Morgunblaðið - 16.06.2022, Page 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
FLAT
13.995 kr. / St. 36-41
LÉTTIR OG FALLEGIR SANDALAR
ELEVATE
16.995 kr. / St. 36-42
ELEVATE
16.995 kr. / St. 36-42
FLAT
13.995 kr. / St. 36-41
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Nýleg íslensk hljómsveit, tónlistardúóið Bear the Ant,
hefur vakið athygli með nýstárlegri og grípandi tónlist
síðan hún fæddist í heimsfaraldrinum en sveitin gaf út
stuttskífuna Unconscious í maí síðastliðnum.
Björn Óli Harðarson og Davíð Antonsson eru menn-
irnir á bak við sveitina. Margir kannast eflaust við Davíð
sem hefur trommað með stórhljómsveitinni Kaleo síðast-
liðin 10 ár en hann er einmitt á tónleikaferðalagi um Evr-
ópu með sveitinni eins og stendur.
Þeir Björn hafa verið vinir frá því Kaleo var stofnuð en
þeir kynntust í gegnum Rubin Pollock, gítarleikara Ka-
leo, sem er frændi Björns en Björn útskrifaðist sjálfur úr
tónlistarskóla FÍH í vor og segist hafa verið viðriðinn tón-
list frá unglingsaldri.
„Ég sýndi Davíð „demó“ af einu lagi og spurði hvort
hann vildi tromma inn á það, en hann var hérna á Íslandi
vegna covid og Kaleo gat ekki spilað. Stuttu seinna vorum
við farnir að vinna og pródúsera þetta verkefni saman og
úr varð ennþá meiri vinátta okkar á milli,“ lýsir Björn í
samskiptum við Morgunblaðið og K100.
Lokalag plötunnar Unconscious, lagið „Hey!“, hefur
fengið sérstaka athygli en það er sumarlegt og grípandi
með bæði brassi og gospelkór.
Bjart, sumarlegt og sálardrifið
Björn, sem er söngvari Bear the Ant, lýsir laginu sjálf-
ur sem björtu, sumarlegu og sálardrifnu en hann samdi
lagið fyrir um átta árum.
„Ég samdi þetta lag fyrir mörgum árum, 2014, en var
aldrei búinn að taka það upp, bara glamra það fyrir sjálf-
an mig,“ segir Björn, sem kynnti lagið jafnframt hjá
Heiðari Austmann á K100.
„Þegar upptökuferlið hófst fór lagið að stækka mikið
og við fengum brass, mikið af bakröddum og hammond.
Róbert Aron Björnsson og Hannes Arason blésu í lúðr-
ana, Daníel Ægir Kristinsson var á bassa, Stefanía Svav-
arsdóttir og Elísabet Sesselja Harðardóttir í bakröddum
og svo Tómas Jónsson á hammond,“ lýsir Björn, sem seg-
ist þó aðspurður eiga erfitt með að lýsa tónlist Bear the
Ant með orðum. Hljómsveitin sé þó undir miklum áhrif-
um frá soul-tónlist, rokki, indie-tónlist og síðsýru
(psychedelíu).
Dúóið gaf á dögunum út tónlistarmyndband við lagið
„Hey!“ en það var tekið upp í Kaupmannahöfn.
Björn segir að mikið af myndbandinu hafi verið tekið
upp á svokölluðu kristjaníu-reiðhjóli en hann sat sjálfur
makindalega í körfu hjólsins á meðan félagi hans Hörður
Freyr Brynjarson, sem leikstýrði tónlistarmyndbandinu,
hjólaði og tók hann upp syngjandi. Úr varð afar skemmti-
legt og myndrænt myndband á ferð um Kaupmannahöfn.
Eins og að spila djass
„Annars var það tekið upp mikið svona „gorilla style“
þar sem við vorum bara að ferðast um borgina og impróv-
ísera. Ég sagði við strákana að það að taka upp þetta
myndband væri eins og að spila djass,“ lýsir Björn.
Hann segir að viðtökurnar við hljómsveitinni og nýju
plötunni hafi verið góðar en lagið „Hey!“ hefur verið að
klifra upp ýmsa vinsældalista hér á landi upp á síðkastið.
Spurður út í hvernig Davíð tekst til við að samræma
hljómsveitirnar tvær, Bear the Ant og Kaleo, segir Björn
að hingað til hafi það verið auðvelt en bendir á að það hafi
líklega verið heimsfaraldrinum að þakka. Nú er Kaleo
hins vegar farin á fullt aftur á tónleikaferðalögum um
heiminn.
„Það kemur betur í ljós í framhaldinu hvernig verður
að vinna svona úr fjarlægð en það gera það margir í dag
svo það ætti alveg að virka,“ segir Björn sem segir að vin-
irnir stefni hátt.
