Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
✝
Bylgja Eybjörg
Stefánsdóttir
fæddist á Húsavík
2. október 1951.
Hún lést eftir bar-
áttu við krabba-
mein 7. júní 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Stefán
Benedikt Bene-
diktsson, f. 1922, d.
2007, og Sig-
urbjörg Sigvalda-
dóttir, f. 1926, d. 2006.
Systkini Bylgju eru Hanna,
Sigrún, Stefán Sigurður, Guðný
og Rúnar sem lést 1994.
Bylgja giftist Alberti Sig-
tryggssyni, þau slitu sam-
Aniku Sif. Atli á úr fyrri sam-
búð Arnrúnu Bylgju og Amelíu
Ósk.
Einnig á Bylgja þrjú barna-
barnabörn.
Bylgja ólst upp á Húsavík og
gekk þar í skóla. Á Húsavík fór
hún ung að vinna í fiski, ala
upp börn og halda heimili. Árið
1977 flutti fjölskyldan á höfuð-
borgarsvæðið og þar var unnið
í fiski á daginn og skúrað á
kvöldin. Einnig vann Bylgja í
Bakarameistaranum í mörg ár
og síðustu árin var hún ómiss-
andi aðstoð í pítsunum hjá Atla
syni sínum og Önnu. Bylgja átti
marga vini á öllum aldri og átti
hún sínar bestu stundir í góðra
vina hópi. Útför Bylgju fer
fram í Háteigskirkju í dag, 16.
júní 2022, klukkan 13. Streymt
verður frá útförinni:
https://streyma.is/streymi/
Hlekkur á streymi:
www.mbl.is/andlat
vistum. Synir
þeirra eru: 1) Sig-
tryggur, giftur
Ragnheiði Sóleyju
Stefánsdóttur.
Börn þeirra eru
Stefán Atli, Rúna
Eybjörg, Berta Sól-
ey og Albert Einar.
2) Arnar, giftur
Ingu Björgu Stef-
ánsdóttur, saman
eiga þau Heklu
Kristrúnu Mist. Arnar á úr
fyrri sambúð Bylgju Eybjörgu
og Sóleyju. Inga Björg á úr
fyrri sambúð Flóka og Viggó.
3) Atli Þór, giftur Önnu Ósk
Ólafsdóttur, saman eiga þau
Mamma, elsku kletturinn
minn. Ég sakna þín strax, missir
minn og okkar er mikill. Nóg er af
minningum hjá okkur. Þegar við
bjuggum á Langholtsvegi og þú
vannst frá morgni til kvölds í
fisknum í Granda og kvartaðir
aldrei. Ég kom oft og heimsótti
þig með strætó og fékk að hitta
þig með svuntuna og hárnetið
þitt, alltaf fékk ég faðmlag og svo
þurftir þú að halda áfram í slorinu
og ekkert væl. Gleymi aldrei þeg-
ar þú baðst mig um að sjóða kart-
öflur áður en þú komst heim eftir
langa vakt. Ég setti ekki vatn í
pottinn og auðvitað varð bruna-
rúst í pottinum. Við höfum oft tal-
að um þetta og alltaf segir
mamma: hvernig áttir þú að vita
það, enda bara átta ára. Mamma
var alltaf snyrtipinni og þótti
rosalega vænt um að koma heim
eftir langan vinnudag þegar ég
var búin að þurrka af, ryksuga og
skúra heima á Langholtsvegin-
um. Minningarnar eru margar.
Það sem stendur upp úr er hjálp-
semi þín við mig í gegnum árin,
þinn ótrúlegi kraftur og hversu
dugleg þú varst. Sannkallaður
klettur og mín mesta fyrirmynd.
Þú áttir marga vini á öllum aldri
og allir sammála um að Bylgjan
mín væri einstök. Reyndu nú að
slaka á og njóta þarna uppi, besta
mín. Sé þig seinna.
Þinn
Atli.
Þung eru sporin og með mikilli
sorg og trega kveð ég þig með
hjartað fullt af þakklæti, elsku
mamma mín. Nú þegar þinn
hinsti dagur er liðinn rifjast upp
ótal góðar minningar, stórar og
smáar, sem ylja okkur um hjarta-
rætur á þessum erfiðu tímum.
Þú varst svo gjafmild og elsk-
aðir að gleðja okkur, strákana
þína. Áður fyrr vannstu myrkr-
anna á milli til að halda heimili
fyrir okkur en einhvern veginn
tókst þér alltaf að gefa okkur veg-
lega. Margar yndislegar minning-
ar á ég með þér mamma mín, eins
og þegar þú bauðst mér á tónleika
með Bruce Springsteen í Dublin.
