Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 www.heimsferdir.is Albufeira Portúgal 21. júní í 7 nætur 76.425 Flug & hótel frá Frábært verð! 86.900 Flug & hótel frá 2 fullorðnir Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Karlotta Líf Sumarliðadóttir karlottalif@mbl.is Vegglistaverk eftir listamanninn Juan var afhjúpað á dögunum og prýðir nú gaflinn á Strandgötu 4 í Hafnarfirði. Um er að ræða klippi- mynd með ýmsum útilistaverkum sem er að finna í bænum. „Þetta kemur ofboðslega fallega út og það er mjög mikil ánægja með þetta,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Juan hafði samband við bæinn í lok síðasta árs og spurði hvort það væri eitthvert húsnæði sem gæti verið hentugt fyrir vegglistaverk en hann hefur verið að gera þetta víða um land,“ bætir hún við. Á listaverkinu er sérstakur QR- kóði sem tengist vef menningar- og listamiðstöðvarinnar Hafnarborgar um útilistaverk í Hafnarfirði. Þar er að finna upplýsingar um verkin og hvar þau má finna. „Þetta er ekki bara fallegt verk í sjálfu sér heldur finnst okkur þetta hafa jákvæð áhrif varðandi það að vekja athygli á þessum listaverkum sem eru í umhverfinu í Hafnarfirði og auka áhuga fólks á að skoða verkin,“ segir Rósa, en um er að ræða ellefu verk eftir ýmsa listamenn. „Þetta er eitt af því sem við viljum gera í bæn- um, fegra hann og búa til skemmti- lega stemningu. Og þetta er viðleitni í þá átt. Mér sýnist það hafa tekist vel af því að fólk er strax farið að sýna þessu mikinn áhuga og mynda.“ Nýtt vegglistaverk prýðir Strandgötu í Hafnarfirði - Verk Juans vekur áhuga á fleiri listaverkum í bænum Morgunblaðið/Hákon List Vegglistaverk Juans prýðir nú gaflinn á Strandgötu 4 í Hafnarfirði, en bæjarstjóri segir verkið hafa vakið talsverða athygli að undanförnu. Vetni verður nýtt sem varaafl í gagnaveri Verne Global í Reykja- nesbæ. Munu Verne og Lands- virkjun vinna saman að því að auð- velda orkuskipti gagnaversins yfir í grænt vetni sem framleitt er með íslenskri, endurnýjanlegri orku. Er þetta gert til að efla Verne Global enn frekar sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði í sjálfbærum lausnum. Og mun þetta vera fyrsta verkefnið af þessu tagi hér á landi. Greint er frá þessum áformum í aðsendri grein sem birt er á blað- síðu 35 hér í Morgunblaðinu. Segir þar ennfremur að gagna- ver og orkufyrirtæki landsins hafi nýverið tekið höndum saman í þessu tilraunaverkefni „sem von- andi kemur báðum enn lengra áfram á grænni braut endurnýjan- legrar orku“. Þá segir einnig að gagnaver á Ís- landi hafi vaxið mjög undanfarið og að þörfin fyrir þjónustu þeirra muni aukast enn frekar á næstunni. Gagnaver og orkufyrirtæki taka græn skref Óli Björn Kárason, þingflokksformað- ur Sjálfstæðisflokksins, taldi fátt geta komið í veg fyrir þinglok í nótt. Fund- arhöld stóðu enn yfir þegar blað þetta fór í prent en gengu vel og Óli Björn kvaðst finna fyrir eindregnum vilja þingmanna til þess að afgreiða málin áður en nýr dagur risi. „Það eru í raun engin vandamál sem við þurfum að leysa, þau eru nú þegar leyst.