„En það er bara að hægt að taka eitt skref í einu svo við
höldum okkar striki og sjáum svo hvað gerist í framtíð-
inni,“ bætir hann við en fram undan hjá þeim félögum er
lifandi flutningur síðar í sumar þegar Davíð kemur úr
tónleikaferðalaginu auk þess sem þeir ætla að halda
áfram að semja og taka upp lög fyrir breiðskífu sem er
væntanleg vonandi í byrjun næsta árs.
Sat syngjandi í hjólakörfu
á ferð um Kaupmannahöfn
Bear the Ant er tónlistardúó á uppleið
en þeir Björn Óli og Davíð mynda dúó-
ið sem gaf nýverið út stuttskífuna
„Unconscious“ og tónlistarmyndband
við lokalag plötunnar „Hey!“
Bear the Ant Tónlistardúóið Bear the Ant saman-
stendur af þeim Birni Óla og Davíð Antonssyni.
Ljósmynd/Berglaug Petra Garðarsdóttir
Unconscious Bear the Ant gaf út stuttskífuna Uncon-
scious á dögunum og stefnir á breiðskífu á næsta ári.
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Hildur Kristín Stefánsdóttir segir
heim pródúsenta á Íslandi ákaflega
karllægan en sjálf er hún ein af ör-
fáum kvenpródúsentum landsins.
„Já, því miður. Ég held að svona
2-4% af lögum sem koma út séu
pródúseruð af konum,“ sagði Hild-
ur í viðtali í morgunþættinum Ís-
land vaknar í gær. Hún sagðist
halda að mörgum konum þætti
starfið yfirþyrmandi. Í því felst að
sitja fyrir framan tölvuforrit „með
milljón tökkum“, taka upp og vinna
tónlist.
„Nýlega tók ég skrefið að fara að
pródúsera og vinna tónlist fyrir
aðra,“ sagði Hildur, sem sjálf er
tónlistarkona. Húnsegir marga
eiga erfitt með að skilja hvað starf-
ið felur í sér. Hún sagðist meðal
annars fá spurninguna „Hvað er að
vera pródúsent?“ mjög oft.
„Það vita margir ekki hvernig
tónlist er búin til,“ sagði Hildur.
„Oft byrjar fólk bara með kassa-
gítar og rödd og ekkert meira en
síðan býr maður til heilt lag úr því,
bætir við alls konar hljóðfærum og
útsetur það. Mér finnst þetta ótrú-
lega skemmtilegt, af því að maður
fær að prófa alls konar, maður get-
ur tekið lag sem var hrátt fyrir og
farið með það í hvaða átt sem mað-
ur vill,“ lýsir Hildur sem segir að
það hafa verið afar skemmtilegt og
lærdómsríkt að vera „hinum megin
við borðið“ en sem tónlistarkona
hefur hún oft mætt í hljóðvertil að
syngja.
Hildur segist hafa heillast af
starfi upptökustjórans vegna þess
að hún er forvitin og nýtur þess að
prófa sig áfram og fikta.
„Ég held að það sé lykillinn að
mörgu, að þora að prófa sig áfram.
Ég er ekkert hætt að vera tónlist-
arkona,“ sagði hún en bætti við að
hún hafi uppgötvað að hún væri
hæfileikum gædd sem upp-
tökustjóri þegar hún vann með
þeim sjálf sem tónlistarkona.
„Eitt leiddi af öðru og svo fékk
ég það verkefni nýlega að vinna
með ungri tónlistarkonu sem ég
þekkti ekki fyrir. Sameiginleg vin-
kona hafði samband við mig og
vissi að ég hefði unnið í tónlist og
spurði hvort mig langaði að prófa
að taka upp með henni lag,“ sagði
Hildur. Umrædd tónlistarkona er
Una Torfa en plata hennar, sem
Hildur pródúseraði, Ein týnd og yf-
irgefin, kom út í síðustu viku. Hild-
ur starfar mikið með tónlistar-
konum en nú er hún meðal annars
að vinna að væntanlegum sum-
arsmelli frá Þórunni Antoníu.
Pródúsent Hildur er afar heilluð af pródúsentastarfinu sem er mjög skapandi.
Hér er hún ásamt tíkinni sinni Uglu sem er sérlegur aðstoðarmaður Hildar.
Heimur pródúsenta
mjög karllægur
Listakonan Hildur Kristín er ein af örfáum kven-
pródúsentum á Íslandi og segir að lykillinn sé að
fikta sig áfram. Hún hefur aðallega pródúserað fyr-
ir konur og pródúseraði m.a. nýja plötu Unu Torfa
sem kom út á dögunum.