Morgunblaðið - 16.06.2022, Side 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
segja hversu stolt hún væri af
okkur. Amma sagði alltaf sínar
skoðanir og átti erfitt með að
sykurhúða hlutina, því gátum við
leitað til hennar þegar við vildum
hreinskilni.
Síðustu ár var amma dugleg
að njóta lífsins. Við hittumst
reglulega og gerðum eitthvað
skemmtilegt saman, við kölluð-
um okkur tríóið gjarnan skvís-
urnar. Við fórum árlega á jóla-
tónleika og vorum einnig
duglegar að prufa veitingastaði
bæjarins. Síðasta sumar gengum
við um miðbæinn og var það
amma sem vísaði veginn og sagði
okkur sögur og dáðist að falleg-
um byggingum. Það var svo ynd-
islegt að fylgjast með hvernig
hún sá alltaf það fallega í öllu.
Miðbærinn var staðurinn
hennar ömmu og naut hún sín vel
á Lokastígnum, með allt mann-
lífið fyrir utan gluggann hjá sér.
Við systur minnumst þess að
hafa setið í eldhúsinu hjá ömmu
og horft með henni út um
gluggann á fólkið sem gekk þar
fram hjá og hlegið þegar fólk
reyndi að gægjast inn um
gluggann. Amma hafði alltaf
mikinn áhuga á fólki, hún dæmdi
aldrei neinn heldur dáðist að því
þegar fólk var öðruvísi og fór út
fyrir kassann. Hún var sjálf alveg
eins, fór sínar eigin leiðir og
pældi ekki í hvað öðrum fannst.
Á Langholtsveginum áttum
við marga notalega morgna sam-
an, með nýbökuðu bakkelsi sem
amma kom gjarnan með heim úr
vinnunni. Á sunnudögum var
horft á formúluna, þar héldu allir
með sama liðinu nema amma, við
nutum þess því að skjóta hvert á
annað og gera grín að hinu liðinu.
Elsku nágranninn á efri hæðinni
er líka minnisstæður.
Amma var með í fyrstu utan-
landsferð okkar árið 1999. Eftir-
minnilegast er þegar Sóley datt í
sundlaugina og fékk lánaðar
nærbuxur hjá vinkonu ömmu.
Þetta fannst okkur mjög fyndið
og var atvikið reglulega rifjað
upp. Amma var dugleg að ferðast
síðustu árin. Hún kunni reyndar
ekki stakt orð í ensku og var
þekkt fyrir að tala bara íslensku
erlendis. Amma og Bylgja skelltu
sér saman til Danmerkur eitt
sumarið. Ákveðið var að skella
sér í siglingu um Köben með leið-
sögn, en fljótlega fóru að renna
tvær grímur á Bylgju þegar í ljós
kom að leiðsögnin væri á ensku
og endaði hún á að þurfa að þýða
allt.
Elsku amma okkar, við sökn-
um þín alveg óendanlega mikið
en munum ylja okkur við allar
þær fallegu minningar sem við
eigum um þig. Við vitum að þú
ert komin á góðan stað og ert
vonandi að njóta með Rúnari þín-
um, sem þú talaðir alltaf svo fal-
lega um. Við munum halda áfram
að gera þig stolta þar til við hitt-
umst næst.
Þín barnabörn,
Bylgja og Sóley
Arnarsdætur.
Lífið er stundum svo sannar-
lega ósanngjarnt. Elsku fallega
amma mín, nú ert þú farin og ég
sit hér ein eftir. Eftir stutt en
mjög erfið veikindi, þar sem þú
barðist eins og hetjan sem þú
varst. Þú varst sú sem ég gat leit-
að til ef lífið fór á hvolf. Ef mig
langaði til að hlæja þangað til ég
fengi krampa eða bara til að fá
knús. Ef við hringdum þá töluð-
um við klukkutímunum saman.
Þú varst manneskjan sem mér
fannst skilja mig best og ég gat
treyst þér fyrir öllu. Þú varst
fyndnust allra og ég veit að allir
sem þekktu þig segja það sama.
Ég mun halda áfram að vera
Kæja eins og þú kallaðir mig og
láta heyra í mér. Ég get ekki
hugsað mér lífið án þín, það verð-
ur ekki eins. Ég mun hugsa til
þín á hverjum degi, alltaf.
Þú varst allur alheimurinn og
svo miklu meira en það, lífið verð-
ur litlaust án þín elsku besta
amma mín.
Fljúgðu hátt fallegasti engill-
inn minn.
Þín
Berta Sóley (Besó).
Hlátur, gleði og sprell – það
var Bylgja systir mín.
Það sem ég er þakklát fyrir all-
ar þær samverustundir þar sem
gleðin var við völd og hvað þessi
húmor hennar hjálpaði oft á erf-
iðum stundum, t.d. í banalegu
Rúnars bróður okkar. Þar tóku
þau systkinin völdin og ákváðu að
hafa þetta skemmtilegt sumar
þrátt fyrir allt.
