Morgunblaðið - 16.06.2022, Page 38

Morgunblaðið - 16.06.2022, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 ÞÆGILEGIR GÖTUSKÓR GO WALK ARCH FIT 14.995 kr./ St. 41- 47 withArchFit KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS SKECHERS SMÁRALIND - KRINGL Gelísprautun • Gefur náttúrulega fyllingu • Grynnkar línur og hrukkur • Sléttir húðina Gelísprautun er náttúruleg andlitslyfting án skurðaðgerðar sem framkvæmd er með náttúrulegu fjölsykrunum frá Neauvia Organic. Ve 13 Við to rét Pe 21 reynsla Við fe pa 13 Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is Þegar Páll Heiðar er spurður út í hvað sé að gerast á fasteignamark- aðnum akkúrat núna segir hann að það sé ennþá skortmarkaður. „Það er að segja fleiri kaupendur en seljendur. Það er áhugavert að það er um 42% minni sala það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Markaðurinn hefur þó hækk- að um 11%,“ segir Páll Heiðar. Hann segir að 200-250 eignir á viku komi á markað sem sé ekki nærri því nóg. „Það eru auglýstar um 600 eignir í dag og helmingurinn er auglýstur sem seldur. Meðalsölutíminn hefur aldrei verið eins stuttur eða um 35 dagar og meðalkaupverð á fasteign í dag er um 77 milljónir. Það er að segja 67,4 milljónir í fjölbýli og 104,9 milljónir í sérbýli. Til að stað- festa alvarlega stöðu þá seljast um 65% íbúða í fjölbýli yfir auglýstu verði,“ segir hann. Er ekki sérstakt að hverfi séu að lækka í verði eins og er að gerast í Laugardal og Grafarholti? „Jú, og kemur í raun á óvart. Eina skýringin sem ég hef er sú að úttakið frá Þjóðskrá gæti verið lítið og einhverjar eignir hafi selst á mjög lágu fermetraverði sem skekkir myndina. Ég myndi halda að bæði þessi svæði eigi inni hækk- un þar sem meðalfermetraverð í Laugardalnum er um 586.000 m² og um 554.000 m² í Grafarholtinu en meðalfermetraverðið á höfuð- borgarsvæðinu það sem af er ári er um 660.000 m²,“ segir hann. Hefur þetta gerst áður síðustu ár? „Það geta komið mánuðir inn á milli í öllum hverfum þar sem get- ur orðið lækkun en til lengri tíma hefur fasteignaverð aldrei lækkað í verði eins og matvara og laun. Það var nokkuð áberandi 2018 og 2019 þar sem var töluvert af hverfum sem í raun lækkuðu í verði og al- menn hækkun á markaði var mjög lítil,“ segir hann. Eiga þessi hverfi eitthvað inni? „Ég tel að þessi hverfi, ásamt Norðurbæ Hafnarfjarðar og Háa- leitinu, eigi töluvert inni. Eins hef ég ráðlagt fólki að skoða Reykja- nesbæ sem spennandi tækifæri á fasteignamarkaði,“ segir Pál Heið- ar. Hvað heldur þú að gerist núna þegar lánshlutfall til fyrstu kaup- enda lækkar? „Ég hef litla trú á að eftir- spurnin minnki við þetta en það er mín raunverulega von að íbúðir í lægri verðflokkum muni kannski ekki alveg hætta að hækka en að hækkunin verði ekki svona mikil á svo skömmum tíma. Stór hluti af fólki hefur verið að komast inn á markaðinn með 90% lán en þarf meira eigið fé núna. Margir fyrstu kaupendur fá aðstoð hjá ættingjum þannig að ég á ekki von á að eftir- spurnin minnki heldur hætti verðið vonandi að hækka svona úr öllu valdi.“ Páll Heiðar segir að það sé að hægjast á markaðnum. „Það er nærri 42% minni sala en var á sama tíma í fyrra en skýr- ingin er helst sú að það er mikill skortur. Salan væri töluvert meiri ef það væru fleiri eignir á mark- aðnum. Eftirspurnin er mikil og framboðið lítið. Ég upplifi að kaup- endur á eignum yfir 120 milljónum eru í ríkari mæli að hugsa um af- borganir og spá töluvert fram í tímann og gera ráð fyrir að afborg- anir hækki. Þá er fólk ekki tilbúið að spenna bogann eins og áður en það er mikið byggt á tilfinningu frekar en staðreyndum,“ segir hann. Fasteignaverð lækkar í Laugar- dalnum og í Grafarholti Páll Heiðar Pálsson fasteignasali segir að það sé 42% minni sala á fasteignum nú en á sama tíma í fyrra. Tölur frá Þjóðskrá Íslands sýna að verð á fasteignum hefur lækkað í Grafarholti og í Laugardalnum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Morgunblaðið/Sigurður Bogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.