Við áttum sameiginlega aðdáun á
Brúsa og oft voru lögin Jersey
Girl og The River blöstuð í botn á
Langholtsveginum við litla hrifn-
ingu Klemma á efri hæðinni.
Það var alltaf hægt að leita til
þín þegar lífið var erfitt. Nokkr-
um sinnum atvikaðist það þannig
að ég þurfti að snúa heim eftir að
hafa flutt að heiman. Alltaf var ég
velkominn og það var bara búið til
pláss í litlu húsi, jafnvel með tvö
börn meðferðis. Þú misstir ekki
úr dag, með kvöldmatinn kláran
handa okkur og standard skóla-
nesti. Maltbrauð með hangikjöti
eða osti klikkaði aldrei.
Þú áttir ótrúlega gott og fallegt
samband við barnabörnin, sem
kölluðu þig alltaf ömmu Dreka.
Þau eiga hafsjó af góðum minn-
ingum frá tónleikum, leikhúsferð-
um og öðru með þér. Þar var
ávallt mikið spjallað og hlegið og
alltaf lent í einhverjum ævintýr-
um. Minningin, þegar þú komst til
okkar þegar við bjuggum í Frakk-
landi og þú lést ekkert stoppa þig.
Gekkst um bæinn með barna-
börnunum og pantaðir allt sem þú
vildir á íslensku við mikla undrun
afgreiðslufólksins og mikla kátínu
krakkanna.
Í nóvember í fyrra bauðst þú
okkur bræðrum og mökum í
ógleymanlega ferð til Köben í til-
efni 70 ára afmælis þíns. Þar fór-
um við á geggjaða veitingastaði,
ískaldar skoðunarferðir og já þar
var mikið hlegið, svo mikið að lá
við brottvísun frá einum veitinga-
staðnum. Hlátur þinn svo smit-
andi að vonlaust var að taka ekki
undir.
Þó þú hafir ávallt verið spar-
söm og farið vel með peninga, þá
hafðir þú mikið dálæti á merkja-
vörum og hönnunarvörum, þar
var hvergi sparað. Lífskúnstner á
því vel við þig á vissum sviðum og
Gucci mun ég alltaf tengja við þig.
Takk elsku mamma mín fyrir
ferðalagið okkar saman, ég mun
ætíð sakna þín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Arnar (Addi).
Það var dimmur janúardagur
þegar við mamma gengum inn á
heilsugæsluna og úrskurður
rannsóknarinnar deginum áður lá
fyrir. Svipbrigði og viðbrögð
hennar voru engin. Hún vissi hvað
þetta þýddi en hélt að hún fengi
lengri tíma en raunin varð. Henni
fannst betra að þetta kæmi fyrir
hana en að þurfa að horfa á ein-
hvern sér nákominn veikjast
svona. Frá þessum degi vorum við
bræðurnir, fjölskyldan og vinir
hennar til staðar fyrir hana, allt
þar til yfir lauk.
Að alast upp hjá mömmu og
pabba var gott. Ég fann fyrir ör-
yggi, fannst ég heppinn. Þau áttu
marga vini og var mikill samgang-
ur á milli í þá daga. Útilegur og
heimsóknir og alltaf fullt af fólki.
Það var ekki mikið af peningum á
heimili hennar eftir að þau skildu.
Hún vissi og mundi vel alla tíð
hvernig það var að geta ekki leyft
sér neitt og þurfa að velta fyrir
sér hverri krónu. Það gerði hún í
ansi mörg ár en síðustu árin gat
hún leyft sér hluti sem ekki voru
áður í boði. Hún var orðin mikið
fyrir ákveðin tískumerki og þá að-
allega Gúggí eins og hún kallaði
það. Heimili hennar var öllum op-
ið, ættingjum og vinum sem vant-
aði gistingu. Ekkert mál.
Samband mitt við mömmu var
oftast gott. Okkur leið best þegar
við vorum tvö saman, þá var oft-
ast talað um alvarleg mál og að
sjálfsögðu gert grín að einhverju
eða einhverjum og mikið hlegið.
Líf okkar tikkaði oftast í takt og
þótt stundum hafi hrikt í, þá fund-
um við alltaf leiðina til baka. Þar
leið okkur vel. Hún átti í ótrúlega
fallegu sambandi við börnin mín.
Þau áttu öll sitt sérstaka samband
við ömmu sína. Oft ef eitthvað
kom upp á hjá þeim var fyrst talað
við ömmu. Hún hjálpaði þeim að
leita ráða og þau treystu henni
fyrir öllu.
