Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.06.2022, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 ✝ Svanur H. Guð- mundsson fæddist í Dals- mynni í Eyjahreppi 29. nóvember 1950. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 6. júní 2022. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson, f. 1902, d. 1993, og Margrét Guðjónsdóttir, f. 1923, d. 2013, ábúendur í Dalsmynni. Systkini Svans eru Eygló, f. 1940, Guðmundur Reynir, f. 1941, d. 2018, Ágúst, f. 1943, d. 2021, Ástdís, f. 1944, Svava Svandís, f. 1946, Margrét, f. 1978; Iðunn Silja, f. 1981, maki Halldór Sigurkarlsson, f. 23. mars 1978, börn þeirra Kolbrún Katla f. 2006 og Svandís Svava f. 2012; Atli Sveinn, f. 1981, maki Guðný Linda Gísladóttir, f. 13. apríl 1980, börn þeirra Ar- on Sölvi, f. 2008, og Hrafndís Viðja, f. 2012; Halla Sif, f. 1991. Svanur bjó ævilangt í Dals- mynni og tóku hann og Halla við búi foreldra hans. Hann lauk búfræðinámi í Bændaskól- anum á Hvanneyri. Hann tók virkan þátt í félagsstörfum bæði meðal bænda og í sinni heima- sveit og sat lengi í sveitarstjórn. Einnig ræktaði hann og tamdi smalahunda í tæpan aldarfjórð- ung og var virkur í starfi Smalahundafélags Íslands. Atli Sveinn og Guðný Linda tóku al- farið við búinu í Dalsmynni árið 2018. Útför Svans fer fram í Borg- arneskirkju í dag, 16. júní 2022, klukkan 13. 1948, Kristján, f. 1952, Tryggvi, f. 1956, Sigrún, f. 1960, og Skarphéð- inn, f. 1962. Svanur kvæntist 4. nóvember 1978 Höllu Guðmunds- dóttir kennara, f. 18. nóvember 1952, frá Hlemmiskeiði á Skeiðum. For- eldrar hennar voru Guðmundur Bjarnason, f. á Hlemmiskeiði 31. desember 1917, d. 19. maí 2013, og Guð- rún Magnúsdóttir, f. í Hvammi, Hrunamannahreppi, 29. júlí 1931, d. 2. desember 2017. Börn þeirra eru Guðmundur Rúnar, f. Tíminn er kominn, biðinni lok- ið. Þeir standa í réttinni, Hyrjar, Móalingur, Stígandi. Hyrjar, al- tygjaður, krafsar óþolinmóður. Og svo birtist hann, húsbóndinn, vinur og félagi í hestaferðum og smalamennskum. Strokið um kjálka og brauðbiti boðinn mjúk- um, leitandi flipa. Taskan með samlokunni, lifrarpylsunni handa hundunum og viskípelan- um tryggilega óluð við hnakkinn. Hann lítur í kringum sig og skært blístur hljómar. Þarna koma þeir skokkandi, Lubbi gamli, ekki svo gamall lengur, Skessa allra hunda best, félagi Vaskur og Tinni sem kvaddi allt of fljótt. Þeir nudda sér upp við húsbóndann, biðja um og fá strokur og klapp. Eftirvænting og spenna liggur í loftinu. Taum- ur lagður á makka og Hyrjar nuddar stóru höfðinu við öxl, sjaldgæf blíðuhót hjá þessum kaldlynda höfðingja. Það er riðið rösklega upp hlíðina, hundarnir til hliðar við hestana, tilbúnir að bregðast við hverju blístri, hverri skipun. Uppi á Öxlinni lít- ur hann við, horfir yfir staðinn sinn, æskuslóðirnar, heimilið, ævistarfið. Minningar. Það er farið greitt inn með Skaflahlíðinni, stefnan sett á Hvítuhlíðarkollinn. Þar er stans- að og hann horfir yfir dalinn sinn, Núpudalinn, sem er honum kærastur allra staða, þar sem hann þekkir hverja þúfu og veit nöfn sem kannski munu hverfa með honum. En það er ekki til setunnar boðið, fram undan er sumarland- ið með sínum Núpudal, Löngu- fjörum, hestaferðum í góðra vina hópi og ósmöluðum dölum og fjöllum. Fjöll með brattsæknu, hlaupaglöðu fé, kannski með ætt- ir af Austurbakkanum. Engar líkur að það sleppi frá þessu smalagengi. Hann leggur af stað, maður- inn með hesta sína og hunda, og þeir hverfa að lokum inn í birtu nýs dags. Vertu sæll ástin mín. Takk fyrir samfylgdina, þú manst hverju þú lofaðir. Halla. Í dag kveðjum við kæran bróður hinstu kveðju eftir erfiða baráttu við krabbamein. Svanur bróðir okkar fæddist haustið 1950 og var sjöunda barnið í röðinni, þá var elsta systirin orðin 10 ára og nóg hefur verið að gera á stóru heimili. Börn til sveita fara snemma að hjálpa til í daglegum störfum bæði úti og inni. Þar er í mörg horn að líta, sérstaklega áður fyrr þegar flest var unnið með höndum