Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 32
32 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Sími 555 3100 www.donna.isVefverslun: www.donna.is
Honeywell gæða viftur
Margar gerðir – Láttu gusta umþig!
Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu í
apríl sem hlutfall af launum er það
lægsta sem mælst hefur. Gögn Hús-
næðis- og mannvirkjastofnunar
(HMS) ná aftur til ársins 2013. Hlut-
fallið var hæst í lok árs 2018 en er nú
um 15,6% lægra en þá. Leiguverð á
höfuðborgarsvæðinu hefur farið
lækkandi á föstu verðlagi frá því í
byrjun árs og er nú lægra en fyrir ári
síðan. Það hefur ekki mælst lægra að
raunvirði síðan árið 2017.
Þetta kemur fram í skýrslu HMS.
Þar segir einnig að fasteigna-
markaðurinn hafi aðeins róast ef
horft er til fjölda kaupsamninga í
apríl en þeir hafa ekki verið jafn fáir
í einum mánuði síðan í maí 2020.
Eftirspurnarþrýstingur virðist þó
enn vera til staðar ef litið er til þess
að 54% íbúða á landinu seldust yfir
ásettu verði. Eftirspurnin er mest á
höfuðborgarsvæðinu ef horft er til
sama hlutfalls en 65% íbúða seldust
yfir ásettu verði og 53% sérbýla. Um
er að ræða met, að því er segir í
skýrslunni. Þá kemur einnig fram að
meðalsölutími á íbúðum, sem seldar
voru á höfuðborgarsvæðinu í apríl,
var 34,7 dagar og hefur ekki mælst
jafn stuttur frá upphafi mælinga.
logis@mbl.is
- Leiguverð sem hlutfall af launum aldrei
lægra - Leiga hefur lækkað á föstu verðlagi
Rólegri fasteigna-
markaður í apríl
VIÐTAL
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Íslendingar munu í lok mánaðarins
fá að kynnast nýrri pizzutegund hér
á landi, svonefndum Pizza in pala-
bökum sem eru frábrugðnar hinum
klassísku pizzum sem við höfum
hingað til þekkt.
Það eru hjónin Ása María Regins-
dóttir athafnarkona og Emil Hall-
freðsson knattspyrnumaður sem
færa þessa nýju tegund pizzu til
landsins. Þau stofnuðu á sínum tíma
vörumerkið Olifia sem nú inniheldur
fjölbreytta ítalska vörulínu. Salan
hefur gengið vel og Olifia-ólífuolían
hefur verið söluhæsta ólífuolía
landsins. Auk þess hafa þau flutt inn
ítölsk vín og selt hér á landi. Þau
munu nú opna nýjan veitingastað,
Olifa La Madre Pizza, við Suður-
landsbraut (þar sem Eldsmiðjan var
áður til húsa) en auk þess verður
útibú frá staðnum opnað í nýrri
verslun Krónunnar í Skeifunni sem
verður opnuð síðar í sumar. Staðirn-
ir eru opnaðir í samstarfi við Gleði-
pinna.
„Það er komin góð reynsla á þessa
tegund af pizzu á Ítalíu,“ segir Ása
María í samtali við Morgunblaðið,
spurð um tilefni þess að kynna Ís-
lendingum nýja pizzutegund. Emil
bætir því við að þau fjölskyldan hafi
haft það fyrir reglu að fá sér iðulega
pizzur eftir leiki með Hellas Verona,
hvar hann lék um árabil. Þau eru enn
búsett á Ítalíu þar sem Emil spilar
knattspyrnu með Virtus Verona.
Bjartsýn á nýjan stað
Sem fyrr segir hafa þau staðið í
ýmsum rekstri með ítalskar vörur,
en það verður þó ekki komist hjá því
að spyrja hvað drífi þau áfram í að
opna veitingastað í íslensku um-
hverfi þar sem kostnaðarstrúktúrinn
er allt annar en á Ítalíu.
„Við erum mjög bjartsýn á þetta
verkefni og það sem drífur okkur
áfram er áhugi okkar á gæðum og
heilbrigði,“ segir Ása María.
„Við munum eingöngu nota besta
mögulega hráefnið í pizzurnar, þær
eru léttari í maga en hefðbundnar
pizzur og bjóða um leið upp á
skemmtilega matarupplifun. Pizzur
eru vinsælar á Íslandi og framboðið
mikið, en með opnun Olifa La Madre
Pizza erum við að auka við úrvalið og
bjóða upp á nýja valkosti. Í ljósi þess
hversu vinsæl þessi tegund af pizz-
um er erlendis væntum við þess að
hún verði vinsæl hér líka.“
Þau segja að pizzurnar henti vel
sem „take away“-matur þar sem þær
eru bakaðar ferskar á staðnum og
bornar fram með fersku áleggi. Við-
skiptavinir geta valið úr borði þær
pizzur sem hugurinn girnist, fengið
þær á bakka og hitað heima í ofni. Þá
nefna þau bæði að pizzurnar séu
hentugar fyrir fjölskyldur, veislur
eða matarboð, þar sem hægt er að
sækja þær á staðinn og það þurfi lít-
ið annað að gera en að hita þær í
örfáar mínútur þegar heim er komið.
