Morgunblaðið - 07.06.2022, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2022
Besta deild kvenna
Stjarnan – Þór/KA ................................... 5:0
Staðan:
Valur 7 5 1 1 19:4 16
Stjarnan 8 5 1 2 18:9 16
Selfoss 7 4 2 1 11:6 14
Þróttur R. 7 4 1 2 13:9 13
Breiðablik 7 4 0 3 17:5 12
ÍBV 7 3 2 2 11:9 11
Þór/KA 8 3 0 5 13:23 9
Keflavík 7 2 1 4 9:10 7
Afturelding 7 1 0 6 8:21 3
KR 7 1 0 6 4:27 3
Lengjudeild kvenna
Haukar – HK ............................................ 0:3
Fjarðab/Höttur/Leiknir – Fylkir............ 2:1
Staðan:
HK 5 5 0 0 12:3 15
FH 5 4 1 0 14:3 13
Tindastóll 5 4 0 1 6:2 12
Fjarð/Hött/Leikn. 5 3 1 1 11:4 10
Víkingur R. 5 3 0 2 13:7 9
Grindavík 5 2 1 2 5:5 7
Augnablik 5 1 0 4 4:12 3
Haukar 5 1 0 4 3:11 3
Fjölnir 5 0 1 4 4:15 1
Fylkir 5 0 0 5 3:13 0
Lengjudeild karla
Fylkir – Vestri .......................................... 5:0
Staðan:
Selfoss 5 4 1 0 12:4 13
Grótta 5 3 1 1 15:5 10
Fylkir 5 3 1 1 14:5 10
Fjölnir 5 3 1 1 13:8 10
Grindavík 5 2 3 0 7:3 9
HK 4 2 0 2 7:6 6
Kórdrengir 5 1 3 1 5:4 6
Þór 5 1 2 2 6:10 5
Vestri 5 1 2 2 6:14 5
Afturelding 5 0 3 2 4:8 3
Þróttur V. 4 0 1 3 1:11 1
KV 5 0 0 5 4:16 0
2. deild karla
Magni – Þróttur R.................................... 0:4
Reynir S. – Höttur/Huginn ..................... 3:4
KFA – Njarðvík........................................ 2:3
Staðan:
Njarðvík 5 5 0 0 18:3 15
Völsungur 5 4 1 0 13:6 13
Ægir 5 4 1 0 7:0 13
Þróttur R. 5 3 1 1 9:6 10
ÍR 5 2 2 1 7:4 8
Haukar 5 2 1 2 5:6 7
KF 5 0 4 1 7:8 4
Höttur/Huginn 5 1 1 3 6:11 4
Magni 5 1 1 3 4:13 4
KFA 5 0 2 3 5:10 2
Víkingur Ó. 5 0 2 3 3:8 2
Reynir S. 5 0 0 5 4:13 0
3. deild karla
Dalvík/Reynir – Sindri............................. 1:3
Kormákur/Hvöt – KFS............................ 1:2
Staðan:
Dalvík/Reynir 5 4 0 1 13:6 12
KFG 5 4 0 1 12:6 12
Elliði 5 3 1 1 7:3 10
Sindri 5 3 1 1 10:7 10
Augnablik 5 3 1 1 8:6 10
Víðir 5 3 0 2 11:7 9
Kormákur/Hvöt 5 2 0 3 9:8 6
Vængir Júpiters 5 2 0 3 7:9 6
KFS 5 2 0 3 8:14 6
Kári 5 1 1 3 4:8 4
KH 5 1 0 4 3:11 3
ÍH 5 0 0 5 9:16 0
Þjóðadeild UEFA
B-deild, 2. riðill:
Ísland – Albanía........................................ 1:1
Staðan:
Ísland 2 0 2 0 3:3 2
Ísrael 1 0 1 0 2:2 1
Albanía 1 0 1 0 1:1 1
Rússlandi var vísað úr keppni.