Ég á eftir að sakna að hringja í
Bylgju mína, hittast og hlæja
saman. Mér þótti líka vænt um að
hún tjáði sig um endalokin sem
fram undan voru…
og mikið rétt, við gátum líka
séð gleði og þakklæti í því sem
koma skyldi.
Ég veit að nú ert þú komin
HEIM, elsku systir mín, umvafin
fjölskyldu og vinum.
Elsku Siddi minn, Addi, Atli og
ykkar fjölskyldur. Sorgin og
gleðin haldast í hendur. Við erum
með ykkur í huga og hjarta hér í
Aarhus í DK. Guð blessi minn-
ingu mömmu ykkar sem okkur
öllum þótti svo vænt um.
Kærleikskveðjur,
Guðný systir og
Agnar.
Elsku Bylgja föðursystir mín
er látin, einstök að svo mörgu
leyti og í miklu uppáhaldi hjá mér
og minni fjölskyldu. Man þegar
þú skrifaðir í litabókina mína þar
sem við vinkonurnar á Húsavík
lituðum myndir og skrifuðum
nafnið okkar og aldur, þú litaðir
mynd og skrifaðir „Bylgja 37
ára“. Ég man enn eftir þessu og
fannst þetta svo skondið. Lang-
holtsvegurinn þegar þú bjóst þar
og búðarleikurinn sem ég fór í við
þig gegnum eldhúsgluggann
ómetanlegar minningar. Þú varst
heldur ekki að hugsa hlutina mik-
ið. Eitthvert árið varstu hjá okk-
ur í Sólbrekkunni á Húsavík í
heimsókn, ég var á þessum tíma
að bera út dagblaðið Dag og eins
og svo oft varstu vöknuð fyrir all-
ar aldir. Blöðin voru mætt, þú
fannst til listann og ákvaðst að
bera út blöðin með appelsínugul-
ustu Dags-töskunni, sem ég not-
aði aldrei því hún var svo hræði-
lega appelsínugul! Við hlógum
mikið að þessu uppátæki þínu,
bæði að hafa farið með blöðin og
notað töskuna, fyrir utan það að
blaðið hafði aldrei komið jafn
snemma til áskrifenda! Þú varst
mikill húmoristi og gerðir öll boð
og veislur skemmtilegri með
nærveru þinni, hversu oft hef ég
grenjað úr hlátri með þér að
Heilsubælinu, Fóstbræðrum og
öðru. Elskaðir mat og gaman að
bjóða þér í mat, síðast komstu til
okkar í Hálsaþingið í pistasíu-
þorskhnakka með sætkartöflu-
mús í september, við ætluðum
alltaf að fá þig aftur, því miður
náðist það ekki en ég mun alltaf
hugsa til þín þegar ég elda þenn-
an veislumat eins og þú kallaðir
hann, eins þegar ég borða siginn
fisk því hann var í uppáhaldi hjá
þér. Það var gaman að umgang-
ast þig og gott að tala við þig, þú
hafðir þann eiginleika að ná öllum
og geta talað við alla, frá krökk-
um og alveg upp í eldra fólk.
Þegar ég hugsa um þig Bylgja
er svo margt sem kemur upp í
hugann og fær mig til að brosa:
Púrra, Dreki, setja undir hnífap-
ara, borða upp í gjöfina, ég bakka
alltaf inn, Gucci-grænn, manstu
þegar þú settir íbúðina þína á sölu
í haust og ég tók strax eftir upp-
stillingunni á rétta veskinu? Æi
þú varst svo mikill snillingur og
gaman að fíflast með þér. Síðustu
tvö ár fórum við á Apótekið á að-
ventunni á „Afternoon tea“, með
mömmu minni og síðast líka með
Önnu tengdadóttur þinni, ég mun
halda því áfram og hugsa um þig.
Í janúar síðastliðnum hringd-
irðu í mig og baðst mig að taka
íbúðina þína í gegn, sagðir að ég
myndi aldrei þora segja nei við
veika manneskju og hlóst svo eins
og þér einni var lagið. Ég vildi að
þú hefðir talað við mig fyrr, eins
og þú sagðir að þig hefði langað
að gera lengi en ekki „þorað“. En
mikið sem þetta var skemmtilegt,
þó svo að þú hafir verið orðin veik
og gætir ekki notið nýju hlutanna
lengi. En ég hló með þér, hvað
mér fannst gaman að fara í búðir
og þurfa ekkert að kíkja undir
hvað neitt kostaði. Þetta var okk-
ar síðasti búðarleikur eins og á
Langholtsveginum.
