Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Skiltagerð og merkingar
Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á
heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna
sem er í boði.
Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is
SANDBLÁSTURSFILMUR
BÍLAMERKINGAR
SKILTAGERÐ
KYNNINGARSVÆÐI
www.xprent.is
ELTAK sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Hafrannsóknastofnun leggur til að
aflamark í þorski verði skert um
13.527 tonn fyrir næsta fiskveiðiár
sem hefst 1. september næstkomandi.
Þetta er meðal þess sem fram kom á
kynningarfundi stofnunarinnar vegna
nýrrar ráðgjafar, sem fram fór í húsa-
kynnum Hafrannsóknastofnunar í
Fornubúðum 5 í Hafnarfirði í gær.
Hugsanlega er um að ræða þorsk-
afla að verðmæti 5,2 milljarðar króna
miðað við meðalverð á óslægðum
þorski á innlendum fiskmörkuðum
síðustu 30 viðskiptadaga.
„Fyrirtæki í sjávarútvegi munu
þurfa að bregðast við samdrætti í
veiðum og ákvarðanir sem taka þarf
verða ekki léttvægar,“ sagði í tilkynn-
ingu frá Samtökum fyrirtækja í sjáv-
arútvegi (SFS) í kjölfar fundarins.
Vöktu samtökin athygli á því að frá
fiskveiðiárinu 2019/2020, þegar ráð-
gjöfin nam 272 þúsund tonnum, er
samdrátturinn í ráðgjöf Haffrann-
sóknastofnunar í þorski ríflega 23%.
„Slíkur samdráttur á ekki lengri tíma
er áskorun og hefur mikil áhrif á af-
komu greinarinnar. Samtök fyrir-
tækja í sjávarútvegi mælast hins veg-
ar til þess að ráðgjöf Hafrannsókna-
stofnunar verði fylgt.“
Við þessu búist
Búast mátti við því að ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar fyrir þorsk
myndi lækka í ljósi upplýsinga sem
lagðar voru fram á kynningarfundi
stofnunarinnar á síðasta ári vegna
ráðgjafar fyrir fiskveiðiárið 2021/
2022. Bentu þær til þess að skerðing
yrði næstu tvö til þrjú ár.
Þá var sagt frá því að stærð þorsk-
stofnsins hefði verið ofmetin og veiði-
hlutfall því vanmetið á undanförnum
árum auk þess sem nýliðun hefði ver-
ið ofmetin á síðustu árum. Kom þetta
fram í máli Guðmundar Þórðarsonar,
þáverandi sviðsstjóra botnsjávar-
sviðs. Við endurskoðun á stofnmati í
kjölfar endurmats á aflareglu var
uppsetningu stofnmats breytt. Þá
kom í ljós að viðmiðunarstofninn sem
talinn var árið 2020 vera 1.208 þúsund
tonn hefði raunar verið 19% minni eða
982 þúsund tonn. Stofninn 2021 var
síðan talinn vera 941 þúsund tonn.
Ef tekið hefði verið tillit til endur-
matsins að fullu hefði á síðasta ári átt
að ráðleggja 27% skerðingu í afla-
marki og hámarksveiði á núverandi
fiskveiðiári numið 188 þúsund tonn-
um. Höggið varð þó mildara vegna
sveiflujöfnunar í aflareglu stjórnvalda
og nam skerðingin því 13%.
Ufsinn vekur athygli
Það vakti hins vegar athygli
margra að mat Hafrannsóknastofn-
unar á stærð ufsastofnsins lækkar um
17% milli ára og telur stofnunin að
stofninn hafi verið ofmetinn frá árinu
2018. Leita þarf aftur til fiskveiðiárs-
ins 2012/2013 að fiskiskipaflotinn hafi
náð að veiða jafn mikið og ráðlagt hef-
ur verið. Til að mynda var á fiskveiði-
árinu 2020/2021 landað 29% minni
afla en Hafrannsóknastofnun ráð-
lagði, 34% minni 2019/2020 og 11%
minni fiskveiðiárið 2018/2019.
Þrátt fyrir að sóknin sé eins lítil og
raun ber vitni virðist ufsastofninn
eiga erfitt uppdráttar. Lækkar ráð-
gjöf stofnunarinnar fyrir næsta fisk-
veiðiár þó ekki um 17% heldur 8%
vegna sveiflujöfnunar í aflareglu og
nemur ráðgjöfin 71.300 tonnum. Má
því gera ráð fyrir að ráðgjöf haldi
áfram að lækka næstu ár en fátt
bendir þó til að útgerðarmenn hafi
áhyggjur af þessu þar sem síðastliðin
áratug hefur ekki verið veitt meira en
rúm 50 þúsund tonn.
Óútskýrður nýliðunarbrestur
Ýsustofninn virðist hafa tekið við
sér og leggur Hafrannsóknastofnun
til að hámarksveiði á fiskveiðiárinu
2022/2023 verði 62.219 tonn. Aukning-
in frá yfirstandandi ári er 23% eða
11.790 tonn. Aukningin gæti hjá
mörgum útgerðum vegið eitthvað á
móti skerðingunni í þorski.
Víða er fagnaðarefni að heimilt
verði að auka sókn í ýsu sem er óhjá-
kvæmilegur meðafli þorskveiða. Hið
sama á í raun við um löngu og keilu,
en ráðgjöf fyrir þessar tegundir eykst
nokkuð, en í báðum tilfellum hækkar
ráðgjöfin í kjölfar breyttrar aflareglu.
Heil 106% í keilu og 29% í löngu.