og vélvæðing skammt á veg komin. Áhugi Svans á búskapnum kom snemma í ljós. Hann var öt- ull og vinnusamur, lærði til bú- fræðings á Hvanneyri og hóf fé- lagsbúskap með foreldrum okkar allt þar til þau brugðu búi. Þá tók hann alfarið við búinu og rak það með miklum myndar- skap, ásamt Höllu konu sinni og börnum. Þau hjónin gerðu for- eldrum okkar þannig kleift að dvelja heima fram í háa elli og voru þeim alltaf innan handar, það var ómetanlegt fyrir okkur systkinin að vita af þeim í góðu yfirlæti og öryggi. Þetta lýsir vel því jákvæða hugarfari sem alltaf hefur ríkt í Dalsmynni. Það hefur verið nota- legt að koma við á æskuslóðun- um, enda þau Svanur og Halla góð heim að sækja. Svanur átti alla sína tíð heima í Dalsmynni, þar þekkti hann hverja þúfu og hvern stein, fjöll og dali, ár og læki. Hann hafði m.a. áhuga á reiðtúrum, smala- mennskum og refaveiðum, en þekktastur er hann sennilega fyrir hundana sína. Hann tamdi smalahunda um árabil með góð- um árangri; hann gerði þetta vel, vann til fjölda verðlauna og sauð- fjárbændur víðsvegar á landinu eiga hunda frá honum. Hann var duglegur og hagsýnn bóndi sem skilaði góðu ævistarfi. Svanur var ákveðinn og ávallt sjálfum sér samkvæmur. Hann lét fátt koma sér úr jafn- vægi. Einmitt þannig tæklaði hann krabbameinið af yfirvegun og skynsemi, eins og hvert annað verkefni sem ekki var hægt að skorast undan. Þessi bóngóði og ljúfi bróðir kvaddi okkur allt of snemma. Elsku Halla, Guðmundur Rúnar, Iðunn Silja, Atli Sveinn, Halla Sif og fjölskyldur, megi góðar minningar veita ykkur huggun og styrk á erfiðum tíma. Systkini hins látna. Eygló, Ástdís, Svava, Margrét, Kristján, Tryggvi, Sigrún og Skarphéðinn. Kær frændi og tryggur félagi af vefslóðum hvarf mér með frá- falli Svans í Dalsmynni. Langur vegur var forðum daga milli bræðranna frá Kolviðarnesi, Guðmundar föður Svans og Tryggva afa í Tungu, en bilið var brúað með bréfum. Greiðara var okkur frændum að hafa sam- skipti, gátum masað á fésbók og skoðað morgunversin sem birt- ust ný á hverjum degi. Ég kveð Svan Heiðar með ljóði Hugrúnar, Lindin: Ég veit af lind, er líður fram sem ljúfur blær. Hún hvíslar lágt við klettastall sem kristall tær. Hún svalar mér um sumardag, er sólin skín. Ég teyga af þeirri lífsins lind, þá ljósið dvín. Og þegar sjónin myrkvast mín og máttur þver, ég veit, að ljóssins draumadís mér drykkinn ber. Svo berst ég inn í bjartan sal og blessað vor. Þá verður jarðlífs gatan gleymd og gengin spor. En lindin streymir, streymir fram, ei stöðvast kann, og áfram læknar þunga þjáðan, þyrstan mann. Ingi Heiðmar Jónsson. Alltof snemma kveð ég nú góðan vin. Ég kynntist Svani þegar ég kom, 15 ára, sem kaupamaður í Dalsmynni. Svanur, Halla og annað heimilisfólk tók mér opn- um örmum og enn í dag líður mér sem hluta af fjölskyldunni. Ég hef komið á hverju ári í Dals- mynni og alltaf er það eins og að koma heim. Allt frá fyrstu kynnum bar ég mikla virðingu fyrir Svani og var hann mér á vissan hátt föður- ímynd en umfram allt traustur vinur. Lífið í sveitinni var fjölbreytt og fullt af ævintýrum og fyrir ungan og óharðnaðan borgar- dreng voru sveitastörfin hrein upplifun. Ég bý enn að reynsl- unni sem ég fékk í Dalsmynni og hún átti stóran þátt í að móta mig sem einstakling. Það var lær- dómsríkt að vinna með Svani og engin verkefni virtust óviðráðan- leg þegar hann átti í hlut. Svanur var yfirvegaður og ró- legur maður en í honum bjó einn- ig húmor og skemmtileg kald- hæðni. Eins og gengur og gerist gekk nú ekki allt sem skyldi þeg- ar kaupamaðurinn ungi var einn við störf. Meðal annars festi ég Úrsusinn í flatgryfjunni, keyrði þríhjólið út í skurð, gleymdi að loka fyrir mjólkurtankinn og sitthvað fleira. Í hvert skipti beið ég með hjartað í buxunum eftir að Svanur kæmi, til að segja hon- um að þetta hefði nú verið algjört óhapp og trúlega ekki mér að kenna. Svanur var fljótur að greiða úr málum og sagði svo: „Þetta verður bara dregið af kaupinu þínu.