Mamma talaði oftast hreina og
beina íslensku. Hún var alltaf
ófeimin að segja sína skoðun,
hvort sem fólki líkaði eða ekki.
Áföll úr æsku fylgdu henni alla tíð
og skildu eftir djúp sár á sál henn-
ar. Hún reyndi síðustu 15 ár að
vinna úr þeim málum. Henni var
alltaf illa við alla hunda (nema
Rebba) og hafði hún sinn svarta
hund að draga, alla sína ævi.
Ég sem er að kveðja hana í
hinsta sinn í dag er henni þakk-
látur fyrir lífið sem hún gaf mér.
Frelsið í æskunni, endalaust
traust og ást. Við áttum okkar
bestu stundir í veikindunum þeg-
ar við fórum saman í eftirlitsferðir
í Sandgerði. Henni fannst kraftur
náttúrunnar í öldunum og vind-
inum ógnvænlegur. Hún upplifði
sig sem lítið sandkorn inni í þessu
öllu.
Ég verð eilíflega þakklátur fyr-
ir að hafa átt hana að í gegnum líf-
ið. Það er stórt skarð höggvið í líf
okkar.
Hvíl í friði elsku mamma.
Þinn
Sigtryggur (Siddi).
Í dag kveðjum við eina af mín-
um allra uppáhalds. Elsku Bylgja,
þau voru þung skrefin út af líkn-
ardeildinni 7 júní. Þarna hafði ég
komið og farið ótal sinnum en
núna varst þú farin, dáin. Hvernig
kveður maður í hinsta sinn mann-
eskju sem hefur verið svo stór
hluti af lífinu? Við höfðum oft tal-
að um dauðann en þegar að hon-
um kemur eru orðin fá.
Þó að það séu bara 10 ár frá því
að ég hitti þig fyrst þá finnst mér
ég hafa þekkt þig alla ævi. Þú
varst tengdamamma mín en þú
varst líka svo miklu meira, þú
varst trúnaðarvinkona mín og
mér þótti svo vænt um þig og okk-
ar samband. Við gátum rætt allt á
milli himins og jarðar og ekkert
var óviðeigandi. Við höfum hlegið
mikið að skrautlegu lífi okkar þar
sem við áttum ýmislegt sameig-
inlegt en einnig gátum við rætt
erfiðu hlutina og hjálpaðir þú mér
mikið og fyrir það verð ég þér æv-
inlega þakklát. Þú varst sú allra
duglegasta, ósérhlífin, gjafmild
og svo sterk.
Ég græt það að Anika Sif fær
ekki að hafa ömmu sína lengur
hjá sér. En þið áttuð einstakt
samband enda skildir þú kvíða-
púkann betur en flestir og það
veitti Aniku öruggi, amma skildi
hana. Anika vildi helst að þú
myndir gista hjá okkur í hverri
viku en hún hafði einstaklega
gaman af samræðum ykkar þar
sem amman virtist hafa svör við
öllum sjö þúsund spurningunum
sem Anika bar upp. Arnrún og
Amelía áttu svo margar góðar
stundir með þér og munu sakna
þess að fara í smá ömmudekur.
Ég held að fáar ömmur eigi jafn
dásamlegt samband við ömmu-
börnin sín eins og þú áttir. Það
var sama á hvaða aldri, þú náðir
svo einstaklega vel til þeirra og
þau treystu þér svo vel. Það var
aðdáunarvert að sjá hvað þú áttir
auðvelt með samskipti við unga
fólkið hvort sem það voru þín
ömmubörn, systkinabörn/ömmu-
börn. Allir nutu þess að vera í ná-
vist þinni.
Sú minning sem situr ofarlega í
huga mér er Köben-ferðin okkar í
nóvember. Ég er svo þakklát fyrir
þann tíma sem við áttum saman
þar. Mikið hlegið og samveran svo
góð. Fengum loksins að fara sam-
an í merkjabúðirnar og vera með
smá skvísulæti. Við deildum
áhuga á hönnun og fallegum hlut-
um og gátum alveg gleymt okkur í
því. En auðvitað urðum við að fífl-
ast aðeins líka og vá hvað við hlóg-
um í hjólataxanum, bara alla leið
upp á hótel, hefðum sennilega
verið fljótari að labba.
Elsku Bylgja mín, erfið er
kveðjustundin. Minning þín mun
lifa í hjarta mér um ókomna tíð.
Ég sakna þín og elska þig, takk
fyrir allt. Elsku Atli okkar hefur
misst mikið og eins og við rædd-
um þá mun ég passa upp á hann.