Þá leggur stofnunin til 6.310 tonna
skerðingu á aflamarki gullkarfa, en
verðmæti þessa afla gæti verið 1,5
milljarðar samkvæmt meðalverði á
óslægðum gullkarfa á innlendum fisk-
mörkuðum síðustu 30 viðskiptadaga.
„Þessi lækkun bætist ofan á lækkun
síðustu ára en núverandi tillaga er
rúmlega helmingur þess afla sem ráð-
lagður var á árunum 2016 og 2017.
Helgast þessi lækkun af nýliðunar-
bresti í stofninum sem litlar skýring-
ar eru á.
Sá mikli niðurskurður sem orðið
hefur á vöktun nytjastofna á undan-
förnum árum er jafnframt umhugs-
unarefni. Slíkur sparnaður mun auka
óvissu um afrakstursgetu stofna og
leiða þar með til varkárari nýtingar
en ella væri hægt að viðhafa. Sú nið-
urstaða, sem kynnt var í dag, er stað-
festing þess að áhyggjur SFS eru
réttmætar og brýnt er að bæta úr,“
sagði í tilkynningu SFS.
Miklar skerðingar í ráðgjöf Hafró
- Búast mátti við skerðingum í þorski - Frekari lækkun möguleg - Um er að ræða afla fyrir fleiri
milljarða króna - Smábátaeigendur segja ráðgjöfina vonbrigði - SFS telur þörf á að efla rannsóknir
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla
Fiskveiðiárin 2021/22 og 2022/23, tonn Breyting á ráðgjöf helstu tegunda
Heimild: Hafrannsóknastofnun
tonn
Ráðgjöf
2021/22
Ráðgjöf
2022/23 Breyting
Þorskur 222.373 208.846 -6%
Ýsa 50.429 62.219 23%
Ufsi 77.561 71.300 -8%
Gullkarfi 31.855 25.545 -20%
Djúpkarfi 7.926 6.336 -20%
Litlikarfi 609 585 -4%
Grálúða 26.650 26.710 0%
Skarkoli 7.805 7.663 -2%
Þykkvalúra 1.288 1.137 -12%
Langlúra 1.025 1.230 20%
Sandkoli 313 301 -4%
Stórkjafta 206 132 -36%
Steinbítur 8.933 8.107 -9%
tonn
Ráðgjöf
2021/22
Ráðgjöf
2022/23 Breyting
Hlýri 377 334 -11%
Langa 4.735 6.098 29%
Blálanga 334 259 -22%
Keila 2.172 4.464 106%
Lýsa 1.137 1.091 -4%
Skötuselur 402 258 -36%
Tindaskata 921 1.105 20%
Sumargotssíld 72.239 66.195 -8%
Gullax 9.244 11.520 25%
Beitukóngur 264 254 -4%
Sæbjúga 2.307 2.617 13%
Ígulker 196 188 -4%
Hörpudiskur 93 93 0%
Þorskur
Gullkarfi
Ufsi
Sumargotssíld
Djúpkarfi
Steinbítur
Skarkoli
Grálúða
Langa
Gullax
Keila
Ýsa
tonn
-13.527
-6.310
-6.261
-6.044
-1.590
-826
-142
60
1.363
2.276
2.292
11.790
„Þetta eru mikil vonbrigði varð-
andi þorskinn og ekki í neinu
samræmi við aflabrögð og upp-
lifun sjómanna á miðunum,“
segir Örn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
smábátaeigenda, um ráðgjöf-
ina. Máli sínu til stuðnings
bendir hann meðal annars á að
strandveiðibátur á vertíðinni
2020 hafi að meðaltali fengið
493 kíló af þorski í róðri en nú
sé meðaltalið 640 kíló.
„Það er grátlegt að horfa upp
á það að hafa farið eftir ráðgjöf
stofnunarinnar í áratugi og ár-
angurinn er þannig að okkur er
tilkynnt að við megum ekki
veiða meira en 200 þúsund
tonn. Það þarf alla vega að at-
huga hvort við séum á réttri
leið.
Það hvað við megum veiða af
þorski er stærsti þátturinn í
lífskjörum þjóðarinnar,“ segir
hann.
Vonbrigði
ÞRÁTT FYRIR AÐ FYLGJA
RÁÐGJÖF Í ÁRATUGI
Afurðaverð á markaði
15. júní 2022,meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 456,51
Þorskur, slægður 541,25
Ýsa, óslægð 602,82
Ýsa, slægð 484,14
Ufsi, óslægður 223,67
Ufsi, slægður 265,19
Gullkarfi 458,87
Blálanga, óslægð 11,00
Blálanga, slægð 14,00
Langa, óslægð 367,02
Langa, slægð 313,99
Keila, óslægð 86,63
Keila, slægð 112,43
Steinbítur, óslægður 125,42
Steinbítur, slægður 237,12
Skötuselur, slægður 856,76
Grálúða, slægð 239,00
Skarkoli, óslægður 0,00
Skarkoli, slægður 481,78
Þykkvalúra, slægð 628,07
Langlúra, óslægð 0,00
Sandkoli, óslægður 140,59
Sandkoli, slægður 126,00
Blágóma, slægð 36,00
Gellur 1.398,29
Grásleppa, óslægð 10,40
Hlýri, óslægður 229,78
Hlýri, slægður 297,78
Kinnfiskur/þorskur 1.183,00
Lúða, óslægð 451,00
Lúða, slægð 1.069,00
Skata, óslægð 44,00
Skata, slægð 75,00
Stórkjafta, slægð 75,36
Undirmálsýsa, óslægð 49,39
Undirmálsþorskur, óslægður 216,71
Undirmálsþorskur, slægður 200,00