Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
Endurbætur Framkvæmdir standa yfir á fullu við Skálholtskirkju. Þakið á kirkjuturninum gengur í endurnýjun lífdaga, kirkjuklukkurnar hafa fengið yfirhalningu og fleiri endurbætur gerðar.
Kristinn Magnússon
Vetni verður nýtt
sem varaafl í gagna-
veri Verne Global í
Reykjanesbæ. Verne
og Landsvirkjun ætla
að vinna saman að því
að auðvelda orku-
skipti gagnaversins
yfir í grænt vetni sem
framleitt er með ís-
lenskri, endurnýj-
anlegri orku, til þess
að efla Verne Global enn frekar
sem leiðandi fyrirtæki á sínu sviði
í sjálfbærum lausnum. Þetta er
fyrsta verkefnið af þessu tagi á Ís-
landi.
Gagnaverið og orkufyrirtæki
þjóðarinnar tóku nýverið höndum
saman í þessu tilraunaverkefni
sem vonandi kemur báðum enn
lengra áfram á grænni braut end-
urnýjanlegrar orku.
Gagnaver Verne Global tók til
starfa árið 2012 og er athafna-
svæði þess rúmlega 16 hektarar.
Það var hannað til að veita há-
tæknigagnaversþjónustu þeim fyr-
irtækjum sem nota háhraðatölvu-
vinnslu í sínum rekstri. Þar er
með talin gervigreind, vélnám,
háhraðatölvuklasar, ofurtölvur,
fjármálaþjónusta, jarðvísindi, líf-
vísindi, verkfræði og vísindarann-
sóknir af ýmsu tagi.
Á Íslandi er stöðugt flutnings-
kerfi raforku með fullkomlega
endurnýjanlega orku. Það tryggir
að Verne Global getur boðið við-
skiptavinum sínum gagnsæi í
verði til langs tíma. Við það bæt-
ist að hagstætt veðurfar á landinu
býður upp á kælingu að kostn-
aðarlausu, allan ársins hring. Vilji
svo ólíklega til að truflun verði á
orkuafhendingu meðan á til-
raunaverkefni þessu stendur, mun
Verne Global knýja gagnaver sitt
með raforku sem framleidd er úr
endurnýjanlegri orku í formi vetn-
is.
Þörfin fer vaxandi
Gagnaver á Íslandi eiga það
sameiginlegt að vera frábært
dæmi um nýsköpun og sjálfbæra
verðmætasköpun, byggða á þekk-
ingu. Þau hafa vaxið og dafnað
undanfarinn áratug og þörfin fyrir
þjónustu þeirra mun aukast enn
frekar á komandi árum og áratug-
um. Verne Global er öflugt þekk-
ingarfyrirtæki og hefur mótað sér
metnaðarfulla umhverfisstefnu.
Íslenska græna og endurnýj-
anlega orkan er grundvöllur starf-
seminnar og mikilvægt er að
tryggja að varaafl fyrirtækisins sé
líka hreint.
Landsvirkjun fagnar þessu
tækifæri til að sjá í verki hvernig
hægt er að hagnýta grænt vetni.
Vonandi verður samstarfið um
varaafl gagnavers Verne Global
aðeins eitt af fyrstu skrefunum á
langri og spennandi vegferð.
Eftir Harald Hall-
grímsson og Tate
Cantrell
» Gagnaverið og orku-
fyrirtæki þjóð-
arinnar taka höndum
saman í verkefni sem
vonandi kemur báðum
enn lengra áfram á
grænni braut endurnýj-
anlegrar orku.
Haraldur
Hallgrímsson
Haraldur er forstöðumaður viðskipta-
þróunar hjá Landsvirkjun og Tate er
framkvæmdastjóri tæknimála hjá
Verne Global.
Varaaflið verður líka grænt
Tate
Cantrell
Eftir níu ára kyrr-
stöðu hefur ramma-
áætlun nú verið sam-
þykkt á Alþingi en
vinna við þriðja áfanga
hófst árið 2013. Sam-
kvæmt lögum um
verndar- og orkunýt-
ingaráætlun, eða
rammaáætlun, skal
eigi sjaldnar en á fjög-
urra ára fresti leggja
fram á Alþingi tillögu
til þingsályktunar um áætlun um
vernd og orkunýtingu landsvæða.
Markmið laganna er að leggja mat á
verndar- og orkunýtingargildi land-
svæða og efnahagsleg, umhverfisleg
og samfélagsleg áhrif nýtingar, þar
með talið verndunar.
Rammaáætlun er mikilvægt
stjórntæki sem nýtist stjórnvöldum
við að taka ákvarðanir um mikla
hagsmuni og málefni sem hafa vald-
ið miklum átökum í okkar sam-
félagi. Henni er ætlað að leggja
stóru línurnar fyrir áform stjórn-
valda um vernd og nýtingu virkj-
unarkosta. Það er svo ávallt þings-
ins að meta og taka afstöðu til
þeirra tillagna sem verkefnastjórn
leggur fram í hverjum
áfanga fyrir sig.