A-deild:
Ungverjaland – England ......................... 1:0
Ítalía – Þýskaland..................................... 1:1
Tékkland – Spánn..................................... 2:2
Portúgal – Sviss........................................ 4:0
Austurríki – Danmörk ............................. 1:2
Króatía – Frakkland ................................ 1:1
B-deild:
Armenía – Írland...................................... 1:0
Finnland – Bosnía .................................... 1:1
Svartfjallaland – Rúmenía....................... 2:0
Serbía – Slóvenía ...................................... 4:1
Svíþjóð – Noregur .................................... 1:2
C-deild:
Litháen – Lúxemborg.............................. 0:2
Tyrkland – Færeyjar ............................... 4:0
Kýpur – Norður-Írland............................ 0:0
Gíbraltar – Norður-Makedónía .............. 0:2
Búlgaría – Georgía ................................... 2:5
Kósóvó – Grikkland.................................. 0:1
Hvíta-Rússland – Aserbaídsjan.............. 0:0
Slóvakía – Kasakstan ............................... 0:1
D-deild:
San Marínó – Malta.................................. 0:2
Lettland – Liechtenstein ......................... 1:0
Andorra – Moldóva .................................. 0:0
EM U21 árs karla
Undankeppnin, D-riðill:
Hvíta-Rússland – Portúgal...................... 1:5
Kýpur – Grikkland ................................... 3:0
Staðan:
Portúgal 8 7 1 0 30:2 22
Grikkland 9 5 2 2 15:8 17
Ísland 8 3 3 2 17:6 12
Hvíta-Rússland 9 4 0 5 15:12 12
Kýpur 9 3 2 4 16:11 11
Liechtenstein 9 0 0 9 0:54 0
50$99(/:+0$
FÓTBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Stjarnan er komin upp að hlið Vals á
toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta
eftir afar sannfærandi 5:0-
heimasigur á Þór/KA í eina leik
deildarinnar í gær. Bæði lið eru með
16 stig en Valur á einn leik til góða.
Stjarnan lagði grunninn að sigr-
inum strax í upphafi leiks, því Gyða
Kristín Gunnarsdóttir skoraði tvö
fyrstu mörkin á fyrstu tíu mín-
útunum. Bakvörðurinn Arna Dís
Arnþórsdóttir bætti svo við tveimur
mörkum í seinni hálfleik en þess á
milli skoraði Jasmín Erla Ingadóttir
fjórða mark Stjörnuliðsins. Gyða
lagði upp markið á Jasmín og nýsjá-
lenska landsliðskonan Betsy Hass-
ett lagði upp annað og þriðja mark-
ið.
Góð sigling á Stjörnunni
Stjörnukonur hafa verið á góðri
siglingu síðustu vikur og unnið fjóra
leiki í röð í öllum keppnum, með
markatölunni 12:2. Ungir leikmenn
hafa tekið skref fram á við í sumar
eftir að hafa fengið tækifæri til að
vaxa í Garðabænum undanfarin ár.
Haldi Stjörnukonur áfram á sömu
braut getur liðið hæglega haldið sér
í toppbaráttunni þegar líður á mótið.
Þór/KA er aftur á móti í basli.
Liðið hefur tapað fjórum leikjum af
síðustu fimm í deildinni og fengið
fjögur mörk eða fleiri á sig í þremur
þeirra. Akureyrarliðið saknar Örnu
Sifjar Ásgrímsdóttur í vörninni en
hún gekk í raðir Vals fyrir þessa
leiktíð. Þór/KA hefur alls fengið á
sig 23 mörk í sumar en aðeins botn-
lið KR hefur fengið á sig fleiri, eða
27.
_ Stjörnukonan Jasmín Erla
Ingadóttir lék sinn 100. leik í efstu
deild.
