Morgunblaðið - 16.06.2022, Síða 24
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
VERKFÆRIALVÖRU
vfs.is
KAUPAUKA
R
ÁMEÐANBIRGÐIR
ENDAST
Sjáðu öll
tilboðin á
vfs.is
HA RÆTTI
VINNUR ÞÚ
HEITAPOTT?
ÁALVÖRU TILBOÐUM
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Á nýjum stað er ætlun okkar að
skapa öflugt hverfisfélag með fjöl-
breyttri starfsemi,“ segir Sigurður
Ingi Tómasson, formaður knatt-
spyrnufélagsins Fram. Næstkom-
andi sunnudag,
19. júní, verður í
Úlfarsárdal í
Reykjavík hátíð í
tilefni af flutn-
ingum íþrótta-
félagsins þangað.
Dagskrá hefst kl.
12. Reykjavík-
urborg hefur í
dalnum byggt
glæsilega íþrótta-
aðstöðu, ætlaða
Fram – og á laugardag er fyrstur
leikur liða félagsins þar. Þá mætir
lið Fram Knattspyrnufélaginu Hlíð-
arenda (KH) í 2. deild í kvennabolt-
anum í leik sem hefst kl. 14. Á
sunnudag, 20. júní kl. 18, mætast lið
Fram og ÍBV í leik í Bestu deild í
karlabolta.
Stórt íþróttahús og
fjórir knattspyrnuvellir
Byggingarnar nýju í Úlfarsárdal
eru 7.700 fermetrar að flatarmáli.
Þar er efst á blaði fjölnota íþrótta-
hús með tveimur handknattleiks-
völlum í fullri stærð auk áhorf-
endaaðstöðu á útdregnum sætum.
Í húsinu eru tólf búningsklefar og
þrír litlir íþróttasalir, fyrir til dæmis
taekwondo, almenningsíþróttir og
styrktarþjálfun. Þarna eru einnig fé-
lags- og þjónustuaðstaða, sam-
komusalur, fundaherbergi, verslun,
geymslur og fleira. Utandyra eru
fjórir knattspyrnuvellir í fullri
stærð; tveir grasvellir og aðrir tveir
vellir með gervigrasi. Annar þeirra
verður aðalkeppnisvöllur Fram og
við hann er áhorfendastúka sam-
byggð íþróttahúsinu.
Í nýrri hverfismiðstöð í Úlfarsár-
dal, sem Reykjavíkurborg lét reisa
og opnuð var í desember á síðasta
ári, eru grunnskóli, menningar-
aðstaða, bókasafn og sundlaug. Nú
bætist við íþróttaaðstaðan sem er
bæði góð og glæsileg.
„Góð aðstaða er jafnan stór þáttur
í því að árangur náist í íþrótta-
starfi,“ segir Sigurður Ingi Tóm-
asson.
Langt og strangt ferli
Árið 2008, þegar Fram varð 100
ára, voru undirritaðir samningar við
Reykjavíkurborg um að starfsemi
félagsins flyttist úr Safamýri í Úlf-
arsárdal; enda myndi það sinna
íþróttastarfi fyrir íbúa þar og í Graf-
arholti. Á spýtunni hékk þá að félag-
inu yrði sköpuð aðstaðan sem nú er
komin. Efnt var til samkeppni um
hönnun mannvirkja. Þegar niður-
staða þar lá fyrir var fólki í Fram
boðið að koma með ábendingar um
það sem betur mætti fara. Slíkt þótti
bæta málið allt og útkomuna.
„Þetta var langt og strangt ferli
þar sem komast þurfti yfir ýmsar
hindranir og sigrast á mótstöðu á
ýmsum stöðum. En allt hafðist þetta
að lokum og þegar teikningar að
mannvirkjum voru komnar og fyrsta
skóflustungan að húsum Fram hafði
verið tekin, var allt komið á beina
braut,“ segir Sigurður Ingi.
Landnám Fram í Úlfarárdal hófst
árið 2011 þegar gervigrasvöllur sem
nýtist til æfinga var tekinn í notkun.
