Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 16.06.2022, Qupperneq 57
DÆGRADVÖL 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 2022 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 „ÞÚ ÆTTIR AÐ KENNA MÖMMU ÞINNI UM. HÚN ER EKKI Á SVÆÐINU TIL AÐ ANDMÆLA ÞÉR.“ „ÓKEI, EKKI BRJÁLAST Í HVERT SINN SEM EINHVER HRINGIR DYRABJÖLLUNNI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fylgjast með þeim vaxa. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann KETTIR ERU DÁSAMLEGUR FÉLAGSSKAPUR JÁ, SVO SANNARLEGA GRETTIR! KOMDUOG VERTU MEÐOKKUR! ALLT Í LAGI, LJÚKUM ÞESSU AF HVAR SÉRÐU FYRIR ÞÉR AÐ VIÐ VERÐUM EFTIR FIMM ÁR? EF VIÐ GERUM RÁÐ FYRIR AÐ ÉG BYRJI AÐ HLAUPA NÚNA? BARA GRÍN! SMASK hennar í fyrradag. „Síðan mun ég láta langþráðan draum rætast og sækja djasshátíðina í Newport, en Laufey dóttir mín kemur þar fram undir eigin nafni með hjómsveit í júlí.“ Áhugamál Jóns snúast mikið um al- þjóðamál og hefur hann því verið heppinn með störf í gegnum árin. „Ég hef verið mikill áhugamaður um frjáls alþjóðaviðskipti, en það er stór- merkilegt að á mínu æviskeiði hafa al- þjóðaviðskipti náð að lyfta fleirum upp úr sárri fátækt en nokkru sinni fyrr í heimssögunni.“ Að öðru leyti beinast áhugamálin að tónlist, enda ekki undan því komist á hans heimili, en auk þess hefur hann frá barnsaldri haft mikinn áhuga á kvikmyndum. Trjárækt hefur verið Jóni hugleikin. Foreldrar hans hófu skógrækt í Mýr- dalnum fyrir fjórum áratugum og hef- ur fjölskyldan haldið því áfram. Jón hefur einnig það viðvarandi verkefni að halda jafnaldra sínum, gömlum breskum sportbíl, á götunni. Fjölskylda Eiginkona Jóns er Wei Lín, f. 22.7. 1964, fiðluleikari. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Foreldrar hennar: Hjónin Lin Yao-Ji prófessor og Hu Shixi prófessor. Börn Jóns og Wei eru Laufey Lín Jónsdóttir, f. 23.4. 1999, BA, tónlist- armaður, búsett í Los Angeles, og Júnía Lín Jónsdóttir, f. 23.4. 1999, MA í alþjóðasamskiptum, búsett í London. Systkini Jóns eru Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, f. 31.12. 1960, heimilislæknir í Reykjavík, og Gísli Sigurgeirsson, f. 22.2. 1967, rekstrarhagfræðingur, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Jóns: Sigurgeir Jóns- son, f. 23.1. 1934, d. 16.8. 2009, hag- fræðingur og ráðuneytisstjóri, og Ingibjörg Júnía Gísladóttir, f. 19.12. 1933, fyrrverandi bókavörður, bú- sett í Reykjavík. Jón Þorvarður Sigurgeirsson Ingibjörg Erlendsóttir húsfreyja á Stokkseyri Jón Guðbrandsson sjómaður á Stokkseyri Guðbjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Gísli Guðmundsson sjómaður í Reykjavík Ingibjörg Júnía Gísladóttir fyrrverandi bókavörður, býr í Reykjavík Ragnhildur Jóhannesdóttir húsfreyja í Þjóðólfshaga Guðmundur Þorsteinsson bóndi í Þjóðólfshaga í Holtum Margrét Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík Eiríkur Eiríksson málari í Reykjavík Laufey Eiríksdóttir prestsfrú og húsfreyja í Reykjavík Jón Þorvarðarson prestur og prófastur í Reykjavík Andrea Elísabet Þorvarðardóttir prestsfrú og húsfreyja í Vík í Mýrdal Þorvarður Þorvarðarson prófastur í Vík í Mýrdal Ætt Jóns Þ. Sigurgeirssonar Sigurgeir Jónsson hagfræðingur og ráðuneytisstjóri í Reykjavík Ekki er það gott. Friðrik Stein- grímsson skrifaði á þriðjudag norðan úr Mývatnssveit: „Vargur í kvöld.“ Sólpallinn minn ekki er unnt um stund að nýta, því að grimmar mæta mér mýflugur sem bíta. Á Boðnarmiði yrkir Guðmundur Arnfinnsson limruna Sauðaþjófur: Leópold bóndi á Leirá stal lambhrútum þremur sem Geir á og bíldóttri á Bótólfi frá, og botnóttri gimbur sem Reyr á. Gunnar J. Straumland yrkir „um orðbragð og hömluleysi á rafrænum miðlum“: Allra mest við eygjum flest ótal bresti náungans. Mannsins lesti munum best mitt í verstu stundum hans. Tungukorða temja skal, taum og skorður finna. Gaspur forðast, göfga tal, gæta orða sinna. Nokkur orðaskipti og öll jákvæð spunnust út af þessum hringhendum Gunnars. Hallmundur Kristinsson: Víða er í holti viðkvæm sál. Vitringar hafa meint að gott væri að tala göfugt mál. Gætum við kannski reynt það? Í DV var frétt um að kattarstríð á Seltjarnarnesi stigmagnaðist. Er- lingur Sigtryggsson orti: Seltjarnarnesið er flatt en flott og flestra þar troðin pyngja. Fólkið er einnig undur gott, einkum við málleysingja. Auðvitað kallar þessi vísa fram frumgerðina hans Þórbergs Þórð- arsonar: Seltjarnarnesið er lítið og lágt. lifa þar fáir og hugsa smátt. Aldrei líta þeir sumar né sól. Sál þeirra er blind eins og klerkur í stól. Hallmundur Kristinsson skrifar: „Að skjóta inn einni og einni limru er svolítið eins og að ræskja sig.“ Elskuleg Anna í Hlíð, alltaf var hún svo fríð. Það á að þakka Þórði á Bakka að hún er ennþá blíð. Magnús Geir Guðmundsson kvað: Þetta er allan víst á veg, og varla allt sem sýnist. Eina konu elska ég og aldrei mér hún týnist. Erlingur Sigtryggsson skaut inn limru: Elli kellingar allar ekki eru jafn vel snjallar, lundarléttar og lipurnettar sem gamlir geðillir kallar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.i Vísnahorn Sauðaþjófur og mýflugur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.