Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Meistarakokkurinn Eyþór Rúnarsson lumar á mörgum góðum ráðum fyrir lesendur enda flinkari en flestir í eldhúsinu. Hann heldur úti skemmtilegri uppskriftasíðu sem kallast einfaldlega Eyþór kokkur og kennir þar ýmissa gómsætra grasa. Að sögn Eyþórs er ekki flókið að grilla en gott er að hafa nokkur trix uppi í erminni og hér deilir hann með lesendum sínum bestu grillr- áðum: - Gott er að dýfa rósmarínstöngli í olíu og pensla kjötið með því. - Setið heilt hvítauksrif á gaffal og nuddið kjötið eða fiskinn með því á grillinu. Þá kemur milt og gott hvítlauksbragð. - Hafið grillið heitt og hreint. - Það er alltaf betra að velja grillkjöt með fitu. - Gott að setja marineringu á kjöt strax eftir grillun. - Láta allt kjöt hvíla í u.þ.b. 10 mínútur áður en það er borðað. Eyþór gefur grillráð 4 hamborgarar 4 hamborgarabrauð salt og pipar 1 stk. Dala-hringur frá MS 12 laukhringir, ofnbakaðir eða djúp- steiktir 8 beikonsneiðar, stökkar tómatsneiðar súrar gúrkur rauðlaukur skorinn í sneiðar ferskt salat majónes og bbq-sósa Meðlæti: franskar, t.d. vöfflufranskar sýrður rjómi með graslauk og lauk frá Gott í matinn, sem ídýfa fyrir franskarnar Aðferð: Byrjið á því að taka hamborg- arana úr kæli og krydda með salti og pipar. Steikið beikonið og djúpsteikið eða ofnbakið laukhringina. Hitið grillið mjög vel, setjið borgarana á það og passið að loka alltaf grillinu til að hitinn haldist sem mestur. Skerið Dala-hringinn þversum þannig að hringurinn haldi sér. Snúið við borgurunum og steikið áfram, rétt áður en þeir eru klárir setjið þið ostinn á og lokið grillinu. Leyfið ostinum að bráðna vel en samt án þess að hann leki út um allt. Hitið brauðin á grillinu rétt áður en borgararnir eru tilbúnir. Þá er bara að setja veisluna sam- an: Botnbrauð, bbq-sósa, súrar gúrkur, rauðlaukssneiðar, ham- borgari, salat, tómatsneiðar, beik- on, laukhringir, majónes á topp- brauðið og loka. Ef þið eigið til prjón eða grillpinna er upplagt að stinga einum slíkum í hvern borg- ara. Borgararnir eru bestir með góð- um frönskum, sem dýft er í sýrðan rjóma með graslauk og lauk, og ís- köldum drykk. Lúxusborgari með laukhringjum, beik- oni og Dala-hring Þessi útgáfa af grilluðum hamborgara er með þeim allra bestu. Stórir borgarar, grillaðir á blússandi hita, og á milli eru settir laukhringir og stökkt beikon. Hamborgarinn er svo fullkomnaður með Dala-hring sem fer ofan á borg- arana. Osturinn er skorinn þvert í sneiðar svo hringurinn haldi sér og grillaður með síðustu sekúndurnar. Löðrandi lúxus Bræddur ostur er ómissandi á góðan borgara. Það er ótrúlegt hvað það er einfalt en gott að grilla ávexti. Hér býður Berglind Hreiðars upp á einföld ávaxtaspjót sem tekur bókstaflega fimm mínútur að undirbúa. Síðan eru spjótin grilluð í tvær mínútur á hvorri hlið og eru þá tilbúin. Bragðast einstaklega vel með bræddu súkkulaði, þeyttum rjóma eða góðum ís. Grilluð ávaxtaspjót með súkkulaði Uppskrift dugar fyrir 5-6 spjót ½ ferskur ananas 3 ferskjur 15-20 Driscolls-jarðarber 50 g brætt dökkt súkkulaði 2 msk söxuð mynta Skerið ananas og ferskjur í hæfilega stóra bita. Raðið ananas, ferskjum og jarðarberjum til skiptis upp á grillspjót. Grillið á meðalheitu grilli í um tvær mínútur á hvorri hlið. Raðið á bakka og setjið brætt súkkulaði yfir allt og saxaða myntu. Grilluð ávaxta- spjót með súkkulaði Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir Bráðnar í munni Grillaðir eftirréttir eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum og spjót sem þessi eru afar fljótleg og ljúffeng.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.