Verðmæti í ferskleika
En þá nánar að pizzunum sjálfum.
Pizza in pala er ólík hinni klassísku
Pizza Napoletana á marga vegu, en
hið augljósa er að hún er ekki hring-
laga heldur sívalningur. Pizzan
dregur einmitt nafn sitt af ílangri
viðarskóflu, la pala, sem notuð er við
að færa pizzudeigið til í heitum ofn-
inum. Deigið, eða „la biga eins og
það er kallað á frummálinu, er gert
úr þremur tegundum af hveiti sem
ræktað er í sætu hæðunum í Le
Marche-héraði á Mið-Ítalíu. Með
miklum tilþrifum lýsa þau Emil og
Ása María hvernig blöndunin gefur
sérstakt og afgerandi bragð og sér-
staka áferð. Eftir blöndun er deigið
látið hefast í 24 klukkustundir og
verður þannig mun rakara en hefð-
bundið pizzudeig. Útkoman er þann-
ig stökkt ytra lag en mjúkur kjarni.
Allar pizzurnar eru toppaðar með
hrárri Olifa-ólífuolíu, eins og tíðkast
í ítalskri eldamennsku.
„Francesco Allegrini á Olifa með
okkur en hann er sonur eins ástsæl-
asta vínbónda Norður-Ítalíu og býr
yfir mikilli þekkingu á framleiðsl-
unni,“ segir Ása María.
Þá mun áleggið á pizzurnar koma
frá ítölskum framleiðendum sem þau
Emil og Ása María hafa leitað að og
fundið víðsvegar um Ítalíu. Sem
dæmi má nefna að tómatsósan er
gerð úr pelati-tómötum sem eru
ræktaðir í Puglia og skinkan frá Val-
policella.
Þau Emil og Ása María segja bæði
að það sé hluti af viðskiptamódelinu
að bjóða upp á hráefni í hæstu gæð-
um og með upprunavottunum.
„Neytendur gera kröfur um að
vita hvaðan matvæli koma og það er
því mikill fengur í því að geta sýnt
fram á upprunavottanir sem eru vel
þekktar. Það verndar bæði neytend-
ur og ekki síður þá sem eru að selja
vöruna, eins og við erum að gera í
þessu tilviki,“ segir Ása María.
„Neytendur geta þá treyst því að
um gæðavöru sé að ræða.“
Ítalskir bakarar
Loks má geta þess að til að fylgja
þessu verkefni úr hlaði munu þrír
ítalskir pizzubakarar flytja til lands-
ins, þeir Andrea Lorenzi, Matteo
Loreni og Leonardo Rosso Coletti.
Þeir eru allir góðir vinir Emils og
Ásu Maríu og hafa langa reynslu af
gerð þeirra pizza sem hér er rætt
um.
„Þeir eiga enn eftir að fá að kynn-
ast íslenskum vetri,“ segir Emil í
léttum tón.
„En þeir tóku vel í þessa hugmynd
að flytja til landsins til að ýta opnun
veitingastaðarins úr vör. Það er líka
til þess fallið að auka gæði að hafa
reynda menn við baksturinn.“
Kynna nýja pizzutegund á Íslandi
- Hjónin Emil Hallfreðsson og Ása María Reginsdóttir opna nýjan pizzustað á Suðurlandsbraut
- Fengu þrjá ítalska pizzubakara til að flytja til Íslands - Segja verðmæti fólgin í miklum gæðum
Morgunblaðið/Eggert
Nýr staður Ása María og Emil ásamt ítölsku pizzubökurunum og vinum sínum Andrea Lorenzi og Matteo Loreni.
Gleðipinni Jóhannes Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Gleðipinna, ræðir hér
við Emil Hallfreðsson, en framkvæmdir á nýja staðnum standa nú yfir.
Pizzur Ítalskir pizzubakarar und-
irbúa opnun á Olifa La Madre Pizza.
16. júní 2022
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 132.32
Sterlingspund 159.74
Kanadadalur 102.28
Dönsk króna 18.588
Norsk króna 13.305
Sænsk króna 13.02
Svissn. franki 133.06
Japanskt jen 0.9835
SDR 175.98
Evra 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.5401
Viðskipti