Stjörnukonur
í annað sætið
- Skoruðu fimm gegn Þór/KA
Morgunblaðið/Óttar
Garðabær Framherjinn Katrín Ásbjörnsdóttir úr Stjörnunni sækir að bak-
verðinum Unni Stefánsdóttur úr Þór/KA á Samsung-vellinum í gær.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir úr ÍR
bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti
á Sparkassen Hammerwurf Meet-
ing-mótinu í Fränkisch-Crumbach í
Þýskalandi á sunnudag. Mótið er
fyrir 23 ára og yngri. Elísabet var í
miklu stuði á mótinu því hún kastaði
í tvígang lengra en gamla Íslands-
metið, sem var 64,39 metrar. Hún
kastaði lengst 65,35 metra og bætti
metið því um tæpan metra.
Elísabet er á 20. aldursári og er
metið því einnig aldursflokkamet í
20-22 ára flokki.
Hún kastaði 64,62 metra í fyrsta
kasti og bætti Íslandsmetið. Eftir tvö
köst undir 64 metrum og eitt ógilt
kast bætti hún metið aftur í fimmta
kastinu. Elísabet gerði síðan ógilt í
sjötta og síðasta kastinu.
Íslandsmethafinn var með nokkra
yfirburði á mótinu, því Esther Im-
ariagbee frá Þýskalandi var önnur,
með kast upp á 62,76 metra. Landa
hennar, Neele Koopmann, varð
þriðja með 61,98 metra kast. Laura
Siegel kastaði 53,97 metra og varð
fjórða.
Ljósmynd/Guðmundur Karl
Íslandsmet Elísabet Rut Rúnarsdóttir sló eigið Íslandsmet í sleggjukasti í
Þýskalandi á sunnudag þegar hún kastaði 65,35 metra.
Bætti Íslandsmetið
í Þýskalandi
Atvinnukylfingurinn Haraldur
Franklín Magnús var á leið í umspil
á úrtökumóti fyrir Opna banda-
ríska meistaramótið í golfi í Pur-
chase í New York-ríki í Bandaríkj-
unum, þegar blaðið fór í prentun
seint í gærkvöldi.
Fimm sæti á Opna bandaríska
mótinu voru í boði á úrtökumótinu
og Bandaríkjamennirnir Chris
Gotterup og Caleb Manuel tryggðu
sér tvö þeirra með því að ljúka leik
á samanlagt þremur höggum undir
pari. Haraldur var hins vegar á leið
í umspil með Bandaríkjamönnunum
Benjamin James, Brandon Matt-
hews, Michael Thorbjornsen, Kelly
Kraft, Michael Sweeney, Fran
Quinn og Chandler Phillips um þrjú
síðustu sætin. Léku þeir allir á
tveimur höggum undir pari.
Þegar Haraldur átti þrjár holur
eftir, var hann á fjórum höggum
undir pari og á góðri leið með að ná
sæti á sínu öðru risamóti, en ís-
lenski kylfingurinn lék á Opna
breska mótinu árið 2018 og varð í
leiðinni fyrsti, og til þessa eini,
karlkylfingurinn til að leika á risa-
móti.
Tveir skollar á síðustu þremur
holunum skemmdu hins vegar fyrir
Haraldi og endaði hann eins og áð-
ur segir á tveimur höggum undir
pari. Börðust því átta kylfingar í
umspili um þrjú síðustu lausu sætin
á Opna bandaríska.
Haraldur lék tvo hringi í gær á
samanlagt tveimur höggum undir
pari. Lék hann báða hringina á 69
höggum, einu höggi undir pari.
Hann fékk fjóra fugla og þrjá skolla
á fyrsta hring og fimm fugla og
fjóra skolla á öðrum hring.
Opna bandaríska mótið fer fram í
Brookline í Massachusetts dagana
16.-19. júní. Má reikna með flestum
sterkustu kylfingum heims á
mótinu. Tiger Woods hefur þó enn
ekki staðfest þátttöku sína á
mótinu.