Elsku Púrra mín, eins og við í
Sólbrekkunni kölluðum þig alltaf,
þú varst einstök og gafst lífinu lit,
ég á eftir að sakna þín mikið.
Hafðu það gott í blómabrekkunni
þinni: „Lifðu í lukku en ekki
krukku.“
Þín
Sigurbjörg.
Fyrir mörgum eru ömmusyst-
ur gjarnan gamlar konur sem
maður tengist ekkert sérstaklega
sterkum böndum. Í tilfelli okkar
Bylgju, ömmusystur minnar,
varð raunin önnur. Við tengd-
umst traustum tryggða- og vin-
áttuböndum fyrir rúmum áratug.
Bylgja var í senn afskaplega
kærleiksrík og góð og átti hún
auðvelt með að sýna okkur
mæðginum væntumþykju sína.
Hún var dugleg og ósérhlífin og
gædd mikilli víðsýni. Hún náði að
setja sig í spor flestra, og sá á ein-
faldan hátt hlutina út frá víðara
samhengi. Bylgja var réttsýn og
ófeimin við að láta skoðanir sínar
í ljós, en á sama tíma óspör á að
láta vita af því sem henni þótti vel
gert eða hún sá ástæðu til að
hrósa fyrir. Þannig minnist ég
kærrar ömmusystur minnar.
Hún var okkur mæðginum svo
góð, enda var ekki farin ferð í höf-
uðborgina sl. áratug án þess að
hittast. Það var alltaf gaman,
húmorinn og gleðin voru við völd
og ýmislegt brallað. Minnisstæð-
ur er njósnaleiðangur okkar um
Þingholtin, samverustundir sum-
arið ’16 þegar við pabbi vorum
stödd í Reykjavík og hann í
geislameðferð. Yndislegar stund-
ir áttum við mæðgin svo í sum-
arbústað í Húsafelli þegar Bylgja
kom og dvaldi með okkur þar eina
nótt, hún vöknuð fyrir allar aldir
til að bruna af stað aftur heim,
svo stressandi að keyra í gegnum
Hvalfjarðargöngin, best að klára
það af.
Missir margra er mikill með
fráfalli Bylgju. Þvílíkt lán að hafa
fengið að njóta samveru hennar
og kærleika. Það verður aldrei
tekið frá okkur. Ég þykist vita að
vel hafi verið tekið á móti henni í
Sumarlandinu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir).
Elsku frændur mínir, Siddi,
Addi og Atli, og fjölskyldur ykk-
ar. Minning yndislegrar móður,
tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu mun lifa í hjarta allra sem
fengu hennar nærveru notið. Guð
styrki ykkur og umvefji í sorg-
inni.
Hanna Jóna
Stefánsdóttir.
Fimm ára hnáta horfir aðdá-
unaraugum á fallega og glæsilega
stúlku tæpra sautján ára, þá
ófríska að sínu fyrsta barni. Svo-
leiðis voru mín fyrstu kynni af
Bylgju, en hún var þá trúlofuð
frænda mínum sem síðar varð
eiginmaður hennar. Á meðan þau
bjuggu á Húsavík var ég tíður
gestur á heimili þeirra, enda var
ég með eindæmum „sjúk“ í lítil
börn og gat setið tímunum saman
og horft á eldri bræðurna Sig-
trygg og Arnar, litla hvítvoðunga
í vöggunni sinni og síðar leikið við
þá á gólfinu. Ég undrast þolin-
mæði Bylgju að nenna að hafa
mig alltaf hangandi yfir sér á
þessum árum. En svo eltist ég og
strákarnir stækkuðu og þá kom
ég að góðum notum sem
barnapía, en ég vissi fátt
skemmtilegra á þeim tíma en að
fá að passa þá bræður. Svo flutti
fjölskyldan til Reykjavíkur og
þegar ég kom þangað sem ung-
lingur í framhaldsskóla naut ég
góðmennsku Bylgju minnar og
var áfram tíður gestur hjá henni.
Yngsti sonurinn Atli Þór var þá
fæddur og hafði ég einstaklega
gaman af að fá að kynnast honum
líka.
Eftir Reykjavíkurdvölina mína
breyttust fjölskylduhagir Bylgju
og ég stofnaði fjölskyldu fyrir
norðan, þá liðu nokkur ár þar sem
lítil samskipti voru okkar á milli.
Eftir að ég flutti suður heimsótti
ég Bylgju og þá var allt eins og
áður, sama vináttan og áttum við
einstaklega skemmtilegar sam-
verustundir þar sem við gátum
talað um allt milli himins og jarð-
ar. Sýndum hvor annarri skilning
á þeim verkefnum sem lífið hafði
fært okkur og fann ég alltaf fyrir
miklum kærleika frá henni.
Bylgju var líka mikið í mun að við
frændsystkinin ræktuðum sam-
band okkar þó svo hún og frændi
minn hafi skilið að skiptum.
