Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
jóðmenningarbýlið Þetta
Gimli er mongólskt hirð-
ingjatjald sem stóð í Ár-
neshreppi á Ströndum í tvö
ár og er hugsað sem skjól fyrir það
sem þarf skjól í samfélaginu. Skjól til
að rækta tengsl, bæði tengsl á milli
fólks og tengsl við náttúruna,“ segir
Elín Agla Briem, önnur þeirra
kvenna sem standa að baki Þessu
Gimli, þjóðmenningarbýli sem þær
hafa hug á að reisa á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta Gimli er samstarfs-
verkefni Elínar sem er heimspek-
ingur og Kristínar Lindu Hjartar-
dóttur geðhjúkrunarfræðings.
„Nauðsynlegt er að hlúa að því
sem við sjáum ekki eða erfitt er að
festa hendur á, svo sem samheldni,
samhljómi og fleira sem er svo gott í
lífinu en fellur oft milli skips og
bryggju. Okkur Kristínu Lindu
finnst að það þurfi að búa til ein-
hvern vettvang sem er sérstaklega
hugsaður til að rækta þessi tengsl,
og þá erum við að hugsa um að vinna
í slíkum hlutum saman frekar en að
hver og einn sé einn í sjálfsvinnu.
Þetta Gimli er viðbragð hjá okkur við
samtímanum þar sem tengslaleysi,
einmanaleiki og tilgangsleysi er
mjög ríkjandi, og fyrir vikið þráum
við oft að eiga samverustund með
fólki og hafa sameiginlegt markmið
og tilgang.“
Inngangur í töfraheim
Elín Agla segir að ýmsar að-
ferðir verði viðhafðar í hirðingja-
tjaldinu til að rækta hvers konar
tengsl, t.d. vinnustofur, viðburðir og
námskeið, en líka hefðbundnar veisl-
ur og annað til að styrkja sambönd
og tengsl.
„Þetta Gimli verður líka skjól
fyrir hið smáa, hið fagra og hið hand-
gerða. Tjaldið sjálft er einmitt hold-
gervingur þessara hugmynda, því
það er smátt og fagurt og það kveikir
á fegurðarskyni og ímyndunarafli
hjá fólki sem kemur í það. Ég varð
oft vitni að því þegar tjaldið stóð í
Árneshreppi að það lifnaði yfir aug-
um fólks sem kom inn í tjaldið, af því
að það er svo fallegt. Inngangurinn
inn í Þetta Gimli er inngangur í
töfraheim,“ segir Elín og bætir við
að nú sé tjaldið í geymslu en þær
Kristín Linda hafa hug á að reisa það
á höfuðborgarsvæðinu.
„Við getum alveg ræktað tengsl
við náttúru og hvert annað yfir vetr-
artímann í höfuðborginni, við þurf-
um ekki alltaf að fara upp í sveit, þótt
hún sé yndisleg. Fyrsta skrefið er að
safna fjármunum til að byggja
traustan pall, undirstöðu fyrir tjald-
ið, og við erum einmitt að gera það
núna með hópfjármögnun á Karo-
linafund. Í framhaldi ætlum við að
ræða við sveitarfélögin hér og óska
eftir stöðuleyfi til að setja tjaldið
upp. Framtíðarhugmyndin er að
setja hvelfingu yfir tjaldið, eða „geo-
dome“, til að verja það fyrir vetrar-
veðrum og hafa aðgengi að því allan
ársins hring. Þessi tjöld eru hönnuð
fyrir hásléttur Mongólíu þar sem
veður er mjög þurrt, en ekki fyrir ís-
lenskan vetur. Hvelfingin yfir tjald-
inu yrði þá nokkurs konar gróðurhús
þar sem hægt verður að hafa útield-
hús og setustofu.“
Eins og vöðvar í sálinni
Söfnun á Karolinafund fyrir
undirstöðu fyrir tjaldið lýkur annað
kvöld, á þjóðhátíðardeginum.
„Okkur vantar sextíu til hundr-
að stuðningsaðila í viðbót til að ná
markmiðinu, en hópfjármögnun
virkar þannig að annaðhvort næst
allt eða ekkert. Við viljum einmitt að
margir komi að undirstöðunni, þann-
ig verður hún í anda þorpsvitundar
og þorpsiðkunar. Þorpsvitund,
tengsl og samhljómur eru eins og
vöðvar í sálinni sem hægt er að þjálfa
– þjálfa eins og hópíþrótt – og það er
tilgangurinn með starfseminni sem
verður í hirðingjatjaldinu. Þar verð-
ur menning og matur, notalegheit og
samvera, veislur og samtöl. Þeim
mun fleiri sem styðja og styrkja
þeim mun öflugri verður undirstaðan
og þannig styrkari stoð fyrir skjólið.“
Fyrir þá sem vilja taka þátt í að
gera Þetta Gimli að veruleika, þá er
slóðin á karolinafund.com: Þetta
Gimli – þjóðmenningarbýli.