Örlög Haraldar
réðust í umspili
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Umspil Haraldur Franklín Magnús
fór í umspil í New York í gær.
_ Handknattleiksmaðurinn Arnar
Birkir Hálfdánsson hefur yfirgefið
þýska félagið Aue, eftir að það féll úr
þýsku B-deildinni á dögunum. Svein-
björn Pétursson lék einnig með Aue
á tímabilinu en hann hefur ekkert
gefið út um framtíð sína.
_ Erlingur Richardsson er hættur
sem þjálfari hollenska karlalandsliðs-
ins í handbolta. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá hollenska handknatt-
leikssambandinu.
Ástæðan fyrir því
er að Erlingur og
sambandið náðu
ekki samkomulagi
um nýjan samn-
ing. Þess vegna
hefur Erlingur lát-
ið af störfum. Er-
lingur heldur
áfram að þjálfa ÍBV en aðstoðarmaður
hans, Grímur Hergeirsson, hefur yfir-
gefið félagið.
_ Handknattleikskonan Ásta Björt
Júlíusdóttir er gengin til liðs við upp-
eldisfélagið ÍBV á nýjan leik, eftir árs
dvöl hjá Haukum. Ásta gekk til liðs við
Hauka fyrir nýafstaðið tímabil en með
Hafnarfjarðarliðinu skoraði hún 103
mörk í 20 leikjum. Sigurður Bragason
mun þjálfa liðið áfram.
_ Spánverjinn Rafael Nadal vann
Opna franska meistaramótið í tennis í
14. sinn á sunnudag eftir sigur á
Norðmanninum Casper Ruud í úr-
slitaleik. Nadal vann tvö fyrstu settin
6:3 og lokasettið 6:0. Nadal hefur nú
unnið 22 risamót, tveimur fleiri en Ro-
ger Federer og Novak Djokovic.
_ Golden State Warriors jafnaði í ein-
víginu gegn Boston Celtics í úrslitum
NBA-körfuboltans í Bandaríkjunum
með 108:87-heimasigri í öðrum leik
liðanna síðustu nótt. Staðan eftir tvo
leiki er því 1:1 en fjóra sigra þarf til að
verða meistari. Stephen Curry var
stigahæstur hjá Golden State með 29
stig. Jayson Tat-
um var stigahæst-
ur hjá Boston með
28 stig.
_ Ólafur Stef-
ánsson, einn besti
handknattleiks-
maður Íslandssög-
unnar, hefur fram-
lengt samning sinn við þýska 1.
deildarfélagið Erlangen og verður
hann aðalþjálfaranum Raul Alonso
áfram til halds og trausts. Hann hefur
sinnt starfinu frá því í febrúar, en
Alonso tók við liðinu skömmu áður.
Sveinn Jóhannsson gengur í raðir Er-
langen í sumar.
_ Gríski körfuknattleiksmaðurinn Fo-
Eitt
ogannað
STJARNAN – ÞÓR/KA 5:0
1:0 Gyða Kristín Gunnarsdóttir 4.
2:0 Gyða Kristín Gunnarsdóttir 10.
3:0 Arna Dís Arnþórsdóttir 55.
4:0 Jasmín Erla Ingadóttir 69.
5:0 Arna Dís Arnþórsdóttir 76.
MM
Gyða K. Gunnarsdóttir (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Arna D. Arnþórsdóttir (Stjörnunni)
M
Ingibjörg L. Ragnarsdóttir (Stj.)
Anna M. Baldursdóttir (Stjörnunni)
Úlfa Dís Úlfarsdóttir (Stjörnunni)
Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjörnunni)
Jasmín E. Ingadóttir (Stjörnunni)
Dómari: Andri Vigfússon – 7.
Áhorfendur: 113.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, við-
töl og greinar um leikinn – sjá
mbl.is/sport/fotbolti.