
mörk með félögum sínum.
Fjölskylda
Eiginkona Helga er Ragnheiður
Margrét Þorsteinsdóttir, f. 22.11.
1967, bóndi á Syðri- Bægisá. Þau
hafa verið gift í 24 ár. Foreldrar
Ragnheiðar eru hjónin Þorsteinn
Rútsson, f. 14.7. 1950 og Jóna
Kristín Antonsdóttir, f. 7.12. 1950.
Þau hafa verið gift í 52 ár og eru
bændur á Þverá í Öxnadal.
Börn Helga og Ragnheiðar eru
1) Gunnella Helgadóttir, f. 12.8.
1993, bóndi og nuddari, búsett á
Syðri- Bægisá. Eiginmaður hennar
er Arnar Rafn Gíslason, f. 26.12.
1991, sölumaður hjá Vélfangi. Son-
ur þeirra er Hafþór Dalmar, f.
16.2. 2020 og eiga þau von á öðru
barni á næstu dögum; 2) Jónína
Þórdís Helgadóttir, f. 14.10. 1995,
bóndi, búsett á Syðri- Bægisá.
Unnusti hennar er Arnþór Gylfi
Finnsson, f. 19.5. 1995, sölumaður
hjá Höldi bílasölu. Börn þeirra eru
Helena Vordís, f. 3.2. 2020, og
Steinar Helgi, f. 18.3. 2022; 3)
Hulda Kristín Helgadóttir, f. 10.2.
1998, meistaranemi í efnaverk-
fræði í Danmörku. Kærasti hennar
er Arnór Breki Ásþórsson, f. 8.2.
1998, meistaranemi í vélaverk-
fræði.
Systir Helga er Katrín Steins-
dóttir, f. 30.9. 1953, bókari í
Hafnarfirði.
Foreldrar Helga voru hjónin
Steinn Dalmar Snorrason, f. 4.3.
1925, d. 17.8. 1999, bóndi á Syðri-
Bægisá, en hann tók við af föður
sínum Snorra, og Hulda Vordís
Aðalsteinsdóttir, f. 23.4. 1928, d.
11.8. 2020, húsfreyja á Syðri- Bæg-
isá, en hún ólst upp á Öxnhóli í
Hörgárdal, sem er í sama sveitar-
félagi, nú kallað Hörgársveit.
Helgi Bjarni
Steinsson
Haraldur Pálsson
bóndi og organisti
á Dagverðareyri í Kræklingahlíð
Katrín Jóhannsdóttir
húsfreyja á Dagverðareyri
Elísabet Pálína Haraldsdóttir
húsfreyja á Öxnhóli
Aðalsteinn Sigurðsson
bóndi á Öxnhóli í Hörgárdal
Hulda Vordís
Aðalsteinsdóttir
húsfreyja á Syðri-Bægisá
Helga Jóhanna Ólafsdóttir
húsfreyja á Öxnhóli
Sigurður Jóhann Sigurðsson
bóndi á Öxnhóli
Þorfinnur Guðmundsson
bóndi á Syðri-Bægisá
Snjólaug Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja á Syðri-Bægisá
Þórlaug Þorfinnsdóttir
húsfreyja á Syðri-Bægisá
Snorri Þórðarson
bóndi á Syðri-Bægisá
Halldóra Jónsdóttir
húsfreyja á Hnjúki
Þórður Jónsson
bóndi á Hnjúki í Skíðadal
Ætt Helga Bjarna Steinssonar
Steinn Dalmar Snorrason
bóndi á Syðri-Bægisá
í Öxnadal
„ANNAÐHVORT ERUM VIÐ OF NÁLÆGT
EÐA OF LANGT FRÁ ÞVÍ. ÉG GET EKKI
ÁKVEÐIÐ MIG.“
„ER ÞETTA NÚMER ELLEFU?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera bara hálf
manneskja án hans.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRRRRR… HVAÐ ER AÐ
ÞÉR, ODDI?
ALDREI VANMETA KOSTI
GÓÐS FAÐMLAGS
ÉG BRENNDI
MATINN!
STOPP! ÞÚ SLEKKUR
EKKI ELD SVONA!
ÉG ER AÐ PANTA
PÍTSU!
HALTU
ÁFRAM!
Einar K. Guðfinnsson sendi mér
póst: „Þeir Agnar H. Gunnars-
son, fyrrverandi oddviti á Miklabæ í
Skagafirði, og sr. Gísli Gunnarsson
í Glaumbæ voru að undirbúa að
bera á tún sín þegar Gunnar Rögn-
valdsson á Löngumýri bar að garði.
Gunnar orti:
Af gæsku vinna góðverk öll
þeim gróður jarðar fagnar.
Er blessuð sólin signir völl,
séra Gísli og Agnar.“
Ingólfur Ómar gaukaði að mér
þessari vísu, sem kom upp í huga
hans þegar hann var að dást að sól-
arlaginu sem alltaf er svo fallegt yf-
ir borginni seint á kvöldin í góðum
veðrum:
Gullnum roða skarta ský
í skini næturinnar.
Dulræn fegurð dvelur í
djúpi sálar minnar.
Það var „Vorhugur“ í Ólafi Stef-
ánssyni á miðvikudag:
Er vorar legg ég landið undir il,
þá lifnar allt og kemur óðum til.
Sauðburði lýkur
sinan burt fýkur
og sumarið það kemur, – hér um bil.
Á fimmtudag misritaðist limra
eftir Ólaf og biðst ég velvirðingar á
því. Rétt er hún svona með skýr-
ingum: „Þegar allir eu búnir að
gleyma Covid, þá geta menn notað
pestina til blóra, ef þeir finna ein-
hverja skerðingu á ilman, smekk
eða tilfinningu, eins og það hét í
gömlu Heilsufræðinni:
Nú kenna menn Covid um allt:
að kvennalánið sé valt.
að heyri þeir illa
og stöð þurfi að stilla
og kalla svo kaffið sitt malt.“
„Afdrifarík athyglissýki“ eftir
Hjálmar Freysteinsson:
Þegar Friðþjófur féll í skuggann
var fátt sem náði að hugg’ann,
frá kerlingarrolunni
úr kjallaraholunni
kastaði’ann sér út um gluggann.
Jón frá Garðsvík mælti við jafn-
öldru:
Ellin nálgast öllum þung,
ævin fer að styttast.
Meðan við vorum ennþá ung
áttum við að hittast.
Hjálmar Freysteinsson orti:
Á lausnum fínum ég luma,
loforð mín oft hafa ræst.
Ég geri sumt fyrir suma
ef sumir kjósa mig næst.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Gróður jarðar og sólarlagið