Þau sem leggja til í söfnun und-
irstöðu fyrir tjaldið fá ýmislegt í
staðinn, eftir því hve háa upphæð
þau leggja fram, til dæmis boð í
saumaklúbb sem haldinn verður í
tjaldinu þegar það er risið, vegg-
spjald, þráðalegg, körfu og bursta,
boð í vinnustofu um náttúrualtari
haldið af Elínu Öglu, eða að bjóða
öðrum með sér í hálfan dag til að
dvelja í tjaldinu. Einnig heilan dag
með veislustjórn eða tjaldið sem sal
fyrir veislu, með veislustjórn ef vill.
Tjaldið er skjól til að rækta tengsl
„Þetta Gimli er viðbragð hjá okkur við samtímanum þar
sem tengslaleysi, einmanaleiki og tilgangsleysi er mjög
ríkjandi,“ segir Elín Agla um mongólskt hirðingjatjald
sem til stendur að reisa á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta Gimli Mongólska hirðingjatjaldið er mikið augnayndi en það þarf góða undirstöðu, sem nú er safnað fyrir.
Fallegt Samsett mynd sem sýnir fegurðina inni í tjaldinu og einnig hversu
vel það sómdi sér í náttúrunni þar sem það stóð í Árneshreppi á Ströndum.
Þær tvær Elín Agla og Kristín
Linda vinna saman að Þessu Gimli.
VIKUR
Á LISTA
3
1
4
2
5
1
1
3
1
1
LOK, LOKOG LÆS
Höfundur: Yrsa Sigurðardóttir
Lesarar: Þuríður Blær Jóhannsdóttir,
Sigurður Þór Óskarsson
SUMAR Í STRANDHÚSINU
Höfundur: Sarah Morgan
Lesari: Sólveig Guðmundsdóttir
ROBBI RÆNINGI
OG FJÁRSJÓÐSKOMPAN
Höfundur: Roope Lipasti
Lesari: Guðamundur Felixson
SAGANAFHERTU
Höfundur: Anna Sundbeck Klav
Lesari: Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir
PÓLÍS, PÓLÍS
Höfundar: Maj Sjöwall, PerWahlöö
Lesari: Kristján Franklín Magnús
ROBBI RÆNINGI
OG LYMSKULEGT RÁÐABRUGG
Höfundur: Roope Lipasti
Lesari: Guðmundur Felixson
ROBBI RÆNINGI
OG SÍÐASTAVERKEFNIÐ
Höfundur: Roope Lipasti
Lesari: Guðmundur Felixson
ÞEGAR FENNIR Í SPORIN
Höfundur: Steindór Ívarsson
Lesarar: Stefán Jónsson, Lára
Sveinsdóttir
AÐ LEIKSLOKUM
Höfundar: Peter Nyström, Peter Mohlin
Lesari: Kristján Franklín Magnús
HÖGGIÐ
Höfundur: Unnur Lilja Aradóttir
Lesari: Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
1.
2.
3.
4.
7.
8.
6.
10.
9.
5.
›
›
›
-
-
TOPP 10
VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI
VIKA 23
Boðað er til fundar til að ræða hvernig auka megi öryggi þeirra sem vilja njóta
náttúruperlunnar Reynisfjöru, eins fjölsóttasta ferðamannastaðar landsins.
Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu Leikskálum í Vík í Mýrdal þriðju-
daginn 21. júní nk. kl. 19.30.
Allir landeigendur Reynisfjöru eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum.
Á fundinum verður farið yfir gerð áhættumats fyrir Reynisfjöru, mögulega
uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni og fyrirkomulag á frekara samstarfi
landeigenda og stjórnvalda.
Á fundinnmæta fulltrúarMýrdalshrepps, ásamt fulltrúumþeirra stofnanna sem
unnið hafa að skoðun öryggismála í Reynisfjöru auk ferðamálaráðherra.
ferdamalastofa.is
upplysingar@ferdamalastofa.is
- samráð stjórnvalda með landeigendum
ReynisÓara