Alþingi hefur fengið
sömu tillöguna til um-
fjöllunar fjórum sinn-
um en ekki náð sam-
stöðu um afgreiðslu
hennar. Rammaáætlun
hefur því ekki verið
samþykkt í níu ár, með
þeim afleiðingum að
kyrrstaða hefur ríkt,
bæði hvað varðar
verndun þeirra virkj-
unarkosta sem áætl-
unin tekur til og einnig
um nýtingu þeirra.
Aukinn kraftur í loftslagsmálin
Ísland hefur sett sér metn-
aðarfull og háleit markmið í lofts-
lagsmálunum sem við ætlum okkur
að uppfylla. Í mars kom út grænbók
um stöðuna í orkumálum með lofts-
lagsmarkmiðin til hliðsjónar. Nið-
urstaða grænbókarinnar kom eng-
um á óvart. Græn orkuskipti eru
lykillinn að því að við náum þeim
markmiðum sem við höfum sett
okkur. Orkuskiptin kalla á stór-
aukna framleiðslu grænnar orku og
betri nýtingu þeirra innviða sem við
eigum nú þegar.
Samþykkt rammaáætlunar er
mjög mikilvæg varða á þeirri veg-
ferð sem við höfum lagt af stað í.
Ramminn veitir okkur leiðsögn um
forgangsröðun og á hvaða svæðum
ætti alls ekki að vinna að orkuöflun.
Öflun orku getur haft veruleg og
óafturkræf áhrif á náttúru landsins.
Okkur ber því að stíga varlega til
jarðar og reyna eftir fremsta megni
að ná jafnvægi milli verndar og nýt-
ingar.
Vel tókst til að ná jafnvægi á milli
þessara sjónarmiða við afgreiðslu
málsins í umhverfis- og samgöngu-
nefnd þingsins. Niðurstaðan end-
urspeglar þessa nálgun. Breyting-
arnar sem meirihluti nefndarinnar
lagði til eru skynsamlegar, þrátt
fyrir hróp og köll stjórnarandstöð-
unnar. Breytingarnar felast í því að
Búrfellslundur var færður úr bið-
flokki í nýtingu og er það fyrsti
vindorkukosturinn sem samþykktur
er í nýtingarflokk í rammaáætlun.
Mikil sóknarfæri eru í vindorku en
ljóst er að finna þarf jafnvægi þar
líkt og annars staðar. Urriðafoss- og
Holtavirkjun í Þjórsá voru færðar
úr nýtingarflokki í biðflokk. Þá var
Skrokkölduvirkjun einnig færð í
biðflokk úr nýtingu en Skrokkalda
er staðsett á miðhálendinu og í mik-
illi nálægð við friðlýst svæði Vatna-
jökulsþjóðgarðs. Héraðsvötn í
Skagafirði og Kjalölduveita voru
færð í biðflokk úr verndarflokki. Er
þetta í samræmi við áherslu rík-
isstjórnarinnar á að fjölga kostum í
biðflokki. Þarna er sleginn jafnvæg-
istónn í tilfærslu úr nýtingu og
vernd í biðflokk. Þeir kostir sem við
þetta færast yfir í biðflokk, verða
skoðaðir betur og vinnu við það
verður hraðað í meðförum verkefn-
isstjórnar rammaáætlunar. Að því
loknu koma kostirnir aftur til um-
fjöllunar í þinginu.
Þá lagði ég mikla áherslu á og
óskaði eftir því við Orkustofnun að
þeir kostir, sem stofnunin hafði lagt
fram til mats að eigin frumkvæði,
yrðu felldir út úr biðflokki. Það eru
því alls 28 felldir út úr rammaáætl-
un sem hafa verið fastir í biðflokki
um árabil og hvorki hægt að nýta né
vernda. Ég tel að þetta skref sé gíf-
urlega mikilvægt til þess að ná betri
sátt um rammann.
Í hnotskurn
Þrátt fyrir hávær hróp og köll
stjórnarandstöðunnar um nið-
urstöðuna er ljóst að umhverfis- og
samgöngunefnd Alþingis á hrós
skilið fyrir vandaða og góða vinnu.
Alþingi hefur tekist að ná samstöðu
um afgreiðslu máls sem hefur setið
fast í tæpan áratug. Niðurstaðan er
skynsamleg; kostir eru færðir úr
nýtingu og vernd í biðflokk til frek-
ari skoðunar. Fyrsti vindorkukost-
urinn fer í nýtingarflokk, gætt er að
jafnvægi milli verndar og nýtingar
og 28 kostir eru felldir út úr ramma-
áætlun.
Stjórnvöld hafa sett sér metn-
aðarfull markmið í loftslagsmálum
og við ætlum okkur að ná þeim. Til
þess þarf græna orku til orkuskipta
en á sama tíma erum við meðvituð
um mikilvægi þess að vernda nátt-
úruna og reynum okkar besta til
þess að finna jafnvægi milli þessa
þátta. Afgreiðsla rammaáætlunar
er gífurlega mikilvæg varða á þess-
ari vegferð. Okkur hefur tekist að
rjúfa kyrrstöðuna og eykst sókn-
arþunginn í loftslagsmálunum til
muna.
Níu ára kyrrstaða rofin
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
Guðlaugur Þór
Þórðarson
» Ísland hefur sett sér
metnaðarfull og há-
leit markmið í loftslags-
málunum sem við ætlum
okkur að uppfylla.
Höfundur er umhverfis-, orku- og
loftslagsráðherra.