Morgunblaðið - 16.06.2022, Page 56
56 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022
40 ÁRA Gísli er Akureyringur
en flutti á Seltjarnarnes og býr
þar í dag. Hann er með MA-gráðu
í fjármálum fyrirtækja frá Há-
skóla Íslands og starfar í dag sem
forstöðumaður viðskiptaþróunar
hjá Sýn hf. „Áhugamál mín eru
utanvegahlaup, gönguskíði og svo
hef ég einnig spilað á mandólín.“
FJÖLSKYLDA Maki Gísla er Xi-
aochen Tian, f. 1986. Sonur Gísla
úr fyrra sambandi er Askur Ey-
land, f. 2010, og dóttir Gísla og Xi-
aochen er Nína Eyland, f. 2022.
Foreldrar Gísla eru Einar Eyland,
f. 1961, svæðisstjóri hjá N1, og
Svanhvít Halla Sighvatsdóttir, f.
1961, starfsmaður hjá Reykjavík-
urborg.
Gísli Eyland
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Hugsanlegt er að þú lendir í
útistöðum í dag enda finnst þér sumir
bæði hrokafullir og einstrengingslegir í
viðmóti. Sinntu vinnunni í einrúmi, ef
þú mögulega getur.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú gantast með að það séu vissir
hlutir sem þú vilt alls ekki vita. Gerðu
hvaðeina sem gerir þér kleift að tjá
sköpunargleði þína.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þetta er ekki rétti tíminn til
að skapa ný tækifæri í vinnunni. Ástin
sigrar allt.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Eitthvað skrýtið hendir í
vinnunni. Þú ert rétta manneskjan til
þess að sameina stríðandi fylkingar.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú hefur verið ein/n á báti of
lengi og ættir að finna þér félagsskap
við fyrsta tækifæri. Þú færð skilaboð
sem breyta ýmsu.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú hefur haft áhyggjur upp á
síðkastið sem er alger óþarfi. Þér finnst
þú bundin/n í báða skó þessar vik-
urnar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Hurð skellur nærri hælum í um-
ferðinni í dag. Þú hittir naglann á höf-
uðið í vissu máli. Einhver kemur við
kvikuna í þér.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Taktu því sem að höndum
ber með kímnina að vopni. Það er mikill
gangur í framkvæmdum sem þú stend-
ur í.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ekki skuldbinda þig til eins
eða neins næstu daga. Þú verður að
fara að læra að segja nei. Gæfuhjólið
snýst þér í hag.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þú vildir gjarnan geta snúið
hjóli tímans til baka. Þú dettur í dag-
drauma. Ekki veðja öllu á einn hest.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Einhver gamall kunningi læt-
ur í sér heyra og skilaboðin koma róti á
hug þinn. Þú gerir góðverk í dag án
þess að vita það.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Hugmyndir þínar njóta meiri
stuðnings en þú áleist í upphafi. Ferða-
lög eiga hug þinn núna. Léttu á hjarta
þínu við góðan vin.
Eitt ánægjulegasta verkefni sem
ég hef tekið þátt í var úrlausn sli-
tabúanna árið 2015 og losun fjár-
magnshafta í framhaldi af því. Þar
var á ferðinni einstök samvinna
framkvæmdahóps, ráðherra, ráðu-
neyta og Seðlabanka. Þar var djarft
teflt, setið undir hótunum og nið-
urstaðan var aldrei gefin þó sumir
hafi síðar reynt að halda öðru fram.
Eftir úrlausn slitabúanna fékk ég
fljótlega skeyti frá Yannis Varoufak-
is, sem þá var fjármálaráðherra
Grikklands, en hann bauð mér að
setjast í stjórn grísku bankasýsl-
unnar og þar sat ég til ársins 2019.
og krefjandi tímar. Ég tel að það
starf sem unnið var í bankanum bæði
fyrir og eftir bankahrunið sé krafta-
verki líkast. Þó að mikið hafi verið
ritað um þetta tímabil hef ég enn
ekki séð opinberlega raunsanna
greiningu á því sem sannarlega gerð-
ist. Hugsanlega fer að vera liðinn
nægilega langur tími frá atburðunum
til að einhver geti fjallað um þá hlut-
laust. Í þessu sambandi má minna á
fræga sögu af samtali Zhou Enlai og
Kissingers fyrir 50 árum þar sem
Zhou taldi enn of snemmt að leggja
mat á frönsku byltinguna þótt nær
200 ár væru liðin frá henni.
J
ón Þorvarður Sigurgeirsson
er fæddur 16. júní 1962 í
Reykjavík og bjó fyrstu ár-
in í Hlíðunum. „Fjöl-
skyldan flutti til Banda-
ríkjanna þegar ég var enn barn og
þegar ég kom heim aftur 10 ára fór
lítið fyrir íslenskunni hjá mér. Ég
náði þó fljótlega tökum á tungumál-
inu og þakka ég það meðal annars
frábærum kennurum og samnem-
endum í Hlíðaskóla.