“ Eftir því sem óhöppum mínum fjölgaði reikn- aðist mér til að sumarhýran stefndi öll í bætur fyrir undan- gengin axarsköft. Loks áttaði ég mig þó á því að þetta væri nú lík- legast kaldhæðni og góðlátlegt grín hjá húsbóndanum. Í kjölfar- ið fór ég að verða borubrattari og lærði sjálfur að tileinka mér hnyttin tilsvör í samskiptum okkar. Svanur var hagmæltur og ég minnist þess að hlusta á hann fara með vísur og raula lagstúf þegar vel lá á honum, til dæmis þegar heyskapurinn gekk sem skyldi. Ein vísa stendur þó upp úr og enn þann dag í dag kasta ég henni reglulega fram. Vísan hefur og mun alltaf minna mig á Svan og finnst mér við hæfi að kveðja hann með þeim orðum: Lyngs við bing á grænni grund glingra og syng við stútinn. Þvinga ég slyngan hófahund hringinn í kringum Strútinn. Blessuð sé minning þín, minn kæri vinur og lærifaðir. Árni Birgisson (kaupamaður). Svanur Heiðar Guðmundsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Ástkær eiginkona mín, móðir, amma, dóttir, systir og mágkona, ÁGÚSTA RUT SIGURGEIRSDÓTTIR, Grænlandsleið 25, lést í Reykjavík föstudaginn 25. mars. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti fimmtudaginn 23. júni klukkan 13. Úlfar Árnason Margrét Hugrún Gústavsd. Edda Ágústa Björnsdóttir Sigurgeir Jónasson Sigrún Sigurgeirsdóttir Guðni Einarsson Halla Sigurgeirsdóttir Sigurgeir O. Sigurgeirsson Heiðrún Gígja Ragnarsdóttir Jónas Sigurgeirsson Rósa Guðbjartsdóttir Rögnvaldur Kristinn Úlfarss. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN M. INGIMARSDÓTTIR, lést mánudaginn 30. maí á Torrevieja á Spáni. Bálför hefur farið fram. Athöfn á Íslandi verður auglýst síðar. Ingimar Friðrik Jóhannsson Kristín Hraundal Pálína Ósk Hraundal Ísak Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR INGI SVEINBERGSSON matreiðslumeistari, Brekkuási 9, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 11. júlí klukkan 13. Margrét Böðvarsdóttir Pétur Smári Sigurgeirsson Jóhanna Soffía Birgisdóttir Halla Dóra Sigurgeirsdóttir Sigurður Ívar Sigurjónsson Sævar Ingi Sigurgeirsson Signý Arnórsdóttir Sigmar Ingi Sigurgeirsson Silja Rós, Ástrós Birta, Hrefna Sif, Róbert Steinn, Dagmar Arna, Styrmir Már og Margrét Mist Elsku hjartans hugrakki, yndislegi, hjálpsami og besti pabbi okkar, sonur, bróðir, tengdapabbi og mágur, GYLFI BERGMANN HEIMISSON, lést laugardaginn 4. júní. Útförin fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 20. júní klukkan 13. Dóróthea Gylfadóttir Davíð Stefánsson Darri Bergmann Gylfason Dísella Gylfadóttir Tómas Jökull Bergmann Gylfason Heimir Bergmann Gíslason Svala Þyri Steingrímsdóttir Ólafur Björn Heimisson Júlíana Ósk Guðmundsdóttir Vigfús Birgisson Theodóra Björk Heimisdóttir Haukur Þorsteinsson Gísli Kristján Heimisson Beata Makilla og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, KRISTINN BENÓNÝSSON múrari, lést á líknardeild Landspítalans að morgni laugardags 11. júní. Hugheilar þakkir færum við starfsfólki krabbameins- og líknardeildar sem annaðist hann af mikilli hlýju og kærleik. Útför fer fram í kyrrþey að hans ósk. Jóhanna Þorgerður Haraldsdóttir Gyða Laufey Kristinsdóttir Benóný Kristinsson Kristjana Kristinsdóttir Höskuldur Benónýsson Sæmundur G. Benónýsson Bryndís Benónýsdóttir Bergljót Benónýsdóttir Dagur Benónýsson makar afabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, langalangamma og sambýliskona, ANNA SIGURJÓNA HALLDÓRSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 8. júní á líknardeild Landakots. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. júní klukkan 10. Karítas Erlingsdóttir Bergþór Bergþórsson Ingi Brynjar Erlingsson María Guðrún Þórisdóttir Guðmundur G. Erlingsson Sigurrós Sigurhansdóttir Ísleifur Erlingsson Ragnheiður G. Jóhannsdóttir Ásgeir Helgi Erlingsson Heiða Margrét Hilmarsdóttir Páll Erlingsson Jóhanna Steinunn Hauksdóttir Sigríður Halldórsdóttir Björgvin Jónsson ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.