Þangað til næst.
Þín tengdadóttir,
Anna.
Nú er elsku amma mín dáin.
Þegar ég fór til ömmu á Lokastíg-
inn fékk ég alltaf pönnukökur og
myndabingóið var alltaf á sama
stað á borðinu. Við spiluðum svo
og hún elskaði að draga spilið með
bláu töskunni. Það var alltaf gam-
an að koma til ömmu. Það síðasta
sem ég sagði við ömmu var „góða
nótt amma“ í gegnum FaceTime
því hún var á líknardeildinni.
Elsku amma mín, ég mun alltaf
sakna þín.
Þinn
Albert Einar.
Elsku amma okkar, við sökn-
um þín strax og vildum að við
fengjum að hafa þig aðeins lengur
hjá okkur. En minning þín lifir
hjá okkur. Allar sögurnar sem við
bjuggum til áður en við fórum að
sofa, allar verslunarferðirnar þar
sem þú gjörsamlega dekraðir
okkur í botn. Þegar við héldum
tombólu á Lokastígnum, allir
göngutúrarnir niður í bæ, allir
rúntarnir, jólaboðin, áramótin
sem við eyddum hjá ömmu kirkju,
kvöldmatur á Búllunni og það má
alls ekki gleyma lotteríkvöldun-
um okkar. Amelíu fannst best í
vinnunni hjá pabba, þar skamm-
aðir þú hana alltaf þegar hún setti
pítsusósuna vitlaust á pítsuna. Þú
varst stór karakter og verður allt-
af stór hluti af lífi okkar. Þú varst
fyrirmynd margra og ekki vantaði
upp á skvísulætin. Brosið þitt og
hlátur gátu lýst upp allt og alla í
kringum þig. Þú varst sterkasta
manneskja sem við þekkjum og
við erum endalaust stoltar af þér
og því sem þú tókst þér fyrir
hendur. Við eigum eftir að sakna
morgnanna á Lokastíg þar sem
við borðuðum morgunmat og
hlógum að túristunum sem kíktu
inn um gluggann og fórum í
sunnudagaskólann.
Við elskum þig og vonum að
það fari vel um þig þarna uppi og
við sjáumst seinna elsku amma.
Fyrir þig amma Dreki.
Þínar
Arnrún Bylgja og
Amelía Ósk.
Elsku amma Bylgja eða amma
dreki, eins og við barnabörnin
kölluðum hana gjarnan, var algjör
húmoristi og aldrei var leiðinlegt
að vera í kringum hana. Hún
gerði óspart grín að okkur systr-
um þegar við vorum yngri, við
gátum stundum orðið pirraðar á
því en í seinni tíð höfum við hlegið
mikið að þessu saman. Þrátt fyrir
húmorinn gátum við alltaf rætt
við hana um alvarlegri mál. Hún
vildi alltaf vita hvað við höfðum
fyrir stafni, vildi hjálpa til og gaf
okkur góð ráð um framtíðina.
Hún var dugleg að hrósa okkur og
Bylgja Eybjörg
Stefánsdóttir
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR ODDSSON
tæknifræðingur,
frá Ísafirði og Akureyri,
lést laugardaginn 4. júní.
Útförin fer fram í Digraneskirkju þriðjudaginn 21. júní
klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Hrefna H. Hagalín
Oddur Sigurðsson Guðbjörg Brá Gísladóttir
Kristín Sig. Hagalín Einar Garðar Hjaltason
Arna Sig. Hagalín Fjalar Sigurðarson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
ÞÓRA GRÉTARSDÓTTIR,
Fossvegi 2, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
föstudaginn 10. júní.
Útför fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn
20. júní klukkan 15.
Sigurður Fannar Guðmundsson
Þórunn Elfa Bjarkadóttir
Guðmundur Bjarki Sigurðsson
Þóra Björk Sigurðardóttir
Elsku faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ELÍAS SKAFTASON
múrari og garðyrkjumaður,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn
8. júní. Útför fer fram í Edinborgarhúsinu á
Ísafirði hinn 22. júní klukkan 14.
Skafti Elíasson Bára A. Elíasdóttir
Arnbjörn E. Elíasson Ingi Þór Stefánsson
Úlfur Júlíusson
tengdabörn og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
LÁRA HALLA JÓHANNESDÓTTIR,
Látraströnd 24,
lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunar-
heimilinu Seltjörn 9. júní.
Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn
23. júní klukkan 11.
Páll Sigurðarson
Sigurður Pálsson
Alda Pálsdóttir
Jóhannes Pálsson Hyeyoung Kim
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar