Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
ERT ÞÚ EIGANDI
www.homer.is?
Góðar fréttir! Við viljum versla við þig.
Sendu okkur línu á homer.heima@gmail.com
eða hafðu samband í síma 866-0994.
Karlotta Líf Sumarliðadóttir
karlottalif@mbl.is
Nýir útipallar hafa verið lagðir við
vesturkant Frakkastígs í miðbæ
Reykjavíkur. Um er að ræða al-
menningssvæði en veitingamenn
geta einnig nýtt sér pallana, að sögn
Eddu Ívarsdóttur, deildarstjóra
borgarhönnunar hjá Reykjavíkur-
borg. „Þetta er hluti af því að verið
er að leggja af bílastæði vestan
megin á Frakkastígnum og það
vantaði eitthvað til að loka stæðin
af.“
Skipulags- og samgönguráð
Reykjavíkurborgar samþykkti í
nóvember í fyrra að óheimilt væri
að leggja ökutækjum við vesturkant
Frakkastígs sökum þrengsla sem
mynduðust þegar ökutækjum var
lagt beggja vegna götunnar. Að
sögn Eddu lentu lögregla, slökkvilið
og almenningur ítrekað í því að ekki
var hægt að keyra niður götuna
vegna þess hve illa var lagt í stæðin.
„Með þessu móti erum við í raun að
fjarlægja stæðin og það þarf að taka
alla leiðina upp. Þessir pallar nýtast
náttúrulega fyrir rekstur og aðra
sem eru við götuna en í rauninni er
þetta almenningsrými.“
Enn ein aðförin
Ólafur Guðmundsson, umferðar-
sérfræðingur og fyrrverandi vara-
borgarfulltrúi, er hins vegar
óánægður með umrædda fram-
kvæmd og segir það skjóta skökku
við að smíða palla á götuna þegar
markmiðið er að breikka hana.
„Maður skilur ekki af hverju verið
er að víkka götuna til þess að
þrengja hana síðan aftur með
þessu.“
Segir Ólafur að þessi þrenging sé
enn ein aðförin að umferðinni. „Það
er gert með ýmsum hindrunum og
þetta er það nýjasta sem borgin hef-
ur tekið upp á, það er að smíða
svona trépalla úti á götum sem eiga
alls ekkert heima þar út frá umferð-
aröryggi og mengun, þarna eru
menn sitjandi alveg ofan í umferð-
argötum, það er mengun af út-
blæstri og svifryki og öðru slíku.
Þar fyrir utan er skortur á bílastæð-
um í miðborg Reykjavíkur.“
Vandamál þegar lagt er skakkt
„Þetta er í rauninni breiðara núna
af því að vandamálið er þegar bíl-
unum er lagt skakkt í stæðin en
ekki ef þeim er lagt alveg rétt. Pall-
arnir eru í rauninni innar heldur en
bílastæðalínan er, þetta er 20 til 30
sentimetrum innar, þannig að þetta
er ekki alveg úti í götunni,“ segir
Edda, spurð hvort verið sé að
þrengja götuna að nýju með þessum
hætti. Segir Edda þetta vera tíma-
bundna lausn þar til ráðist verði í
endurhönnun á götunni. „Það voru
tekin fjögur stæði en það er búið að
samþykkja að stæðin upp að Lauga-
vegi verði einnig tekin og við eigum
eftir að finna lausn þar.“ Hefði Ólaf-
ur þó heldur kosið að bílastæðin
yrðu fjarlægð án þess að eitthvað
kæmi í staðinn. „Ég skil það alveg
vegna þess að gatan þarna er mjög
þröng, þannig að það eru alveg rök
fyrir því að taka stæðin öðrum meg-
in.“
Umdeildir útipallar við
Frakkastíg í Reykjavík
- Skiptar skoðanir á nýjum pöllum í miðborg Reykjavíkur
Morgunblaðið/Hákon
Útisvæði Pallarnir á Frakkastíg eru ætlaðir almenningi en geta einnig nýst veitingamönnum í nágrenninu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta er skref í rétta átt en þegar
allt er tekið saman þá stöndum við
sauðfjárbændur síst betur að vígi en
síðasta haust,“ sagði Trausti Hjálm-
arsson, formaður Búgreinadeildar
sauðfjárbænda, um boðaða 23%
hækkun SS á afurðaverði til fjár-
bænda. Ástæðan er miklar kostnað-
arhækkanir landbúnaðarins. Trausti
nefndi miklar hækkanir á áburðar-
verði, rúlluplasti, olíu og kjarnfóðri.
Auk þess er fjármagnskostnaður
bænda að aukast líkt og annarra.
Hann bendir á að hækkunin sé
reiknuð ofan á afurðaverð SS frá síð-
asta hausti.