Fyrir sjö árum fór Elín dóttir
mín að vinna hjá Atla syni Bylgju
en þá vann hún þar líka, og er
skemmtilegt að segja frá því að
milli Elínar og Bylgju myndaðist
fljótt kær vinskapur og skipti þá
engu aldursmunurinn frekar en
þegar ég kynntist henni fyrst.
Sumarið 2019 fórum við Bylgja
saman í ógleymanalegt ferðaleg
til Tallinn og Pétursborgar og var
alltaf meiningin að ferðast meira
síðar, en sú ferð verður farin á
öðru tilverustigi.
Bylgja reyndist okkur mæðg-
um einstaklega vel og eftir að við
fluttum norður stóð okkur alltaf
til boða að gista hjá henni á Loka-
stígnum ef við áttum erindi í höf-
uðborgina. Síðasta haust fékk El-
ín að dvelja hjá henni í mánuð á
meðan hún beið eftir leiguíbúð.
Var þetta einstaklega góður tími
og brölluðu þær vinkonurnar
margt saman, mikið hlegið og
mikið skrafað.
Elsku Bylgja okkar, hafðu
þökk fyrir vináttuna og kærleik-
ann sem við mæðgur nutum frá
þér. Kæru bræður Siddi, Addi,
Atli og fjölskyldur, innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar allra frá
okkur. Missir ykkar er mikill.
Anna Sigríður Jóns-
dóttir (Anna Sigga),
Elín Björg Eyjólfs-
dóttir.
Elsku vinkona.
Nú ertu farin í draumalandið
eftir erfið veikindi.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
margt löngu síðan en það var mín
gæfa að kynnast þér því þá eign-
aðist ég mína bestu vinkonu.
Þú varst einstök og var aldrei
lognmolla í kring um þig.
Hlátur þinn og gleði smitaði út
frá sér ásamt hlýju og góðvild.
Ég kveð þig með söknuði elsku
vinkona, sakna samtala okkar og
samveru.
Minning þín mun lifa í hjarta
mínu.
Sonum þínum og fjölskyldum,
ættingjum og vinum sendi ég
innilegar samúðarkveðjur.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ólöf Friðfinnsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
LILJU GUÐRÚNAR EIRÍKSDÓTTUR,
Grænlandsleið 53,
sem lést þriðjudaginn 24. maí.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Maríuhúss og
hjúkrunarheimilisins Eirar fyrir yndislega alúð og umönnun.
Viðar Þorsteinsson
Baldvin Viðarsson
Kjartan Viðarsson Kristín V. Samúelsdóttir
Lilja Viðarsdóttir Skúli Magnússon
Anna Viðarsdóttir Jón Aðalsteinn Hinriksson
Helgi Viðarsson Magdalena M. Stefaniak
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Prestastíg 8,
lést á líknardeild Landspítalans föstu-
daginn 10. júní. Útför hennar fer fram í
Guðríðarkirkju þriðjudaginn 21. júní klukkan 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar fyrir góða umönnun.
Jóhannes Björnsson
Gyða Björnsdóttir Sigurður Gunnarsson
Bragi Björnsson Bryndís Harðardóttir
Björn Þór Björnsson
barnabörn, makar og barnabarnabörn
Ástkær sambýliskona, móðir, amma
og langamma,
JÓNA KARITAS JAKOBSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum aðfaranótt
fimmtudags 9. júní.
Útförin fer fram í Kópavogskirkju
fimmtudaginn 23. júní klukkan 13.
Jón Norðfjörð Gíslason
Þóra B. Árnadóttir Jónas Þ. Guðmundsson
Sverrir Árnason Linda Björk Þormóðsdóttir
Birgir R. Árnason Sigurdís Jónsdóttir
Haukur Árnason
Hafdís E. Jónudóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
PÁLMA GUÐMUNDSSONAR
bifreiðastjóra,
Hringbraut 52, Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir hlýju og góða umönnun.
Ingibjörg Pálmadóttir Axel Gísli Sigurbjörnsson
Jón Ágúst Pálmason
Guðmundur Pálmason
Kristinn Már Pálmason Ólöf Thoroddsen
Sigurður Óli Pálmason Laura Rasmussen
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
RÓSA BACHMANN JÓNSDÓTTIR
frá Mjóanesi,
lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi þriðjudaginn
14. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju
mánudaginn 27. júní klukkan 14.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna.
Jóhann Jónsson
Lýður Valgeir Lárusson
Þorvarður Lárusson Hólmfríður A. Aðalsteinsdóttir
Oddur Jóhannsson Guðrún Valdimarsdóttir
Trausti Jóhannsson Kristín Birna Bragadóttir
Júlíana K. Jóhannsdóttir Dagur Bjarki Sigurðsson
Elías Bergmann Jóhannsson
og barnabörn