Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 * %)'%#)&" !($+Alexandra Jóhannsdóttir Fimmti þáttur ámbl.is DÆTUR ÍSLANDS Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Í fimmta þætti af Dætrum Íslands heimsækjum við knattspyrnu- og landsliðskonuna Alexöndru Jóhanns- dóttur, leikmann Eintracht Frankfurt í Þýskalandi. Alexandra, sem er 22 ára gömul, gekk til liðs við þýska félagið frá Breiðabliki í janúar 2021. Hún er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði og lék sinn fyrsta meist- araflokksleik fyrir félagið í 1. deildinni sumarið 2015, þá 15 ára gömul. Alexandra var í lykilhlutverki hjá Haukum sumarið 2016 þegar liðið vann 5:1-sigur gegn Grindavík á Grindavíkurvelli í úrslitum umspils 1. deildarinnar og tryggði sér um leið sigur í fyrstu deildinni og sæti í úr- valsdeildinni að ári. Hún lék með Haukum í efstu deild sumarið 2017 en Haukar enduðu í neðsta sæti deildarinnar sama ár og féllu um deild. Alexandra gekk til liðs við Breiða- blik í október 2017 en hún varð Ís- lands- og bikarmeistari með Blikum á sínu fyrsta tímabili í Kópavoginum sumarið 2018. Hún lék með Breiðabliki í þrjú tímabil og varð Íslandsmeistari í ann- að sinn með liðinu tímabilið 2020 eftir að keppni var hætt í október vegna kórónuveirufaraldursins þegar þrem- ur umferðum var ólokið. Bekkjarsetan tekið mikið á Alexandra skrifaði undir tveggja ára samning við Eintracht Frankfurt sem rennur út næsta sumar. Hún átti ekki fast sæti í liði Frankfurt á ný- liðnu keppnistímabili og gekk til liðs við Breiðablik á láni frá þýska félag- inu í síðasta mánuði til þess að fá fleiri mínútur fyrir lokakeppni Evrópu- mótsins. Miðjumaðurinn á að baki 23 A- landsleiki fyrir Ísland þar sem hún hefur skorað þrjú mörk en hún lék sinn fyrsta landsleik gegn Skotlandi í janúar 2019, þá 18 ára gömul. „Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt,“ sagði Alexandra í þættinum þegar hún var spurð út í veru sína hjá Eintracht Frankfurt. „Á sama tíma hefur þetta verið mjög gaman líka og þroskandi en svörin væru eflaust öðruvísi hjá mér ef ég væri búin að vera að spila meira. Þetta er í fyrsta skipti á mínum ferli sem ég hef þurft að gera mér það að góðu að sitja á bekknum og það hefur verið virkilega erfitt. Í fyrstu var ég ekki að stressa mig mikið á litlum spil- tíma, ég var meira bara að hugsa um að koma mér inn í hlutina. Eftir því sem leið á fór þetta að hafa meiri áhrif á hausinn á mér. Ég leitaði mikið til foreldra minna til að byrja með og í ársbyrjun leitaði ég til íþróttasálfræð- ings sem hefur hjálpað mér mikið líka,“ sagði Alexandra meðal annars. „Búið að vera ógeðslega erfitt“ Morgunblaðið/Hallur Már Eintracht Frankfurt Alexandra gekk til liðs við þýska félagið í janúar 2021 frá Breiðabliki en hún skrifaði undir tveggja ára samning í Þýskalandi. - Miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir er samningsbundin Eintracht Frankfurt í Þýskalandi - Alexandra er uppalin hjá Haukum í Hafnarfirði en hún lék sinn fyrsta A-landsleik 18 ára gömul Æfing Alexandra gat ekki tekið þátt í æfingu liðsins þar sem hún hafði greinst með kórónuveiruna nokkru áður. Frankfurt Alexandra býr í rólegu úthverfi í Frankfurt en borgin hefur oft verið nefnd fjármálaborg Evrópu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.