Eftir grunnskóla var ferðinni heit-
ið í Menntaskólann við Hamrahlíð
sem á þeim tíma var mjög róttækur,
en líflegur skóli. Þar var beðið milli
vonar og ótta hvort kæmi fyrr, atóm-
sprengja á Miðnesheiði með tilheyr-
andi tortímingu eða hin sanna bylt-
ing öreiganna. Ég bíð reyndar enn
eftir svari við þeirri spurningu. Í
uppreisn gegn marxískri innrætingu
menntaskólaáranna ákvað ég að fara
í viðskiptafræði við Háskóla Íslands
að loknu stúdentspróf árið 1982. Þar
naut ég frábærra kennara, t.d. Gylfa
Þ. Gíslasonar sem var á þeim tíma að
hætta störfum sem prófessor. Ég bý
mjög vel að því að eiga góðan og fjöl-
breyttan vinahóp úr skólagöngu
minni.“
Jón var viðloðandi Seðlabankann
um langt skeið, en hann hóf þar störf
á sviði fjármála strax að loknu námi.
Árið 1997 fluttu þau hjónin tíma-
bundið til Hong Kong. „Þetta var
merkilegt ár í sögunni þar sem Kín-
verjar tóku Hong Kong yfir og
Asíukreppan reið yfir.“
Fljótlega eftir dvölina í Hong
Kong bauðst Jóni að fara sem
aðstoðarmaður finnsks fram-
kvæmdastjóra hjá Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum (AGS) í Washington og
hófst þá rúmlega 20 ára þráður við
(AGS), en hann kom aftur heim til
starfa sem framkvæmdastjóri
alþjóðasviðs og erlendra viðskipta
hjá Seðlabanka Íslands árið 2002.
Árið 2006 fór Jón aftur til Wash-
ington og þá í starf aðstoðarfram-
kvæmdastjóra á skrifstofu Norður-
landa og Eystrasaltslandanna hjá
AGS. „Þegar fjármálakreppunnar
fór að verða vart á árinu 2008 hélt ég
aftur í bankann sem framkvæmda-
stjóri skrifstofu bankastjóra og ritari
bankaráðs. Í hönd fóru lærdómsríkir
Stjórnin í Grikklandi var mjög rót-
tæk á þessum tíma og komu
byltingarfrasar menntaskólaáranna
þá að góðum notum. Efnahagsleg
staða Grikklands er enn flókin, en
vandanum þar var slegið á frest með
skuldsetningu, sem er einmitt það
sem Ísland náði að forðast. Án þess
að gert sé lítið úr áhrifum banka-
kreppunnar á hinn almenna borgara
á Íslandi, er mikilvægt að árétta það
að AGS mat það svo á árinu 2016 að
hið opinbera hefði komið réttum
megin við strikið út úr bankakrepp-
unni sem nemur um 9% af landsfram-
leiðslu.“
Á árinu 2019 hóf Jón aftur störf í
stjórn AGS en kom heim í febrúar á
þessu ári og hefur frá þeim tíma verið
efnahagsráðgjafi hjá menningar- og
viðskiptaráðherra. Á síðari árum hef-
ur hann jafnframt einbeitt sér að fjöl-
breyttum stjórnarstörfum.
„Ég kynntist Lín Wei, konunni
minni, árið 1988. Hún kom hingað til
starfa sem fiðluleikari með Sinfóníu-
hljómsveitinni og þegar við bjuggum
í Washington DC spilaði hún með sin-
fóníuhljómsveitinni í Baltimore. For-
eldrar hennar voru báðir prófessorar
við tónlistarakademíuna í Beijing og
þvi ekki furða að tvíburadætur okkar
hafa báðar lagt stund á tónlist. Lauf-
ey fór í nám til Berklee í Boston og
starfar í LA sem tónlistarmaður.
Júnía hélt til náms í alþjóða-
samskiptum til St Andrews í Skot-
landi og virðist ætla að feta í mín fót-
spor og er að hefja störf í fjármála-
geiranum í London.“ Jón hélt upp á
afmælið sitt í St Andrews, við útskrift
Jón Þ. Sigurgeirsson, efnahagsráðgjafi og fyrrverandi framkvæmdastjóri – 60 ára
Fjölskyldan Við útskrift Júníu frá St Andrews-háskólanum 14. júní sl.
Lætur langþráðan draum rætast
Ánægjulegt verkefni Framkvæmdahópurinn um afnám hafta að lokinni
kynningu fjármálaráðherrra og seðlabankastjóra.
Í Washington Tekið á móti Kristal-
inu Georgievu á fyrsta degi hennar í
framkvæmdastjórn AGS.
Til hamingju með daginn
Neskaupstaður Hjördís Óla Moritz
Þorgrímsdóttir fæddist 28. septem-
ber 2021. Hún vó 4.135 g og var 55 cm
löng. Foreldrar hennar eru Bríet Ósk
Moritz og Þorgrímur Jóhann
Halldórsson.
Nýr borgari
Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf
Trönuhrauni 8 | s. 565 2885 | stod.is
K design
Léttu þér lífið með hágæða ítalskri hönnun
Sturtustóll með baki og örmum
Stöðugur og vandaður sturtustóll með
góða burðargetu. Hæðarstillanlegir fætur.
Verð: 22.890,-
Í samningi við
Sjúkratryggingar Íslands
Nettur sturtukollur
Hentar vel í litla sturtuklefa.
Hæðarstillanlegir fætur.
Verð: 9.890.-
Í samningi við
Sjúkratryggingar Íslands