„Miðað við þær forsendur sem við
höfum núna, þessar góðu aðgerðir
ríkisstjórnarinnar í framhaldi af
starfi spretthópsins og boðaðar
hækkanir á afurðaverði, er kostnað-
ur sauðfjárbænda samt að aukast
umfram hækkun tekna. Samkvæmt
þessum forsendum mun framlegð
sauðfjárbúa lækka á milli ára úr 52%
í 43%,“ sagði Trausti.
Hann kvaðst taka undir orð Svan-
dísar Svavarsdóttur matvælaráð-
herra um að nú þyrftu afurðastöðv-
ar, smásalar og neytendur að standa
með íslenskum bændum.
„Við þurfum að sækja það stíft að
fá meiri leiðréttingu á okkar afurða-
verði,“ sagði Trausti. Hann kveðst
vera bjartsýnn að eðlisfari og treysta
því að til sé fólk sem vill taka slaginn
með sauðfjárbændum.
Ætla að hækka afurðaverð
Kjarnafæði Norðlenska hf. (kn.is)
ætlar ekki að vera eftirbátur ann-
arra afurðastöðva hvað varðar verð
til sauðfjárbænda í haust, að sögn
Ágústs Torfa Haukssonar fram-
kvæmdastjóra. Hann segir að
verðskrá fyrir haustið sé í vinnslu og
væntanleg bráðlega.
Kjarnafæði Norðlenska á tvö dótt-
urfélög, Norðlenska Matborðið ehf.
og SAH afurðir ehf. á Blönduósi.
Ágúst Andrésson, forstöðumaður
Kjötafurðastöðvar Kaupfélags
Skagfirðinga (KS), segir að afurða-
verð þeirra til sauðfjárbænda muni
hækka í haust líkt og hjá öðrum af-
urðastöðvum. Hve mikil hækkunin
verður hefur ekki verið endanlega
ákveðið.
Björn Víkingur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Fjallalambs á Kópa-
skeri, sagði spurður um hækkun af-
urðaverðs hjá þeim að þeir hefðu
ekki enn fjallað um hana.
Skúli Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Sláturfélags Vopnfirðinga og
sauðfjárbóndi, sagði að þeir myndu
fljótlega ákveða nýja verðskrá af-
urða fyrir haustið. Menn hefðu verið
að bíða eftir útspili ríkisstjórnarinn-
ar og eins því hvað stóru afurða-
stöðvarnar ætluðu að gera. Hann á
von á að verðskráin muni hækka á
svipuðum nótum hjá Sláturfélagi
Vopnfirðinga og hjá öðrum afurða-
stöðvum.
„Hækkunin hefði þurft að vera
hátt í 50% til að staða sauðfjárbænda
væri óbreytt, ef ríkisstjórnin hefði
ekki komið með þetta útspil,“ sagði
Skúli. „Sauðfjárbændur hafa ekki
haft verkamannalaun fyrir vinnu
sína í nokkur ár.“
Hækkun af-
urða ekki næg
- Afurðastöðvar reikna með hækkun
Morgunblaðið/RAX
Slátrun Verð til bænda mun hækka
en allur kostnaður hefur rokið upp.
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Seðlabankinn tilkynnti í gær að
ákveðið hefði verið að lækka há-
mark veðsetningarhlutfalls fast-
eignalána fyrir fyrstu kaupendur úr
90% í 85%. Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri segir að með lækk-
uninni sé fólki mögulega bjargað frá
því að koma inn á markaðinn á
röngum tíma.
„Þetta eru ákveðin skilaboð og
fela kannski í sér að foreldrar þurfi
að vera með börnin lengur heima
eða eitthvað álíka. Við álítum að
með þessu séum við í rauninni að
reyna að vernda ungt fólk. Þó það
hljómi kannski ekki þannig fyrir
því,“ segir Ásgeir.
„Í ljósi mikilla hækkana“
„Þegar við hertum reglur um veð-
setningu síðasta sumar, þar sem há-
marksveðsetning var færð úr 85% í
80%, þá ákváðum við að undanskilja
fyrstu kaupendur, því við vildum
halda leiðinni opinni fyrir ungt fólk
inn á markaðinn. Núna höfum við
hins vegar áhyggjur af því, í ljósi
mikilla hækkana á fasteignamarkaði
að undanförnu, að það sé óheppilegt
að fólk komi inn á markaðinn með
allt of mikla skuldsetningu.“
Aðspurður segir Ásgeir að þetta
gæti þýtt að færri fyrstu kaupendur
komist inn á markaðinn og sömu-
leiðis að leiguverðið hækki. Þá segir
Ásgeir vandann á húsnæðismarkaði
felast í skorti á framboði. „Það hef-
ur bara ekki verið byggt fyrir þess-
ar stóru kynslóðir sem nú eru að
koma inn á markaðinn. Við í Seðla-
bankanum getum ekki leyst það
mál.“
Lækka til að reyna
að vernda ungt fólk
- Hámarksveðsetn-
ing lækkar - Leigu-
verð gæti hækkað
Morgunblaðið/Eggert
Seðlabanki Í gær voru kynntar
breytingar á lánþegaskilyrðum.