Síðan þá hefur félagið jafnan verið
með nokkra starfsemi í dalnum,
enda þótt þunginn hafi verið í Safa-
mýri. Á bilinu 1.200-1.400 manns
stunda æfingar hjá Fram og þar eru
börn og unglingar fjölmennasti hóp-
urinn. Mörg koma þau úr efri
byggðunum og hafa þá farið á milli
borgarhluta – það er úr Grafarholti
og Úlfarsárdal í Safamýri – með rút-
um sem gengið hafa á ákveðnum
tímum. Þetta segir Sigurður Ingi að
hafi verið óhentugt og reynt á börn,
foreldra og í raun alla starfsemi
Fram. Nú sé þetta að baki og spenn-
andi tímar framundan.
Festa rætur á nýjum stað
„Við höfum þegar fest rætur á
nýjum stað. Nú þegar er fólk héðan
úr hverfinu farið að láta að sér kveða
í starfi Fram. Þegar samningar um
flutninga félagsins hingað voru und-
irritaðir fyrir 14 árum var reyndar
stefnt að því að þetta yrði 20.000
manna hverfi samkvæmt áformum
sem síðan var breytt. Nú búa hér
um 10.000 manns, hvað sem verður í
framtíðinni. Í öllu falli erum við þó
betur sett hér í Dalnum en í Safa-
mýri, en þar hefur fólki fækkað á
undanförnum árum og baklandið allt
öðruvísi en var. Hér tel ég að okkur
bjóðist miklir möguleikar, enda eru
eldri félagsmenn í Fram spenntir
fyrir flutningum hingað og hlakka til
að verða þátttakendur í starfinu
hér.“
Öflugt íþróttafélag á nýjum stað
- Fram flytur í Úlfarsárdal - Fyrstu leikirnir fram undan og opnunarhátíð á sunnudaginn - Góð að-
staða þáttur í árangri - Miklir möguleikar - Allt að 1.400 manns æfa með félaginu - Fjölbreytt starf
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framtíðin Ungir fótboltastrákar á æfingu í Úlfarsárdal nú í vikunni. Í baksýn eru íþróttahús og stúka knatt-
spyrnuvallar, en öll þessi mannvirki setja í raun og veru ný miðmið um hið besta í aðstöðu fyrir íþróttir á Íslandi.
Aðstaða Horft yfir stúkuna og nýja keppnisvöllinn, sem lagður er gervi-
grasi. Í fjarlægð hér sést íbúðarhúsabyggðin nýja í Reynisvatnsási.
Sigurður Ingi
Tómasson
Eins og í flestum öðrum íþróttafélögum er barna-
og unglingastarf hryggurinn í starfi Fram. Aðrir
þættir í starfseminni eru þó einnig sterkir, svo sem
flokkar í efstu deildum í handknattleik og knatt-
spyrnu bæði karla og kvenna. Almenningsíþrótta-
deild félagsins er líka öflug og talsverð eftirvænting
er fyrir starfi með eldri borgurum, þar sem á dagskrá
verða styrktaræfingar, gönguferðir og fleira sem gerir lífi
og líðan til góða. Þann þátt stendur til að efla í náinni
framtíð.
Fram er gamalgróið og alla jafna sigursælt félag, stofnað árið 1908,
eða fyrir 114 árum. Var á fyrstu áratugunum miðbæjarfélag í Reykja-
vík, en fluttist árið 1946 í Skipholt og átti sinn heimavöll lengi neðan
við Sjómannaskólann á Rauðarárholti. Frá 1972 til dagsins í dag – eða
í hálfa öld – hefur starfsemi Fram svo verið í Safamýri – þar sem eru
knattspyrnuvellir og íþróttahús. Nú taka Víkingar þá aðstöðu yfir en
Fram fer í Úlfarsárdal þar sem allt hið besta er í boði, sem ætti að
efla starfsemi félagsins.
Allt það besta býðst í dalnum
SIGURSÆL SAGA SEM SPANNAR 114 ÁR
Morgunblaðið/Eggert
Úlfarsárdalur Hverfismiðstöðin sem tekin var í notkun sl. haust. Hér eru skóli,
bókasafn, sundlaug og síðast en ekki síst – innst í þyrpingunni – ný aðstaða Fram.