“ Rammaáætlun samþykkt Áætlun um vernd og orkunýtingu, oftast kölluð rammaáætlun, var sam- þykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, greiddi atkvæði gegn af- greiðslu rammans. Hann hefur áður mótmælt því að jökulárnar í Skaga- firði yrðu settar í biðflokk, sem áður voru í verndarflokki. Aðrir þingmenn flokksins samþykktu áætlunina. Auk Bjarna greiddu þingmenn Pí- rata allir atkvæði gegn afgreiðslu áætlunarinnar. Allir viðstaddir þing- menn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks greiddu atkvæði með af- greiðslunni en þingmenn Viðreisnar og Flokks fólksins og Samfylkingar sátu hjá. Í rammaáætluninni, sem er sú þriðja sem samþykkt er hér á landi, er gert ráð fyrir að fjórir kostir verði færðir úr verndarflokki í biðflokk auk þess sem lagt er til að beðið verði með friðlýsingu verndarsvæða í Skjálf- andafljóti. Er þetta í fjórða skipti sem ramma- áætlun þrjú er lögð fram fyrir Alþingi. Þrír virkjunarkostir voru færðir úr nýtingarflokki í biðflokk; Skrokköldu- virkjun og Holta- og Urriðafossvirkj- un í neðri hluta Þjórsár. Helga Vala Helgadóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, segir þinglok hafa gengið ágætlega. „Það hafa verið nokkrir þröskuldar á leiðinni en við erum komin með góða lendingu.“ Tilfinningaþrungin stund Helga Vala lýsir afgreiðslu ramma- áætluninnar sem flókinni og tilfinn- ingaþrunginni stund. „Rammaáætl- unin er með stærri málum sem við höfum verið að fást við og um hana eru mjög skiptar skoðanir pólitískt séð.“ Þá segir hún einnig að deila megi um það hvort ákveðnir stjórnar- flokkar hafi staðist það próf sem rammaáætlunin var. Síðustu mál á dagskrá voru þó mál sem um ríkti mikil sátt milli stjórnar og stjórnar- andstöðu að sögn Helgu Völu. Síðasta málið á dagskrá þingsins var skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðismál. Þægileg þinglok eftir af- greiðslu rammaáætlunar - Vilji til að ljúka þingi í gær - Rammaáætlun samþykkt Morgunblaðið/Eggert Alþingi Fundað var fram eftir kvöldi en sátt ríkti um síðustu málefni dagskrárinnar að sögn þingflokksformanna. Áfengissalan Sante.is var að fá send- an til sín 40 feta gám fullan af bjór. Útsöluverð á öllum 35.000 dósunum er samtals 9,7 milljónir en sama magn myndi kosta 13 milljónir í Vín- búðinni, samkvæmt útreikningum Santé. Eigendur fyrirtækisins segja að áfengisverð sé að minnsta kosti 20% of hátt á Íslandi. „Við sendum út fréttabréf í dag til að tilkynna að bjórinn væri kominn en 500 manns höfðu lesið póstinn eftir fjórar mínútur. Pantanaprentarinn er sjóðandi heitur. Það er greinilega mikil ánægja með þetta,“ segir Elías Blöndal Guðjónsson, meðeigandi Sante.is, í samtali við Morgunblaðið. Elías segir hátt verð í ríkisreknu vínbúðunum líklega stafa af álagn- ingu hjá heildsölum því álagning Vín- búðarinnar sé lögbundin. Hann gagn- rýnir fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi og segir það úrelt. „Tími umboða og heildsala er liðinn því það getur í raun hver sem er keypt þessar vörur og selt í smásölu,“ segir Elías og bætir við að þar að auki séu verðmæti fólgin í því að fá vöruna heimsenda. Opið 17. júní „Við erum með opið á þjóðhátíð- ardaginn, á afmælisdegi frelsishetj- unnar Jóns Sigurðssonar, sem barð- ist fyrir verslunarfrelsi. Ég er ekki viss um að hann væri hrifinn af þess- ari einokunarverslun eins og er í landinu. Ég reikna með því að það verði mjög mikið að gera. Það er bæði föstudagur og svo verður lokað í ein- okunarversluninni.“ anton@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjór Elías Blöndal Guðjónsson, meðeigandi Santé, sést hér með eina pal- lettu af bjórnum sem kom í hús í gær, en fyrirtækið fékk 35.000 dósir. Segja áfengisverð fimmtungi of hátt - Telja háttinn á áfengissölu úreltan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.